Hin einu sönnu tíu boðorð.

Ég hef tekið eftir því að kristnir moggabloggarar virðast ekki kunna boðorðin tíu. Hérna eru þau boðorð sem biblían kallar boðorðin tíu:

  1.  Þú skalt eigi tilbiðja neinn annan guð, því að Drottinn nefnist vandlætari. Vandlátur Guð er hann.Varast að gjöra nokkurn sáttmála við íbúa landsins, því að þeir munu taka fram hjá með guðum sínum og þeir munu færa fórnir guðum sínum, og þér mun verða boðið og þú munt eta af fórnum þeirra. Og þú munt taka dætur þeirra handa sonum þínum, og dætur þeirra munu taka fram hjá með guðum sínum og tæla syni þína til að taka fram hjá með guðum þeirra.
  2. Þú skalt eigi gjöra þér steypta guði.
  3. Þú skalt halda hátíð hinna ósýrðu brauða. Sjö daga skaltu eta ósýrð brauð, eins og ég hefi boðið þér, á ákveðnum tíma í abíb-mánuði, því að í abíb-mánuði fórst þú út af Egyptalandi. Allt það, sem opnar móðurlíf, er mitt, sömuleiðis allur fénaður þinn, sem karlkyns er, frumburðir nauta og sauða. En frumburði undan ösnum skaltu leysa með lambi. Leysir þú ekki, skaltu brjóta þá úr hálsliðum. Alla frumburði sona þinna skaltu leysa, og enginn skal tómhentur koma fyrir auglit mitt.
  4. Sex daga skaltu vinna, en hvílast hinn sjöunda dag, þá skaltu hvílast, hvort heldur er plægingartími eða uppskeru.
  5. Þú skalt halda viknahátíðina, hátíð frumgróða hveitiuppskerunnar, og uppskeruhátíðina við árslokin.
  6. Þrem sinnum á ári skal allt þitt karlkyn birtast frammi fyrir Drottni Guði, Guði Ísraels. Því að ég mun reka heiðingjana burt frá þér og færa út landamerki þín, og enginn skal áseilast land þitt, þegar þú fer upp til að birtast frammi fyrir Drottni Guði þínum þrem sinnum á ári.
  7. Þú skalt ekki fram bera blóð fórnar minnar með sýrðu brauði.
  8. Páskahátíðarfórnin má ekki liggja til morguns.
  9. Hið fyrsta, frumgróða jarðar þinnar, skaltu færa til húss Drottins Guðs þíns.
  10. Þú skalt ekki sjóða kið í mjólk móður sinnar.
Þetta eru boðorðin tíu sem eru talin upp í 34. kafla annarrar Mósebókar
Og það vill svo til að þessi boðorð eru kölluð "tíu boðorðin" (vers 28)

Sumir trúmenn eiga erfitt með að sætta sig við það að þetat séu tíu boðorðin, en kaflinn er afar skýr hvað það varðar:

Guð segir við Móse að taka með sér tvær töflur upp á fjallið, Móses hlýðir því auðvitað. Guð telur upp þessi tíu boðorð (vers 14-26) og segir við Móses: "Skrifa þú upp þessi orð, því að samkvæmt þessum orðum hefi ég gjört sáttmála við þig og við Ísrael." (vers 27). Og hvað gerir Móses: "Hann skrifaði á töflurnar orð sáttmálans, tíu boðorðin." (vers 28)

Mér finnst hræðilegt að krakkar læri ekki um þennan djúpa siðaboðskap í skólanum. 
Hvernig getur fólk ætlast til þess að unglingar leiðist ekki út í eiturlyfjaneyslu þegar þeir læra ekkert
um að halda hátíð hinna ósýrðu brauða í Abíb-mánuði?
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf lærir maður eitthvað nýtt. Ég er nú ekki eins vel lesinn í Biblíunni og ég vildi vera (alla vega ekki gamla testamentinu), hvaða koma hin tíu boðorðin. Kom Kristur með þau?

. (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 16:14

2 identicon

Veistu Hjalti Rúnar þetta er alveg rétt hjá þér, en það sem hefur verið kallað Boðorðin 10 er í Biblíunni kallað Stjórnarskrá Sáttmálans. En það er gott að vita til þess að þú lest biblíuna því hún er holl aflestrar. Reyndar verð ég að segja að gamla testamentið er saga þjóðar og það er margt þar ófagurt og sumt hefur Guð fellt úr gildi t.d. dýrafórnir. Hjalti þakka þér fyrir að koma með athugasemdir ég bið Guð um að blessa þig í Jesú nafni. Kveðja Aðalbjörn.

Aðalbjörn Leifsson (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 20:21

3 identicon

Í kafla 5 í fimmtu Mósebók, eru þau 10 boðorð sem ég hef álitið þau réttu .

Ef þar er eitthvað að finna ,sem hentar ekki sem grunnur að siðferðislegu jafnvægi meðal lifandi manna, þætti mér gaman að sjá hvernig þú, Hjalti býrð til betri grunn . 

enok (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 20:48

4 Smámynd: Mofi

Skoðum þetta aðeins betur:

Exodus 34

1 And the LORD said unto Moses, "Hew thee two tablets of stone like unto the first, and I will write upon these tablets the words that were in the first tablets which thou brokest.

Svo fyrst í kaflanum þá segist Guð ætla að skrifa sömu boðorð og Hann gerði fyrst þ.e.a.s. þau sem talað er um í 20. kaflanum, þessi sem við öll þekkjum, þú skalt ekki ljúga, stela og svo framvegis.

Í tíunda versi þá tekur Guð til máls og talar til Móse um margs konar hluti sem Hann vill að Móse gerir.  Það er leikandi hægt að telja upp fleiri atriði en tíu þarna enda að mínu mati þá á þetta ekki að vera listi af tíu atriðum eða boðorðum.

Síðan kemur að þeim versum sem þú ( Hjalti ) vilt meina að segi að þessi listi er í rauninni sönnu boðorðin.

27 And the LORD said unto Moses, "Write thou these words, for according to the tenor of these words I have made a covenant with thee and with Israel."

Hérna segir Guð við Móse að Móse eigi að skrifa þessi orð niður sem Hann var að enda við að segja.  Það sem skiptir máli hérna er að Móse átti aldrei að skrifa á steintöflurnar en hann átti að skrifa niður það sem Guð var nýbúinn að segja honum.

28 And he was there with the LORD forty days and forty nights; he neither ate bread nor drank water. And He wrote upon the tablets the words of the covenant, the Ten Commandments.

Svo, eftir þetta þá var Móse hjá Guði í fjörtíu daga og fjörtíu nætur.  Síðan kemur það fram að Guð skrifaði á töflurnar, boðorðin tíu.  Þegar er verið að tala um "Hann" í þessu versi þá er verið að tala um Guð og Hann skrifar á steintöflurnar boðorðin tíu sem höfðu þegar komið fram í 20. kafla.

Mofi, 1.10.2007 kl. 23:29

5 identicon

 gaman að ná þessu samhengi :)

. (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 23:53

6 Smámynd: Mofi

Jakob, gaman að verða að liði. Hjalti kom með þetta fyrir örugglega meira en ári síðan og ég sá ekki betur en hann hafði rétt fyrir sér. En ég tel mig sjá þetta núna í réttu samhengi, gaman að vita hvort að Hjalti er sammála mér.

Mofi, 3.10.2007 kl. 12:23

7 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Í tíunda versi þá tekur Guð til máls og talar til Móse um margs konar hluti sem Hann vill að Móse gerir. Það er leikandi hægt að telja upp fleiri atriði en tíu þarna enda að mínu mati þá á þetta ekki að vera listi af tíu atriðum eða boðorðum.

Viltu þá ekki telja upp þessi +10 atriði? Þú sérð vonandi að atriði 1 og 2 passa við hin tíu boðorðin, og svo er boðorðið um hvíldardaginn þarna. Er það tilviljun að þrjú af hinum "einu sönnu tíu boðorðum" eru í þessum lista?

Hérna segir Guð við Móse að Móse eigi að skrifa þessi orð niður sem Hann var að enda við að segja. Það sem skiptir máli hérna er að Móse átti aldrei að skrifa á steintöflurnar en hann átti að skrifa niður það sem Guð var nýbúinn að segja honum.

Og guð sagði að þessi orð væri orð sáttmálans ("samkvæmt þesum orðum hefi ég gjört sáttmála" v. 27), síðan skrifar Móse orð sáttmálans (tíu boðorðin) (v. 28), loks gengur Móse niður af fjallinu með sáttmálstöflurnar í hendi sér (v. 29).

Svo, eftir þetta þá var Móse hjá Guði í fjörtíu daga og fjörtíu nætur. Síðan kemur það fram að Guð skrifaði á töflurnar, boðorðin tíu. Þegar er verið að tala um "Hann" í þessu versi þá er verið að tala um Guð og Hann skrifar á steintöflurnar boðorðin tíu sem höfðu þegar komið fram í 20. kafla.
"Hann" í v. 29. er Móse. Til að byrja með þá skipar guð Móse að skrifa orð 
sáttmálans í v. 27, eigum við að álykta sem svo að Móse hafi óhlýðnast guði eða
þá að guð hafi skipt um skoðun eftir einungis tvö vers?

Síðan ef við kíkjum á hvað "hann" vísaði til fyrr æu setningunni, þá er það greinilega Móse: "hann át ekki brauð og hann drakk ekki vatn,  og hann skrifaði á töflurnar"

Málið er það að við eðlilegan lestur á þessum kafla er augljóst að gyðingarnir voru ekki allir sammála því hvaða boðorð væru "topp tíu boðorðin" og þess vegna erum við með tvo mismunandi lista í biblíunni.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.10.2007 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband