Vitnisburður sköpunarverkisins

Kalli biskup sagði þetta á aðfangadag:

Sköpunarverkið ber [guði] vitni. #

Ég vil bara minna herra Karl Sigurbjörnsson á að það eru ekki nema fimm ár síðan guðinn hans drap hátt í þrjúhundruðþúsund manns (stór hluti þess börn) í flóðbylgjunni miklu á Indlandshafi.

Þú verður að afsaka það Kalli minn, en „sköpunaverkið“ ber þess einmitt vitni að algóður skapari er ekki til. Guðinn þinn er augljóslega ekki til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Sæll Hjalti minn, hvernig má það vera að Guð drepi hátt í 300.000 og síðan er hann ekki til. Hjalti á hverju ertu??  Fékkstu flugmiða og getur ekki lent?? Hér áður fyrr þá þurfti maður að reykja sig niður, allveg í klessu. Mæli með því, síðan að fara í messu hjá Þórhalli. Ef þetta dugar ekki þá skella sér á klikkó!!

Be blessed and not stressed.

Aðalbjörn Leifsson, 27.12.2009 kl. 08:23

2 identicon

Það var ekki Guð sem drap 300.000 manns í flóðbylgjunni á Indlandshafi bara svo það sé á hreinu. Það er ekki Guð sem ræður ríkjum á þessari jarðarkúlu okkar heldur sá sem heitir Satan og er djöfull. Ef hann væri ekki við völd hér þá hefði Jesús ekki þurft að deyja fyrir syndir okkar allra. Guði er alltaf kennt um allt hið illa sem gerist en það gleymist að Satan og hans illu fylgjendur eru hér og eru valdir af öllum þeim hörmungum sem við búum við.

Edda Karlsdóttir (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 09:41

3 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Aðalbjörn, vinsamlegast hættu þessum stælum. Auðvitað hefur guðinn hans Kalla ekki drepið neinn, þar sem hann er ekki til. Það breytir því ekki að ef hann væri til þá hefði hann ansi mörg líf á samviskunni. Það fattar allt sæmilega gáfað fólk að ég er ekki að gefa í skyn að guðinn hann sé í raun og veru til.

Edda, ertu að segja að í besta falli hafi guðinn þinn horft á með hendurnar á bak við sig á meðan andskotinn var að hrista jarðskorpurnar og drepa allt fólkið?

Hvað myndir þú segja um mann sem myndi horfa, með hendur á bak við sig, á annan mann misþyrma og drepa þúsundir barna? Væri ekki óhætt að segja að þarna væri illmenni á ferð?

Svo get ég svarið það að það eigi að vera guðinn þinn, en ekki djöfullinn, sem skapaði jörðina. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.12.2009 kl. 10:18

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Eins og hrópandinn í eyðimörkinni hrópar þú Hjalti "Guð er ekki til"  af hverju þessi djúpa þörf fyirir að segja fólki frá því,  hver er mótivasjónin?

Hvaða Guð ert þú að tala um að sé ekki til?  Hinn hefnigjarna sem kemur fram í sögu Nóaflóðsins eða Guðs sem líka er talað um í Biblíunni; Guð sem kærleika? 

Ég er sammála þér að þessi stýripinna-guð er ekki til og er til í að hrópa það með þér, en kærleikurinn er sem betur fer til og ég set samansemmerki milli Guðs og kærleika, - þessa kærleika sem við hlustum kannski ekki nógu oft á. 

Það er löngu afsannað að réttlátir hljóti náð hér á jörð og rigni á rangláta, svo það er óþarfi að hengja sig í þá mynd Guðs.

Annars gleðilega hátíð og allt það! 

Jóhanna Magnúsdóttir, 27.12.2009 kl. 12:25

5 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hvaða Guð ert þú að tala um að sé ekki til?  Hinn hefnigjarna sem kemur fram í sögu Nóaflóðsins eða Guðs sem líka er talað um í Biblíunni; Guð sem kærleika? 

Ég er einmitt að benda á að "Guð sem kærleikur" er ekki til, amk ekki ef hann hefur einhvern smákraft.

Svo veit ég ekki af hverju þú tengir hefnigjarna guðinn við Gamla testamentið, guð er óendanlega meira hefnigjarn í ræðunum sem eru eignaðar Jesú.

Seg þú mér, er guðinn þinn það vanmáttugur að hann gat ekki stöðvað einn lítinn jarðskjálfta á jörðinni?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.12.2009 kl. 15:08

6 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Eins og hrópandinn í eyðimörkinni hrópar þú Hjalti "Guð er ekki til"  af hverju þessi djúpa þörf fyirir að segja fólki frá því,  hver er mótivasjónin?

Jóhanna, hvað ætlar þú að skrifa nákvæmlega þennan texta oft og ætlar þú alltaf að hunsa svörin?

Þörfin kemur til vegna þess að fjöldi fólks er sífellt að hrópa "Gvuð er til" og margir þeirra eru meira að segja á launum hjá ríkinu.

Ef þetta fólk hættir að fullyrða að Gvuð sé til munu fáir finna hjá sér þörf til að hrópa að hann sé ekki til.

ég set samansemmerki milli Guðs og kærleika

Hefurðu lært eitthvað í stærðfræði Jóhanna?  Er þetta ekki augljóst dæmi um óþarfa breytu.

Hættu að trúa á Gvuð, enda það fyrirbæri ekki til, og byrjaðu að trúa á kærleika.  

Matthías Ásgeirsson, 27.12.2009 kl. 18:26

7 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Já, Jóhanna, segðu mér, hvort er það ég eða þú sem ert meðlimur í félagi (og lætur ríkið þá borga meira í það) sem hefur fólk á launum í það að "hrópa" á leikskólabörn "Guð er til!"? Síðan finnst þér undarlegt að ég sé að gera við athugasemdir við bull í æðsta klerki þessa félags þíns sem var útvarpað í ríkisstöðinni okkar!

Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.12.2009 kl. 19:25

8 Smámynd: Baldvin Z

[quote]Eins og hrópandinn í eyðimörkinni hrópar þú Hjalti "Guð er ekki til" af hverju þessi djúpa þörf fyirir að segja fólki frá því, hver er mótivasjónin?[/quote]

Ég spyr á móti, af hverju hrópar þú og þínir líka að "guð sé til"? Þið látið ykkur ekki nægja að gera það á bloggsíðum heldur látið ykkur líka hafa það að herja á börnin okkar í leik- og grunnskóla!

Baldvin Z, 5.2.2010 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband