Er ljótt að benda á óheiðarleika?

Í nýlegum færslum hef ég bent á það hvernig ríkiskirkjuprestar virðast stundum "gleyma" ljótu hliðum játninganna þeirra. Það virðist fara afskaplega í brjóstið á sumum að ég skuli kalla þá óheiðarlega fyrir að gera þetta. En er eitthvað rangt við það?

Í annarri færslunni kom ég með dæmi úr heimi stjórnmálanna sem mér finnst svipað:

Birgir Birgisson formaður Þjóðstjórnarflokksins segir í viðtali við fréttamann að það sé alls ekki stefna Þjóðstjórnarflokksins að reka útlendinga úr landinu.
Kvöldið áður var Birgir Birgisson staddur á landsfundi Þjóðstjórnarflokksins þar sem ný stefnuskrá flokksins var samþykkt, hún innihélt grein þar sem sagt er: "17. gr.  Takmark okkar er að reka alla erlenda menn úr Íslandi"

 

Myndi einhver hneykslast á því ef ég myndi segja: "Birgir Birgisson er óheiðarlegur, hann veit vel af 17. greininni en lætur eins og hún sé ekki til."? Ég held að varla nokkur maður sjái neitt athugavert við það að kalla Birgi óheiðarlegan.

Komum með annað svipað dæmi:

Jósef Jósefsson, prestur Fólkskirkjunnar, segir í viðtali við fréttamann að það sé alls ekki stefna Þjóðkirkjunnar að fólk eigi það á hættu að kveljast að eilífu.
Kvöldið áður las Jósef Jósefsson yfir aðaljátningu Fólkskirkjunnar, þar sem segir skýrum stöfum: "17. gr. Jesús mun dæma guðlausa menn svo að þeir kveljist að eilífu."

 

Mér finnst þetta klárlega vera álíka óheiðarlegt og dæmið með Birgi Birgisson. Ef það er í lagi að kalla Birgi óheiðarlegan, af hverju er ekki líka í lagi að kalla Jósef óheiðarlegan?

Þjóðkirkjuprestar eru mjög oft alveg nákvæmlega eins og Jósef Jósefsson. Í játningum ríkiskirkjunnar stendur svart á hvítu að fólk muni kveljast að eilífu. Játningin gengur meira að segja lengra og fordæmir sérstaklega þá sem afneita því.

Ég á erfitt með að skilja hvers vegna sumum finnst það alveg hræðilegt að benda á þennan óheiðarleika. Það sem mér dettur helst í hug er að þetta fólk hefur einhverja glansmynd af prestum og telur að það hljóti bara að vera ómaklegt að kalla þá óheiðarlega. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Hjalti. Hér hallar þú réttu máli viljandi.

Það sem fer fyrir brjóstið á fólki er að þú skulir skrifa og birta grein eftir grein eftir grein eftir grein eftir grein eftir grein, mánuð eftir mánuð eftir mánuð eftir mánuð eftir mánuð, ár eftir ár eftir ár eftir ár í þeim tilgangi einum að hæðast að kristnu fólki með því að fara niðurlægjandi og niðrandi orðum um kristna trú, presta og aðra sem trúa ... og reyna allt til að koma eins slæmu orði á lífsskoðanir þeirra og þú getur með aðstoð félaga þinna í þeim auma félagsskap, Vantrú.

Að kalla presta óheiðarlega fyrir að túlka einhver eldgömul trúarrit öðruvísi en þú segir að eigi að túlka þau er bara enn eitt kornið í mælinn og ekkert aðalatriði.

Það eru þessi síendurteknu níð- og niðurrifsskrif þín um trú og trúaða ... sem einkennast fyrst og fremst af einhvers konar ofsóknaræði, skefjalausu hatri og illri þráhyggju ... það eru þau sem þú ert gagnrýndur fyrir.

Hörður Sigurðsson Diego, 29.1.2011 kl. 07:55

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Að kalla presta óheiðarlega fyrir að túlka einhver eldgömul trúarrit öðruvísi en þú...

Rangt! Þú gætir alveg eins sagt að maður væri að kalla Birgi Birgisson óheiðarlegan fyrir að túlka stefnuskrána öðruvísi en maður sjálfur.

Svo vil ég endilega vita hvaða níður þetta er Hörður. Það eina sem mér dettur í hug er að ég kalla ríkiskirkjupresta óheiðarlega. Er það allur níðurinn? Að benda einfaldlega á óheiðarleikann?

Værirðu að níðast á Birgi Birgissyni í dæminu mínu ef þú kallaðir hann óheiðarlegan? 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.1.2011 kl. 08:33

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Verkefni presta er að boða það góða og heiðarlega, sem er full þörf á í okkar grimma heimi.

 Því miður passa ekki allar klausur í svokölluðum trúarbókum inní þá mynd.

 Ef prestar geta ekki haldið sig við að kenna skilyrðislausan náungakærleika og fyrirgefningu eru þeir á rangri leið að mínu mati.

 Um það snýst umræðan, og allir eiga að vera jafnir. Prestar eru ekki á neinn hátt æðri en smælingjar. Tel smælingjana æðri ef eitthvað er, því þeir hafa ekki boðað kristni með hótunum í kirkjum og safnaðarstarfi og fengið borgað fyrir, eins og sumir prestar iðka.

 Hugsa sér að prestar hóti hinu illa ef fólk trúi ekki á réttan guð eftir þeirra misvitra trúar-boðskap? Ég skil að fólk gagnrýni slík vinnubrögð.

 Trúum á það góða í okkur sjálfum og öðrum, óháð trúarbrögðum. það er farsælast fyrir alla. M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.1.2011 kl. 10:16

4 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

"stefna Fólkskirkjunnar" er það ekki?

En eins og þú veist þá ber manni að túlka allt sem frá prestum kemur á jákvæðan hátt...

Sveinn Þórhallsson, 29.1.2011 kl. 12:16

5 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

...það er alveg sama hvað þeir segja, það er alltaf vel meint...

Sveinn Þórhallsson, 29.1.2011 kl. 12:16

6 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Hörður: Gagnrýni =/= níð, um þetta deilir enginn nema aumir trúvarnarmenn (ath. að ekki eru nærri allir trúvarnarmenn aumir, en þeir sem eru það sjá engan mun á níð og gagnrýni).

Sveinn Þórhallsson, 29.1.2011 kl. 12:20

7 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hörður: Gagnrýni =/= níð

Heyrðu! Ekki vera að níðast á Herði! 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.1.2011 kl. 12:34

8 Smámynd: Hörður Þórðarson

Gagngrýni er góð og Hjalti á þakkir skilið. Það væri synd ef kirkjan væri svo dauð að enginn nennti að tala um hana.

Við getum velt því fyrir okkur hvað "eilíf kvöl" er. Sumir telja það ekki annað en að lifa í villu og svíma og skilja ekki sitt raunverulega eðli.

Ég er Kristinn á minn hátt og ég fæ ekki séð að Hjalti eða neinn annar hafi hæðst að mér. Þeir sem telja sig hæðast og þeir sem telja sig verða fyrir háði þjást venjulega af einhverjum misskilningi.

Hörður Þórðarson, 29.1.2011 kl. 12:56

9 identicon

Hörður S er á móti tjáningarfrelsi spurning hvort hann vill ekki gerast múslimi.

Hefur heldur ekki hugmynd hvað að ofsækja þýðir.

Arnar (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 20:39

10 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Manni dettur í hug eitthvað í líkingu við "it´s so haaard being the only atheist in the village"

Flosi Kristjánsson, 29.1.2011 kl. 21:04

11 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Hjalti, hvar segir að:

"Jósef Jósefsson, prestur Fólkskirkjunnar, segir í viðtali við fréttamann að það sé alls ekki stefna Þjóðkirkjunnar að fólk eigi það á hættu að kveljast að eilífu. !

Getur þú sagt mér hvar ég get lesið þetta?

Takk fyrirfram. 

Guðmundur Júlíusson, 30.1.2011 kl. 02:04

12 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Flosi, ef þú hefur ekkert málefnalegt að segja. Þá er best að segja ekki neitt.

Guðmundur, þú hefur misskilið mig, Jósef Jósefsson er tilbúið dæmi. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.1.2011 kl. 02:54

13 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Guðmundur. Hjalti stundar þá taktík að búa til alls konar rugldæmi sem hann svo notar til að sýna fram á sannleiksgildi fullyrðinga sinna. Þetta er svona svipað og þegar menn vitna í eigin texta, máli sínu til stuðnings. Sterkari er hann ekki á rökræðusvellinu, né trúverðugri.

Hörður Sigurðsson Diego, 30.1.2011 kl. 09:32

14 identicon

Úff

Styrmir (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 10:01

15 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hörður, hvað er að því að koma með uppskálduð dæmi til að útskýra hvað maður á við? 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.1.2011 kl. 10:05

16 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Er Biblían ekki einmitt stútfull af uppskálduðum dæmum (dæmisögum)?

Matthías Ásgeirsson, 30.1.2011 kl. 10:39

17 identicon

Menn eiga ekki að „hræra í innyflum hvers annars“ segir hann Steingrímur blessunin. Ef eitthvað er athugavert við boðun ríkiskirkjuprestanna, sem vissulega er hugsanlegt, þá er það líklega mál kenninganefndarinnar þeirra eða hvað það nú heitir. Þú gætir prófað að skrifa þeim bréf, nú eða biskupinum.

Eða hefurðu áhyggjur af því Halti minn að sanntrúaðir endi í Helvíti?

Sigga (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 11:38

18 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

 Þú gætir prófað að skrifa þeim bréf, nú eða biskupinum.

Ég hef reynt að hafa samband við biskupinn. Ætli ég sendi honum ekki bara bréf. Það er góð hugmynd. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.1.2011 kl. 11:41

19 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Menn eiga ekki að „hræra í innyflum hvers annars“ segir hann Steingrímur blessunin.

Ég veit ekki til hvers þetta vísar. Hvað þýðir þetta eiginlega?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.1.2011 kl. 11:42

20 identicon

"Menn eiga ekki að „hræra í innyflum hvers annars“. Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon formaður VG í samtali við vefritið Smuguna þegar hann var spurður út í ummælin Jóhönnu Sigurðardóttur, formanns Samfylkingarinnar á flokksstjórnarfundi í gær."

Jóna systir er svo hrifin af honum Steingrími. Hún var að lesa yfir öxlina á mér áðan og sá þetta.

Sigga (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 12:28

21 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Sigga, og hvernig eiga þau ummæli við í þessum umræðum?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.1.2011 kl. 12:38

22 identicon

Þau eiga við í þessu tilfelil því hvorki þú né aðrir Vantrúarmeðlimir eru meðlimir trúfélagsins hinnar evangelísku lúthersku þjóðkirkju Hjalti. Áhugi ykkar á játningum hennar kemur vægt til orða tekið skringilega fyrir sjónir.

Sigga (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 13:52

23 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ertu að segja að við séum að skipta okkur af einhverju sem kemur okkur ekki við? Eru opinber skrif ríkiskirkjuprestanna einkamál?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.1.2011 kl. 13:53

24 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Það mætti halda að við hefðum brotist inn á innri vef kirkjunnar og værum sífellt að tjá okkur um trúnaðarsamtöl presta sem þar hefðu farið fram.

Ef prestur tjáir skoðun sína opinberlega, t.d. á bloggsíðu, má hann gera ráð fyrir að annað fólk tjái skoðun sína á þeirri skoðun.

Það er ekkert óeðlilegt við það "Sigga".

Matthías Ásgeirsson, 30.1.2011 kl. 14:48

25 identicon

Það er ekkart að málefnalegri gagnrýni og umræðu en yfirleitt er þetta svo fljótt að fara út í ásakanir um óheiðarleika frá ykkur. Það er eitthvað að þegar svoleiðis gerist aftur og aftur, t.d. það að gagnrýnin er ekki vel meint og er í raun persónuárásir í sparifötum ef svo má segja.

Sigga (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 15:05

26 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hefurðu íhugað þann möguleika að "andstæðingar" okkar séu í raun óheiðarlegir?

Matthías Ásgeirsson, 30.1.2011 kl. 15:11

27 Smámynd: Mofi

Þetta er fínt hjá þér Hjalti, trúi ekki öðru en málefnalegt og heiðarlegu fólki finnst þessi gagnrýni ósköp eðlileg. Miklu frekar væri að kirkjan sameinaðist um hverju það er sem hún trúir og þeir prestar sem eru ósammála því fengju þá að fara þar sem þeir eru ekki sammála kirkjunni. Þá er ég auðvitað að tala um grundvallar atriðin, það er auðvitað ekki hægt að ætlast til þess að allir prestar þjóðkirkjunnar eru sammála um allt milli himins og jarðar en þegar um er að ræða ákveðna opinbera játningu þá ættu þeir að vera sammála henni og predika hana eða vera ósammála henni og hætta að þyggja laun sem prestar.

Mofi, 30.1.2011 kl. 16:23

28 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Takk Mofi. Ég trúi ekki öðru en að fólk sem að nálgast þetta ekki á einhverjum undarlegum forsendum (t.d. ef það er bara búið að ákveða að vonda Vantrúar-liðið hafi rangt fyrir sér, eða þá þekkir viðkomandi presta persónulega) sjái að þetta er eðlileg gagnrýni og sjái einnig að málflutningur þeirra sem hafa verið að verja þessa presta er út í hött.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.1.2011 kl. 20:42

29 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Eðlileg gagnrýni? Það er ekkert eðlilegt við þessa þráhyggju Hjalti sem, eins og ég hef sagt áður, byggist á engu öðru en skefjalausu hatri á trú, trúuðum og prestum. Og það er að sjálfsögðu ekkert að marka álit bókstafstrúarmanna eins og Mofa sem halda því fram að allt sem stendur í biblíunni sé sannleikur og hafi raunverulega átt sér stað.

Hörður Sigurðsson Diego, 31.1.2011 kl. 15:29

30 identicon

Farðu þá til Saudi Arabíu ef þú vilt ekki heyra gagnrýni.

Arnar (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 16:58

31 identicon

Sá eftirfarandi athugasemd frá hinum skilningslausa útúrsnúningameistara Herði Diego á öðru bloggi:

"Þetta er meginástæðan fyrir því að ég nenni ekki lengur að lesa hvað þeir Steini og kó skrifa því sú skoðun sem þolir ekki gagnrýni er óheiðarleg."

Tekið héðan: http://gudjul.blog.is/blog/gudjul/entry/1138022/#comments

Gagnrýni Hjalta á tvískinnung þjóðkirkjupresta stafar ekki af hatri. Hún er sett fram til að sýna fram á óheiðarleikann eins og Hörður bendir á þarna. Enda þola trúarbrögðin afar illa að þau séu gagnrýnd, mótsagnarkennd sem þau eru, í orði og á borði.

Einar K. (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 17:33

32 identicon

Hörður=hræsnari.

Arnar (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 17:52

33 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

úbbs!

Matthías Ásgeirsson, 31.1.2011 kl. 18:06

34 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Þú ert nú meira barnið Einar, eða hvað sem þú heitir.

Öll trúarbrögð fela í sér endalausar mótsagnir, rökvillur, staðreyndavillur, alls konar hindurvitni og almennt bara tóma tjöru. Það er ekki þar með sagt að trú sé "óheiðarleg". Trú er bara trú og til að vernda hina trúuðu fyrir ofstækisfullum eltihrellum eins og ykkur í vantrú þá hafa verið sett lög víðast hvar í hinum siðmenntaða heimu um trúfrelsi, þ.e. að hverjum manni sé heimilt að aðhyllast hverja þá trú sem hann kýs í friði.

Þegar þið kallið presta, trúaða og trúna sjálfa "óheiðarlega" þá eruð þið ekki að átta ykkur á að trúarbrögð eru það mikil della að hver og einn getur og má túlka þau eins og hann vill án þess að teljast "óheiðarlegur" á nokkurn hátt. Hans (eða hennar) túlkun er jafnrétthá og túlkun annarra.

Vandamál ykkar í vantrú í hnotskurn er að þið teljið trú óheiðarlega og þar með alla sem trúa óheiðarlega. Þetta er sama afstaða og ku klux klan hefur til svartra, nasistar hafa til gyðinga og rannsóknarrétturinn hafði til "villutrúarmanna".

Og alls staðar skín hatrið í gegn.

Hörður Sigurðsson Diego, 31.1.2011 kl. 18:45

35 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Eina hatrið sem ég verð var við í þessum umræðum er hatur Harðar Sigurðssonar í garð okkar í Vantrú.

Matthías Ásgeirsson, 31.1.2011 kl. 18:58

36 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Hjalti: "Hörður, hvað er að því að koma með uppskálduð dæmi til að útskýra hvað maður á við?"

Það er ekkert að því í sjálfu sér ef viðkomandi dæmi eru sambærileg við það sem um er rætt. Þín dæmi eru það ekki heldur býrð þú þau til þannig að þau falli að þinni túlkun.

Það geta allir búið til óraunveruleg dæmi til að styðja eigið mál. Slíkar rökvillur eru álíka heimskulegar og þegar menn vísa í sín eigin skrif, máli sínu til stuðnings.

Hörður Sigurðsson Diego, 31.1.2011 kl. 18:59

37 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hörður, ef að dæmin mín eru ekki sambærilegt, þá eru rétt viðbrögð að benda á hvers vegna þau eru ekki sambærileg, sem þú hefur einmitt ekki gert!

 Vandamál ykkar í vantrú í hnotskurn er að þið teljið trú óheiðarlega og þar með alla sem trúa óheiðarlega. 

Ég veit ekki einu sinni hvað "trú er óheiðarleg" þýðir.

....og til að vernda hina trúuðu fyrir ofstækisfullum eltihrellum eins og ykkur í vantrú þá hafa verið sett lög víðast hvar í hinum siðmenntaða heimu um trúfrelsi, þ.e. að hverjum manni sé heimilt að aðhyllast hverja þá trú sem hann kýs í friði.

Hörður, trúfrelsi þýðir ekki það að það sé bannað að gagnrýna trú. Það er misskilningur. 

...þá eruð þið ekki að átta ykkur á að trúarbrögð eru það mikil della að hver og einn getur og má túlka þau eins og hann vill án þess að teljast "óheiðarlegur" á nokkurn hátt. Hans (eða hennar) túlkun er jafnrétthá og túlkun annarra. 

Hörður, þetta er bara rangt. 

Þegar játning kirkjunnar segir að fólk muni "kveljast eilíflega", þá er prestur óheiðarlegur ef hann talar eins og kirkjan trúi ekki á eilífar kvalir.

Er Jósef Jósefsson, í dæminu í þessari bloggfærslu minni, óheiðarlegur?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 31.1.2011 kl. 19:08

38 identicon

Stewart Lee: What's Wrong With Blasphemy?

http://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=oKxTTWOIce8#

Arnar (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 19:11

39 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Já, Matthías, ég hata hvernig þið hegðið ykkur gagnvart trúuðum. Ég hata hvernig þið ráðist alltaf á trúna sjálfa og að einstaklingum sem trúa og reynið að niðurlægja þá sem mest þið megið í stað þess að vera málefnalegir. Þannig hegða haturshópar sér, ekki fólk sem telst siðmenntað.

Gagnrýni á kirkjuna á sannarlega fullan rétt á sér. Sjálfur vil ég endilega sjá aðskilnað ríkis og kirkju sem allra fyrst og að trúfélögum verði gert að standa undir eigin rekstri sjálf. Það mál er hins vegar fyrst og fremst pólitískt en ekki trúarlegt og kemur trúnni sjálfri í raun ekkert við.Sama guildir um trúboð í skólum.

Þess vegna get ég ekki séð tilganginn í að ráðast alltaf á trúna sjálfa og trúaða einstaklinga undir því yfirskyni að verið sé að berjast fyrir trúarjafnrétti annars vegar og hins vegar fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju.

Slíkt gera bara haturshópar til að fela sinn raunverulega tilgang: Að fá útrás fyrir ofbeldishneigð sína.

Hörður Sigurðsson Diego, 31.1.2011 kl. 19:12

40 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þess vegna get ég ekki séð tilganginn í að ráðast alltaf á trúna sjálfa og trúaða einstaklinga undir því yfirskyni að verið sé að berjast fyrir trúarjafnrétti annars vegar og hins vegar fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju.

Hvaðan fékkstu þessa flugu í höfuðið?

Slíkt gera bara haturshópar til að fela sinn raunverulega tilgang: Að fá útrás fyrir ofbeldishneigð sína.

Þetta er bara hlægilegt Hörður.  

Hjalti Rúnar Ómarsson, 31.1.2011 kl. 19:17

41 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þú ættir að reyna að gera eitthvað varðandi þetta hatur þitt. Þú hefur t.d. ráðist mun meira á mig persónulega heldur en ég hef ráðist á nokkurn trúmann.

Matthías Ásgeirsson, 31.1.2011 kl. 19:30

42 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Hjalti, hér er mitt "dæmi".

Pétur Pétursson er kristinn maður sem hefur þó séð að ýmislegt í biblíunni er mótsagnarkennt í sjálfu sér, þar á meðal þær trúarjátningar sem hann hefur gengist undir. Þetta slær þó ekki á trú hans á Jesú og Guð því hann veit að biblían er skrifuð af breyskum mönnum sem hafa ekki allir túlkað trúna á sama hátt, hvorki innbyrðis né eins og og hann gerir sjálfur.

Rúrik Rúriksson er trúlaus maður sem hefur áttað sig á hinum ýmsu mótsögnum sem finna má í biblíunni, þar á meðal í trúarjátningum. Rúrik krefst þess að trúaðir taki trúarjátningarnar allar bókstaflega og á sama hátt og hann gerir sjálfur, veit að það gengur ekki upp vegna mótsagnanna og telur sig þar með kominn með ástæðu til að úthrópa trúaða sem "óheiðarlega".

En hvor er í raun heiðarlegri, hinn trúaði Pétur eða hinn trúlausi Rúrik?

Hvernig káfar það upp á Rúrik hverju Pétur trúir og hvernig hann túlkar hlutina?

Hörður Sigurðsson Diego, 31.1.2011 kl. 19:37

43 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hörður, viltu ekki segja okkur hvort að Jósef Jósefsson sé óheiðarlegur eða ekki?

Hvað varðar dæmin þín, þá verður þú að útskýra hvað þú átt við með því að Pétur hafi "gengist undir trúarjátningu". Ef hann er starfandi prestur í trúfélagi sem heldur honum í vinnu á þeim forsendum að hann trúi og boði í samræmi við þessar játningar, þá er það óheiðarlegt. Ef hann er bara óbreyttur trúmaður, þá er ekkert óheiðarlegt við það.

 Rúrik krefst þess að trúaðir taki trúarjátningarnar allar bókstaflega og á sama hátt og hann gerir sjálfur, veit að það gengur ekki upp vegna mótsagnanna og telur sig þar með kominn með ástæðu til að úthrópa trúaða sem "óheiðarlega".

Þetta á líklega að vera ég.

Það væri gaman að vita hvað þú átt við með að ég/Rúrik sé að túlka játningarnar "bókstaflega". Viltu halda því fram að þær séu dæmisögur, goðsögur, eða hvað?

Svo er krefst ég þess alls ekki að trúað fólk taki nokkuð mark á einhverjum trúarjátningum. Og svo sé ég ekki hvers vegna það ætti ekki að vera hægt að trúa á játningarnar og ég veit ekki heldur hvaða mótsangir þú ert að tala um. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 31.1.2011 kl. 19:47

44 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Hjalti: "Hvaðan fékkstu þessa flugu í höfuðið?"

Hvaða flugu? Er vantrú ekki að berjast fyrir trúarjafnrétti þegar mælst er til þess að trúboð fari ekki fram í skólum? Er vantrú ekki að berjast fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju?

Ef ekki, fyrir hverju er vantrú að berjast?

Hjalti: "Þetta er bara hlægilegt Hörður."

Nei, Hjalti, þetta er ekkert hlægilegt, þetta er grafalvarlegt því með framkomu ykkar vantrúarmanna gagnvart prestum og trúuðum eruð þið að setja t.d. ungu fólki slæmt fordæmi. Næg er nú grimmdin fyrir í bloggheimum.

Hörður Sigurðsson Diego, 31.1.2011 kl. 19:47

45 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hörður, vissulega berjumst við fyrir trúarjafnrétti, gegn trúboði í skólum og fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju. En þú segir að við séum að ráðast á trúna undir því yfirskyni að við séum að berjast fyrir þessu.

Ef þú skoðar Vantrú þá sérðu að við gagnrýnum líka t.d. miðla. Nú eru miðlar algjörlega óháðir ríkinu, en samt gagnrýnum við þá. Á sama hátt gagnrýnum við kristni.

Hörður, telur þú að framkoma þín hérna á blogginu mínu sé góð fyrirmynd fyrir þetta unga fólk sem þú hefur svo miklar áhyggjur af? 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 31.1.2011 kl. 19:52

46 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Matthías: "Þú ættir að reyna að gera eitthvað varðandi þetta hatur þitt. Þú hefur t.d. ráðist mun meira á mig persónulega heldur en ég hef ráðist á nokkurn trúmann."

Matthías ... áður en ég svo mikið sem yrti á þig hér í þessari umræðu þá sagðir þú við mig:

Hörður, ef þú ætlar að tjá þig á Vantrú - gerðu það þá undir réttu nafni rolan þín.

Matthías Ásgeirsson, 29.1.2011 kl. 00:44

Svo kvartar þú undan að vera svarað í sömu mynt óþverrinn þinn.

Hörður Sigurðsson Diego, 31.1.2011 kl. 20:03

47 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ég kalla þig rolu vegna þeirrar staðreyndar að þú tjáðir þig undir fölsku nafni á Vantrú.

Hvað hefur þú kallað mig í kjölfarið? Er hægt að líkja þessu saman?

Gerðu eitthvað í þessu skefjalausa hatri þínu gagnvart mér o öðrum áður en það brýst út með alvarlegri hætti.

Matthías Ásgeirsson, 31.1.2011 kl. 20:08

48 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Farðu til geðlæknis Matthías.

Hörður Sigurðsson Diego, 31.1.2011 kl. 20:23

49 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Matthías: "Ég kalla þig rolu vegna þeirrar staðreyndar að þú tjáðir þig undir fölsku nafni á Vantrú."

Ég hef aldrei tjáð mig á vantrú hvorki undir réttu né fölsku nafni, bölvaður óþverrinn þinn og lygalaupur.

Hörður Sigurðsson Diego, 31.1.2011 kl. 20:25

50 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þú tjáðir þig víst undir nafninu "trúlaus" á Vantrú.

Matthías Ásgeirsson, 31.1.2011 kl. 20:34

51 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Áfram heldur þú með dylgjur um geðheilsu mína. Hugsar þú mikið um geðlækna Hörður? Hefurðu mikla reynslu af samskiptum við þá?

Matthías Ásgeirsson, 31.1.2011 kl. 20:36

52 identicon

Hörður minn, kældu þig nú aðeins vinur. Þú mátt ekki uppnefna Matthías þó hann fari í taugarnar á þér - eða Hjalta. Þú manst að eitt að sæluboðunum er svona:

"Sælir eruð þér, þá er menn smána yður, ofsækja og ljúga á yður öllu illu mín vegna. Verið glaðir og fagnið, því að laun yðar eru mikil á himnum. Þannig ofsóttu þeir spámennina, sem voru á undan yður.

Matt. 5:11-12"

Þú skalt biðja fyrir þeim blessuðum Vantrúardrengjunum, þá hættirðu að reiðast útaf þessu.

Sigga (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 20:37

53 identicon

Magnað hvað prestar (Örn Aulabárður og núna Hörður Diego í athugasemd 31.1.2011 kl. 20:23) eru mikið fyrir það að vilja senda fólk til geðlæknis.

Er þetta eitthvað nýtt hjá kirkjunni þessa daganna???

Hjörtur Brynjarsson (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 20:38

54 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Matthías: "Þú tjáðir þig víst undir nafninu "trúlaus" á Vantrú."

Ómerkilegur ertu. Hvaðan hefur þú það eiginlega að ég hafi tjáð mig á vantrú sem "trúlaus". Hver laug því að þér??

"Áfram heldur þú með dylgjur um geðheilsu mína."

Þetta eru ekki dylgjur. Þú ert kengruglaður og snargeðveikur. Farðu til læknis og láttu hann skoða þig.

Hörður Sigurðsson Diego, 31.1.2011 kl. 20:42

55 identicon

Hörður grow the fuck up.

Arnar (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 21:04

56 identicon

Sigga praying is like masturbation it only makes u feel good.

Arnar (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 21:19

57 identicon

" Þú ert kengruglaður og snargeðveikur. Farðu til læknis og láttu hann skoða þig." - Talandi um barnaskap. Finnst þér fullorðnum manni sæmandi að láta svona lagað frá sér á netinu?

Málflutningur þinn var ekki rismikill fyrir; hann rýrnar til muna þegar dylgjum sem þessum er slengt á andmælendur þína.

Einar K. (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 21:21

58 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ómerkilegur ertu. Hvaðan hefur þú það eiginlega að ég hafi tjáð mig á vantrú sem "trúlaus". Hver laug því að þér??

Þú gerðir það sjálfur þegar þú notaðir póstfangið þitt til að senda inn athugasemdir.

Matthías Ásgeirsson, 31.1.2011 kl. 22:28

59 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Talandi um tilviljanir, þegar þú skrifaðir þessa athugasemd undir dulnefninu "trúlaus" á Vantrú notaðir þú sömu ip-tölu og þegar þú leitaðir að orðinu "geðveikur" á blogginu mínu í dag.

Matthías Ásgeirsson, 31.1.2011 kl. 22:37

60 identicon

Þannig að Hörður laug þegar hann sagðist aldrei hafa skrifað undir öðru nafni og sagði í þeirri lýgi að Matti væri að ljúga.

Hörður - you just go SERVED!

Hjörtur Brynjarsson (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 22:42

61 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þetta eru a.m.k. magnaðar tilviljanir í kringum Hörð, Siggu og kó.

Matthías Ásgeirsson, 31.1.2011 kl. 22:45

62 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Talandi um tilviljanir. Þessi er dálítið skemmtileg.

Matthías Ásgeirsson, 31.1.2011 kl. 22:56

63 identicon

Hvur Grefillinn! :)

Einar K. (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 00:02

64 Smámynd: Rebekka

The Internet strikes again!

Rebekka, 1.2.2011 kl. 07:24

65 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Vá, þetta er alveg ótrúleg tilviljun! 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.2.2011 kl. 08:35

66 Smámynd: Reputo

Enn og aftur poppar upp þessi spurning hjá manni með trúaða og siðferði.

Reputo, 1.2.2011 kl. 09:20

67 identicon

Hvar er Hörður? Er hann horfinn? Ætlar hann ekkert að koma hérna og verja sig eða segja einhverjum að viðkomandi þurfi að leita til geðlæknis??

Hjörtur Brynjarsson (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 11:23

68 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Hvurslags andskotans bull er í gangi hérna. Ég hef aldrei stofnað Facebook síðu. Þetta er annað hvort fölsun eða einhver annar Hörður Sigurðsson.

Matthías: "Heldurðu að ég geti ekki falsað skjámyndir?"

Auðvitað veit ég að þú ferð létt með að falsa skjámyndir. Best gæti ég trúað því að þú hafir einmitt gert það, svo ómerkilegur ertu.

Hörður Sigurðsson Diego, 1.2.2011 kl. 11:52

69 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Leitaðu bara sjálfur á fésbókinni.

Matthías Ásgeirsson, 1.2.2011 kl. 11:58

70 identicon

Hörður hefur Mattías einhvern tíman þykjast vera merkilegur?

Eini sem þykist vera merkilegur ert þú.

Arnar (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 11:59

71 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

"Hörður", þú gleymdir að gera athugasemdi við þetta:

Talandi um tilviljanir, þegar þú skrifaðir þessa athugasemd undir dulnefninu "trúlaus" á Vantrú notaðir þú sömu ip-tölu og þegar þú leitaðir að orðinu "geðveikur" á blogginu mínu í dag.

Ótrúlegar tilviljanir í kringum þig "Hörður".

Matthías Ásgeirsson, 1.2.2011 kl. 12:01

72 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Ég var ekkert að leita að neinu á síðunni þinni. Djöfull ertu ömurlega lyginn. Er líka ekki búið að benda þér á að þessi tiltekna ip-tala sem þú vænir mig um að nota 67.159.56.162 kemur frá Bandaríkjunum? Það þýðir væntanlega að annað hvort er eigandinn í Bandaríkjunum eða þetta er proxy sem margir eru að nota.

Hörður Sigurðsson Diego, 1.2.2011 kl. 12:05

73 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

En bíddu ... þetta vekur upp spurningar. Eru þeir sem kjósa að skrifa undir dulnefni á vantrú.is berskjaldaðir fyrir því að þú brjótir á þeim trúnað og ljóstrir upp um þá með því að nota "inside information"?

Matthías: "Þú gerðir það sjálfur þegar þú notaðir póstfangið þitt til að senda inn athugasemdir".

Í fyrsta lagi þá hef ég engar athugasemdir skrifað á vantrú mörðurinn þinn og er búinn að segja þér það áður.

Í öðru lagi: hvernig ættir þú að vita hvaða póstfang ég nota?

Hörður Sigurðsson Diego, 1.2.2011 kl. 12:12

74 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Annað sem þetta upphlaup sýnir svart á hvítu:

Málefnin skipta ykkur vantrúarmenn nákvæmlega engu máli. Þið njótið þess að ráðast á persónur og notið trúna sem skálkaskjól til að gera einmitt það.

Hvað eru eiginlega margir í þessum hatursklúbb?

Hörður Sigurðsson Diego, 1.2.2011 kl. 12:17

75 identicon

Hvað eiga Hörður og Grefill sameiginlegt: báðir þola ekki vantrú, kalla aðra lygara, nota orðið fölsun. Halda að allir í vantrú séu eins.

Og ég er ekki í vantrú.

Arnar (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 12:37

76 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Málefnin skipta ykkur vantrúarmenn nákvæmlega engu máli. Þið njótið þess að ráðast á persónur og notið trúna sem skálkaskjól til að gera einmitt það.

Ég hef nú verið að reyna að fá þig til að ræða málefnið hérna í þessum athugasemdahala, en þú virðist eiga afskaplega erfitt með það. 

Viltu ekki ræða málefnið og svara athugasemdum mínum frá  31.1.2011 kl. 19:47 og 31.1.2011 kl. 19:52?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.2.2011 kl. 12:41

77 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Erfitt með það? Finnst þér það málefnalegt sem frá þinum mönnum hefur komið hér á þessum þræði? Ekki stafkrókur um pistilinn heldur bara upplognar ásakanir á mig. Skoðaðu innleggin frá Matthíasi.

Hörður Sigurðsson Diego, 1.2.2011 kl. 12:46

78 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Þú strokar út innlegg frá mér af því að þér finnst þau ekki málefnaleg en lætur svo allt standa sem frá þínu liði kemur þótt það sé ekkert annað en skítkast.

Hörður Sigurðsson Diego, 1.2.2011 kl. 12:48

79 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Og það var Matthías sem hóf skítkastið með því að kalla mig rolu. Ekki sástu neitt athugavert við það.

Hörður Sigurðsson Diego, 1.2.2011 kl. 12:49

80 identicon

Erum við allt í einu kominn í leiksóla.

Arnar (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 12:59

81 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Erfitt með það? Finnst þér það málefnalegt sem frá þinum mönnum hefur komið hér á þessum þræði? Ekki stafkrókur um pistilinn heldur bara upplognar ásakanir á mig. Skoðaðu innleggin frá Matthíasi.

Já, enda skrifarðu núna þrjár athugasemdir og í engum þeirra ræðirðu málefnið.  

Viltu ekki ræða málefnið og svara athugasemdum mínum frá 31.1.2011 kl. 19:47 og 31.1.2011 kl. 19:52?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.2.2011 kl. 13:12

82 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ég var ekkert að leita að neinu á síðunni þinni.
Nú! Hvernig vissir þú þá að ég hafði kallað Jónínu Ben geðsjúkling?

Er það enn ein tilviljunin að áður en þú bentir á það í athugasemd hér hjá Hjalta að ég hefði kallað Jónínu Ben geðsjúkling - hafði "einhver" farið á bloggsíðu mína og leitað að orðinu "geðsjúklingur" og fundið bloggfærsluna um Jónínu Ben?

Ótrúlegar þessar tilviljanir allar í kring um þig.

Matthías Ásgeirsson, 1.2.2011 kl. 13:17

83 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Og nú er búið að loka blogginu hans "Harðar". 

Ég efast um að við eigum eftir að sjá "Hörð" framar. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.2.2011 kl. 08:01

84 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ótrúleg tilviljun :-)

Matthías Ásgeirsson, 2.2.2011 kl. 09:18

85 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Hver þarf sápuóperur. Hvenær byrjar næsti þattur?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 2.2.2011 kl. 14:20

86 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ekki að það sé mín meining, en ég get ímydað mér að einhver myndi hugsa nú: "Þá er það opinbert, Hörður Sigurðson Diego er forðufellandi hálfviti. Jesúsmaría þvílíkt idíót!"

Lái engum að finnast það, þótt ég tæki ekki svo sterkt til orða. Allavega fæ ég óstöðvandi nábít við að lesa þvaðrið í honum. Grauturinn úr Greflinum er ljóðræna í samanburði.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.2.2011 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband