Enn ekkert svar frá kirkjunni

Nú eru næstum því tvær vikur síðan ég sendi ríkiskirkjunni fyrirspurn. Enn er ekkert svar komið, en á meðan get ég bent á enn ein ríkiskirkjumanninn sem viðurkennir að Jesús hafi verið falsspámaður. Á heimasíðu Hafnarfjarðarkirkju skrifar ríkiskirkjupresturinn Þórhallur Heimisson*:

Svo virðist sem [Jesús] hafi gert ráð fyrir að endalok heimsins væri í nánd og ný öld, öld ríkis Guðs í heiminum, væri að renna upp.

Hvað er maður sem trúir því að Jesús hafi verið falsspámaður að starfa sem ríkiskirkjuprestur?

*Það kemur ekki fram á síðunni að þetta sé eftir hann, en mikið af efninu þarna í Trúarbragðahorninu, þ.m.t. þetta sem ég vísa á, er notað með minniháttar breytingum í bókunum hans (t.d. Orðabók leyndardómanna).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hugsa nú að flestir prestar geri sér grein fyrir því að sagan um Sússa er fake frá a-ö... en þeir vilja ekki drepa mjólkurkúna

DoctorE (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 14:44

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þórhallur og ég erum byrjaðir að ræða um þessi ummæli hans hérna. Af einhverjum ástæðum er hann búinn að stilla bloggið sitt þannig að hann þarf að samþykkja athugasemdir til þess að þær komist í gegn.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 21.5.2009 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband