Ókristilegar hugmyndir

Mér finnst það óskiljanlegt að kristin Vesturlönd skuli vera að velta því fyrir sér að styðja þessa ókristilegu uppreisn gegn yfirvöldum sem guð sjálfur hefur skipað:

Sérhver maður hlýði þeim yfirvöldum, sem hann er undirgefinn. Því ekki er neitt yfirvald til nema frá Guði, og þau sem til eru, þau eru skipuð af Guði. Sá sem veitir yfirvöldunum mótstöðu, hann veitir Guðs tilskipun mótstöðu, og þeir sem veita mótstöðu munu fá dóm sinn. (Róm 13.1-2)

Þegar Páll skrifaði þetta (ef hann skrifaði þetta) þá var hann undir stjórn Rómverja, og þeir voru ekki beint betri heldur en Gaddafi. Þannig að þessar uppreisnir eru mjög ókristilegar og mér finnst undarlegt að kristin trúfélög á Íslandi hafi ekki fordæmt þetta.


mbl.is Spáir blóðbaði ef NATO skiptir sér af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Þessi grein í þessu samhengi er oft notuð sem bælingartæki.

Að nota þessa grein í þessu samhengi er algjör útúrsnúningur og bókstafstrú.

Sem betur fer eru fáir söfnuðir sem ganga jafn langt og þetta blogg

Vilhjálmur Árnason, 2.3.2011 kl. 17:10

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Alger útúrsnúningur? Páll segir að maður eigi ekki að veita yfirvöldum mótstöðu og hlýða þeim af því að þau eru skipuð af guði. Þetta er frekar augljóst.

Bókstafstrú? Hvað áttu við með því? Hvernig viltu túlka þetta? Heldurðu að "yfirvöld" sé myndlíking fyrir eitthvað annað kannski?   

Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.3.2011 kl. 17:40

3 identicon

Hjalti skeifuskeggur. Farðu nú að hætta þessu endalausa ógeðslega leiðinlega væli og röfli um trú annarra sem þér kemur ekkert við. Komdu þér síðan út af síðunni hans Þórhalls Heimissonar með þetta þreytandi og leiðinlega einelti þitt þar. Farðu og fáðu þér vinnu maður.

Rekkinn (IP-tala skráð) 2.3.2011 kl. 23:06

4 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Komdu þér síðan út af síðunni hans Þórhalls Heimissonar með þetta þreytandi og leiðinlega einelti þitt þar.

Síðunni hans Þórhalls?   

Rekkinn, hættu þessu endalausa ógeðslega leiðinlega væli og röfli um skrif mín sem koma þér ekkert við. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.3.2011 kl. 23:20

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta er úrelt fornaldarkjaftæði til að réttlæta einræði og kúgun. Vald kóngsins kemur frá guði, bla bla bla. Ekkert bendir til þess að þessi Páll hafi verið til, þetta er ein helv. lyga- og áróðurssteypa frá grunni. Amen og kúmen.

Baldur Fjölnisson, 3.3.2011 kl. 01:13

6 identicon

Það má öllum vera ljóst að biblían/kóran eru ekkert nema stjórntæki fornmanna; Hreint fáránlegt að nútíma menn séu að fylgja þessu kjaftæði, alger skömm.

doctore (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 10:10

7 identicon

Sæll. Páll postuli er ekki réttkjörinn fulltrúi kristinnar kirkju. Hann var hennar helsti hatursmaður og ofsótti og drap trúaða. Seinna átti hann í hatrömmum deilum við bræður Jesús um hver ætti að leiða kristna kirkju, hann eða þeir, sem hann þekktu og voru honum næstir, og höfðu aldrei ofsótt hans fólk. Hinir sönnu fylgismenn Krists fylgja kenningum bræðra Krists. Kristna kirkjan, sú kaþólska, sú rétttrúnaðarlega, eða austræna, og sú sem kallar sig mótmælendakirkjuna, og allar hennar undirdeildir, byggja á villutrú, sem og allar aðrar kirkjur sem starfa opinberlega, og ekki undir yfirvarp neins annars eða í dulargerfi annarra kenninga, og unnt er að ganga í eftir opinberum leiðum, eða ganga til liðs við á einfaldan, fljótlegan og fyrirhafnarlausan hátt. Sérhver sú kirkja sem boðar trú sína og leitar liðsinnis þíns er villutrúar. Til hinnar sönnu kirkju þurfa menn að snúa sér sjálfir og það auðnast ekki þeim nema sem vilja nógu heitt finna hana og eiga þar heima og það skilið. Það er ekki fjöldinn, enda kenningar Krists ekki ætlaðar fjöldanum.

YX (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 12:21

8 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Já, auðvitað, þegar það kemur að kristinni trú þá er auðvitað ekkert að marka það sem stendur í Nýja testamentinu. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.3.2011 kl. 14:53

9 identicon

Ætli Rekkinn sé kommi?

Arnar (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 17:50

10 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ætli Rekkinn sé Guðbergur?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 5.3.2011 kl. 19:16

11 identicon

Kæmi ekki á óvart ef svo sé.

Arnar (IP-tala skráð) 5.3.2011 kl. 21:34

12 Smámynd: Mofi

Þetta er auðvitað mjög flókið mál. Það er eitt að lúta stjórnvöldum en sannkristnir tóku ekki í mál að tilbiðja skurðgoð rómverja því að fyrst ber að hlýða Guði og síðan stjórnvöldum og vona að þú þurfir ekki að velja.

Mofi, 9.3.2011 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband