Að slíta úr samhengi

Þegar vísað er á ljótu hluta biblíunnar, þá eru viðbrögð trúmanna oft þau að viðkomandi texti hljóti að vera slitinn úr samhengi. 

Þegar atvinnutrúmenn fjalla um biblíuna, þá reyna þeir eftir bestu getu að benda á fallegu hlutana, og ef það dugar ekki, þá slíta þeir ljótu hlutina úr samhengi og láta sem þeir séu fallegir.

Dæmi um þetta er nýleg predikun ríkiskirkjuprestsins Bjarna Karlssonar. Í henni segir Bjarni að í 25. kafla þriðju Mósebókar sé "lýst með all nákvæmum hætti hvernig fagnaðarárið skuli á hálfrar aldar fresti valda því að allt það fólk sem komist hefur í skuldir, misst land sitt og jafnvel sjálft orðið ánauðugir þrælar skuli fá frelsi og fara heim til ættar sinnar." Bjarni útskýrir að hugsunin á bak við textann sé sú að "enda þótt mannanna láni sé misskipt er sanngjarnt að alltént einu sinni á hverri mannsævi geti maður vænst þess að mega líta upp og finna sig frjálsan í eigin tilveru." Loks segir Bjarni að þarna er "staðfest að lotning fyrir Guði birtist" meðal annars "í sáttmála manna í millum að við beitum ekki hvert annað valdi."

Hérna kemur textinn sem að  Bjarni vitnaði í í miðri lofræðunni, en ég ætla að bæta örlitlu við, Bjarni hætti nefnilega í versi 43, en ég ætla að leyfa versum 44-46 að fljóta með feitletruð.

 

Þegar landi þinn lendir í kröggum og selur sig þér mátt þú ekki láta hann vinna þrælavinnu. Hann á að vera hjá þér eins og daglaunamaður eða gestur og vinna hjá þér til næsta fagnaðarárs. Þá skal hann fara frá þér frjáls maður ásamt börnum sínum og snúa aftur til ættmenna sinna og jarðeignar forfeðra sinna. Vegna þess að þeir eru þrælar mínir, sem ég leiddi út úr Egyptalandi, má ekki selja þá mansali. Þú skalt ekki beita þá valdi. Sýndu Guði þínum lotningu. Viljir þú fá þér þræla og ambáttir, þá skuluð þér kaupa þræla og ambáttir af þjóðunum, sem umhverfis yður búa. Svo og af börnum hjábýlinga, er hjá yður dvelja, af þeim skuluð þér kaupa og af ættliði þeirra, sem hjá yður er og þeir hafa getið í landi yðar, og þau skulu verða eign yðar. Og þér skuluð láta þá ganga í arf til barna yðar eftir yður, svo að þau verði eign þeirra. Þér skuluð hafa þau að ævinlegum þrælum. En yfir bræðrum yðar, Ísraelsmönnum, skuluð þér eigi drottna með hörku, einn yfir öðrum.  (3Mós 25:39-46) 

 

Textinn fjallar þannig klárlega ekki um að "allt fólk" eigi að losna úr þrældómi og fjallar alls ekki um að mannfólk eigi ekki að "beita ekki hvort annað valdi". Þvert á móti fjallar textinn um að það sé í lagi að beita annað fólk valdi, það er í fínasta lagi að hafa annað fólk sem þræla og "drottna með hörku" yfir því, svo lengi sem það eru útlendingar!

Þetta eru ótrúlega óheiðarleg vinnubrögð hjá honum Bjarna.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta fólk elskar sjálft sig of mikið, það sér ekki ruglið og hryllingin í biblíu yfir hversu frábært það sjálft er og hversu frábært extra lífið í ofurlúxusnum verður... Í stuttu máli, þetta fólk er blindað af sjálfselsku

DoctorE (IP-tala skráð) 12.3.2012 kl. 14:29

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég get vissulega tekið undir það að þetta fólk er blindað að vissu leyti, hvort að ástæðan sé sjálfselska veit ég ekki. Mér finnst nærtækara að tala um að þetta fólk er blindað vegna þess að það hefur alla tíð verið talið trú um að kristni og biblían séu svo frábær og góð.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 12.3.2012 kl. 14:43

3 Smámynd: Reputo

Hjá prestum og öðrum predikörum snýst þetta fyrst og fremst um bisness. Þarna eru menn (í flestum tilfellum) sem hafa ríka hagsmuni af því að viðhalda vitleysunni og svífast einskis til þess. Ég meina... hversu brilliant concept er þetta þegar þú ert búinn að koma á nauðungaáskrift en færð að fara með fjármunina eins og þú vilt. Þeirra vinna snýst fyrst og fremst um að viðhalda status quo, og ef það þarf ekki meira til en að sleppa nokkrum versum þegar þú predikar yfir hjörðinni er þeim að takast ætlunarverkið. Með hækkandi menntunarstigi þjóðarinnar er fólk að sjá betur og betur í gegnum þennan strúktúr. Þeir sem helst eru þarna inni af raunverulegri trú er gamla fólkið og....... þeir sem ekki gafst nauðsynleg viska í lífsbaráttunni, skulum við segja. Ég er ekki að segja að það séu ekki einn og einn prestur sem raunverulega trúi, en þeir tilheyra þá sennilega líka síðarnefnda hópnum en það er einmitt sá hópur sem hvað auðveldast er að hafa peninga af. Kirkjan er eingöngu byggð í kringum völd og peninga. Predikanirnar eru eingöngu sauðagæran sem búið er að klæða hitt í.

Reputo, 17.3.2012 kl. 10:20

4 Smámynd: Reputo

*predikurum* átti þetta að vera í fyrstu línu.

Reputo, 17.3.2012 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband