Páfinn, frillulífi og prestar

Mér finnst mjög áhugavert að páfinn skuli einmitt biðja "biskupa kaþólsku kirkjunnar að ítreka við söfnuði sína að kynlíf fyrir hjónaband sé alvarleg synd og grafi undan stöðugleika samfélagsins."

Ég skrifaði nefnilega nýlega grein á Vantrú ("Er frillulífi enn synd?"), þar sem ég velti nákvæmlega þessu fyrir mér. Það er nefnilega þannig að kirkjunnar menn hafa nánast alla tíð kennt það að allt kynlíf utan hjónabands væri synd.

Mér þætti gaman ef prestar ríkiskirkjunnar myndu geta sagt það hreint út hvort að sú sé enn raunin, eða þá hvort að allt í einu hafi kristið siðgæði breyst, einmitt í takt við viðhorf samfélagsins.

Á heimasíðu DV er frétt um sömu ræðu páfans. Það sem vakti athygli mína þar er ekki fréttin, heldur athugasemdir tveggja presta ríkiskirkjunnar við þá frétt:

sorglegt 

Nú sá ég Ratzinger ekki hóta neinum eldi og brennisteini, en hann fordæmdi vissulega kynlíf utan hjónabands. En vitið þið hver stundaði það að hóta eldi og brennisteini? Jesús!

Hérna eru til dæmis ummæli sem Jesús lét falla í "þvertrúarlegu samtali":

 

Höggormar og nöðru kyn, hvernig fáið þér umflúið helvítisdóm? (Mt 23:33)

 

Hérna er Jesús að fræða áheyrendur sína um kærleika guðs:

 

Ég skal sýna yður, hvern þér eigið að hræðast. Hræðist þann, er hefur vald að deyða og að því búnu varpa í helvíti. Já, ég segi yður, hræðist hann. (Lk 12:5)

 

Hérna er Jesús að tjá ást sína á þeim sem hafna honum:

 

Og taki einhver ekki við yður né hlýði á orð yðar, farið þá úr því húsi eða þeirri borg og hristið dustið af fótum yðar. Sannlega segi ég yður: Bærilegra mun landi Sódómu og Gómorru á dómsdegi en þeirri borg. (Mt 10:14-16)

 

Og Páll postuli og aðrir höfundar bréfa í Nýja testamentinu voru ekki heldur feimnir við að "fordæma og hóta eldi og brennisteini". Páfinn er satt best að segja afskaplega ljúfur og varfærinn í samanburði við Jesús, Pál og félaga. Ætli þessir prestar séu tilbúnir að vera samkvæmir sjálfum sér og segja að ummæli Jesú í guðspjöllunum séu "Sorgleg"? 


mbl.is Varar við hjónabandi samkynhneigðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég held að fólk sé búið að átta sig á því að Páfin er bara forríkur trúður sem ekkert veit raunverulega um Guð né hefur hann áhuga sjálfur á sínum eigin boðskap.

Það er sagt að Vatikanið gæti eytt allri fátækt í Ítalíu með vöxtunum einum saman af peningumsínum ef þeir kærðu sig um. Enn það passar ekki fyrir heilagt fólk að gera svoleiðis...

Óskar Arnórsson, 11.3.2012 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband