„Guð er kærleikur“

Guðfræðingurinn Jóhanna Magnúsdóttir kom með athugasemd við síðustu færslu mína þar sem hún kom meðal annars með eina fullyrðingu sem mér finnst afskaplega þreytandi: Guð er kærleikur.

Hún sagði reyndar orðrétt: „Ég set samansemmerki milli Guðs og kærleika“. Að mínu hógværa mati er þetta bara væmin fullyrðing sem kitlar eyrun á sumu fólki en er í raun nánast innihaldslaus þegar maður skoðar hana.

Ég sé í fljótu bragði tvennt sem þetta gæti þýtt. Annars vegar að þarna sé verið að segja að guð hafi eitthvað með kærleika að gera, það er sem sagt verið að fullyrða um kærleika:

Sú tilfinning að bera kærleika til einhvers er ósýnilegur maður.

Ég held að flestir átti sig á því að þetta sé bull og vitleysa, þannig að það er ljóst að það er ekki samansemmerki á milli „kærleika“ og „guðs“. Ósýnilegur maður tengist ekkert því að bera kærleika til einhvers.

Annars vegar sé ég fyrir mér að það sé verið að segja að guðinn hafi eitthvað með kærleika að gera, eitthvað í þessa átt:

Ósýnilegi maðurinn er alveg ótrúlega góður.

Þetta er líklega það eina skiljanlega sem „Guð er kærleikur“ getur þýtt. Guðspekingarnir mega alveg benda mér á þriðja möguleikann ef mér hefur yfirsést hann. Það væri gaman ef Jóhanna gæti sagt okkur hvort að þetta hafi ekki verið innihaldið í fullyrðingunni hennar.

Að segja „Guð er kærleikur“ er náttúrulega miklu flottara og gáfulegra en að segja: „Ósýnilegi maðurinn er svakalega góður“ en merkingin, ef hún er einhver, er nákvæmlega sú sama.

Ég held að ástæðan fyrir þessum tilgangslausa og flækjandi orðaleik hjá trúmönnum sé sá að ef þeir myndu sleppa honum, þá væri það einum of augljóst hve einföld og hálf-barnaleg þessi mikla speki er í raun og veru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Hjalti,  mennirnir sjá hlutina alltaf frá sínum sjónarhóli.  Þegar ég skrifa, hlýt ég alltaf að skrifa út frá mínum sjónarhóli og út frá mínum forsendum.  Að sama leyti skrifar þú út frá þínum sjónarhóli og þínum forsendum.

Ég hef skrifað mjög mikið á persónulegu nótunum, en ég veit voða lítið um þinn sjónarhól eða bakgrunn.  Veit þó að frá þessum sjónarhóli sérð þú ekki Guð. 

Þú veist eins og ég um tilurð regluritasafns Biblíunnar, að þar eru það guðsmyndir manna sem bornar eru á borð.  Sumir hafa tileinkað sér að Guð sé refsandi dómari, þann Guð sé ég ekki.  Í regluritasafninu stendur líka að Guð sé kærleikur, - það er eitthvað sem ég, Jóhanna Magnúsdóttir, móðir, amma, guðfræðingur o.fl.  get tekið undir.  

Fyrir mér er Guð kærleikur.  Þér finnst það hálf- barnalegt og væmið þú telur þig eflaust þroskaðri en mig og meiri nagla, - ekki ætla ég í kapphlaup hvað það varðar. 

Mikilvægast er að vera sáttur við sjálfan sig og hafa sjálfstraust. 

Til að hafa sjálfstraust þarf að elska og virða sjálfan sig og þessa elsku eða kærleika trúum við sum að við sækjum til Guðs. 

Eitt sem væri sniðugt fyrir þig að pæla í; hvernig lítur kærleikurinn út?  Hvernig getur þú trúað á kærleikann, eða að kærleikur sé yfirhöfuð til ef að hann er ósýnilegur? 

Kærleikurinn er eitthvað sem við hljótum öll að geta tileinkað okkur. 

Hvernig virkar svo þessi kærleikur; stjórnar kærleikur veðri og vindum? NEI 

Stjórnar kærleikur því hvort að einn deyr og annar lifir? NEI 

Manneskja sem tileinkar sér kærleika fyrst og fremst fyrir sjálfa sig, getur varla gefið mikið annað en kærleika frá sér.  Þess vegna þegar við biðjum fyrir fólki erum við aðeins að senda þeim fallegar hugsanir og þú trúir varla að það skaði, þó þú trúir varla að það hjálpi.  Ég trúi að það hjálpi.

Ég hef ekki svörin við öllum tilvistarkreppuspurningum, en mér hefur tekist að leysa marga hnúta - bæði fyrir mig og aðra.  

Ég segi Guð er kærleikur,   - mér líður vel með það og finnst ég hvorki vera að svindla á sjálfri mér né öðrum. Það er sannleikur fyrir mér og ég hef engan áhuga á að lifa í lygi. 

Lifðu heill og takk fyrir mig.  

Jóhanna Magnúsdóttir, 27.12.2009 kl. 21:33

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

P.s. falleg fyrirsögnin þín 

Jóhanna Magnúsdóttir, 27.12.2009 kl. 21:34

3 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jóhanna, segðu mér þegar þú segir hluti eins og "Guð er kærleikur" eða "Ég sem samansemmerki á milli guðs og kærleika" ertu þá bara að segja: "Guð er ógeðslega góður"?

Eitt sem væri sniðugt fyrir þig að pæla í; hvernig lítur kærleikurinn út?  Hvernig getur þú trúað á kærleikann, eða að kærleikur sé yfirhöfuð til ef að hann er ósýnilegur? 

Jóhanna, "kærleikur" er ekki eitthvað sem er til þarna úti, þetta er bara tilfinning í fólki. Þetta er eins og að spyrja hvernig "reiði" eða "hamingja" líti út.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.12.2009 kl. 22:52

4 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Oh, "deepity" og "use/mention error [UME]"

Matthías Ásgeirsson, 28.12.2009 kl. 01:02

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Látum gott heita strákar, við erum alveg á Mars og Venus í samræðum svo þetta er alveg eins og puð út í loftið. 

Nei Hjalti ég er ekki að segja: "Guð er ógeðslega góður"  

Ég er að segja "Guð er kærleikur"  

Þið eruð flottir - haldið áfram ykkar starfi, það er gott að hafa eldmóð í brjósti og hugsjónir. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 28.12.2009 kl. 11:43

6 identicon

Guð er snargeggjaður fáviti samkvæmt biblíu... og nei ekkert vera að klína á mig að ég sé illmenni þegar ég segi þetta... ég er bara að leggja útfrá biblíu, þar kemur berlega í ljós að guðinn er bara þetta; Snargeggjaður fáviti.

DoctorE (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 13:36

7 identicon

Tek undir með Jóhönnu að Guð er keirleikur og þó ég sé ósáttur við margt í biblíunni geri ég mér grein fyrir því að kærleiksboðunin er nauðsynleg til þess að reyna að efla kærleikann í mannlegum samskiptum. Ef kærleikann skortir milli manna værum við ansi aftarlega í samskiptum við hvort annað, þá myndu menn ekkert taka tillit til hvers annars og heimurinn einkennast af upplausn og óeirðum. Hitt er annað að í biblíunni er ofbeldi sem hægt er að færa uppá guðdóminn og það er til vansa og gerir biblíuna ótrúverðuga, og því miður hafa margir þjóðarleiðtogar farið út í stríð vegna þessara frásagna biblíunnar. Það þyrfti að breyta ýmsu í þeirri blessaðri bók og efla meira kærleiksboðunina í heiminum því þá yrðu lífsskilyrði á hnettinum mun betri. Kirkjan þarf að taka sér tak til þess að vera trúanleg fyrir fólkið, en til þess þarf hugarfarsbreytingu innan þeirrar stofnunar. Ef maður les í kóraninum fer maður að skilja ofstækið í múslimum er lesa þetta og ekkert annað, síðan er innprentað í þá að kristnin og hinn vestræni heimur sé andstæðingur þeirra og réttdræpir eins og boðað er í kóraninum.Ef kærleikann vantaði alveg í biblíuna værum við ekkert skárri og hvernig væri heimurinn þá. Við sem mannkyn erum öll háð hvert öðru, það sjáum við best á fáránleika útrásarvíkinganna,gjörðir þeirra hafa áhrif á líf okkar allra, ef hugsun þeirra hefði verið um heildarhagsmuni værum við ekki svona stödd í dag, þeim vantaði kærleikann í staðinn fyrir bara ég hugarfar og það vantar alltof víða  kærleikann,umburðarlyndið,víðsýnina og tillitssemina í mannlegum samskiptum.

Sigurgeir Árnason. (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 15:04

8 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Látum gott heita strákar, við erum alveg á Mars og Venus í samræðum svo þetta er alveg eins og puð út í loftið. 

Jóhanna, mér finnst þetta vera puð út í loftið af því að þú útskýrir nánast aldrei hvað þú ert nákvæmlega að tala um, til dæmis segirðu núna:

Nei Hjalti ég er ekki að segja: "Guð er ógeðslega góður"  

Ég er að segja "Guð er kærleikur"

Þegar þú segir "Guð er kærleikur", hvað í ósköpunum ertu þá að segja?

Ef ég segi: "Maggi er kærleikur", hvað þýðir það þá eiginlega?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.12.2009 kl. 15:27

9 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Er Jóhanna að meina eitthvað svipað og þegar menn segja að "hið góða" og "hið illa" eigi sér sjálfstæða tilvist?

Þegar Jóhanna segir "Guð er kærleikur" þá meini hún "Guð er hið góða í heiminum" á sama hátt og segja mætti að "djöfullinn er hið vonda".

Hið góða (kærleikurinn) er þá ekki mennsk tilfinning heldur guðlegt fyrirbæri, einhvers konar andlegar útvarpsbylgjur, og ef maður er "rétt stilltur" (trúir á Guð) þá geti maður tekið á móti góðmennskubylgjunum, kærleiknum.

Ef þetta er rétt skilið hjá mér þá er Jóhanna í raun að segja að samkvæmt hennar trúarsannfæringu þá er góðmennska (kærleikur) einhvers konar sending frá Guði, eitthvað sem maður aðeins fær með því að "stilla á Guð". Við hinir erum þá væntanlega ófærir um að upplifa/tileinka okkur kærleika/góðmennsku.

Ef þetta er rétt skilið hjá mér er það dæmi um hvernig kristinn hugsunarháttur getur spillt góðmennsku hjá einstaklingi eins og Jóhönnu. Í stað þess að líta á góðmennsku/kærleika sem mannlegan eiginleika sem við öll búum yfir þá flytur hún hann yfir á einstaklega ólíklegt og fjarlægt fyrirbæri sem nánast enginn getur í raun trúað á. Góðmennskan/kærleikurinn er þannig, í huga Jóhönnu, fjarlægur og aðeins fyrir þá fáu sem ná að trúa.

Í stað þess að segja "kærleikurinn er mennskur", eitthvað sem við öll höfum, segir hún "guð er kærleikurinn", eitthvað fjarlægt og aðeins aðgengilegt sumum.

Brynjólfur Þorvarðsson, 28.12.2009 kl. 19:08

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Brynjólfur ég neyðist til að leiðrétta þig.

 "Ef þetta er rétt skilið hjá mér er það dæmi um hvernig kristinn hugsunarháttur getur spillt góðmennsku hjá einstaklingi eins og Jóhönnu."

Hvernig á kristinn hugsunarháttur að geta spillt mér, ef að mín guðsmynd er kærleikur. Ég er ekki að segja að þú sért kærleikslaus þó að ég kalli kærleikann Guð.  Þú kallar kærleikann bara kærleika og þú trúir að hann sé algjörlega óháður nokkru utanaðkomandi. 

Ég kalla kærleikann Guð og Guð kærleika. Þessi kærleikur er meðfæddur og er ií okkur öllum, skv. minni trú trúi ég að hann sé útdeildur af Guði, eða náðargjöf.  Þú þarft ekki að trúa bofs á Guð til að hafa þennan kærleika.  Kannski, og e.t.v. ertu fullur af kærleika og ert eitt ljúft kærleiksblóm sem gefur endalaust af þér. Þekki þig ekki nóg! .. 

Eini munurinn er að ég tel þennan kærleika vera Guð og gjöf Guðs, en þið viljið ekki blanda Guði í málið. 

Þetta ætti ekkert að skaða. Þetta er MÍN guðsmynd, mín forsenda fyrir minni trú, en ég veit vissulega að þessi guðsmynd er ekki allra. Sumir trúa að Guð sé Ótti, Dómari, kall með grátt skegg o.s.frv. 

Úr Fyrra Kórintubréfi: 

"Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking, og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt."

= þó ég trúi, þá dugar það ekki til að gera mig að betri manneskju. 

Love is all you need. 

Ég bloggaði meira um þetta á mínum heimavelli.

Jóhanna Magnúsdóttir, 28.12.2009 kl. 21:09

11 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Takk fyrir mjög hjálplegt innlegg Binni, þess væri óskandi ef Jóhanna gæti reynt að orða hlutina eins skýrt og þú.

Jóhanna, mér sýnist þú vera í "útvarpsbylgjupælingunum" þegar þú talar um eitthvað svona:

Ég kalla kærleikann Guð og Guð kærleika. Þessi kærleikur er meðfæddur og er ií okkur öllum, skv. minni trú trúi ég að hann sé útdeildur af Guði, eða náðargjöf.

Þarna virðistu segja eitthvað í þessa átt: Sú tilfinning að bera til einhvers er orsökuð af guði.

Er þetta það sem þú átt við þegar þú segir: "Guð er kærleikur"?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.12.2009 kl. 21:47

12 Smámynd: Sævar Finnbogason

Jóhanna, Þakka þér fyrir að teikna hér upp í þessarri frábæru athugasemd kjarna þess sem er algerlega ótækt við allt þetta gvuðs og jésú-tal.

Hvað ertu í raun að segja með innleggi þínu? Jú þú ert að segja að guð sé ekkert merkilegri en álfar, tröll, jólasveinar eða Seifur.

ÞÚ SEGIR:

„Ég kalla kærleikann Guð og Guð kærleika. Þessi kærleikur er meðfæddur og er ií okkur öllum, skv. minni trú trúi ég að hann sé útdeildur af Guði, eða náðargjöf. Þú þarft ekki að trúa bofs á Guð til að hafa þennan kærleika. “

Ef þú kallar guð kærleika og kærleikann guð, hversvegna ekki að kalla hlutina sínu rétta nafni????????

Ef ég gengi um og kallaði kærleikann Búdda myndi einginn skilja hvað ég væri að tala um þegar ég segði að ég bæri Búdda til fjölskyldu minnar. köllum hlutina sínu rétta nafni svo við skiljum hvort annað.

Ennfremur SEGIR ÞÚ: „Þú þarft ekki að trúa bofs á Guð til að hafa þennan kærleika.“ og þessu er ég hjartanlega sammála. Margt kærleiksríkasta fólk sem ég þekki er algerlega trúlaust, ég þekki líka ákaflega kærleiksríka ásatrúarmenn og búddista. Þetta hefur ekkert með guð að gera.

Það er ljóst af málflutningi þínum að hugtakið Guð er algerlega marklaust og eitthvað samheiti yfir hitt og þetta sem er eingöngu til þess fallið að flækja og rugla. En ef það væri eini skaðinn væri vel sloppið. Málið er alvarlegra en svo. Með því að reyna að eigna ímyndaðri fígúru kærleikann og annað það sem gott er í eðli okkar er verið að rýra og gera lítið úr manninum og eiginleikum hans, á sama tíma og búnar eru til afsakanir og "mistík" í kringum hvað er rétt og siðleg hegðun.

Allt skynsamlega þenkjandi fólk gerir sér grein fyrir að guð skapaði ekki manninn og svo konuna úr rifbeini hans og ennfremur að Biblían inniheldur helling af "common sense" siðferðis-ráðleggingum en einnig heilmikla og oft á tíðum skaðlega þvælu innan um þjóðsögurnar sem í henni.

Hvaða leiðsögn veitir biblían? Hvað segir hún um mannréttindi sérstaklega?

Þú skalt ekki mann drepa og það er ekki alveg sama hvernig þú selur fætur þínar í þrældóm eða hjónaband?

Í alvöru talað 500 árum áður en Biblían var diktuð upp í Róm spurði maður nokkur í Aþenu spurningar sem ég held að þú ættir að spreyta þig á, og hún er eiginlega svona:

hvort eru hlutirnir réttir af því að guð fyrirskipaði þá eða fyrirskipar guð hlutina af því þeir eru réttir?

Sævar Finnbogason, 29.12.2009 kl. 01:36

13 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ef þú kallar guð kærleika og kærleikann guð, hversvegna ekki að kalla hlutina sínu rétta nafni????????

Ef ég gengi um og kallaði kærleikann Búdda myndi einginn skilja hvað ég væri að tala um þegar ég segði að ég bæri Búdda til fjölskyldu minnar. köllum hlutina sínu rétta nafni svo við skiljum hvort annað.

Mér finnst þetta vera tengt aðalatriðinu. Þetta "Guð er kærleikur" virðist vera ótrúlega undarlegt. Eins og ef ég myndi segja eitthvað eins og: "Ákveðin andavera er leti." Hvað getur það hugsanlega þýtt?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.12.2009 kl. 03:16

14 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

 

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.12.2009 kl. 12:03

15 Smámynd: Sævar Finnbogason

Hei, Hjalti hvað segir þú um þetta......

Ég kalla leppalúða leti og leti Leppalúða?

;)

Sævar Finnbogason, 29.12.2009 kl. 19:03

16 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Vá, en djúpt!

Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.12.2009 kl. 22:08

17 identicon

Áhugaverð umræða. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir þeim mismun sem er á gríska orðinu kærleikur. Þar er Phileo skilgreint sem hinn mannlegi kærleikur en Agape sem hinn guðlegi kærleikur. Kærleikur og ást er stundum sett undir sama hatt en þá vandast málið. Ef orðið ást er notað í stað kærleiks bætist við orðið Eros sem skilgreinist frekar sem líkamleg/holdleg ást eða beinlínis losti sem á lítið saman við fyrrnefndan kærleik.

Ekklesia (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 23:51

18 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ekklesia, þetta tal um að "agape" sé einhvers konar ofur-elska , eða guðleg elska er því miður bara vitleysa sem heyrist oft (t.d. heldur trúmaðurinn Guðmundur að þetta sé "fórnandi kærleikur" við færsluna hennar Jóhönnu). Fyrsta góða dæmið sem ég fann er í Jh 3.19 þar sem talað er um að menn elski myrkrið. Varla gera þeir það með "guðlegum kærleika".

Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.1.2010 kl. 01:54

19 identicon

Þá er Hitler kærleikur, Stalín kærleikur... samkvæmt biblíu þá var guð síst skárri en þeir.. verri ef eitthvað er.

Kannski koma nasistar fram og pósta og Hitler glimmermyndum og tala um karl fjandann í einhverju gúmelaðisljósi.. sjá hann sem eitthvað allt annað en hann raunverulega var... sem einhverjar tilfinningar og kjaftæði.


DoctorE (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 18:58

20 Smámynd: Baldur Blöndal

Ok, ég hló að athugasemdinni hans DoctorE Deus caritas est gott fólk

Baldur Blöndal, 25.1.2010 kl. 21:33

21 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Baldur, þetta latínutal er bara gert til þess að fela það hversu mikið bull þessi setning er augljóslega.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 26.1.2010 kl. 04:24

22 Smámynd: Baldur Blöndal

Hjalti, hvað er að þér? Ertu að segja að mín setningin sé bull?

Ég held að þú þurftir að anda inn og út áður en þú sendir inn athugasemdir.

Baldur Blöndal, 26.1.2010 kl. 05:28

23 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Baldur, setningin "Deus caritas est" er bull. Ef þú ert að gefa í skyn að ég sé reiður þegar ég skrifaði athugasemdina með þessu tali um að anda inn og út, þá er það alveg óþarfi, ég man varla eftir því að hafa reiðst í trúmálaumræðum.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 26.1.2010 kl. 09:41

24 Smámynd: Baldur Blöndal

Ég var ekki að reyna að fela neitt Hjalti, af hverju heldurðu það? Þú mættir hins vegar taka athugasemdum með meira jafnaðargeði. Svona án gríns.

Þetta er einmitt áberandi hvað Jóhanna tekur öllu vel og með brosi á vör.. æsir sig ekki yfir einhverjum smámálum eins og latínugamni (meira að segja með broskalli, merki um velvilja). Það gæti talist eftirsóknarvert að líkjast Jóhönnu meira að þessu leiti.

Baldur Blöndal, 26.1.2010 kl. 13:28

25 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Baldur, ég er ekki að ásaka þig um að vera undirförull, ég er bara að benda á að  "quidquid Latine dictum sit altum videtur".

Þú mættir hins vegar taka athugasemdum með meira jafnaðargeði. Svona án gríns.

Ég skil hreinlega ekki hvað þú átt við. Án gríns.

Þetta er einmitt áberandi hvað Jóhanna tekur öllu vel og með brosi á vör.. æsir sig ekki yfir einhverjum smámálum eins og latínugamni (meira að segja með broskalli, merki um velvilja). Það gæti talist eftirsóknarvert að líkjast Jóhönnu meira að þessu leiti.

Baldur, hættu að gefa það í skyn að ég hafi verið æstur, það er bara rangt. Og ég tel ekki Jóhönnu vera góða fyrirmynd þegar það kemur að trúmálaumræðum.

En gætir þú kannski sagt frá því hvað "guð er kærleikur" þýðir?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.1.2010 kl. 12:47

26 Smámynd: Baldur Blöndal

Baldur, ég er ekki að ásaka þig um að vera undirförull, ég er bara að benda á að  "quidquid Latine dictum sit altum videtur".

Og? Þú lætur það hljóma eins og það sé slæmt.

Mér fannst svarið þitt höstugt miðað við hvað athugasemdir mín var (eftir því sem ég best veit) sakleysisleg. Að mínu mati er Jóhanna fyrirmynd (í umræðum almennt, veit ekki af hverju þú minnist á trúmál) vegna þess að það er þægilegt að tala við hana og hún tekur öllum svörum (jafnvel dónalegum svörum) af háttvísi og tillissemi. Ég minntist á það vegna þess að mér fannst þú taka á móti mér fjandsamlega; en það er bara mín upplifun og ekki hægt að rífast um það.

En gætir þú kannski sagt frá því hvað "guð er kærleikur" þýðir?

Ég get það ekki. Hefur enga sérstaka merkingu fyrir mér og hljómar ósköp innihalds- og merkingarlaust.

Baldur Blöndal, 30.1.2010 kl. 06:51

27 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Að mínu mati er Jóhanna fyrirmynd (í umræðum almennt, veit ekki af hverju þú minnist á trúmál) vegna þess að það er þægilegt að tala við hana og hún tekur öllum svörum (jafnvel dónalegum svörum) af háttvísi og tillissemi.

Ég tilgreini trúmál af því að ég fylgist ekki með öðrum umræðum hjá henni. En mér finnst hún vera slæm fyrirmynd af því að hún er hrædd við að ræða um málið og/eða getur ekki gubbað út úr sér skoðunum sínum. Þessi umræða er fínt dæmi um það.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.1.2010 kl. 11:52

28 Smámynd: Baldur Blöndal

Ég var nú að tala um framkomu hennar, ekki endilega röksemdafærslu hennar. Held að flestir geti verið sammála um það að hún sé afar háttprúð og nærgætin?

Baldur Blöndal, 30.1.2010 kl. 12:02

29 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jú, hún er oftast háttprúð (minnir reyndar að hún sé frekar dónaleg til kristins fólks sem telur samkynhneigð vera synd, en ég gæti verið að rugla henni saman við Möggu Dóru).

Ég er síðan ekki beint að tala um röksemdafærslur hernnar, heldur það að hún bara getur ekki komið skoðunum sínum frá sér. Ég er til dæmis nánast alltaf ósammála Jóni Val og Mofa en þeir geta komið frá sér skoðununum sínum.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.1.2010 kl. 12:44

30 Smámynd: Baldur Blöndal

þú af öllum ættir að vita að það er þegar til of mikið að fólki sem getur auðveldlega komið skoðunum sínum frá sér og gerir það (of) oft, sérstaklega þegar skoðanir svo margra eru fullar af fordómum og rugli

Baldur Blöndal, 30.1.2010 kl. 13:02

31 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég vil frekar ræða við rugludall sem getur komið skoðunum sínum frá sér heldur en einhvern skynsaman aðila sem getur ekki einu sinni rætt málin.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.1.2010 kl. 18:25

32 Smámynd: Baldur Blöndal

Þú rífst nú samt við báða aðila jæja...

Baldur Blöndal, 30.1.2010 kl. 18:50

33 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Já, ég er sjúkur :P

Hjalti Rúnar Ómarsson, 31.1.2010 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband