Um guð eftir Jonas Gardell

Ég var í bókabúð um daginn og kíkti í sýniseintak af Um guð eftir Jonas Gardell. Ég hef verið spenntir við að sjá hana vegna þess að ríkiskirkjupresturinn Þórhallur Heimisson segir að í henni svari Jonas "árásum þeirra vantrúarmanna sem lesa Biblíuna með augum bókstafstrúarmannsins og neita að horfast í augu við hið sögulega samhengi hlutanna"#.

Þegar ég fletti í gegnum bókina sá ég nú ekki hvað Þórhallur getur verið að tala um. Mér sýndist höfundurinn bara vera að ræða um hinar ýmsu birtingarmyndir guðs Gamla testamentisins. Til dæmis að Jahve hafi upphaflega ekki verið æðsti guðinn og svo framvegis. Ef svarið gegn "árásum vantrúarmannanna" er að segja að guðinn sem birtist í Gamla testamentinu sé best að útskýra sem vafasamar hugmyndir einhverra járnaldarmanna, þá væri ég alveg sáttur við það svar. Reyndar er það einmitt "árásin" mín.

Ég sá að Jonas ræðir líka smá um Jesús og horfir svo sannarlega "í augu við hið sögulega samhengi hlutanna" þar. Hann viðurkennir að Jesús guðspjallanna virðist hafa trúað á tilvist illra anda, og að þeir hafi valdið sjúkdómum. Hann viðurkennir líka að Jesús talar eins og heimsendir hafi verið í nánd. Þórhallur hefur ekki sætt sig við seinna viðhorf Jesú, enda myndi það hafa slæm áhrif á trúarkerfið hans. Að guð holdi klæddur hafi verið eins og vottarnir í heimsendaspámálum hljómar ekki mjög gáfulega.

Ég las reyndar mest af lokaorðunum og þau fannst mér satt best að segja hræðileg. Jonas segir þar frá sinni guðsmynd (sem er svo augljóslega framleidd af óskhyggju), sem er það sem ég myndi kalla "kettlingaguð" (það kallar fram svipaðar tilfinningar að fylgjast með kettlingi og að hugsa um guð). Hann segir að guð "hafi verið með" t.d. fólkinu sem stökk út úr tvíburaturnunum. Hvernig það á að bjarga guði að hann sé bara "með" fólki? Enginn veit. En það skiptir ekki máli þar sem að allir virðast fara til himnaríkis samkvæmt Jonas (en heppilegt!). Svo þegar Jonas ætlar að útskýra hvernig hann veit allt þetta, hvers vegna hann hefur rétt fyrir sér en ekki fólkið sem telur guð ekki vera nákvæmlega eins og Jonas vill að hann sé, þá segir hann að hann bara veit það. Hann bara veit það.

En hver veit nema þessi frábæru svör við "árásum þeirra vantrúarmanna sem lesa Biblíuna með augum bókstafstrúarmannsins" sé að finna í þeim köflum sem ég skoðaði ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skil vel að þér þyki lokaorðin hræðileg - enda sleppir þú því sem mestu máli skiptir- Jonas Gardellbætir nefnilega við (þar sem þú greinilega varst hættur að lesa) að hver og einn verði að skoða þessar hugmyndir Biblíunnar í hini sögulega samhengi og velja síðan - taka afstöðu til þeirra - eins og Jesús gerði.

Og lifa eftir því, þeirri afstöðu sem maður tekur.

Það segist hann hafa gert og hvetur aðra til hins sama. Skoða málið með opnum huga og fordómalaust.Og taka svo afstöðu.

Það er alltaf got að lesa bækur Hjalti, áður en maður skrifar um þær bókadóm.

Þú gerir það kannski næst?

Þórhallur Heimisson (IP-tala skráð) 19.11.2010 kl. 12:22

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kannski liggur skýringin í því að Jónas er standup comedian en ekki guðfræðingur.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.11.2010 kl. 12:37

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jón Steinar Ragnarsson, 19.11.2010 kl. 12:48

4 identicon

Já, enda er bókin á tíðum mjög lýsandi - og full af skemmtilegum og krassandi sögum - kíkið þið endilega á hana - og góða helgi!

Þórhallur Heimisson (IP-tala skráð) 19.11.2010 kl. 12:49

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er smávegis úr sænsku pressunni um "Guðlastarann " Gardell:

A preacher and a pastor thinks it's time to speak up. In a radio program, Vetlanda residents were invited to organize a book burning in the town square and burn Jonas Gardell's books about God and Jesus, writes local paper Vetlanda-Posten.

It is not only Jonas Gardell's books "About God" and "About Jesus" which has stirred up emotions. Although the TV series "Oh My God" in Swedish Television, which treats the same subject, is the focal point.

In the Alliance Church community radio program "Watchers on the Wall", the preacher Holger Nilsson asked Vetlanda residents to burn the books by Gardell.

- We are drawing a line here, and there is nothing odd about it. We are too non-confrontational in Sweden, Holger Nilsson told the newspaper.

- We do not in any way deny Gardell's freedom of expression, but we reserve the right to disagree, "says Bengt Isaksson, pastor of the Methodist Church in Vetlanda.

According to the two, the views of Jonas Gardell are of purely heretical nature. Dagens nyheter

Jón Steinar Ragnarsson, 19.11.2010 kl. 12:57

6 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég skil vel að þér þyki lokaorðin hræðileg - enda sleppir þú því sem mestu máli skiptir- Jonas Gardellbætir nefnilega við (þar sem þú greinilega varst hættur að lesa) að hver og einn verði að skoða þessar hugmyndir Biblíunnar í hini sögulega samhengi og velja síðan - taka afstöðu til þeirra - eins og Jesús gerði.

Það sem mér fannst hræðilegt við lokaorðin var sú fullyrðing hans að hann "bara vissi" að hann hafði rétt fyrir sér en ekki fólkið sem hafði aðrar guðsmyndir en hann. Það hljómar ekki eins og maðurinn byggi trúarskoðanir sínar á skynseminni, heldur bara óskhyggju, og ef annað fólk er ósammála honum, þá hefur það bara, af því bara, rangt fyrir sér.

Það er alltaf got að lesa bækur Hjalti, áður en maður skrifar um þær bókadóm.

Þú gerir það kannski næst?

Þetta var nú ekki beint bókadómur, þetta var meira svona "for-bókadómur". En ef ég les hana þá skal ég lofa þér því að ég muni skrifa um hana, hef reyndar lengi ætlað að skrifa fleiri bókadóma sem þér þætti áhugaverðir.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 19.11.2010 kl. 13:02

7 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hvernig er hægt að túlka þessu færslu sem bókadóm, Hjalti tekur skýrt fram að hann sé bara að fjalla um ákveðna hluta bókarinnar og lýkur færslunni með því að velta því fyrir sér hvort gæði bókarinnar sé að finna í því sem hann skoðaði ekki? Furðulegur málflutningur Þórhalls, ætli það sé ekki í lagi heima hjá honum?

Matthías Ásgeirsson, 19.11.2010 kl. 13:27

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

."..að hver og einn verði að skoða þessar hugmyndir Biblíunnar í hini sögulega samhengi og velja síðan - taka afstöðu til þeirra - eins og Jesús gerði."

Ég er eiginlega meira að velta fyrir mér hvað þetta þýðir.  Maður veit eiginlega ekki hvar á að byrja í öllu liggaliggaláinu.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.11.2010 kl. 13:33

9 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hafnafjarðarkirkja kynnir Biblíunámskeið ÞH.

Er þér illa við homma og hatarðu svertinga. Ekkert mál, veldu bara það sem þér hentar úr Biblíunni.

Styðurðu fjölkvæni og hefurðu ógeð á fíkjum. Lestu Biblíuna, þú getur örugglega valið það sem þér hentar.

Matthías Ásgeirsson, 19.11.2010 kl. 13:59

10 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Já, ef við notum sömu röktækni og Jonas, þá gætum við alveg sagt eitthvað eins og: "Hvernig veit ég að guð hati samkynhneigð? Ég bara veit það."

Hjalti Rúnar Ómarsson, 19.11.2010 kl. 17:08

11 identicon

Vantrú kynnir Vantrúarnámskeið Matta Á.

Viltu lifa í tómarúmi trúleysis? Hatarðu trúað fólk og hefur ógeð á prestum? Viltu læra að snúa útúr öllu sem sagt er við þig? Langar þig að ofsækja fólk og leggja það í einelti í skjóli trúleysis?

Þá skaltu skella þér á Vantrúarnámskeið Matta Á. Fjölskylduafsláttur.

Grefill (IP-tala skráð) 19.11.2010 kl. 17:41

12 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Guðbergur, þú hefur einstakt lag á að skilja ekki umræður og athugasemdir.

Matthías Ásgeirsson, 19.11.2010 kl. 18:35

13 identicon

Er það virkilega Matti minn?

Komdu með dæmi. Bara eitt dæmi.

Grefill (IP-tala skráð) 19.11.2010 kl. 19:14

14 identicon

Tekið skal fram að ekki þykir nauðsynlegt að svara athugasemdum Guðbergs Ísleifssonar (Grefill) þar sem hann er ekki viðræðuhæfur.

Þórður Ingvarsson (IP-tala skráð) 19.11.2010 kl. 19:31

15 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Guðbergur, athugasemdir þínar í þessari umræðu eru dæmi.

Í athugasemd minni er ég að gera gys að þessari hugmynd að fólk lesi bara sinn sannleika úr Biblíunni.

Í athugasemd þinni gerir þú mér enn og afut upp skoðanir sem ég hef ekki.

Þú skyldir ekki athugasemdina, fattaðir ekki samhengið.

Matthías Ásgeirsson, 19.11.2010 kl. 19:34

16 identicon

Sérhver les sinn sannleika. Sumir borða meintu sætu berin, fyrir öðrum eru þau súr.

Það er engin forskrift.

Jóhann (IP-tala skráð) 19.11.2010 kl. 19:44

17 identicon

Matti minn. Elsku kall. Ég skil þig betur en þú skilur sjálfan þig.

Þórður ... menn í þínu ástandi ættu að fara varlega í að dæma um annarra manna viðræðuhæfni.

Grefill (IP-tala skráð) 19.11.2010 kl. 19:58

18 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Æi Grefill. Reyndu nú að halda þig við umræðuefnið og vera ekki að skemma umræðuna.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 19.11.2010 kl. 20:00

19 identicon

Ég var ekkert að því Hjalti minn. Ég var bara að svara fyrir mig. Þú ættir frekar að áminna þá Matta og Þórð að halda sig við umræðuefnið.

Ég hef reyndar aldrei séð Þórð halda sig við umræðuefni.

Grefill (IP-tala skráð) 19.11.2010 kl. 20:07

20 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Grefill, ég var að tala um fyrstu athugasemdina þína. Þar sem þú ert varla að svara fyrir þig, heldur tekurðu upp þá undarlegu hugmynd þína að við séum að ofsækja fólk og/eða leggja það í einelti.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 19.11.2010 kl. 20:54

21 identicon

Ég tók mína hugmynd upp á svipuðum slóðum og Matti tók upp sína um að Hafnarfjarðarkirkja væri með námskeið fyrir fólk sem hatar svertingja og homma.

Grefill (IP-tala skráð) 19.11.2010 kl. 21:03

22 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Frábært hjá þér, nema hvað að það sem Matti var að segja tengdist umræðunni. Ofsóknartal og eineltistal tengist henni ekki. 

Grefill, hefurðu ekki pælt í því að opna bloggsíðu annars staðar um trúmál ef þú getur ekki skrifað um það hérna á blog.is? Svo að þú getir komið þeim punktum sem liggja þér á hjarta varðandi trúmál frá þér án þess að lauma þeim inn í umræður hjá öðrum? (t.d. tal um "ofsóknir")

Hjalti Rúnar Ómarsson, 19.11.2010 kl. 21:08

23 identicon

Nú, hvernig tengist fólk sem hatar svertingja og hommaogetur farið á námskeið í Hafnarfjarðarkirkju umræðunni? Geturðu útskýrt það?

Lauma mér inn í hjá öðrum? Ég er ekkert að laumast. Er þessi umræða ekki opin?

Grefill (IP-tala skráð) 19.11.2010 kl. 21:30

24 identicon

Má ég líka spyrja: Af hverju haldið þið ekki áfram með umræðuna þótt það komi smákomment frá mér?

Af hverju verð ég alltaf miðpunkturinn hjá ykkur um leið og tístir í mér?

Grefill (IP-tala skráð) 19.11.2010 kl. 21:39

25 identicon

"Það sem mér fannst hræðilegt við lokaorðin var sú fullyrðing hans að hann "bara vissi" að hann hafði rétt fyrir sér en ekki fólkið sem hafði aðrar guðsmyndir en hann."

En kæri Hjalti - það segir hann einmitt ekki. En það getur þú auðvitað ekki vitað.

Af því að þú hefur ekki lesið bókina

Þórhallur Heimisson (IP-tala skráð) 19.11.2010 kl. 21:49

26 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég hef verið að glugga í bókardóma á þessum bókum Gardell. Hann hafnar guði GT og lýsir honum raunar stríð á hendur. Hann hafnar allri yfirnáttúru í NT eins og karaftaverkum og upprisu og situr uppi með Jesús sem "herra" hvað sem hann á nú við með því.

Hann telur Jesú hafa komið sem boðbera og viðurkennir að erfitt sé að finna nokkra staðfestingu á tilvist hans, en...Testimonium Flavianum taki af öll tvímæli um það!

Það er það eina, sem skilur á milli hans og afstöðu Vantrúaðra. Ertu kominn með annan fótinn í vantrú Þórhallur minn?

Hann er úthrópaður af "sannkristnum" í Svíþjóð fyrir að hafna grundvelli trúarinnar, (menn segja þó að sú óvild hljóti að stafa af unorthodox kynhneigð hans)

Grínarinn hefur þó fengið heiðursdoktorsnafbót í guðfræði án þess að hafa svo mikið sem googlað um Josephus.

Gaman að sjá þroskuð viðbrögð ríkiskirkjuprestsins hér. Verandi alvöru guðfræðingur, þá getur hann leyft sér það.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.11.2010 kl. 01:55

27 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gardell leggur ekkert nýtt til umræðunnar. Hann reynir að réttlæta það sem löngum hefur verið kallað cherrypicking, til að heimfæra guðsorðið við þá siðvirund, sem hann hefur aflað annarstaðar en þar. Hans heimatilbúni ósýnilegi vinur.

Gott og vel. Þetta gera 99.9% kristinna, en þó á báða bóga eins og reynt er að benda hér á að ofan innan um allt hekleríið og barnaskapinn frá Þórhalli, Grefli og co.

Þegar Þórhallur telur að Hjalti eigi að les bókina spjaldanna á milli til að vera viðræðuhæfur um þennan athyglissjúka svía, þá held ég að sama skapi að rétt sé að krefjast þess að hann og aðrir lesi Biblíuna með kveikt á heilanum, áður en þeir fara að tjá sig um innihald hennar. 

Þórhallur. Var Jesú virkilega líka svona cherry picking maður? Las ritninguna með tilliti til "sögulegs samhengis" og valdi svo og hafnaði?  Það væri gaman að fá rökstuðning, þótt ég búist ekki við því frá þér.  Þú svarar ekki erfiðum spurningum og birtir ekki athugasemdir, sem hrekja fullyrðingar þínar eða setja þig á gat.

Hvað vr það nú sem þjóðfundurinn kallaði sérstaklega á?....Hmmmm...Heiðarleiki var það já.  Áttu svoleiðis til?

Jón Steinar Ragnarsson, 20.11.2010 kl. 02:14

28 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

En kæri Hjalti - það segir hann einmitt ekki. En það getur þú auðvitað ekki vitað.

Mér fannst ég nú hafa lesið þetta í lokaorðunum. Það kemur líklega í ljós næsta þriðjudag hvort ég hafi munað rétt eða ekki. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 20.11.2010 kl. 12:40

29 identicon

Hjalti,

Frekar aumt hjá þér. Þú hefur ekki lesið bókina og líka það sem Þórhalla skrifaði hér. Frábært.

En svo þú veist það þá skrifaði hann eftirfarandi: "...hver og einn verði að skoða þessar hugmyndir Biblíunnar í hini sögulega samhengi og velja síðan - taka afstöðu til þeirra - eins og Jesús gerði.

Og lifa eftir því, þeirri afstöðu sem maður tekur."

Ef þetta er skoðun hans Gardells þá er það skiljanlegt að hann tala um að vita ("bara vissi"). Hann veitt það með sjálfu sig, ekki nauðsýnlegt fyrir þinni hönd, Hjalti. En auðvitað er það erfitt að skilja svona hugsunargangur þegar maður vill fá sönnun fyrir öllu (helst sönnum framkvæmt í tilraunarstofa). Og þegar maður lesur bílíuna eins og talibanar lesa Kóraninn.

Jakob Andersen (IP-tala skráð) 20.11.2010 kl. 17:10

30 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jón Steinar Ragnarsson, 20.11.2010 kl. 23:01

31 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jæja, nú er ég kominn með eintak af bókinni og ég get ekki betur séð en að ég hafi bara lýst skoðunum höfundarins á réttan hátt. 

"Og ég veit að þeir [kristnir menn sem meinuðu honum að ganga til altaris] höfðu rangt fyrir sér. á sama hátt og þeir sem segja að Guð vilji að menn deyði í hans nafni hafa rangt fyrir sér. Á sama hátt og sérhver manneskja sem segir við aðra að Guð hati þá og fordæmi þá hefur hún ranft fyrir sér. Þeir hafa rangt fyrir sér."  (bls 227)

Tal Þórhalls um að Gardell segi að maður velji að skoða hugmyndirnar og velja síðan er rétt að vissu leyti, en röng að öðru leyti. Hann segir það vissulega, en síðan fullyrðir hann bara að sú hugmynd sem hann hefur af guði sé rétt. Hann bara veit það.

Í byrjun bókarinnar sér maður líka hvað þetta er rosalega djúpur hugsunarháttur hjá Gardell:

„En svona getur þetta verið [að guð hati hann og fordæmi]. Það samræmist ekki þeim Guði sem mamma kenndi mér að þekkja í Enebyberg.“ bls 8
Svakalega gáfulegt. "Mamma sagði mér X, þá hlýtur það að vera rétt!"
 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.11.2010 kl. 16:50

32 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ég held þú þurfir að skrifa nýja færslu um bókina fyrir Þórhall. Væri tilvalið að birta dóm um hana á Vantrú.

Matthías Ásgeirsson, 23.11.2010 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband