Ekki eini hópurinn

Það er annar hópur sem er líklega enn meira hataður í Bandaríkjunum, að minnsta kosti ef miðað er við reglur bandarísku skátasamtakanna.

Í Bandaríkjunum eru trúleysingjar nefnilega alfarið bannaðir í skátunum. Það er kannski skiljanlegt, ef maður hugsar út í það að þar er hugsunarháttur fráfarandi biskups ríkiskirkjunnar algengari, en hann benti á að trúleysi sé "mannskemmandi og sálardeyðandi" og hefur auðvitað oft tengt það við siðleysi.

Börn, sem eru siðlaus, skemmd og dauð á sálinni, ætti auðvitað ekki að leyfa að taka þátt í skátunum.


mbl.is Samkynhneigðir skátaforingjar ekki leyfðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Og hvort tveggja (fordómar og bann gagnvart samkynhneigðum og trúlausum innan bandarísku drengskátasamtakanna BSA) orsakast af því sama: Áhrifum trúarhreyfinga í gegnum háa fjárstyrki til samtakanna, t.d. mormónakirkjan. Þetta var ekki alltaf svona eftir því sem ég best veit. Ekki það að það geri ástandið neitt betra eða þolanlegra. Þetta er að mínu mati fyrir neðan allar hellur.

Sveinn Þórhallsson, 20.7.2012 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband