Kynnum báðar hliðarnar á biblíunni

Ég vil sjá þessa sögu kennda í biblíufræðitímum: 

 Þaðan hélt Elísa til Betel. Og er hann gekk upp veginn, gengu smásveinar út úr borginni, hæddu hann og kölluðu til hans: "Kom hingað, skalli! Kom hingað, skalli!" Sneri hann sér þá við, og er hann sá þá, formælti hann þeim í nafni Drottins. Þá komu tvær birnur út úr skóginum og rifu í sundur fjörutíu og tvo af drengjunum. (2. Konungabók 2.23-24)

 

Ef þetta væri í kennslubók þá væri hægt að nálgast þessa sögu frá mörgum hliðum. Þegar kemur að siðfræði, þá er auðvitað hægt að benda á að það er rangt að leggja fólk í einelti. En það er líka hægt að benda á að það er í lagi að drepa börn fyrir að vera óþekk.

Það er hægt að nálgast þetta úr frá guðfræði: „Hvaða ástæðu getum við fundið til þess að afsaka þessi morð hjá guði?“

Síðan er hægt að skoða hvernig þessi saga hefur verið túlkuð af listamönnum:

  elisa  

Biblían er full af svona áhugaverðum sögum. Ef það á að kenna biblíufræði, þá er bara sanngjarnt að kenna líka sögur sem láta guð kristinna manna líta illa út.


mbl.is Skylt að kenna biblíufræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar

Gæti líka verið áhugavert að fjalla um sifjaspjöll og erfðafræði út frá Adam & Evu og svo Nóa og hans littlu fjölskyldu.

Tala nú ekki um að spekúlera aðeins í því hvernig grasbítar fóru að því að lifa fyrstu mánuðina eftir syndaflóðið.

Eða bara hvernig gudda tókst að gera allt úr engu.

Þetta gæti alveg orðið stórskemmtilegt námskeið.

Arnar, 18.8.2009 kl. 11:34

2 identicon

Og ef það ætti að kenna trú trúleysingja þá væri hægt að kenna um það hvernig "engum" tókst að gera allt úr engu.

Einhvernveginn finnst mér líklegra að Guð geta búið allt til en að "enginn" geti búið allt til.

hmm (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 15:45

3 identicon

Það má bæta því við þetta að orðið sem þýtt er sem smástrákar er orð yfir unga menn, sem er m.a. notað um Jósef þegar hann var 39 ára.

Svo má líka bæta því við að það sem þýtt er sem "rifu í sundur" er líka hægt að þýða sem "klufu í sundur" (sögnin að kljúfa) og er þá hægt að skilja þetta sem svo að þessi hópur af 42 ungum mönnum hafi verið klofinn í sundur.

Þá er þetta nú ekkert svo slæmt.

Ef ég skil þetta rétt þá er orðið sem þýtt er "birnur" í raun "birnur sem hafa verið aðskildar frá húnum sínum" og þá er alveg eðlilegt að birnurnar hlaupi í gegnum hópinn, kljúfi hann og hlaupi til húnanna hinumegin og verji þá (án þess að ég þekki sérstaklega vel eðli bjarndýra).  Þetta hefur gert ungu mennina dauðhrædda... en vonandi ekki dauða.

Andri (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 22:52

4 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Andri, gætirðu bent mér á hvar þú sást þessar skýringar þínar?

Það má bæta því við þetta að orðið sem þýtt er sem smástrákar er orð yfir unga menn, sem er m.a. notað um Jósef þegar hann var 39 ára.

Orðið na'ar getur vissulega vísað til ungra manna, en þarna er talað um na'ar qaton, litla na'ar-a. Vísar augljóslega til barna.

Svo má líka bæta því við að það sem þýtt er sem "rifu í sundur" er líka hægt að þýða sem "klufu í sundur" (sögnin að kljúfa) og er þá hægt að skilja þetta sem svo að þessi hópur af 42 ungum mönnum hafi verið klofinn í sundur.

Veistu um dæmi þar sem þetta þýðir klárlega að "tvístra"? Ég kann ekki nóg í hebresku til að vita þetta, en ég efast um að þessi þýðing gæti virkað. Þar sem það stendur að birnurnar "klufu í sundur" 42 af börnunum (eitthvað í líkingu við af þeim fjörutíu og tvö)

Ég var að skoða hvað orðabókin hafði um þetta að segja og þar var meðal annars bent á þetta: "ræðst á þá eins og birna, sem rænd er húnum sínum, sundurríf brjóst þeirra." (Hósea 13.8). Þarna er sama orðið notað.

Ef ég skil þetta rétt þá er orðið sem þýtt er "birnur" í raun "birnur sem hafa verið aðskildar frá húnum sínum"

Ég held að þú hljótir að hafa misskilið orðabókina eitthvað. Birnur þýðir líklega bara birnur, en þetta með að vera aðskildar frá húnum sínum er líklega bara vísun í Hós 13.8.

og þá er alveg eðlilegt að birnurnar hlaupi í gegnum hópinn, kljúfi hann og hlaupi til húnanna hinumegin og verji þá (án þess að ég þekki sérstaklega vel eðli bjarndýra).  Þetta hefur gert ungu mennina dauðhrædda... en vonandi ekki dauða.

Andri, mér finnst ótrúlegt hvernig þú getur skáldað svona sögu og látið eins og sagan í biblíunni segi þetta í raun og veru.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.9.2009 kl. 10:25

5 identicon

"Ég held að þú hljótir að hafa misskilið orðabókina eitthvað. Birnur þýðir líklega bara birnur, en þetta með að vera aðskildar frá húnum sínum er líklega bara vísun í Hós 13.8."

Jú, þetta er rétt hjá þér, ég var of fljótur á mér þarna.  Þarna er verið að vísa í Hós 13.8.  Ég biðst afsökunar á þessu.

"Veistu um dæmi þar sem þetta þýðir klárlega að "tvístra"? Ég kann ekki nóg í hebresku til að vita þetta, en ég efast um að þessi þýðing gæti virkað. Þar sem það stendur að birnurnar "klufu í sundur" 42 af börnunum (eitthvað í líkingu við af þeim fjörutíu og tvö)"

Nei, ég veit ekki um dæmi þess í Biblíunni, reyndar er tvístra líklega ekki rétta orðið heldur.  Ég skil þetta sem svo að hópnum gæti hafa verið skipt í tvo hópa þegar birnurnar hlupu í gegn.

Reyndar man ég ekki í augnablikinu eftir öðru dæmi í Biblíunni þar sem hóp er tvístrað með þessu orði.

Hérna er dæmi um notkun á orðinu baqa`sem þýtt er sem "rifu í sundur".

en lyft þú upp staf þínum og rétt út hönd þína yfir hafið og kljúf það, og Ísraelsmenn skulu ganga á þurru mitt í gegnum hafið.
2. Mós 14.16

Þetta dæmi fær að vera á ensku af því íslensku þýðingin er hálf skrítin.

Thy bow was made quite naked, [according] to the oaths of the tribes, [even thy] word. Selah. Thou didst cleave the earth with rivers.
Hab 3.9

Það sem þyrfti hins vegar að komast að er hvort þessi sögn eigi við um hvern og einn dreng, hópinn eða að hvort það gæti verið bæði.  Ef sögnin á við drengina þá hafa birnurnar væntanlega klofið líkama þeirra í sundur, ef sögnin á við um hópinn þá hefur hópurinn skipst í tvo hluta (hugsanlega þrjá) en ef sögnin getur átt við um bæði þá er erfitt að segja til um hvað gerðist.

Að vísu virðast þeir rabbíar sem "kommentuðu" í Talmud vera sammála um að birnurnar hafi drepið drengina... og þeir skilja hebreskuna líklega mun betur en ég.  En það er reyndar margt skrítið ritað í Talmud.

Eftirfarandi tilvitnun gæti líka aukið skilning á þessum versum:

"Having come across this passage, which occurs just after Elisha had lost Elijah, his companion and mentor, I immediately felt a chill go down my own back. The scenario felt to me, in my bones, just like a queer-baiting, one where young males go after a lone, supposed homosexual in order to harass and perhaps attack (and sometimes kill) him. It has all the elements: the lone, unmarried male; a deserted street outside of the city limits; young males jeering. And yet, what
was this about baldness?!
Reaching for the Hebrew text to discover what this taunt was, I
found that the youths were yelling at Elijah: ’aleh qereah! aleh
qereah!’ which, as it turns out, was a way of essentially telling him to 'Get the hell out of here, you person-who-made-yourself-bald-as-asign-of-mourning !’ The reference to Elisha’s hair-loss, far from being about male-pattern baldness, actually signifies the public sign of mourning that Elisha had made presumably on account of his recent loss of Elijah. And the boys were no doubt echoing sentiments they had picked up from their elders, namely: we don’t want any of your kind around here!"

 Tekið af:

http://tse.sagepub.com/cgi/reprint/7/14/10.pdf 

Segi þetta gott í bili...

Andri (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband