Er í lagi heima hjá mér?

Facebook2

Facebook1

 

Það er kannski vert að taka það fram að bæði Lena Rós og Svavar Alfreð eru ríkiskirkjuprestar.

Þetta er ansi merkilegt. Ef ég gagnrýni (sem hann kallar "árásir) skrif Þórhalls, þá er ég að leggja hann í einelti og þá er greinilega eitthvað að heima hjá mér.

Hvað finnst fólki um þessi viðbrögð Þórhalls? Eru þetta málefnaleg og varkár ummæli (svo að ég vitni í siðareglur ríkiskirkjuprestanna)?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þar sem að Þórhallur les þetta líklega, þá má hann alveg vita að ástæðan fyrir því að ég fjalla oft um hann (og reyndar líka Gunnar Jóhannesson) er sú að hann er sá ríkiskirkjuprestur sem tjáir sig mest um þessi mál opinberlega. 

Ef aðrir prestar (eins og Svavar Alfreð eða Lena Rós) væru að halda út innihaldsríkum bloggsíðum, þá myndi ég líka "leggja þau í  einelti".

Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.10.2010 kl. 16:29

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Gott hjá þér Hjalti. Haltu áfram að hrella þá alla.  Ritningin er í augum prestanna eina og stefnuskrá VG í augum steingríms

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 27.10.2010 kl. 16:52

3 identicon

Seint kallast thessi kjánalegu vidbrögd Thórhalls Heimissonar málefnaleg og varkár.

En vid hverju er ad búast?  Í mínum huga tharf fólk ad vera svolítid undarlega innraett til thess ad halda thví fram sem Thórhalli finnst allt í lagi ad halda fram.

AEtli nokkur sem á vid heimilisvandamál ad strída hafi hug á ad leita adstodar hjá thessum óthroskada einstaklingi Thórhalli Heimissyni.

Thessi vidbrögd hans bera jú óneitanlega vott um ad madurinn er sérlega óthroskadur og prestarnir sem skrifa athugasemdirnar feta í hans fótspor.

Thetta sýnir betur en nokkud annad ad thetta fólk á ekki ad fá krónu frá ríkinu.

Teinn (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 16:57

4 identicon

Hjalti, þú þjáist líklega af áráttu og þráhyggju:

Þeir sem þjást af áráttu og þráhyggju upplifa endurteknar, óþægilegar hugsanir (þráhyggja) og finna hjá sér þörf til þess að endurtaka sömu aðgerðir margoft (árátta). Þrátt fyrir að þeir sem þannig er ástatt fyrir geri sér grein fyrir að árátta þeirra og þráhyggja gangi úr hófi fram, geta þeir átt erfitt með að hafa stjórn á þeim án réttrar meðferðar. Hegðunarmynstrið sem fylgir áráttu og þráhyggju er ekki þægilegt á neinn hátt. Þvert á móti veldur það mikilli vanlíðan. Taktu prófið.

Sáli (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 17:37

5 Smámynd: Egill Óskarsson

Sáli er augljóslega ekki sálfræðingur miðað við þessa greiningu hans. Fyrir það fyrsta fer hann rangt með nafnið á því sem hann telur hrjá Hjalta.

Egill Óskarsson, 27.10.2010 kl. 17:44

6 identicon

Já, er það Egill? Ekki sálfræðingur? #

Sáli (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 18:00

7 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hugsanlega hefur "Sáli" rætt mikið við sálfræðinga.

Matthías Ásgeirsson, 27.10.2010 kl. 18:15

8 Smámynd: Egill Óskarsson

Mér finnst það líklegra já.

Egill Óskarsson, 27.10.2010 kl. 18:30

9 identicon

Egill og Matthías: Af hverju reynið þið ekki frekar að hjálpa Hjalta vini ykkar að komast til læknis og takaá vandanum í stað þess að ráðast að Sála greyinu?

Aston Villa (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 19:44

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Menn voru jú settir á geðveikrahæli eða lokaðir inni með öðrum ráðum ef þeir voguðu sér að gagnrýna í sovét á sínum tíma. Hvernig læt ég...þeir voru hreint út sagt drepnir líka fyrir að hvá við guðsorðinu forðum.

Sennilega er sáli að leggja til að þessu fyrirkomulagi verði koíð á aftur. Þórhallur er ómerkilegasti pappír prestastéttarinnar. Hann veður uppi með lygi og væl og setur sig svo í fórnalambsbásinn á facebook.  Gekt hip og cool. Takið efti málfarinu þar. Þetta er hipp og cool málfarið sem þeir temja sér í kringum fermingarnar til að ná til barnanna á meðan múturnar ganga yfir.

(Mútur í merkingunni áburður fjár og gjafa, en þó má segja að bæði fermingadrengir og prestar fari í mútur á þessari vertíð)

Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2010 kl. 20:02

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hjalti má vera rogginn með það að þrír ríkistarfsmenn séu á launum við að kvarta yfir því að hann hafi skoðun á skoðunum þeirra og malflutningi.

Menn á þessum bæ eru óvanir þesskonar æmti og kunna ekki almennilega að taka á því þegar þeir geta ekki lengur látið höggva svona guðleysingja. Þeir hafa einatt spurt sig hér hvar Hjalti og fleiri væru ef þeir voguðu sér þetta í löndum múslima.  Þangað líta þeir öfundaraugum á fyrirkomulagið og vildu gjarnan fá eitthvað smá þannig.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2010 kl. 20:07

12 identicon

Án þess að ég sé með neina sleggjudóma, þá held ég að hann hafi orðað þetta tiltöluleg mjúkum orðum. Málsið snýst náttúrulega þó ekkert um þetta. Það er fullt af fólki sem fjallar um svona mál, sem eru afar persónleg, helsjúkt. Það fær mikla útrás fyrir að tappa af sér, ef við getum orðað það svo. 

  Bæði félags-og sálfræðingar hafa rannsakað þetta vestan hafs og austan. 

   Einnig erfitt að fullyrða að Hjalti sé svona, þó að kannski margt bendir til þess. Aðgát skal höfð í nærveru sálar.  

Hannes (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 20:24

13 identicon

Jón Steinar segir m.a."Menn voru jú settir á geðveikrahæli eða lokaðir inni með öðrum ráðum ef þeir voguðu sér að gagnrýna í sovét á sínum tíma. Hvernig læt ég...þeir voru hreint út sagt drepnir líka fyrir að hvá við guðsorðinu forðum."

Þú ert nú soldið að missa þig í vörninni, Jón? E þaki?

Er ekki ljóst að Hjalti hefur meira en lítinn áhuga á biflíversunum?

Jóhann (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 20:32

14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jóhann: Hefur hjalti meiri áhuga á biflíuversum en prestar, eða heittrúaðir á borð við þá sem hér koma m.a. inn og spamma með copy peisti úr netbiblíunni?

Allt sem Hjalti er að gera er að andæva gegn þessari ásókn sturlaðra ofsatrúarmanna og þjóðkirkjuúsendara að börnum með boðskap sem er ansi blendinn og vafasamur.

Af hverju öll þessi ásókn í börnin? Hvað er þetta með presta og börn?  Er vert að hugleiða sjúkleika í því samhengi kannski?

Hjalti hefur augljósan áhuga á þeim sem eru með þessa einu bók á heilanum, svo jaðrar við geðveiki. Menn sem starfa við það eitt að þvaðra upp úr henni daginn út og inn og sauði sem bergmála það þvaður.

Það er ekkert nýtt hjá ykkur að snúa svona þráðum upp í eitthvað Ad hominem í stað efnislegrar umræðu.  Afar opinberandi um sálarástand ykkar í raun.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2010 kl. 22:04

15 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Burtséð frá þessu skíitkasti annars, þá er ég ánægður að sjá trúmenn stíga hér á stokk hvern af öðrum og fullyrða að það sé af og frá og illa grundað að taka guðsorðið bókstaflega.

Hvað þeir eru þó að verja í því ljósi, er ofar mínum skilningi. Þetta er þó framför því ekki væri gott ef menn færu að taka inntökuskilyrðin í költið of bókstaflega, eins og þau koma fyrir í Lúkas 14: 26 t.d.  Uppskriftin að því hvernig kristnum ber að elska sjálfan sig og þá aðra að sama skapi.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2010 kl. 22:21

16 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vonandi hlífið þið mér við því að kalla mið geðveikan og andlega bæklaðann fyrir þennan áhuga minn á biflíuversum.  Það væri þó alveg á sömu nótum og þið hæðist svo smámannlega að Hjalta með óljósum tilvitnunum í "rannsóknir vísindamanna, vestan hafs og austan."

Ef ég væri virkilega hreinskilinn og réttrúaður þá myndi ég taka andköf yfir því hvílíkt samsafn af hálvitum tekur að sér varnir almættisins sjálfs, en læt það vera af alkunnri háttsemi.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2010 kl. 22:28

17 identicon

Ég er sammála þér Jón Steinar, að trúboð í skólum er óásættanlegt. En þú segir:

"Jóhann: Hefur hjalti meiri áhuga á biflíuversum en prestar, eða heittrúaðir á borð við þá sem hér koma m.a. inn og spamma með copy peisti úr netbiblíunni? "

Já, Hjalti hefur, ef eitthvað er, meiri áhuga á biflíversum en prestar, enda sækir hann í umræður við bókstafstrúarmenn.

Jóhann (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 22:29

18 identicon

Mér finnst þetta einstaklega ósmekklegt af Þórhalli. Eins og einhver benti á hér að ofan er hann prestur á launum frá ríkinu og verður þess vegna að vanda orðaval sitt. Ég bar ákveðna virðingu fyrir honum, taldi hann vera einn af þessum frjálslyndu og kærleiksríku prestum.  Ég missti allt álit á honum við að sjá þessi ummæli og mér er sama hvað Hjalti er búin að vera dónalegur eða leiðinlegur við hann, þessi framkoma er ekki manni í hans stöðu sæmandi. 

Kveðja Lady Gaga.

Lady Gaga (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 23:30

19 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvað kallar þú bókstafstrúarmenn Jóhann? Þórhall? Örn Bárð? Svavar Alfreð og Lenu Rós?   ér finnst þú fullyrðingaglaður, sem er jú ekki óalgengt með trúaða. Óttalegur löstur ef þú spyrð mig.

Ég er ekki alveg að ná sambadni við þig hérna, með fullri virðingu annars.

Ert þú að aðgreina þig frá samtrúarmönnum þínum undir formerkjum hófsemdar, eða eins og ég benti á, þeim sem telja það óþarfa að taka guðorðið bókstaflkega og jafnvel verstu villu?

Hvernig greinir þú bókstaftrú? Og þá í framhaldi að sjálfsögðu...hvað finnst þér hófleg trú?

Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2010 kl. 23:32

20 identicon

...og kemur þá ekki Lady Gaga og segir:" og mér er sama hvað Hjalti er búin að vera dónalegur eða leiðinlegur við hann, þessi framkoma er ekki manni í hans stöðu sæmandi. "

Af því að Þórhallur er á launum sem prestur?  Er Hjalti með eitthvað skotleyfi á klerkana? Sama hvað hann er dónalegur?

Er ekki allt í lagi heima hjá þér, Lady Gaga?

Þetta er nú meira bullið hérna.  Og Hjalti; leitaðu þér aðstoðar...

Jóhann (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 23:37

21 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hjalti getur annars svarað fyrir sig, en þú fullyrðir (auðvitað) að hann sæki í umræður við bókstafstrúarmenn.   Hér er hann á sínu bloggi og er ekki að sækja í eitt eða neitt.  Hann hefur gagnrýnt trúboð í skólum og varnir fyrir því á málefnalegan hátt og nú vitnar hann í þjóðkirkjupresta þeim til háðungar án þess að bæta neinu við.

Við erum greinilega með sín hver gleraugun.

Ef eitthvða ber á óskilgreinum bókstaftrúarmönnum (ég bíð eftir skilgreiningu), þá eru það þeir sem hingað sækja en ekki öfugt.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2010 kl. 23:41

22 identicon

Sæll aftur Jón Steinar. Slakaðu á. Þú segir:

"Hvað kallar þú bókstafstrúarmenn Jóhann? Þórhall? Örn Bárð? Svavar Alfreð og Lenu Rós?   ér finnst þú fullyrðingaglaður, sem er jú ekki óalgengt með trúaða. Óttalegur löstur ef þú spyrð mig."

Það eru áratugir síðan ég sagði mig úr þjóðkirkjunni. Klerkar veita mér enga leiðsögn. Né þykir mér ástæða til að leiðrétta þá með valkvæmum vísunum í biflíversin.

Hjalta þykir það meira en lítið áhugavert. Hann er nánast eins og doktore, vakinn og sofinn yfir hvað prestarnir segja.  

Segir það ekki neitt um Hjalta?

Jóhann (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 23:44

23 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jóhann minn, það segir mér það eitt um Hjalta að honum er umhugað um sannleika og heiðarleika.  Prestar liggja jú vel við höggi þar. Hann hefur eins og ég og fleir óbilani áhuga á því hvers vegna þessi lygasaga og viðurtyggð hefur enn þetta tangarhald á fólki. 

Með því að tjá sig um þetta þá eykur hann mönnum kjark og þor til að hugsa sjálfstætt og spyrja heiðarlegra spurninga um þessa rakalausu kúgunarmaskínu sem skipulögð trúarbrögð eru.  

Það er fyrir menn eins og hann að menn eins og ég þora og geta spurt um þessi efn, hváð og efast, gagnrýnt og foræmt. Nokkuð sem var nánast óhugsandi á meðan ég var að alast upp.  

Hjalti og han líkir eru bara menn andlegra framfara öllum til handa.

Amen

Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2010 kl. 23:52

24 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jóhann, vissulega hef ég mikinn áhuga á biblíunni og frumkristni. En ég hef ekki það mikinn áhuga á henni að ég taki 5 ára nám í að læra um þetta ;)

En meintur sjúkleiki minn er eiginlega ekki aðalatriðið hérna. Mér finnst bara stórmerkilegt að þessir þrír ríkiskirkjuprestar bregðist svona við gagnrýni mína á Þórhall. Ég er að "ráðast á hann" og það er greinilega eitthvað að heima hjá mér, ég er birtingarmynd fátæktar (andlegrar?), ég er að leggja Þórhall í einelti... og svo fram vegis.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.10.2010 kl. 23:53

25 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hjalti má vera rogginn með það að þrír ríkistarfsmenn séu á launum við að kvarta yfir því að hann hafi skoðun á skoðunum þeirra og malflutningi.

  Ég veit nú síðan ekki hvort ég sé maður andlegra framfara öllum til handa. Ég reyni bara að hafa gaman að þessu.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.10.2010 kl. 23:54

26 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

En takk fyrir hrósið Jón. :)

Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.10.2010 kl. 23:54

27 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú ert kannski hlynntur þögn og óbreyttu ástandi.  Það verður þú þá bara að eiga við þig.

Þú tekur þig kannski til við tækifæri og varar spurningum mínum þarna að ofan fyrst ég er svona liðlegur að svara þér.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2010 kl. 23:56

28 identicon

Veistu að það er allt í lagi heima hjá mér. Mér finnst það bara fyrir neðan allar hellur að prestur láti svona út úr sér opinberlega og mjög svo ómálefnalegt. Hjalti vitnar í siðareglur ríkispresta þar sem er tekið fram að ummæli þeirra eigi að vera varkár og málefnaleg.  Ástæðan fyrir því að ég gagnrýni Þórhall en ekki Hjalta er að hann er opinber starfsmaður sem lýtur þessum siðareglum og þess vegna finnast mér þessi ummæli honum ekki sæmandi.  Mér finnst eðlilegt að maðurinn svari fyrir sig en mér finnst ekki eðlilegt að gera það með þessum hætti. 

Hvað með þig Jóhann, finnst þér það í lagi að þjóðkirkjuprestur svari gagnrýni  með: er ekki allt í lagi heima hjá þér ?

Kveðja Lady Gaga

Lady Gaga (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 23:56

29 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er annars alveg slakur Jóhann minn. Takk fyrir umhyggjuna. Ligg hér veikur heima og hef gaman af.  Lítið hægt að æsa sig með tæpra 40 stiga hita.

Ekkert að þakka Hjalti minn. Þú stenur þig eins og hetja og átt allt hrós kilið fyrir að ýfa þessa fúlu tjörn svo fólk finni nú á grönum hvenig ilmar.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.10.2010 kl. 00:03

30 identicon

Nú vil ég ekki gera lítíð úr því að benda forkólfum kristninnar á misræmið í máli þeirra. Hvaða sæmilega þenkjandi maður veit sem er, að biflían er full af mótsögnum.

En á sama tíma er hún líka makalaus frásögn um framvindu siðferðilegra gilda manna.

En þar sem ég aðhyllist sjálfur það sem nefna mætti "framvindu Verundarinnar", þá ætti ég kannski að hrósa þér fyrir framtakið. (Alltso, ég trúi hvorki á sjálfselsku genin eða mímið.)

Vissulega er inntak kirkjunnar manna hlægilegt.

En Jésús var um margt flottur gaur...

Jóhann (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 00:04

31 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

"En á sama tíma er hún líka makalaus frásögn um framvindu siðferðilegra gilda manna."

Nú verðurðu að skýra mál þitt og koma með dæmi minn kæri. Hver er "framvinda siðferðilegra gilda manna"?  Hvar sér hennar stað í bókinni?  Þetta er og óljóst fyrir mér.

Jesú getur um margt verið flottur gaur. Hef mínar efasemdir. Hann innleiddi helvíti og uppálagði mönnum að afneita sjálfum sér og raunar hata sig og sína.  Fátt bendir annars til að hann hafi verið til. Allavega sá sem segir frá í bókinni, nota bene. En það er jú efni í aðra þrætu.

En Hjalti. Af því að við erum svo geðveikir og með svo andlega brenglaðan áhuga á biflíuversum.... Ég er að lesa hann Úlfar og rak í rogastans við tilvitnun hjá honum þar sem spádómstivitnunin um Betlehem efrata er kennd við borg! Ekki ættkvvísl (klan) eða þjóðflokk eins og alltaðar annarstaðar.  Eru menn farnir að falsa þetta rit svona gróflega eða var þarna þýðingarvilla þar sem feill var tekinn á ætt og smáborg eins og segir í hinni nýju þýðingu?

Jón Steinar Ragnarsson, 28.10.2010 kl. 00:21

32 identicon

Jón Steinar svarar: "Jesú getur um margt verið flottur gaur. Hef mínar efasemdir. Hann innleiddi helvíti og uppálagði mönnum að afneita sjálfum sér og raunar hata sig og sína."

Já var það? Gerði hann það? Viltu þá ekki, rétt eins og Hjalti, finna ritningarstaði þessari trú þinni til staðfestingar?

Var Jésús jafnvel barnaníðingur að þínu viti, hr. Jón Steinar?

Jóhann (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 00:27

33 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

En Hjalti. Af því að við erum svo geðveikir og með svo andlega brenglaðan áhuga á biflíuversum....

Skortur á alvöru áhugamálum?  En persónulega hef ég áhuga á fornöld, tungumálum (var að læra málvísindi í HÍ) og trúmálum. Frumkristni og biblíudótið er samblanda af þessu þrennu. 

Ég er að lesa hann Úlfar og rak í rogastans við tilvitnun hjá honum þar sem spádómstivitnunin um Betlehem efrata er kennd við borg! Ekki ættkvvísl (klan) eða þjóðflokk eins og alltaðar annarstaðar. Eru menn farnir að falsa þetta rit svona gróflega eða var þarna þýðingarvilla þar sem feill var tekinn á ætt og smáborg eins og segir í hinni nýju þýðingu?

Er hann þá að tala um versið í Míka? Eða einhvers staðar í guðspjöllunum? Þeir eiga það til að vera ekkert hundrað prósent réttir í tilvitnunum sínum í spádóma.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.10.2010 kl. 00:41

34 identicon

Jón Steinar, Hjalti, Matthías, Egill og þið hinir ofsatrúleysingjar innan sem utan Vantrúar:

Burtséð frá því hvernig prestar og aðrir trúmenn haga sér þá hagið þið ykkur eins og frekir og spilltir unglingar með ofsóknaræði og augljósa áráttu- og þráhyggjuhegðun í allri þessari trúarumræðu sem átt hefur sér stað á netinu á undanförnum misserum.

Ég veit að þið kannist ekki við að neitt sé athugavert við ykkar hegðun og málatilbúnað og setjið upp sakleysissvipinn í hvert sinn sem þið eruð skammaðir en vita skuluð þið að þið eruð fyrir löngu búnir að ofbjóða fullt af sómakæru fólki sem hefur þá lífsskoðun að ekki beri að gera öðrum það sem maður vill ekki láta gera sjálfum sér.

Ykkar "gagnrýni" gengur aldrei út á neitt annað en að ráðast ítrekað á fólk sem þið lítið niður á og hæða það og smána fyrir skoðanir þeirra og trú. Ykkar helsta afsökun fyrir þessari hegðun eru síðan alltaf "hann byrjaði"-rökin sem er einnig helsta afsökun óvita sem hugsa ekki um annað en að gera öðrum illt.

Ég veit að orð mín hafa nákvæmlega engin áhrif á ykkur - þið haldið ofsóknunum áfram á morgun eins og ekkert hafi í skorist - en ég tel hollt fyrir ykkur að fá að vita að meirihluti fólks skammast sín fyrir ykkur og ykkar virðingarlausu áráttuhegðun.

Íslendingur (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 00:43

35 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Íslendingur, þinni skoðun er hér með komið á framfæri. (þetta blogg er fariðað minna á Þjóðarsálina)

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.10.2010 kl. 00:44

36 identicon

Viltu þá ekki draga fram enn eina mótsögnina úr biflíversunum, Hjalti?

Svona til að skerpa á könnunni?

Jóhann (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 00:52

37 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jóhann, ég skil ekki hvað þú átt við. Hvað tengjast mótsagnir í biblíunni þessum umræðum?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.10.2010 kl. 00:59

38 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þýðingin í míka var áður ættflokkur eða í King James Clan. Í íslensku þýðingunni nú er talað um smáborg, sem er náttúrlega bara fölsun. Sennilega komin til eftir að bent var á að þetta væri ekki spádómur um stað að nafni Betlehem, auk þess sem sýnt hefur verið að þessi staður var hreinlega ekki til á "tímum krists" heldur varð til fyrir þessi rit.

Skítt með það.  Það er svosem fleira sem þeir eru að sveigja til af guðsorðinu. Ekki bara að færa til nútímalega máls eins og þeir segja, heldur breyta merkingu orða og heilum versum.

Við Íslendinginn vil ég nefna tilvitnun í friðarhöfðingjann: " Ætlið ekki að ég sé kominn til að færa frið. á jörðu. Nei, segi ég yður, heldur sundurþykki."

Takk fyrir að staðfesta þetta svona kyrfilega minn kæri.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.10.2010 kl. 00:59

39 identicon

Mér finnst skrítið að Þórhallur hafi orðið prestur miðað við hvað voru mikilir kommar í hans ætt.

Arnar (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 01:02

40 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Já, þú ert að tala um Míka 5:2. Ótrúlegt en satt, ef ég man rétt þá sendi ég einmitt þýðinganefndinni tölvupóst um þetta vers!

....auk þess sem sýnt hefur verið að þessi staður var hreinlega ekki til á "tímum krists" heldur varð til fyrir þessi rit.

Nú hef ég örugglega spurt þig áður að þessu (bara búinn að gleyma svarinu), en mælirðu með einhverri síðu eða bók sem fjallar um þetta? En þetta skiptir í sjálfu sér ekki máli þar sem að Jesús er klárlega látinn fæðast í Betlehem til að uppfylla spádóm.

Mesta fölsunin finnst mér vera þar sem orð Jesú um að hata fjölskyldu sína er breytt í að elska minna. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.10.2010 kl. 01:08

41 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars góð þessi tilvitnun í Konfúsíus Íslendingur. (500 árum eða svo fyrir krist) A' gjöra náunga sínum ekki það sem maður vill ekki að gert sé við mann sjálfan.

Er það ekki meinið. Okkur ofbýður hræsnin, yfirdrepið, sjálfréttlætingin, bullið og lygin af því að slíkt höfum við ekki í frammi.  Að segja til syndanna heitir það.  Gert af hreinræktuðum kærleik og umhyggju.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.10.2010 kl. 01:10

42 identicon

Allar þínar ávirðingar, Hjalti, tengjast því að finna mótsagnir í biflíversunum. Svo mikið, að þú ættir kannski að skoða betur ráð Sála...

Jóhann (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 01:11

43 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég beti þér á rannsókn varðandi þetta, sem Villi danski birti á bloggi sínu fyrir margt löngu. Hér

Raunar þráttað um hvort hún gæti hafa verið í Galíleu því þessi í Júdeu er non existent á þessum tíma. Ástæðan fyrir ferðalaginu og manntalinu í guðspjöllunum er náttúrlega til að koma þeim til Júdeu svo það fittaði við spádóminn sem plokkaður var upp úr septuagint.  Spádómurinn talar hinsvegar ekki um bæ eða borg, heldur ætt. Brauðhúsaættin mætti segja.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.10.2010 kl. 01:17

44 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jóhann, ef þú telur að allt sem ég geri sé að finna mótsagnir í biblíunni, þá ættirðu að lesa skrif mín betur.

Jón, svo er ég ekki jafn göfugur og hjartahreinn og þú. ;) Þó svo að ég vissulega telji mig að vissu leyti vera að reyna að hjálpa trúfólki að losna undan þessari vitleysu,  þá er stór ástæða hjá mér einfaldlega sú að mér finnst þetta gaman. En auðvitað blöskrar mér sumt.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.10.2010 kl. 01:17

45 identicon

Og nema hvað; Jón Steinar dottinn í túlkanirnar. Hann segir:

"Þýðingin í míka var áður ættflokkur eða í King James Clan. Í íslensku þýðingunni nú er talað um smáborg, sem er náttúrlega bara fölsun. Sennilega komin til eftir að bent var á að þetta væri ekki spádómur um stað að nafni Betlehem, auk þess sem sýnt hefur verið að þessi staður var hreinlega ekki til á "tímum krists" heldur varð til fyrir þessi rit."

Það er nebblilega það.

Jóhann (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 01:19

46 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jóhann. Það þarf ekki að leita að þversögnum í biflíuversum. Í þeirri bók stendur ekki steinn yfir steini hvað það varðar.  Ef Hjalti eða þú nefnir vers er nokk víst að finna má þversögn við það. Finnst þér það eitthvað smámál?

Nú skal ég koma með fullyrðingu um þig:

Þú hefur augljóslega aldrei lesið þessa bók.

Heilræði til þín: Gerðu það sem fyrst og komdu svo aftur.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.10.2010 kl. 01:20

47 identicon

Hjalti svarar: "Jóhann, ef þú telur að allt sem ég geri sé að finna mótsagnir í biblíunni, þá ættirðu að lesa skrif mín betur."

 Á nú að hanka mann á því að hafa sagt "allt"?

Okilydokily. Sirka 90% af því sem þú hefur fram að færa, felst íþví að leita uppi mótsagnir í versunum. Nægir það, Hjalti?

Þú viðurkennir þó vonandi að gjörvöll heimsýn þín miðast við biflíversin?

Ertu líka í afneitun?

Jóhann (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 01:23

48 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Okilydokily. Sirka 90% af því sem þú hefur fram að færa, felst íþví að leita uppi mótsagnir í versunum. Nægir það, Hjalti?

Nei, það nægir ekki einu sinni. 

Þú viðurkennir þó vonandi að gjörvöll heimsýn þín miðast við biflíversin?

Nei. Veistu hvað, biblíuvers hafa engin áhrif á heimssýn mína.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.10.2010 kl. 01:26

49 identicon

...og enn kemur Jón Steinar með réttu viðmiðarirnar. Hann segir nú: "Þú hefur augljóslega aldrei lesið þessa bók." Og býður mér að koma aftur.

Ertu bjáni Jón Steinar?

Heldur þú að umræðan um eðli heimsins snúist um biflívers?

Jóhann (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 01:27

50 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ef þú skoðar til dæmis þær greinar sem eru á forsíðu bloggins míns núna, þá snúast 0% þeirra um mótsagnir í biblíunni.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.10.2010 kl. 01:27

51 identicon

Hjalti svarar:

"Nei. Veistu hvað, biblíuvers hafa engin áhrif á heimssýn mína."

...say no more....

Jóhann (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 01:29

52 identicon

Jón Steinar, þú virðist halda að ég sé trúmaður mikill. Ég er það ekki. Hins vegar lærði ég í æsku að bera virðingu fyrir fólki og ráðast ekki á það vegna skoðana þeirra eða trúar þótt ég væri ekki sammála því eða sömu trúar og það.

Þig og félaga þína skortir algjörlega þessa virðingu fyrir fólki og eru eins langt frákærleik og umhyggju í ykkar málarekstri og hægt er að komast. Í raun þá líkjast aðferðir ykkar mun meira aðferðum hryðjuverkamanna en ærlegs fólks sem hefur það fyrir reglu að forðast að gera á hlut annarra.

Þvert á móti þá njótið þið þess að gera lítið úr fólki og smána það. Það er það sem drífur ykkur áfram. Þið leggið alla áherslu á niðurrif og níð og svo þegar þið fáið athugasemdir vegna þessarar ofsafengnu áráttuhegðunar þá hlakkar í ykkur eins og púkum sem eru ánægaðstir þegar þeir hafa gert öðrum illt og komið illu til leiðar.

Þú ættir að skammast þín Jón Steinar fyrir að vera leiðandi í þessum hóp.

Íslendingur (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 01:30

53 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er ekki að túlka neitt Jóhann, ég er að benda á að Íslenskir þýðendur hafa breytt hinu óhagganlega orði guðs og það gróflega.

Annars er þetta líka eitthvað sem ég hef óendanlega gaman af Hjalti, svona eins og sumir hafa gaman af Íslendingasögnum og sögu. Það eru svo margir þræðir óskyldir sem flettast inn í þetta. Mörg fræðisvið. Það fer að vísu afskaplega í pirrurnar á mörgum að ég skuli voga mér að ræða þetta og velta því fyrir mér yfirleytt.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.10.2010 kl. 01:30

54 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Andaðu rólega Íslendingur minn. Mér þykir miður að þú líkir mér við hryðjuverkamenn. Finnst það full langt seilst.  Hvað er það sem plagar þig við að ég ræði þetta. Óttastu um að fólk lesi? Eru þetta hættuleg skrif? Stendur þetta svona völtum fótum að þínu mati? Treystirðu alm´ættinu ekki til að sjá fótum sínum forráð án þinnar hjálpar?

Jón Steinar Ragnarsson, 28.10.2010 kl. 01:34

55 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

...say no more....

Jóhann, hvað áttu við með því að "gjörvöll heimssýn mín miðist við biblíuversin"? Ég tek álíka mikið mark á biblíunni og Mormónsbók og Dianetics. 

Biblían er bara einhver skrif misgáfaðra fornaldarmanna og ég tek satt best að segja ekkert mark á þeim. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.10.2010 kl. 01:36

56 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fyrst þú ert annars orðinn svona persónulegur, þá þætti mér nú vænt um að þú segðir deili á þér í stað þess að vega svona úr launsátri.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.10.2010 kl. 01:37

57 identicon

...ertu enn að Jón Steinar? Þú segir nú: " ég er að benda á að Íslenskir þýðendur hafa breytt hinu óhagganlega orði guðs og það gróflega."

Hvað ertu að þvaðra? "Hinu óhagganlega orði guðs"? Áttu þá við að íslenskir þýðendur hafi ekki staðið sig sem skyldi?

Ertu með annan bókstaf? Þú ert furðulegur...

Jóhann (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 01:39

58 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þvert á móti þá njótið þið þess að gera lítið úr fólki og smána það. Það er það sem drífur ykkur áfram. Þið leggið alla áherslu á niðurrif og níð og svo þegar þið fáið athugasemdir vegna þessarar ofsafengnu áráttuhegðunar þá hlakkar í ykkur eins og púkum sem eru ánægaðstir þegar þeir hafa gert öðrum illt og komið illu til leiðar.

Íslendingur, mér finnst merkilegt að þú telur þig geta séð inn í hugsanir mínar og séð þar að ég sé í raun illmenni sem hafi bara gaman af því að níðast á fólki. 

Ótrúlegt en satt, þá líkar mér bara ágætlega við sumt trúfólk, þó svo að trúin þeirra sé bölvuð vitleysa (Mofi er fínt dæmi).

Svo verð ég að segja að ég er að mínu mati töluvert kurteisari og málefnalegri en t.d. séra Þórhallur. Og varla telurðu hann vera illmenni?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.10.2010 kl. 01:40

59 identicon

Hjalti svarar: "Jóhann, hvað áttu við með því að "gjörvöll heimssýn mín miðist við biblíuversin"? Ég tek álíka mikið mark á biblíunni og Mormónsbók og Dianetics."

Sérhver skilgreinir sjálfan sig með tvennum hætti. Annars vegar með því að samsama sig við ákveðin gildi. Hins vegar með því að hafna ákveðnum gildum. 

Hvar er þinn samastaður, Hjalti?

Jóhann (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 01:43

60 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég geri mér ekki leik af því að gera lítið úr trú fólks og stunda það ekki útávið, en á svona platformi, þar sem menn stíga á stokk til að verja ósköpin, eða bra ræða, þá tek ég að sjálfsögðu fullan þátt. Þetta er gagnkvæm orðræða.  Menn geta sleppt því að ræða þetta við mig ef þeir vilja. 

Ég bið þig svo að renna yfir athugasemdir trúmanna hér og spyrja sjálfan þig hver á þessum þræði er málefnalegri. þeir sem brígsla mönnum um geðveiki og þráhyggju illsku og hryðjuverk fyrir það eitt að hafa aðra skoðun, eða við hinir sem erum að ræða biblíuna, innihald hennar, fulyrðingar preláta á launum frá ríkinu og annað í þeim dúr.

Þetta er algerlega út úr kortinu hjá þér að koma fram af þessari óvirðingu. Þú mættir allavega finna smá skömm líka fyrir frumhlaupið.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.10.2010 kl. 01:44

61 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Sérhver skilgreinir sjálfan sig með tvennum hætti. Annars vegar með því að samsama sig við ákveðin gildi. Hins vegar með því að hafna ákveðnum gildum.

Jóhann, þannig að "gjörvöll heimssýn mín miðist við [einhverja ruglbók]" af því að ég tek ekkert mark á henni?

Hvar er þinn samastaður, Hjalti?

Ha? 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.10.2010 kl. 01:47

62 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Prófaðu að skipta um haus á athugasemdunum Íslendingur, fyrst þú berð svona djúpa virðingu fyrir náunganum. Hvað fyndist þér ef ég sendi þér svona ádrepur og brígsl?

Er ekki heiðarlegra að praktísera það sem maður pédíkar?

Jón Steinar Ragnarsson, 28.10.2010 kl. 01:49

63 identicon

...ég gerði það að leik mínum að gúgla yfirskrftina á þessu bloggi þínu, Hjalti. Þ. e.: Laihala.

 Og sjá:

http://en.wikipedia.org/wiki/La_ilaha_ilallah

The Arabic phrase translates as: There is no deity except God.

Er ekki í lagi heima hjá þér, Hjalti?

Jóhann (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 01:50

64 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég geri mér ekki leik af því að gera lítið úr trú fólks og stunda það ekki útávið, en á svona platformi, þar sem menn stíga á stokk til að verja ósköpin, eða bra ræða, þá tek ég að sjálfsögðu fullan þátt. Þetta er gagnkvæm orðræða. Menn geta sleppt því að ræða þetta við mig ef þeir vilja. 

Já, svo má ekki gleyma því að starfsmenn ríkiskirkjunnar, sem beinlínis stunda það að boða út trú sína í opinberum leik- og grunnskólum hafa nákvæmlega engan rétt á því að kvarta yfir því að það sé verið að gagnrýna trúarskoðanir sem þeir birta opinberlega.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.10.2010 kl. 01:50

65 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jæja, nú ertu bara farinn að trollast Jóhann. 

Síðan er yfirskriftin auðvitað bara betri helmingur þessa helmings af shahadah. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.10.2010 kl. 01:52

66 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jóhann: Þessi fullyrðing í tilvitnuninni er ekki alskostar samkvæmt biblíunni, enda úr kóraninum býst ég við. Í biblíunni er ítrekað viðurennt að það sé fullt af guðum. Jahve kallar sig Guð guðanna m.a. í Mósebókum eða Dottinn drottnanna og þar fram eftir götum.  Hann er bara sá sjálfhverfasti og ofbeldisfyllsti og þurrkar út heilu þjóðirnar sem ekki tilbiðja hann öllum stundum.

Bullyinn í bekk guðanna ef svo mætti að orði komast. Ótrúlegur óskapnaður ef þú spyrð mig og því hvái ég einatt þegar menn tala um gæsku hans, því ég hef lesið ósköpin og veit betur.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.10.2010 kl. 01:58

67 identicon

Er ég farinn að trollast? Hvernig vogar þú þér að beita fyrir þér þessu gamalkunna trixi?

Betri helmingurinn af "shahadah"? Hvað í fokkinu þýðir það? Viltu að ég gúgli það líka til að geta haldið því fram að þú ættir að taka ráðgjöf Sála hér að ofan til þín?

QED

Jóhann (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 01:59

68 identicon

Vertu ekki með þessa útúrsnúninga Jón Steinar og uppgerð.

Ég líkti þér ekki við hryðjuverkamann, ég líkti aðferðum ykkar félagana við aðferðir hryðjuverkamanna sem finnst í lagi að gera illilega á hlut fólks og hunsa rétt þeirra til að vera laust ofsóknir, sama hverju það trúir.

Og það er ekkert sem plagar mig við umræðuna sjálfa heldur - enn og aftur - aðferðirnar sem þið notið og felast í að níða, hæða og ofsækja annað fólk.

Og vertu ekki að tala um almættið við mig. Ég hef aldrei lesið biblíuna eða önnur trúarrit og hef mjög takmarkaðan áhuga á þeim málum. Það er ómannleg og ónáttúruleg hegðun ykkar sem veldur mér vonbrigðum og knýr mig til þessara skrifa.

Og Hjalti ... það er til marks um áráttuhegðun þína og afneitun á henni, að þú skulir halda því fram að biblían og kristin trú séu ekki hið leiðandi afl í þínu lífi.

Það er nánast það eina sem kemst að hjá þér maður. 

Íslendingur (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 02:04

69 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er einhver munur á því að beita aðferðum hryðjuverkamanna og að vera hryðjuverkamaður? Skilgreinast þeir ekki af verkum sínum og framferði?

Fyrirgefðu að ég skkuli misskilja þig, en þú hefur bara ekki verið nógu skýr.

Hvar níði ég, hæði og OFSÆKI annað fólk. Viltu gera svo vel að útskýra þetta, þú leynda rödd mannkærleikans.

Ónáttúruleg hegðun!!??  Ertu ekki alveg að tapa þér hérna? ´

Ef ég notaði svona orðfæri og drullumakerí á fólk minn kæri, þá myndi ég skammast mín  í duft og ösku.   Hvað gefur þér rétt til að tala svona við mig? Heilög hneykslan manns sem hefur aldrei kynnt sér málið né lesið stafkrók um það sem um er rætt?

Blessaður farðu að skipta yfir í koffeinlaust maður.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.10.2010 kl. 02:13

70 identicon

Ég heyrði í Þórhalli í útvarpinu í morgun, þar bar hann saman trú á jólasveina og Jesú, að hann sjálfur væri nú ekkert að væla yfir jólasveinatrú barna og því væri það eðlilegt að innprenta Jesú í þau líka, per se.

Þórhallur fær næstum milljón á mánuði fyrir að boða jólasveininn sinn, þetta fær hann frá ríkinu; Úr okkar vasa; Hvað þarf marga verkamenn til að standa bara undir Þórhalli einum og súper jólasveinahúsinu hans; Að auki er kona Þórhalls einnig prestur, að mér skilst; Þannig að það eru þúsundir verkamanna sem standa undir kostnaði vegna áhugamáls þeirra.
Að auki standa allir þessir verkamenn/ríkið undir kostnaði við árásir Þórhalls á aðra samfélagshópa/menn.
Til að jafnræðis verði gætt, þá verður ríkið eiginlega að styrkja vantrú/Hjalta í að takast á við Galdrastofnun ríkisins, svona gjaf-tæklun

doctore (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 09:07

71 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Er ég farinn að trollast? Hvernig vogar þú þér að beita fyrir þér þessu gamalkunna trixi?

Jóhann, þegar þú endurtekur ummæli Þórhalls vegna þess eins að yfirskrift bloggsins sé klippt út úr trúarjátningu múslíma, þá grunar mig að þér sé ekki alvara. Heldur sértu bara að trollast.

Betri helmingurinn af "shahadah"? Hvað í fokkinu þýðir það? Viltu að ég gúgli það líka til að geta haldið því fram að þú ættir að taka ráðgjöf Sála hér að ofan til þín?

Nei, þú hefðir getað lesið fyrstu setninguna í greininni sem þú varst að enda við að vísa á: La ilaha ilallah (Arabic: لا إله إلا الله?) is part of the Muslim proclamation of faith or Shahada.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.10.2010 kl. 10:39

72 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

...sem finnst í lagi að gera illilega á hlut fólks og hunsa rétt þeirra til að vera laust ofsóknir, sama hverju það trúir.

Einmitt það já. Við erum að ofsækja fólk.  Nú fer ég að halda að þú sért líka að trollast. Íslendingur, hvaða fólk er ég að ofsækja?

Og Hjalti ... það er til marks um áráttuhegðun þína og afneitun á henni, að þú skulir halda því fram að biblían og kristin trú séu ekki hið leiðandi afl í þínu lífi.

Hvað áttu við með að það sé "hið leiðandi afl í mínu lífi"? Ef þú átt við að ég eyði þó nokkrum tíma í að skoða fyrirbærin kristni og biblíuna, þá get ég alveg tekið undir það. En það er allt annað en að segja að " "gjörvöll heimssýn mín miðist við biblíuversin".

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.10.2010 kl. 10:43

73 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

doctore, manstu á hvaða útvarpsrás og hvenær Þórhallur var í útvarpinu?

Svo held ég að það sé rangt að segja að hann (eða prestar almennt) séu með "næstum milljón á mánuði", ég held að prestar eru með eitthvað yfir 500 þúsund á mánuði, en ég held að það séu ýkjur að segja að það séu næstum milljón.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.10.2010 kl. 10:45

74 Smámynd: Hilmar Einarsson

Smá komment, og í Guðs almáttugs bænum ekki voga ykkur að reikna með að ég taki ótilneyddur frekar þátt í þessum niðurdrepandi umræðum hér. L'ifið er of stutt til að eyða því í viðræður við svona leiðinlegt lið eins og hrúgast hér með "verlaldlega" visku sína

Ég er hættur að nenna að eiga vitrrænar samræður við heigulinn docxxxx hér á undan. Sannast að segja er þetta "trúleysingja" lið orðið svo illa farið af þráhyggju að það jaðrar við að vera orðið sjúklegt.

Ef sá hugsana gangur sem endurspeglast í framgöngu margra þessara aðila er dæmi um það sem koma skal þegar þeir hafa lokið ætlunarverki sínu að utrýma og bannfæra öllu sem trúarlega skýrskotun hefur og taka upp einhverskonar "veraldleg" óskilgreind lífsgildi sem virðast eiga að styðjast við geðslag og persónulegar skoðanir sjálfhverja, neikvæðra veraldarhyggjumanna. Gildi sem vísa í "hið góða innra með manninum". Menn eru barast misgóðir og siðferðisleg vitund ærið misjöfn. Ef slíkt er það sem koma skal, þá er kominn tími til að biðja það bannfærða sem ekki má nefna hér að hjálpa sér.

Holdgerfingur hins þunglynda neikvæða kverúlants og fýlupúka sem ekki getur unnt meirihluta íslensku þjóðarinnar að eiga jákvæða andlega kjölfestu í lífi sínu birtist hreinlega í þeirri passamynd sem Eigandi þessarar bloggsíðu hefur kosið að skreyta hana með.

Hilmar Einarsson, 28.10.2010 kl. 11:03

75 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jahá, þú ert kominn á það hátt stig að fara að gera út á myndina af mér. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.10.2010 kl. 11:22

76 Smámynd: Hilmar Einarsson

Hilmar Einarsson, 28.10.2010 kl. 11:31

77 identicon

haha gæti ekki hafa komist betur að orði um þetta sjálf -Hilmar

Adeline (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 12:04

78 identicon

Sagði Hilmar sem stimplar alla í Siðmennt og Vantrú sem öfgamenn. Endilega haldu áfram fáfræði þínu.

Arnar (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 12:27

79 identicon

Tek heils hugar undur skrif ÍSLENDINGS hér að framan. Virkilegt ljós í myrkri umræðu, sem er mörgum þessara skriffina til minnkunar. Rétt, sem Íslendindingur bendir á: Allur þorri manna hefur orðið megnustu óbeit á framkomu og málflutningi þessara brjóstumkennanlegu vantrúarmanna, sem virðast helteknir af hatri út í fólk, sem er á annari skoðun en þeir. Og vita skulu þeir hinir sömu, að það tekur orðið enginn mark á þeim lengur,- Guði sé lof!

Vestri (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 12:39

80 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Fyndið þegar trúmenn skrifa undir mörgum nöfnum svo þeir getið tekið undir með sjálfum sér :-)

Matthías Ásgeirsson, 28.10.2010 kl. 12:49

81 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Já, maður hlýtur að velta því fyrir sér hversu margir hafa gert athugasemdir hérna í raun og veru. Þetta eru nöfnin sem eru komin: 

Teinn, Sáli, Aston Villa, Hannes, Jóhann, Íslendingur, Adeline, Vestri og Arnar.

Þetta er líklega sorgleg tækni númer fimm

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.10.2010 kl. 12:56

82 identicon

Afhverju Hjalti setur þú mig á þessum lista ég er ekki að þykjast vera einhver annar.

Arnar (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 13:33

83 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Arnar: Mistök! 

Þá eru það bara átta manns. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.10.2010 kl. 13:38

84 identicon

Enginn annar en vantrúmenn gætu hafa gúgglað "internet -argument techniques" -alger snilld! alveg eins og ég sá ykkur fyrir mér! hahaha:) Séra Matthías alfróður -þyljandi yfir ykkur hinum hvernig á að klekkja á kristnum í umræðunum...

En að hverju ertu að ýja annars Hjalti? að ég t.d. sé þá allir hinir sem hér kommenta? eða hvað?

Adeline (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 14:27

85 Smámynd: Egill Óskarsson

Mér finnst reyndar Íslendingur ógeðslega fyndinn. Hann segir nefnilega þetta hér:

Hins vegar lærði ég í æsku að bera virðingu fyrir fólki og ráðast ekki á það vegna skoðana þeirra eða trúar þótt ég væri ekki sammála því eða sömu trúar og það.

En á sama tíma kallar hann mig og fleiri „ofsatrúleysingja“, sem ég get ekki ímyndað mér að sé hrósyrði í hans huga, ýjar að því að við þjáumst af geðsjúkdómum (ofsóknaræði, áráttu- og þráhyggjuröskun), segir okkur skorta virðingu fyrir öðru fólki, líkir „aðferðum“ okkar við aðferðir hryðjuverkamanna, segir okkur þrífast á niðurrifi og níð og kórónar svo allt með því að segja okkur sýna hvorki meira né minna en „ómannlega og ónáttúrulega“ hegðun, hvað sem það svo þýðir.

Jú og svo vísar hann undir nafninu Sáli í spurningalista sem þarf ekki nema að lesa yfir einu sinni til þess að sjá að sannar að hann skilur ekki hvað áráttu- og þráhyggjuröskun er þegar hann sálgreinir Hjalta með hana, hvað þá okkur hina. 

Honum hefur kannski verið sagt þetta í æsku, en að hann hafi lært það efast ég stórlega um. 

Egill Óskarsson, 28.10.2010 kl. 14:32

86 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Adeline, já, bara meðlimir Vantrúar lesa cracked.com!

Síðan er ljóst að einhverjir eru að skrá sig undir fleiri en einu nafni, hvort að þú sért að því veit ég ekki. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.10.2010 kl. 14:37

87 identicon

Hjalti,

nei, ... bara meðlimir Vantrúar- þurfa að gúggla aðferðir til að reyna að vera ofan á í innihaldstómum rökum sínum....

Og ég er ekk fleiri en ein persóna svo það sé á hreinu...

Adeline (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 16:16

88 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Og ég er ekk fleiri en ein persóna svo það sé á hreinu...

Ah, en ef þú værir fleiri en ein persóna, þá myndirðu einmitt segja þetta!  

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.10.2010 kl. 16:34

89 identicon

einmitt...fjúff....

Palli var einn í heiminum.....

Adeline (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 16:46

90 Smámynd: Hilmar Einarsson

Ég neyðst víst til að brjóta odd af oflæti mínu þar sem ég var víst búinn að tilkynna að ykkur guðs blessuðum bloggurum hér myndi ekki hlotnast sá heiður að ég myndi taka frekari þátt í umræðunum, ótilneyddur en.....

Mér hlýtur að vera farið að förlast all verulega. Ég er búinn að gera dauða leit að einhverjum ástæðum fyrir eftirfarandi:  "Sagði Hilmar sem stimplar alla í Siðmennt og Vantrú sem öfgamenn. Endilega haldu áfram fáfræði þínu."

Svo sannarlega verð ég að játa mig sigraðan og viðurkenna "fáfræði" mína. Allt í lagi ég hef ekki hugmynd um það hvar það er að finna sem eftir mér á að vera haft. Mér þtti vænt um ef einhver vildi rétta af fáfræði mína og benda mér á það hvar ég á að hafa stimplað Siðmennt og Vantrú öfgamenn. 

Hitt er annað mál að ég hef litið á skilgreiningu þessara aðila sem sértrúar trúboðshópa. Hitt er annað mál að eftir hamfarir síðustu daga er ekki hægt að álykta annað en að nokkrir hópar sem hafa látið mikið til sín taka úr ranni þerra félaga sem til eru nefnd, eru býsna nærri því að verða taldir ofstrúarmenn sem bíða í ofvæni eftir tækifærum til þess að boða háum sem lágum fagnaðarboðskap sinn

Amen

ps. fékk rosa góða hugmynd.

Það væri svakalega gaman að stofna nýja bloggsíðu, búinn að finna nafn "professor a.v." (lesist prófessor allt veit). Þá væri nú aldeilis hægt að láta gamminn geisa, þá mætti sko jafnvel heigullin docxxxx fara að vara sig á orðaflóðinu. Ég er að dikta upp fleiri nöfn fyrir síður á lager.  

Hilmar Einarsson, 28.10.2010 kl. 18:01

91 Smámynd: Egill Óskarsson

Mér hlýtur að vera farið að förlast all verulega. Ég er búinn að gera dauða leit að einhverjum ástæðum fyrir eftirfarandi:  "Sagði Hilmar sem stimplar alla í Siðmennt og Vantrú sem öfgamenn. Endilega haldu áfram fáfræði þínu."
Kíktu á þitt eigið blogg frá 20. þessa mánaðar. 

Egill Óskarsson, 28.10.2010 kl. 18:43

92 identicon

er beinlínis verið að ganga erinda fámennra öfgasinnaðra

sértrúarsamtaka eins og Vantrúar og Siðmenntar.

Þetta skrifar þú Hilmar. Þú myndir aldrei segja þetta við Hvítasunnuliðið eða annað kristinn hópa.

Arnar (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 21:23

93 identicon

Thad er nú thannig ad thegar fólki,  sem hefur rökraena hugsun og heidarleika ad leidarljósi, tekst ad lokka prestana í umraedur ad thá skrapast thunnt lakk helgiljómans og glansmynd prestana hrynur.  Vid blasir innihaldsleysid, hraesnin og loddaraskapurinn. 

Prestur 1:  Er ekki í lagi heima hjá theim?

Prestur 2:  Fátaektin á sér mörg andlit

Prestur 3:  Thetta heitir einelti

Teinn (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 21:36

94 identicon

Hjalti svarar: "

Teinn, Sáli, Aston Villa, Hannes, Jóhann, Íslendingur, Adeline, Vestri og Arnar.

Þetta er líklega sorgleg tækni númer fimm"

Það var og!  Heldur þú að ég sé annar?

Ertu líka vænisjúkur?

Leitaðu þér aðstoðar, og þá á ég ekki við í biflíversunum, né shadda-hvað-þetta-var-nú-hjá-þér. biflíversamaður.

Jóhann (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 23:47

95 identicon

Þar sem ég þykist vita að þér þykir fátt skemmtilegra en að atast í mönnum, og lest vafalítið orðaskipti þín við aðra gaumgæfilega, vandar mál þitt og vilt vera rökvís, þá langar mig að benda þér á nokkuð sem gæti kitlað hégómagirnd þína.

Þú segir: "Jóhann, ég skil ekki hvað þú átt við. Hvað tengjast mótsagnir í biblíunni þessum umræðum?"

Það eru til fleiri mótsagnir en þær rökfræðilegu, Hjalti.

Allur málatilbúnaður þinn gengur út á að finna siðferðilegt ósamræmi í biflíunni.

Það er hægur vegur.

En þar sem þú aðhyllist að líkindum "sjálfselska genið" hans Dawkins, svo maður tali nú ekki um "mímin" hans, hvað viltu þá uppá dekk?

Jóhann (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 23:24

96 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jóhann, þegar maður talar um að finna "mótsagnir í biblíunni", þá er maður að tala um að finna texta í biblíunni sem segja sitt hvoran hlutinn. 

Svo veit ég að það er einstaklingur virkur á blogginu mínu sem notar mörg notendanöfn, þannig að það er varla órökréttur ótti (vænisýki) að telja það mögulegt að hann sé virkur hérna þegar margir óskráðir notendur birtast.

En þar sem þú aðhyllist að líkindum "sjálfselska genið" hans Dawkins, svo maður tali nú ekki um "mímin" hans, hvað viltu þá uppá dekk?

Ha? 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.10.2010 kl. 02:59

97 identicon

Hjalti svarar að bragði: "

Jóhann, þegar maður talar um að finna "mótsagnir í biblíunni", þá er maður að tala um að finna texta í biblíunni sem segja sitt hvoran hlutinn. "

"Segja sitt hvoran hlutinn"? Þú gætir orðað þetta betur.

Ég endurtek: Allur málatilbúnaður þinn gengur út á að finna siðferðilegt ósamræmi í biflíunni. Mótsagnir.

Hvað varðar þennan einstakling sem þú veist um, þá gæti mér ekki staðið meira á sama. Ég er ég.

Að lokum kemur vitanlega spurning frá þér, nefnilega þessi:

"En þar sem þú aðhyllist að líkindum "sjálfselska genið" hans Dawkins, svo maður tali nú ekki um "mímin" hans, hvað viltu þá uppá dekk?

Ha?"

Hvaða "ha?" er þetta? Aðhyllist þú ekki viðtekna skýringu efnishyggjumanna á tilvist þinni og heimsins?

Eða ertu of djúpt sokkinn í að finna misræmi í mörg þúsund síðna ævafornri bók?

Viltu ekki fara að fjalla næst um skallann á Elíasi spámanni, birnunum og börnunum?

Það er virkilega leiðinlegt, eins og Mofi sagði eitt sinn við þig, að þú skulir ekki vera trúaður. Því bókstafstrúarmönnum þætti þú mun skemmtilegri fyrir vikið.

Jóhann (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 20:23

98 Smámynd: Styrmir Reynisson

Voðalega eru þetta skrítnar umræður. Það er eins og sumir haldi ekki þræði.

Styrmir Reynisson, 31.10.2010 kl. 16:54

99 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jóhann, hverju ertu eiginlega að reyna að koma á framfæri? Hver er eiginlega punkturinn þinn?

Ég endurtek: Allur málatilbúnaður þinn gengur út á að finna siðferðilegt ósamræmi í biflíunni. Mótsagnir.

Nei, nú ertu aftur farinn að bulla. Auðvitað gengur ekki allur málatilbúnaður minn út á að "finna siðferðilegt ósamræmi í biflíunni". Ef þú kíkir t.d. á forsíðu þessa bloggs þá sérðu að 1-2 af 10 nýjustu bloggfærslunum mínum fjalla um þetta. Ef þú kíkir á nýjustu greinina mína á Vantrú þá sérðu að ég er ekki að fjalla um þetta.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 31.10.2010 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband