Það versta við flensur

Það versta við flensur er auðvitað fólkið sem deyr vegna þeirra. En það næstversta við flensur er sú staðreynd að sumir brjálæðingar sjá í heimsfaröldrum einhverja von um að klikkaðar hugmyndir þeirra um guð séu sannar.

Nú er ég sérstaklega að hugsa um Einar Ingva Magnússon. Ég verð bara að byrja á því að benda á að maðurinn er með orðin „dauðinn [er mér] ávinningur“ við myndina sína. Ótrúlega klikkaður hugsunarháttur.

Í nýjustu færslu hans er afar kristilegur, en enn klikkaðri hugsunarhátttur:  Guðinn hans sendi svínaflensuna.

Flestir sjá eflaust að þetta er klikkaður hugsunarháttur, en færri átta sig ef til vill á því að kristni, venjuleg kristni, er enn klikkaðri. Samkvæmt henni er guð „skapari himins og jarðar“. Þegar Helgi Hóseason spyr: „Hver skapaði sýkla?“, þá svarar kristni: „Guð“. Ef Helgi spyrði út í sníkjudýr eins og plasmodium falciparum sem drepur 1-3 milljónir manna árlega (aðallega börn!), þá væri svarið: „Guð“.

Þegar ríkiskirkjuprestar eru spurðir að því hvers vegna algóði guðinn þeirra drepur að minnsta kosti hátt í milljón börn árlega, þá er svarið: "Ég veit það ekki":

Samkvæmt þessu verður að ætla að Guð hafi skapað sýkla. Um þetta gildir svo með svo margt annað í kristinni guðfræði að hinn hinsti tilgangur þess sem æðstur er og hæstur er okkur hulinn meðan við göngum um hér í þessum heimi.#


mbl.is Svínaflensan borin saman við spænsku veikina 1918
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afhverju þarf fólk eins og þú, sem trúir ekki á eitt né neitt alltaf að vera böggast útí fólk sem trúir á guð ? afhverju getiði ekki bara grjót haldið kjaftinum á ykkur saman og leyft fólki að trúa því sem það vill trúa ? þarftu endilega að vera þykjast einhver meiri maður með að sýna að þú trúir ekki á guð ?

Sumum finnst gott að trúa á eitthvað æðra, afhverju þurfið þið að drulla yfir svoleiðis fólk ? Mér persónulega finnst strákar sem hafa sítt hár ógeðslegir, ekki er ég að skjóta á það hægri vinstri og drulla yfir það (ekki að þetta sé sambærilegt, en sá myndina af þér)

hættu að skipta þér af öðrum og leyfðu því að trúa því sem það vill trúa.

Raggi (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 14:25

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Sæll Raggi

Ég "böggast" út í fólk sem trúir á guð af því að það þarf endalaust að troða þessum sérkennilegum skoðunum ofan í kokið á þeim sem trúa ekki á guð. Ríkið borgar ~5 milljarða árlega til þess að borga fólki til þess að boða trú á guð í opinbera leikskóla.

Sumum finnst gott að trúa á eitthvað æðra, afhverju þurfið þið að drulla yfir svoleiðis fólk ?

Allt í lagi trúðu á eitthvað æðra, mér er sama. En ef þú ferð að segja hluti eins og "Góði guðinn minn drepur börn" og "Ríkið á að borga trúfélaginu mínu pening", þá máttu búast við því að ég muni ekki "grjót halda kjafti".

Hefur þú einhvern tímann farið á bloggsíðu einhvers sem boðar trú á guð og sagt honum að "grjót halda kjafti"?

ps. ég er ekki lengur með sítt hár.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.5.2009 kl. 14:40

3 identicon

Sæll Hjalti

Ég er trúuð en Guðinn hans Einars Ingva og fleiri (hann er ekki einn í þessum undarlegu réttlætingum) er eitthvað furðulegur Guð sem er afar ólíkur mínum. Minn Guð er ekki illgjarn fjöldamorðingi sem drepur milljónir og hlífir einum og einum "góðum". Það er alveg hægt að vera trúaður án þess að vaða um ruglandi eins og maður hafi nýlega dottið illa á höfuðið, trú sína er alveg hægt að rækja án þess að ganga um galandi og ég býst við að flest okkar geri það. Það er samt alltaf einn og einn sem þarf að vera að skapa einhver undarleheit í kringum trúna, nefni engin nöfn.

Bryndís (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 14:46

4 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Bryndís, ertu kristin? Trúirðu því að guð sé "skapari himins og jarðar"?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.5.2009 kl. 14:48

5 Smámynd: Marilyn

Myndi þér ekki finnast fáránlegt ef trúuð manneskja myndi spyrja þig - ertu trúlaus - trúiru að enginn hafi nokkurn tímann skapað nokkurn skapaðan hlut og að þar með sért þú ekki til? Held að þannig hljómi spurningin þín í eyrum þeirra sem trúa.

Að trúa er ekki alltaf það sama og að trúa í blindni - biblían er víst skrifuð af mönnum en ekki guði.

Þar að auki kemur fram í Biblíunni hinn viðsjárverði Djöfull sem líklega má kenna um allt sem miður fer - Guð sér um hið góða.

Finnst það svolítið einkenni á þeim sem eru á móti trúarbrögðum að þeir haldi að allir trúaðir trúi bókstaflega öllu því sem stendur í trúarritunum - það er ekki þannig ekki frekar en ég býst við því að allir trúleysingjar fylgi öllum umferðarreglunum.

Annars er ég samt sammála þér með margt - Guð er ekkert að refsa sumum og hygla öðrum með einhverjum farsóttum - en mér finnst ekki alveg rétt að skrifa þetta upp á allt trúað fólk, bara einstaka rugludalla (in my humble oppinion).

Marilyn, 3.5.2009 kl. 16:48

6 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Finnst það svolítið einkenni á þeim sem eru á móti trúarbrögðum að þeir haldi að allir trúaðir trúi bókstaflega öllu því sem stendur í trúarritunum - það er ekki þannig ekki frekar en ég býst við því að allir trúleysingjar fylgi öllum umferðarreglunum.

Ég hef ekkert minnst á "trúarrit" þannig að ég veit ekki hvernig þessi skrípamynd af mér tengist umræðunni.

Annars er ég samt sammála þér með margt - Guð er ekkert að refsa sumum og hygla öðrum með einhverjum farsóttum - en mér finnst ekki alveg rétt að skrifa þetta upp á allt trúað fólk, bara einstaka rugludalla (in my humble oppinion).

Ég er ekki að skrifa þetta upp á allt trúað fólk, heldur kristið fólk, fólk sem trúir því að guð sé "skapari himins og jarðar". Já, ég er sammála þér, kristni er frekað rugluð.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.5.2009 kl. 16:53

7 Smámynd: Johann Trast Palmason

trúarbrögð og trúað fólk er undirót allra okkar vandamála.

Johann Trast Palmason, 3.5.2009 kl. 17:38

8 identicon

Sæll aftur Hjalti

Jú ég er trúuð og jú kristin líka, er meðlimur í þjóðkirkjunni og það hlýtur að gera mig kristna. Skapari himins og jarðar nei varla en trúi því að til sé æðri máttur, góður máttur sem ekki geri mannamun.  Mér finnst afar hæpið að sjá Guð fyrir mér sem einhvern töframann með hatt að draga eitt stk jörð sól og tungl upp úr hattinum.

Ég er hins vegar nokkuð sammála því að trúarbrögð séu undirrót ansi margra vandamála sérstaklega þegar (karl)menn komast í að túlka hlutina eftir eigin geðþótta og snúa öllu upp á trúna eins og er frekar algengt vítt og breitt um heiminn.

Ætli það megi ekki líka bæta pólitík við það hvað skapar vandamál í heiminum.

Bryndís (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 20:41

9 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Bryndís, mér finnst það afar fjarstæðukennt að halda að maður sé kristinn ef maður getur ekki einu sinni samþykkt fyrstu setninguna í postullegu trúarjátningunni.

Mér finnst afar hæpið að sjá Guð fyrir mér sem einhvern töframann með hatt að draga eitt stk jörð sól og tungl upp úr hattinum.

Það er enginn að tala um það. Trúir þú að þessi æðri máttur hafi skapað eitthvað? Trúir þú því að þessi æðri máttur hafi eitthvða vald?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.5.2009 kl. 22:02

10 identicon

Þetta er nú meiri fuglinn sem þú linkar þarna Hjalti. Ég skrollaði aðeins yfir síðuna hjá honum og slapp nokkuð óskaddaður frá því.

Eitt vakti athygli mína. Hann er ekki með eina einustu athugasemd við nokkra færslu. Er hann lengra kominn en JVJ í ritskoðunum? Það er afrek ef rétt er.

Einar K. Einarsson (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 11:47

11 Smámynd: Marilyn

"Ég hef ekkert minnst á "trúarrit" þannig að ég veit ekki hvernig þessi skrípamynd af mér tengist umræðunni."

"Ég er ekki að skrifa þetta upp á allt trúað fólk, heldur kristið fólk, fólk sem trúir því að guð sé "skapari himins og jarðar"."

Allt sem þú segir um trú ber vott þess að þú sért að tala um bókstafstrúarfólk, fólk sem t.d. hafnar þróunarkenningunni afþví að guð er skapari himins og jarðar, hence þetta með trúarritin ef þú vilt að ég kalli það kenningar kirkjunnar þá það - en það sama gildir þar, kirkjan er kirkja mannanna, stjórnað af mönnum. 

Á sama hátt og þú vilt ekki vera partur að skrípamynd trúleysingjans sem ég dró upp (skv. þínum eigin orðum) neita ég sem trúuð manneskja, kristin að undirlagi, að láta flokka mig í sama flokk og rugludalla sem segja að guð drepi lítil börn því það þykir mér algjör misskilningur á trúnni. 

Marilyn, 4.5.2009 kl. 16:51

12 identicon

Marilyn, velur þú þér þá bara kafla úr biblíunni eftir því sem þér hentar og samræmist þínu 21. aldar siðgæði? Er þá ekki grunnurinn farinn?

Þetta er leiðarvísir kristinna sem trúin byggist á.

Einar K. Einarsson (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 17:37

13 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Allt sem þú segir um trú ber vott þess að þú sért að tala um bókstafstrúarfólk, fólk sem t.d. hafnar þróunarkenningunni afþví að guð er skapari himins og jarðar,...

Ég hef ekkert sagt um það að ég sé að hafna þróunarkenningunni. Til dæmis veit ég að ríkiskirkjupresturinn Skúli, sem ég vitna í, hafnar ekki þróunarkenningunni. Ég er meðal annars að tala um fólk eins og hann.

...neita ég sem trúuð manneskja, kristin að undirlagi, að láta flokka mig í sama flokk og rugludalla sem segja að guð drepi lítil börn því það þykir mér algjör misskilningur á trúnni. 

Þegar þú talar um rugludalla, ertu þá bara að tala um fólk eins og Einar, eða líka fólk eins og ríkiskirkjuprestinn Skúla? Því að Skúli segir í tilvitnuninni: "Samkvæmt þessu verður að ætla að Guð hafi skapað sýkla."

Hvernig misskilja Einar og Skúli kristna trú?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 4.5.2009 kl. 17:39

14 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Eitt vakti athygli mína. Hann er ekki með eina einustu athugasemd við nokkra færslu. Er hann lengra kominn en JVJ í ritskoðunum? Það er afrek ef rétt er.

Já, mér sýnist hann ekki leyfa neinar athugasemdir við færslurnar sínar, reyndi nýlega að setja inn athugasemd, hún er enn ekki komin í gegn.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 4.5.2009 kl. 17:40

15 identicon

Þá dúkkaði myrkrahöfðingi síðunnar loks upp.

Loggaðu þig inn á Fésbókina. Er með upplýsingar fyrir þig sem þú vilt eflaust heyra. Því lofa ég.

Einar K. Einarsson (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 17:47

16 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Sæll Einar, sé ekki þetta sem þú ert að tala um á Facebook.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 4.5.2009 kl. 18:14

17 identicon

Getur einhver hérna sagt mér hvað trú er? Hvernig virkar trú?

ibbets (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 16:42

18 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

ibbets, þú  verður að koma með skýrari spurningar eða einfaldlega að koma strax með punktinn þinn.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.5.2009 kl. 16:48

19 Smámynd: Marilyn

Einar - hef þegar tekið fram skoðun mína á biblíunni - hún kom ekki með faxi frá himnum heldur er hún skrifuð af mönnum og lituð að skoðunum og tíðaranda sem ég þarf ekki að gúddera. Ef guð er algóður þá er hann algóður og sá guð sem ég trúi á er algóður - sé ekki tilgang í að trúa á einhvern öðruvísi guð. Að auki segi ég "kristin að undirlagi" - mín trú á æðri mátt byggir á því sem mér hefur verið kennt um guð og jesú, en ég jú vissulega ræð ég en ekki einhver kall sem fór í guðfræðideild HÍ hvernig ég trúi. Svo finnst mér algengara að rugludallarnir (bókstafstrúarfólk sem trúir í blindni) velji sér kafla til að fylgja og hundsi hina, sbr. hómófóbía vs. bann við áti á skelfiski og margt fleira. 

Hjalti: Fatta ekki alveg svarið þitt:

I said: Allt sem þú segir um trú ber vott þess að þú sért að tala um bókstafstrúarfólk, fólk sem t.d. hafnar þróunarkenningunni afþví að guð er skapari himins og jarðar,...

You said: Ég hef ekkert sagt um það að ég sé að hafna þróunarkenningunni. Til dæmis veit ég að ríkiskirkjupresturinn Skúli, sem ég vitna í, hafnar ekki þróunarkenningunni. Ég er meðal annars að tala um fólk eins og hann.

Ég sagði aldrei að ÞÚ værir að hafna þróunarkenningunni ég tók sem dæmi um rugludalla/bókstafstrúarfólk þá sem hafna þróunarkenningunni auðvitað getur margt annað einkennt slíkt fólk. Um þennan skúla veit ég ekki margt fyrir utan það sem þú segir - ef hann segir að guð sé að refsa mönnunum með sjúkdómum þá hefur hann einfaldlega rangt fyrir sér og er að mistúlka trúna sína í einhverju algjörlega misguided trúboði (að mínu mati). Enda skrifaði ég ekki upphaflega kommentið mitt til að fara út í neinar rökræður um trú þótt þú hafir augljóslega tekið því þannig. 

I said: ...neita ég sem trúuð manneskja, kristin að undirlagi, að láta flokka mig í sama flokk og rugludalla sem segja að guð drepi lítil börn því það þykir mér algjör misskilningur á trúnni. 

You said: Þegar þú talar um rugludalla, ertu þá bara að tala um fólk eins og Einar, eða líka fólk eins og ríkiskirkjuprestinn Skúla? Því að Skúli segir í tilvitnuninni: "Samkvæmt þessu verður að ætla að Guð hafi skapað sýkla."

Hvernig misskilja Einar og Skúli kristna trú?

Hér talar þú undir þeirri ályktun að allir sýklar séu slæmir - ef Guð skapaði allt þá skapaði hann líka eiturslöngur, kóngulær, ljón og alls konar hættuleg dýr sem við mennirnir umgöngumst af varúð. Það sama þarf auðvitað að gilda um sýkla, við þurfum að umgangast þá af varúð. Þar með er hægt að segja að hið slæma sem sýklarnir valda sé að mannavöldum frekar en að guð hafi bent hingað og þangað og sagð "þessi og þessi - drepa núna" og sigað sýklahernum sínum þangað. 

Ég veit ekkert um þessa gaura sem þú ert að tala um - Einar og SKúla - sjálfsagt miskilja þeir eitthvað - eða þú ert að misskilja það sem þeir segja. Ef þeir segja að guð hafi skapað sýkla þá er nú alveg hægt að vera sammála því ef maður trúir að guð hafi skapað ALLT. 

Ef þeir segja að guð hafi skapað sýkla til þess eins að drepa þá sem honum væru ekki þóknanlegir þá tel ég þá vera á miklum villigötum. 

Hvort sögðu þeir?

Marilyn, 8.5.2009 kl. 14:14

20 Smámynd: Marilyn

Að auki vil ég taka fram að ég sagði þá vera "rugludalla sem segja að guð drepi lítil börn" - Sögðu Einar eða skúli það? 

Marilyn, 8.5.2009 kl. 14:17

21 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Fatta ekki alveg svarið þitt:

Enda var smá rugl þarna, átti að vera: "Ég hef ekkert sagt um það að einhver sé að hafna þróunarkenningunni."

Þessi Skúli er ríkiskirkjuprestur. Hann hafnar ekki þróunarkenningunni en segir samt að guð skapi sýkla.

Hér talar þú undir þeirri ályktun að allir sýklar séu slæmir -

Nei, ályktunin mín er sú að sýklar, veirur og sníkjudýr sem drepa fólk séu slæmir.

...allt þá skapaði hann líka eiturslöngur, kóngulær, ljón og alls konar hættuleg dýr sem við mennirnir umgöngumst af varúð.

Já, og hvað með það?

Það sama þarf auðvitað að gilda um sýkla, við þurfum að umgangast þá af varúð. Þar með er hægt að segja að hið slæma sem sýklarnir valda sé að mannavöldum frekar en að guð hafi bent hingað og þangað og sagð "þessi og þessi - drepa núna" og sigað sýklahernum sínum þangað. 

Nei, Marilyn, það slæma sem sýklarnir valda er ekki af mannavöldum. Ég skil síðan ekki hvað þú átt við með að við eigum að umgangast þá af varúð.

Tökum dæmi. Ímyndum okkur að einhver vísindamaður krukki eitthvað í einhverjum vírusum og búi til nýjan stórhættulegan vírus sem hann breiðir síðan út um heiminn. Næstu árin deyja milljónir manna vegna þessa vírusar sem hann skapaði.

Væru dauðsföllin þeim manni að kenna eða myndirðu bara segja að fólkið sem dó hafi ekki "umgengst þá af varúð"?

Ef þeir segja að guð hafi skapað sýkla þá er nú alveg hægt að vera sammála því ef maður trúir að guð hafi skapað ALLT. 

Þá er guðinn þinn augljóslega ekki algóður. Guð sem skapar sníkjudúr sem drepur milljón börn árlega er illur.

Að auki vil ég taka fram að ég sagði þá vera "rugludalla sem segja að guð drepi lítil börn" - Sögðu Einar eða skúli það? 

Þeir sögðu það ekki með þessum orðum, og þú sagðir það heldur ekki með þessum orðum. En bæði þú og þeir segið að guð hafi skapað sníkjudýr sem drepur milljón börn árlega.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.5.2009 kl. 18:40

22 Smámynd: Marilyn

"Tökum dæmi. Ímyndum okkur að einhver vísindamaður krukki eitthvað í einhverjum vírusum og búi til nýjan stórhættulegan vírus sem hann breiðir síðan út um heiminn. Næstu árin deyja milljónir manna vegna þessa vírusar sem hann skapaði."

Ég myndi segja að það væri honum að kenna - vegna þess að hann umgekkst ekki upprunalega vírusinn af nægilegri varfærni. 

Þegar ljón drepur fólk kennum við þá guði um eða ljóninu - eða kennum við kannski manneskjunni sem var að vesenast nærri ljóninu um?

Meirihlutann af þeim sýklum sem til eru væri hægt að lifa í sátt og samlyndi við og þeir myndu ekki ná að fjölga sér með slíkum ógnarhraða ef aðgengi mannanna að hreinu vatni og mannsæmandi lífsskilyrða væri fullnægt - þetta er ekki raunin og þarna á að draga mennina til ábyrgðar en ekki guð. 

Þú virðist hafa gaman að því að snúa út úr - ef þú ætlar bara að telja til allt það sem kemur sér illa fyrir mannfólkið í heiminum þá kemur auðvitað bara andskotinn út úr því. Gerlar eru lífsnauðsynlegir fyrir lífríkið en vegna ágangs mannsins á auðlindir náttúrunnar - sem guð skapaði - hafa þeir farið að reynast hættulegir. Manninum eða guði að kenna?

Vatn gefur okkur öllum líf - ef við umgöngumst það ekki af varúð þá getum við drukknað eða eitrað það fyrir okkur. 

Þú vilt einblína á eitthvað á borð við þessa sýklarökræðu sem æðisleg sannindi þess að guð sé bæði vitlaus og vondur en undir þessum sömu rökum hlýtur guð að vera góður fyrir allt hitt sem hann hefur skapað og kemur sér vel fyrir manninn , sól, vatn, loft, jörð osfrv. sem gefa milljónum líf. 

Það er að mínu mati yfirleitt frekar mannskepnan sem er bæði vitlaus og vond og í tilraun sinni til að leika guð veldur hún oft mun meiri skaða og skelfingu.

Marilyn, 9.5.2009 kl. 00:42

23 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég myndi segja að það væri honum að kenna - vegna þess að hann umgekkst ekki upprunalega vírusinn af nægilegri varfærni. 

Þú ert ekki sjálfri þér samkvæm. Þegar maður býr til nýjan banvænan vírus, þá er það honum að kenna, en þegar guðinn þinn býr til nýjan banvænan vírus, þá er það fólkinu sem smitast að kenna.

Ímyndum okkur að vísindamanninum tækist að búa til banvænan vírus frá grunni. Hann þarf ekki að umgangast neinn upprunalegan vírus. Er það þá loksins honum að kenna?

Þegar ljón drepur fólk kennum við þá guði um eða ljóninu - eða kennum við kannski manneskjunni sem var að vesenast nærri ljóninu um?

Ef guðinn þinn væri til, þá bæri hann klárlega einhverja ábyrgð.

Gerlar eru lífsnauðsynlegir fyrir lífríkið en vegna ágangs mannsins á auðlindir náttúrunnar - sem guð skapaði - hafa þeir farið að reynast hættulegir. Manninum eða guði að kenna?

Nei, þetta er bara bull. Ef við færum þúsund ár aftur í tímann, áður en maðurinn fór að ganga á auðlindir náttúrunnar, þá voru til banvænir gerlar, vírusar og sníkjudýr. Ef þú ferð milljónir ára aftur í tímann, þegar engir menn voru til, þá voru samt til banvænir gerlar, vírusar og sníkjudýr.

Þú vilt einblína á eitthvað á borð við þessa sýklarökræðu sem æðisleg sannindi þess að guð sé bæði vitlaus og vondur en undir þessum sömu rökum hlýtur guð að vera góður fyrir allt hitt sem hann hefur skapað og kemur sér vel fyrir manninn , sól, vatn, loft, jörð osfrv. sem gefa milljónum líf. 

Ef guð væri til þá væri hann klárlega ekki alvondur. En ef við líkjum guði við föður, þá er faðirinn klárlega vondur ef hann ber barnið sitt. Ef faðirinn gefur barninu sínu líka afmælisgjafir, þá breytir það því ekki að hann er vondur.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 9.5.2009 kl. 18:15

24 Smámynd: Marilyn

Sýklarnir voru ss. hérna á undan manninum? Erum við þá ekki á þeirra svæði?

Ef þú ert að þvælast á ljónaslóðum þá getur þú sjálfum þér um kennt ef ljónin ráðast á þig. 

Hvenær - að þínu mati - bjó guð síðast til nýjan banvænan vírus?

Marilyn, 12.5.2009 kl. 23:06

25 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Sýklarnir voru ss. hérna á undan manninum? Erum við þá ekki á þeirra svæði?

Já, þeir voru hérna á undan manninum. Ég skil ekki síðari spurninguna. Ekki ertu að segja að það sé fólkinu sem sýkist að kenna að af því að það er á "þeirra svæði"?

Ef þú ert að þvælast á ljónaslóðum þá getur þú sjálfum þér um kennt ef ljónin ráðast á þig. 

Þetta gildir ef til vill ef þú labbar upp að ljónum og ert að trufla þau. En ef þú hefðir til dæmis lifað á fornöld, þar sem ljón voru nánast alls staðar (það voru ljón í Englandi fyrir 13.000 árum), þá væri ekkert vit í þessari afsökun.

Hvenær - að þínu mati - bjó guð síðast til nýjan banvænan vírus?

Að mínu mati hefur guð aldrei búið til neitt, enda er hann ekki til. Fólk sem trúir því að hann hafi skapað heiminn fyrir 6.000 árum myndi ef til vill segja: "Fyrir 6.000 árum." Fólk sem að trúir því að guð noti þróun til þess að skapa myndi ef til vill segja: "Fyrir nokkrum vikum eða dögum síðan." Hvaða máli skiptir það?

En væri vísindamaðurinn sem byggi til nýjan banvænan vírus frá grunni (þeas án þess að notast við vírusa sem væru þegar til) og myndi sjá til þess að fólk smitaðist af honum, væri hann vondur?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 13.5.2009 kl. 01:47

26 Smámynd: Marilyn

Það sem ég á við er að við búum öll á þessari jörð og við þurfum að læra að búa saman, líka með sýklum og veirum osfrv. Afhverju heldur þú að það séu engin ljón lengur á Englandi? Vegna þess að þegar ljón og menn keppa um auðlindir jarðarinnar þá tapa ljónin, hvað sem villtu eðli þeirra og hæfileikanum til að drepa líður. 

Varðandi vísindamenn sem búa til vírusa/bakteríuafbrigði þá verður að dæma það út frá hverjum fyrir sig. Í hvaða tilgangi var hann að búa til vírus t.d.? Ætlaði hann að smita alla og drepa, varð vírusinn óvart til í leit hans að lækningu við einhverju öðru (sbr. http://www.mbl.is/mm/frettir/taekni/2009/05/13/svinaflensan_af_mannavoldum/ ).

Þar sem þú trúir ekki á guð (og það er í fínu lagi) þá varð heimurinn til af engu, stjórnast af engu og stefnir ekkert. Það verður því að álykta sem svo að manninum sé um að kenna þegar slæmir hlutir gerast. Þú hlýtur því að trúa því að maðurinn sé vondur og/eða að heimurinn sé vondur staður. Sem er kannski ekki 100% vitlaust en að mínu mati ekki rétt heldur. Munurinn á mér og þér er sá að ég hef minn æðri mátt og þú ekki, að öðru leyti búum við á nákvæmlega sömu kúlunni þar sem börn fæðast og börn deyja og fólk veikist og fólk læknast og fólk drepur hvert annað á meðan aðrir sína náunga sínum ótrúlegan kærleik og gæsku. 

Marilyn, 13.5.2009 kl. 19:44

27 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Það sem ég á við er að við búum öll á þessari jörð og við þurfum að læra að búa saman, líka með sýklum og veirum osfrv.

Marilyn, hvernig á maður að læra að búa saman með malaríu og bólusótt?

Varðandi vísindamenn sem búa til vírusa/bakteríuafbrigði þá verður að dæma það út frá hverjum fyrir sig. Í hvaða tilgangi var hann að búa til vírus t.d.?

Mikið svakalega áttu erfitt með að dæma svona augljóst illvirki. Finnst þér virkilega erfitt að dæma um mann sem býr til banvænan vírus og smitar fólk af honum?

Þar sem þú trúir ekki á guð (og það er í fínu lagi) þá varð heimurinn til af engu, stjórnast af engu og stefnir ekkert. Það verður því að álykta sem svo að manninum sé um að kenna þegar slæmir hlutir gerast.

Nei. Oft eru slæmir hlutir ekki manninum að kenna, heimurinn er einfaldlega ekki til okkar vegna. Náttúruhamfarir og sjúkdómar eins og malaría og bólusótt eru ekki okkur að kenna.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 13.5.2009 kl. 21:12

28 Smámynd: Marilyn

Varðandi vísindamanninn þá las ég dæmið þitt vitlaust - sá ekki að þú hafðir skrifað að hann hefði þá einföldu fyrirætlun að smita aðra - að sjálfsögðu er hann illvirki, nennti bara ekki að skrifa annað komment eftir að ég sá þetta.

Veit ekki betur en að maðurinn sé búinn að finna upp bólusetningar og lyf við ótrúlega mörgum sjúkdómum - það er til dæmis ein leið til að lifa í heimi þar sem þetta fyrirfinnst. Önnur leið væri t.d. aukinn handþvottur, hreinlæti, bætt aðgengi að hreinu vatni, getnaðarvarnir til að koma í veg fyrir offjölgun osfrv. Allt eitthvað sem hægt væri að gera ef mennirnir hjálpuðust að við að fræða hvern annan og pössuðu auðlindir jarðarinnar betur. (þetta er auðvitað ofureinfaldað hér).

Mennirnir bjuggu til bílinn og bíllinn er frábært tæki - hins vegar hefur hann ýmsa galla, hann mengar og fjöldi fólks hefur dáið í bílslysum. Eru þá þeir sem fundu upp bílinn vondir?

 ÞEtta spratt auðvitað allt út frá umræðu um það þar sem trúaðir trúa því að guð hafi skapað allt hafi hann þar með skapað sýkla og þar með sé hann að drepa lítil börn og annað fólk og þar af leiðandi sé hann vondur. Eða að hann sé að refsa einhverjum ákveðnum með því að senda okkur sýklana - man ekki alveg hvort. 

Þú vildir meina að í þessu væri rökvilla trúaðra fólgin - en gleymir því kannski að það eru ekki allir trúaðir sem hugsa málið á þennan hátt, alveg sama hvað þér finnst það vitlaust.

Marilyn, 14.5.2009 kl. 18:47

29 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

...að sjálfsögðu er hann illvirki, ...

Og þá kemur stóra spurningin, af hverju er guð ekki líka illvirki þegar hann gerir nákvæmlega það sama?

Veit ekki betur en að maðurinn sé búinn að finna upp bólusetningar og lyf við ótrúlega mörgum sjúkdómum - það er til dæmis ein leið til að lifa í heimi þar sem þetta fyrirfinnst.

Já, okkur mönnunum hefur tekist að finna lækningar við sumum sjúkdómum. Og hvernig finnst þér það afsaka þann sem á að hafa búið þá til?

Mennirnir bjuggu til bílinn og bíllinn er frábært tæki - hins vegar hefur hann ýmsa galla, hann mengar og fjöldi fólks hefur dáið í bílslysum. Eru þá þeir sem fundu upp bílinn vondir?

Nei, ég myndi ekki segja það. Hvernig tengist það því sem við erum að ræða?

 ÞEtta spratt auðvitað allt út frá umræðu um það þar sem trúaðir trúa því að guð hafi skapað allt hafi hann þar með skapað sýkla og þar með sé hann að drepa lítil börn og annað fólk og þar af leiðandi sé hann vondur. Eða að hann sé að refsa einhverjum ákveðnum með því að senda okkur sýklana - man ekki alveg hvort. 

Þú vildir meina að í þessu væri rökvilla trúaðra fólgin - en gleymir því kannski að það eru ekki allir trúaðir sem hugsa málið á þennan hátt, alveg sama hvað þér finnst það vitlaust.

Nei, ég gleymdi því ekki. Enda tók ég fram í upphagsgreininni að ég væri að tala um venjulega kristni.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 15.5.2009 kl. 04:35

30 Smámynd: Marilyn

Dæmi þitt um vísindamanninn leit svona út: "En væri vísindamaðurinn sem byggi til nýjan banvænan vírus frá grunni (þeas án þess að notast við vírusa sem væru þegar til) og myndi sjá til þess að fólk smitaðist af honum, væri hann vondur?"

Ekki hef ég séð að guð sé að sjá til þess að fólk smitist, heldur einmitt þvert á móti, hannaði hann ekki manninn með allar þessar gáfur svo hann gæti sem best forðast smit og læknað smit. Bjó ekki Guð annars til manninn skv. því sem þú kallar "venjulega kristni"?

Bíladæmið átti að sýna fram má að þrátt fyrir að hægt væri að nota það sem guð skapaði til góðra verka þá er líka hægt að misnota það eða nota það á þann hátt að það skaði aðra. Er þá guði um að kenna að maðurinn fer illa með jörðina, mengar hana, býr til vopn úr málmunum, misskiptir auði, drepur allt kvikt svo hann megi sem best lifa af sem aftur veldur offjölgun, fátækt, þrengslum og auknum líkum á því að bakteríur sem annars væru jafnvel skaðlausar nái að stökkbreytast og fjölga sér með gríðarlegum hraða og berast manna á milli?

Hvað að þínu mati er venjuleg kristni? Ég tel mína trú vera ekkert svo rosalega stökkbreytt afbrigði af kristni þótt ég fari ekki í einu og öllu eftir því sem stendur í biblíunni (búin að útskýra skoðun mína á henni). Ég hef samt val um að trúa ekki á vondan og refsandi guð. Ég kýs að trúa og guðinn sem ég trúi á er algóður.

Ég held að öll trúarbrögð séu góð í grunninn og það að hafa æðri mátt í lífi sínu sé öllum hollt, en það séu mennirnir sem kjósa að snúa út úr öllum sköpuðum hlutum m.a. trúarritum í þeim tilgangi að koma sinni skoðun upp á yfirborðið fyrir aðra að fylgja, sbr. hommahatara sem taka fram einhverja eina setningu í trúarritum sínum um samkynhneigð en eru um leið að brjóta u.þ.b. 20 álíka gamaldags reglur afþví að það hentar þeim.

Fólk sem segir guð vera að refsa með sjúkdómum og plágum er að mínu mati klikkað - alveg eins og þú segir. ÉG sé ekki í heimsfaröldrum neina von um að guðinn sem ég trúi á sé til. Ég sé það hins vegar þegar lækning er fundin á sjúkdómum, þegar fólk hjálpar hvert öðru, þegar allir leggjast á eitt til að bjarga því sem bjargað verður og þegar eitthvað sem hefði getað farið á versta ver reddast á endanum.

Það að trúa á æðri mátt fyrrir manninn ekki ábyrgð á því sem hann gerir og þótt maður trúi þýðir það ekki að maður stingi t.d. reikningunum sínum ofan í skúffu og hugsi "guð sér um þetta".  

Marilyn, 15.5.2009 kl. 18:58

31 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ekki hef ég séð að guð sé að sjá til þess að fólk smitist,...

Allt í lagi. Tölum þá um að vísindamaðurinn sleppi banvæna vírusnum út í náttúruna. Væri hann enn illur?

Bjó ekki Guð annars til manninn skv. því sem þú kallar "venjulega kristni"?

Jú.

Bíladæmið átti að sýna fram má að þrátt fyrir að hægt væri að nota það sem guð skapaði til góðra verka þá er líka hægt að misnota það eða nota það á þann hátt að það skaði aðra. Er þá guði um að kenna að maðurinn fer illa með jörðina, mengar hana, býr til vopn úr málmunum, misskiptir auði, drepur allt kvikt svo hann megi sem best lifa af sem aftur veldur offjölgun, fátækt, þrengslum og auknum líkum á því að bakteríur sem annars væru jafnvel skaðlausar nái að stökkbreytast og fjölga sér með gríðarlegum hraða og berast manna á milli?

En eins og ég hef þegar bent á, þá geturðu ekki kennt manninum um tilvist vírusa, sníkjudýra og svo framvegis, vegna þess að allt var þetta til löngu á undan manninum.

Hvað að þínu mati er venjuleg kristni?

Grundvallaratrðiði kristinnar trúar sem nánast allar kristnar kirkjudeildir eru sammála.

Ég held að öll trúarbrögð séu góð í grunninn....

Afskaplega vitlaus skoðun.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 18.5.2009 kl. 18:26

32 Smámynd: Marilyn

Bíladæmið átti að sýna fram má að þrátt fyrir að hægt væri að nota það sem guð skapaði til góðra verka þá er líka hægt að misnota það eða nota það á þann hátt að það skaði aðra. Er þá guði um að kenna að maðurinn fer illa með jörðina, mengar hana, býr til vopn úr málmunum, misskiptir auði, drepur allt kvikt svo hann megi sem best lifa af sem aftur veldur offjölgun, fátækt, þrengslum og auknum líkum á því að bakteríur sem annars væru jafnvel skaðlausar nái að stökkbreytast og fjölga sér með gríðarlegum hraða og berast manna á milli?

"En eins og ég hef þegar bent á, þá geturðu ekki kennt manninum um tilvist vírusa, sníkjudýra og svo framvegis, vegna þess að allt var þetta til löngu á undan manninum."

ÉG var ekki að kenna manninum um það heldur um að þessir skaðvaldar væru eflaust hættulegri í dag þar sem fátækt, skítur og léleg umgengni um auðlindir á borð við heitt vatn + mengun sem oft veldur stökkbreytingu er honum að kenna. Guð skapaði heiminn en það erum við sem erum að nota hann. 

Samanber dæmið þitt um guð sem föður sem bjó vissulega til barnið en ef hann lemur það þá er hann vondur. Jú ég get sko alveg verið sammála því. En ef hann gefur krakkanum leikfang og krakkinn skemmir leikfangið og meiðir sig svo á brotunum, er hann þá vondur?

Ég held að öll trúarbrögð séu góð í grunninn....

"Afskaplega vitlaus skoðun."

Að þínu mati kannski - Ég er enginn trúarbragðafræðingur og hef ekki kynnt mér öll trúarbrögð en að minnst kosti tala þau trúarbrögð sem ég hef lært eitthvað um um kærleik og virðingu í einhverri mynd. Það þarf svo manninn til að klúðra þessu öllu. 

Marilyn, 19.5.2009 kl. 18:17

33 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

ÉG var ekki að kenna manninum um það heldur um að þessir skaðvaldar væru eflaust hættulegri í dag þar sem fátækt, skítur og léleg umgengni um auðlindir á borð við heitt vatn + mengun sem oft veldur stökkbreytingu er honum að kenna. Guð skapaði heiminn en það erum við sem erum að nota hann. 

Já, drepsóttir á borð við bólusótt, kóleru, malaríu og svarta-dauða voru nefnilega svo meinlausar áður fyrr.

Samanber dæmið þitt um guð sem föður sem bjó vissulega til barnið en ef hann lemur það þá er hann vondur. Jú ég get sko alveg verið sammála því. En ef hann gefur krakkanum leikfang og krakkinn skemmir leikfangið og meiðir sig svo á brotunum, er hann þá vondur?

Nei, en þessi líking passar engan veginn, því eins og ég hef þegar bent á: Þú getur ekki kennt manninum um drepsóttirnar því þær voru til á undan manninum.

Að þínu mati kannski

Trúarbrögð þar sem börn eru til dæmis drepin fyrir það að vera "nornir" eru til dæmis ekki "góð í grunninn" að mínu mati.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 21.5.2009 kl. 22:39

34 Smámynd: Marilyn

Hjalti þú ert enn að rugla saman því sem gerðist löngu eftir og af mannavöldum við grunnhugmyndir trúarbragðanna. Ég fullyrði að hvergi í biblíunni t.d. fyrirfinnist nokkuð tal um nornir og líklega hefði jesú sjálfur verið brenndur á báli á 17. öld fyrir galdra vegna kraftaverka sinna. Þarna eru mennirnir og ótti þeirra á ferð.

Það er margt slæmt gert Í NAFNI trúarbragða sem kemur guði ekkert við - þar eru mennirnir á ferð. Þess vegna held ég því fram að trúarbrögð séu góð í grunninn en misskilningur (oft viljandi) mannanna verður til að snúa út úr á kostnað þess góða, sbr. krossferðirnar, hommahatur, nornaveiðar, spænska rannsóknarréttinn ofl. ofl. 

"Já, drepsóttir á borð við bólusótt, kóleru, malaríu og svarta-dauða voru nefnilega svo meinlausar áður fyrr."

Nei en skapaðar í einmitt þessu umhverfi sem ég nefndi - skít og drullu og vosbúð og einnig af heimsku mannsins sjálfs.

Ok segjum að pabbinn eigi hund og svo eignist hann barn - barnið er bitið af hundinum - er pabbinn þá vondur? Hundurinn kom á undan. Myndlíkingin sem ég kom með áðan passar algjörlega. Guð gaf okkur heiminn og það er okkar að leika okkur með hann af skynsemi og virðingu. Heimurinn var líka til á undan manninum, maðurinn er að fara illa með heiminn, er guð þá vondur... eða maðurinn?

Hvernig veistu að drepsóttirnar voru til á undan manninum - það voru engir menn til að drepast úr þeim?

Marilyn, 22.5.2009 kl. 11:25

35 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég fullyrði að hvergi í biblíunni t.d. fyrirfinnist nokkuð tal um nornir...

Eigi skalt þú láta galdrakonu lífi halda. (2Mós 22.18)

Tal þitt um trúarbrögðin skil ég ekki, ertu að halda því fram að fyrir löngu síðan hafi verið til einhvers konar "hrein" trúarbrögð sem voru bara góð og að allt það slæma sé spilling á þessum "hreinu" trúarbrögðum?

Nei en skapaðar í einmitt þessu umhverfi sem ég nefndi - skít og drullu og vosbúð og einnig af heimsku mannsins sjálfs.

Nei, skapaðar af guði. Malaría orsakast til dæmis af því að lítil fluga sem þú tekur ekki eftir bítur þig. Hefur þú verið bitin af moskítóflugu? Var það vegna heimsku? Bólusótt og inflúensa smitast með lofti, er heimskulegt að smitast af þeim sjúkdómum?

Þú getur bara ekki kennt fólki um þessa sjúkdóma. Þessar lífverur voru til á undan manninum.

Ok segjum að pabbinn eigi hund og svo eignist hann barn - barnið er bitið af hundinum - er pabbinn þá vondur? Hundurinn kom á undan.

Pabbinn á hund með hundaæði. Já, pabbinn er vondur.

Hvernig veistu að drepsóttirnar voru til á undan manninum - það voru engir menn til að drepast úr þeim?

Malaríu-sníkjudýrið hefur til dæmis fundist í 30 milljón ára gamalli moskítóflugu í rafi (eins og í Jurassic Park). Þessar pestir eru sérfræðingar í því að drepa fólk, þannig hlutir verða ekki bara til upp úr þurru.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 22.5.2009 kl. 11:42

36 Smámynd: Marilyn

Allright játa mig sigraða með galdrakonurnar ;) Ég trúi reyndar ekki að það séu til galdranornir í alvörunni þannig að hræðsla mannsins við það sem hann þekkir ekki hefur líklega orðið til þess að þetta er þarna, nota bene, maður ekki guð. Við værum öll brennd á báli í dag fyrir töfratækin sem við eigum, s.s. myndavélar, kveikjara og margt fleira. Fannstu þetta í gamla eða nýja testamentinu?

Það sem ég á við með góð í grunninn er að guði gekk og gengur gott eitt til með því sem hann skapar, ég trúi að guð sé góður. Ég trúi á æðra plan og að stóra myndin sé mér hulin en þetta plan riðlast þegar ég fikta í því og því meira sem mennirnir fikta í planinu þeim mun verr riðlast planið og heimurinn verður aðeins verri staður að búa á. Ég trúi því að mörg skipulögð trúarbrögð og verknaðir unnir í nafni trúar hafi ekkert með guð að gera heldur eingöngu manninn. Þetta hefur verið þannig frá örófi líklega - guð að reyna að gera gott og maðurinn að misskilja. 

Moskítóflugur fá sjúkdóminn af því að bíta einhvern sem er smitaður - það bera ekki allar moskítóflugur með sér malaríu. Það vill svo til að ég þekki manneskju sem fékk malaríu - hún náði sér að fullu vegna þess að hún komst undir læknishendur í sínu ríka heimalandi. Sum sé - fólk deyr ekki endilega þótt það fái malaríu - það veltur bara á því hvar það er í heiminum og hversu mikla peningar eru til  - það finnst mér vera manninum að kenna. Hann hefur þekkingu til að berjast við malaríu en samt er fólk enn að smitast. 

Það er séð fyrir öllu - maðurinn fékk gáfur til að berjast við sjúkdóma, verst að hann skuli ekki deila lausninni jafnt með öllum og að sumsstaðar fái sjúkdómar að grassera við aðstæður sem ég og þú myndum kalla óhæfar með öllu en fólk býr samt við. 

Hvergi kom fram að hundurinn væri með hundaæði, það eru ekki bara hundar með hundaæði sem bíta. Fullkomlega heilbrigður og góður hundur sem fékk nóg eftir margra ára pot og príl og rugl í krakkanum.

Marilyn, 22.5.2009 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband