Stórkostleg uppgötvun prests

Þegar ég les nýlegar predikanir ríkiskirkjuprestsins Gunnar Jóhannessonar, þá er augljóst að hann er búinn að lesa eitthvað af efni frá bókstafstrúuðum trúvarnarmönnum frá Bandaríkjunum. Þeir eru ekki beint heiðarlegustu mennirnir í rannsóknum á frumkristni og ég býst við því að þaðan hafi hann fundið þessa ótrúlegu fullyrðingu sem er að finna í nýjustu ræðunni hans:

Tóma gröfin er staðfest í mörgum ólíkum heimildum, sem sumar hverjar má dagsetja innan við 10 árum eftir krossfestingu Jesú. #

Sannleikurinn er auðvitað sá að það er fyrst minnst á meintu tómu gröf Jesú í Markúsarguðspjalli, sem er talið vera ritað í fyrsta lagi í kringum 70, fjörutíu árum eftir krossfestingu Jesú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hvað lærir þetta fólk eiginlega í guðfræðinámi?

Matthías Ásgeirsson, 23.4.2009 kl. 10:34

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég held að þetta sé að miklu leyti spurning um það að mjög kristnir einstaklingar vilja ekki meðtaka niðurstöður fræðanna, svona svipað og að sköpunarsinnar geta "lært" líffræði, en læra samt ekkert. Eins og Moonistinn og líffræðidoktorinn Jonathan Wells sem "lærði" líffræði bara til þess að afsanna þróunarkenninguna.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.4.2009 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband