Pat „biskup“ Robertson

Þegar bandaríski sjónvarpsprédikarinn sagði að jarðskjálftinn í Haítí hafi verið refsing guðs þá lýstu margir trúmenn yfir hneykslun sinni. Til að byrja með veit maður ekki hvað var svona hræðilegt við það út frá kristnum skilningi, í biblíunni er guð oft að refsa fólki með náttúruhamförum.

En það sem mér finnst merkilegra er að hátt sett fólk í „venjulegum“ kirkjum kemur ekkert með minna klikkaðri pælingar þegar það reynir að útskýra þetta. Ég rakst á gott dæmi nýlega, þetta eru ummæli N.T. Wright, sem er biskup í ensku biskupakirkjunni og í uppáhaldi hjá einhverjum guðfræðinemum og prestum hérna á Íslandi fyrir doðranta sem hann skrifar (t.d. sagði ríkiskirkjuprestur hann vera „ágætan guðfræðing“ nýlega). Eftir flóðbylguna miklu á Indlandshafi árið 2004 skrifaði hann þetta:

We are not to suppose that the world as it currently is, is the way God intends it to be at the last. Some serious thinkers, including some contemporary physicists, would actually link the convulsions which still happen in the world to evil perpetrated by humans; and it is indeed fair enough to probe for deeper connections than modernist science has imagined between human behavior and the total environment of our world, including tectonic plates. But I find it somewhat easier to suppose that the project of creation, the good world which God made at the beginning, was supposed to go forward under the wise stewardship of the human race, God’s vice-gerents, God’s image-bearers; and that, when the human race turned to worship creation instead of God, the project could not proceed in the intended manner, but instead bore thorns and thistles, volcanoes and tsunamis, the terrifying wrath of the creation which we humans had treated as if it were divine. #

Til að byrja með fer biskupinn að tala um að einhverjir vísindamenn telji að illvirki sem mennirnir fremja hafi áhrif á hreyfingar jarðflekanna (og hann er ekki að tala um eitthvað venjulegt, heldur eitthvað „galdralegt“ þar sem hann talar um „modernist science“).

Framhaldið er líklega enn klikkaðra. Þar heldur hann því virkilega fram að þegar mannkynið hætti að dýrka guðinn hans á réttan hátt var afleiðingin sú að eldfjöll og flóðbylgjur byrjuðu. Til að byrja með þá væri það enn guðinum hans að kenna, af því að hann myndi ákveða að það að trúa ekki eins og hann vill myndi af einhverjum hafa þær afleiðingar að eldfjöll og flóðbylgjur myndu byrja. En aðalatriðið er það að við vitum að eldfjöll og flóðbylgjur voru til milljónum ára áður en maðurinn kom á sjónarsviðið. Þetta er svipað og að halda því fram að það sé mannkyninu að kenna að risaeðlurnar dóu út. Þessi afsökun virkar bara ef þú ert sköpunarsinni. Þetta er enskur biskup.

Íslenski biskupinn Karl Sigurbjörnsson kom með enn furðulegri afsökun, hann sagði þetta:

Þar á meðal í sálmi þar sem eru þessar hendingar: „Guð, þú sem gafst mér lífið. Hvers vegna þjáumst við? ” Þær raunaspurningar sem hörmungarnar lyfta fram fá einungis svör í gráti og söng og viðbrögðum umhyggjunnar, kærleikans. Því mitt í hörmungunum, harmi og sorg er Guð. Hinn krossfesti og upprisni líður með þeim sem þjást, áhrif líknar og vonar, umhyggju og kærleika vitnar um upprisusigur hans. #

Það má líkja guðinum þeirra við mann sem stingur annan mann með hnífi. Pat Robertson segir að afsökun mannsins sé „Hinn maðurinn átti það skilið.“ á meðan Karl segir eitthvað í líkingu við: „Maðurinn sem stakk hinn manninn finnur til með manninum sem hann stakk. Afsökunin hans Pats er að vísu ógeðsleg, en hún er að minnsta kosti skiljanleg. Það sem Karl segir nær því ekki að vera ógeðsleg þar sem að hún er óskiljanleg. Hvernig afsakar það guðinn hans að hann á að finna til með fórnarlömbunum hans?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband