Skjótt skiptist skoðun í presti

Eins og Magnús Bergsson benti á, þá var trúvarnarpresturinn Gunnar Jóhannesson í viðtali hjá Ævari Kjartanssyni síðastliðinn föstudag. Það er auðvitað margt sem mætti benda á í þessi viðtali við Gunnar (ég hef bent á suma af verstu göllunum í málflutningi hans í þessari grein), en mér fannst merkilegast að heyra að Gunnar hefur algjörlega skipt um skoðun hvað varðar samband kristinnar trúar og skynsemi.

Fyrir einu og hálfu ári síðan kvartaði Gunnar undan því í blaðagreinum að Dawkins (sem þá hafði nýlega komið til landsins) áttaði sig ekki á því að trú væri í eðli sínu órökrétt. Þetta er reyndar afar undarleg kvörtun þar sem Dawkins gagnrýnir trú einmitt fyrir það að vera órökrétta. En þetta sagði Gunnar:

Þá staðreynd að guðstrú verður ekki studd rökum tel ég alls ekki gagnrýni verða né gera lítið úr henni sem slíkri þar sem guðstrú er einfaldlega þannig farið og gef ég því lítið fyrir gagnrýni Dawkins hér.

....

Þversögnin er sú að jafnvel einstaklingur sem trúir á Guð getur tekið undir með guðleysingja að tilvist Guðs gangi þvert á öll rök, því ef unnt væri að rökstyðja guðstrú með einhverjum hætti þá væri ekki um trú að ræða. Rökstudd guðstrú er ekki til!

Í viðtalinu síðastliðinn sunnudag virtist Gunnar vera búinn að skipta algjörlega um skoðun, hann reyndi til dæmis að rökstyðja tilvist guðs! Og nú segir hann þetta:

Þannig að það sem að ég hef verið að gera eða leitast við að gera er einmitt þetta. Kristin trú er fólgin í staðhæfingum og trúvörn er að sínu leyti viðleitni til þess að útskýra þessar staðhæfingar reyna að þýða þær yfir á skynsamlegt mál fyrir hugsandi fólk og hjálpa fólki í raun og veru að fallast á þessar staðhæfingar átta sig á sannleiksgildi þeirra. Þannig að það er það sem er svo merkilegt. Trúin er nefnilega ekkert stökk út í loftið og það er ekkert í biblíunni sem segir að trú sé þannig. Við eigum miklu einmitt frekar að stökkva út úr myrkrinu og inn í ljósið.

....

[Trúvörn er að]...svara, færa rök til baka, standa tilteknu ákveðnu sjónarmiði, það er það sem að trúvörn er. Þetta er ekki beint tæki til að snúa fólki til trúar í þeim skilningi, en þetta er leið til þess að sýna fram á það að kristnar staðhæfingar, staðhæfingar trúarinnar, hin kristna heimsskoðun standi á ákveðnum grunni sem já, skynsamlegt að taka til greina.

Fyrir einu og hálfu ári síðan sagði hann að ímynduð skoðun Dawkins á trú væri að "misskilja gróflega grundvallareðli þess „að trúa“" og að ástæðan þessa misskilnings væri vitni um skort á heimspekilega þekkingu sem þarf til þess að geta rætt um trú.

Nú hlýt ég að spyrja mig hvort presturinn Gunnar misskilji núna gróflega grundvallareðli þess að trúa eða þá hvort hann hafi gert það fyrir einu og hálfu ári síðan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann vinnur við að misskilja...
Ímynduð skoðun Dawkins.. .segir maður sem á ósýnilegan ímyndaðan geimgaldrakarl sem vin ;)

Er guð til

Sannanir_með = 0 // Biblía er ekki sönnun
Sannanir_móti = 0

Hvað höfum við, 0.. þannig að það er ekkert og því enginn guð

Soldið einfaldlega sett upp, en það er viljandi gert svo leikskólaheilar á öllum aldri skilji dæmið.

DoctorE (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 16:13

2 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Það að geta skipt um skoðun er meðal mestu dyggða sem ég get hugsað mér. Því miður held ég að Gunnar hafi ekki skipt um skoðun, heldur hafi hann einfaldlega sagt það sem honum fannst henta til að ráðast gegn Dawkins á sínum tíma.

Góður púnktur hjá þér Hjalti. Hann er kominn i mótsögn við fyrri orð.

Sindri Guðjónsson, 22.3.2008 kl. 04:25

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

mjög skýr mótsögn...en er ekki presti sama?...þeir fá ekki borgað fyrir að vera skynsamir og rökréttir?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 22.3.2008 kl. 19:45

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Smá innlegg í þessa umræðu félagi Hjalti:

Vísindi án trúar leiða til botnlausrar efnishyggju jafnt og trú án vísinda leiðir til öfgafullrar hjátrúar.

Trú er hægt að skilgreina sem afstöðu til hins óþekkta (alheimsins) og hins óþekkjanlega (Guðs). Ef afstaða okkar er sú að öll þekking hafi þegar verið opinberuð, eigum við ekkert í vændum nema það sem kallað var á miðöldum "himneska endurtekningu". Slík trú mun ekki leiða okkur áfram til framfara né laða fram neinn andlegan þroska sem einstaklinga eða samfélags. Vísindi eru mannkyninu nauðsynleg til að koma á guðlegri siðmenningu sem er markmið allra trúarbragða. (Kristnir kalla það ríki Guðs á jörð)

Öll þau ágreiningefni sem trúarbrögð og vísindi hafa gert að hörðum deilumálum sín á milli, eru leysanleg. Aðeins efnishyggja og hjátrú eru ósamræmanleg, enda hvorutveggja ósannindi í sitt hvora áttina.

Til að nálgast hið óþekkta og hið óþekkjanlega verðum við að hafa trú, afstöðu sem bæði gerir okkur kleift og knýr okkur til að leita nýrrar þekkingar, andlegrar og veraldlegrar.

Svanur Gísli Þorkelsson, 24.3.2008 kl. 17:33

5 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Eins og Sindri segir, þá er gott að geta skipt um skoðun. Mér finnst til dæmis fínt að Gunnar telji núna að það sé hægt að rökstyðja kristna trú, þá ætti nefnilega að vera hægt að rökræða við hann. Málið er hins vegar það að hann notaði ótrúlega stór orð til þess að gagnrýna (ímyndaða) afstöðu Dawkins sem hann er núna sammála. Hann ætti að læra af þessu að vera ekki svona stórorður.

Svanur, ég skil ekki hvers vegna þú telur þessa athugasemd þína tengjast umræðunum, en allt í lagi, þú segir:

Vísindi án trúar leiða til botnlausrar efnishyggju...

Hvað er "botnlaus efnishyggja"?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.3.2008 kl. 20:57

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Mér finnast margir notast við skilgreiningu á trú sem er ónothæf í mínum huga. Ef eitthvað er hafið yfir t.d. rök, þá eru við að tala um eitthvað sem er allavega mannhuganum framandi. Þess vegna setti ég þessa færslu um hvernig hægt væri að nálgast hugtakið trú með einhverri skynsemi.

Já efnishyggjumaðurinn veit hvað allt kostar en ekki virði neins sagði Oscar Wilde. Ég vil meina að botnlaus efnishyggja taki við þegar aðeins veraldleg sjónarmið ráða öllum gerðum mannsins, samfélagsins og þar með menningunni, eins og raunin er í dag í flestum löndum heims. Ef að vísindi eru iðkuð án nokkurra andlegra gilda og aðferðum þeirra beitt á hvað sem er, getum við notað þau til hvers sem er. Ekkert stoppar okkur að nota ekki vísindin til að hagnast sem mest á þeim persónulega Samanber lyfjafyrirtækin, olíuiðnaðurinn, hergagnaiðnaðurinn, o.s.f.r.   

Svanur Gísli Þorkelsson, 25.3.2008 kl. 01:38

7 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Þótt heimurinn væri án trúarbragða er engin hætta á því að botnlaus efahyggja taki við og aðeins köld rök verði höfð í hávegum. 

Við erum tilfinningaverur og því verður ekki breytt þótt heimurinn verði án trúarbragða. Fólk heldur áfram að hafa trú á einhverju.

Það væri líka spennandi að sjá hver þróunin væri án trúarbragðanna. Og hvaða uppgötvanir væru gerðar varðandi mannshugann.   

Margrét St Hafsteinsdóttir, 27.3.2008 kl. 00:07

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Gott og vel Margret. Tad vaeri vissulega ahugavert ad sja hvernig slikt samfelag yrdi. Tilfinningar folks geta samt ekki talist uppspretta vidmida eda gilda i samfelaginu. Tokum sem daemi, grundvallarregluna um jafnretti kynjanna. Visindin segja okkur ad a milli tilfinningalifs kynja se talsverdur munur og hann stafi af af liffraedilegum orsokum. I aldir hafa karlmenn komist upp med ad kuga kvennkynid einmitt a tessum forendum. Teir eru sterkara kynid segja teir, haefari til ad stjorna og leida.

I dag krefjast konur jafnrettis (og jafnvel sumir karlmenn). Hversvegna? Hvadan er krafan um jafnretti sprottin? Jafnretti er hugtak sem hefur med ymis onnur hugtok ad ger, svo sem rettlaeti og sanngirni. Hvar motast tau hugtok i mannlegu samfelagi sem ekki hefur neitt nema visindi, (tekkingu a felagsvisindum) og hagkvaemissjonarmid ad leidarljosi?

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.3.2008 kl. 11:46

9 Smámynd: Kristján Hrannar Pálsson

Það er þó alveg ljóst að kvenfrelsið nýfengna er ekki trúarbrögðunum að þakka.

Kristján Hrannar Pálsson, 7.4.2008 kl. 08:51

10 identicon

Er búinn að svara þér á blogginu mínu . 

conwoy (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 17:03

11 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Gleðilegt sumar Hjalti og takk fyrir bloggveturinn

Margrét St Hafsteinsdóttir, 24.4.2008 kl. 19:56

12 identicon

Ekki veit ég alveg hvað Jésu er að fara, þegar hann sagði : Að þessi kynslóð mundi ekki undir lok líða, áður en allt þetta kæmi fram . Kannski sagði hann upphaflega : Þessi kynkvísl . Og einhverra hluta varð það að kynslóð ? Gæti það verið svo ?

conwoy (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband