"Í hans hendi eru JARÐARDJÚPIN , og fjallatindarnir heyra honum til".

"Í hans hendi eru JARÐARDJÚPIN , og fjallatindarnir heyra honum til". Biblían Davíðsálmar 95:4 

 

Varð bara að apa eftir Guðrúnu Sæmundsdóttur. En maður hlýtur að spyrja þetta fólk sem vill endilega þakka ósýnilega vini sínum fyrir björgun námumannanna í Chile hvort að það sé ekki guði að kenna þegar hann bjargar þeim ekki. Guð biblíunnar á það nú til að láta "jörðina gleypa" fólk.

Frábært dæmi um þennan ótrúlega tvískinnung trúmanna er auðvitað námuslysið sem varð í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum. Þar sem að þau mistök urðu að það var fyrst sagt að tólf af þrettán námumannanna væru á lífi, þá var það kraftaverk. En þegar það kom í ljóst að tólf af þrettán höfðu fundist látnir, þá var guði ekki kennt um.

Maður hlýtur að spyrja sig að því hvort að þessar vanhugsuðu upphrópanir trúmanna um mildi guðs séu ekki bara eitthvað sem það missir úr sér þegar það heyrir gleðilegar fréttir. En því miður held ég að svo sé bara alls ekki, á Íslandi höfum við til dæmis prest sem heldur að guð hafi verið mjög upptekinn við það að bjarga Vestmannaeyingum þegar eldgosið átti sér stað árið 1973. 

Kæru trúmenn, gætuð þið annað hvort hætt að halda því fram að guð bjargi fólki, eða þá haldið því líka fram að hann drepi fólk þegar það bjargast ekki?

 


mbl.is 20 létust í námuslysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er fjarri því trúbróðir Guðrúnar en hún er væntanlega bara að fjalla um atburðina út frá eigin trúarsannfæringu og hún á allan rétt til þess svo fremi að hún sé ekki að valda öðru fólki skaða.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 13:18

2 Smámynd: Styrmir Reynisson

Vissulega hefur hún rétt á því. Hjalti hefur líka rétt á að benda á hræsnina í þessari afstöðu.

Styrmir Reynisson, 16.10.2010 kl. 13:50

3 identicon

Já Hjalti á rétt á að renna yfir bloggsíður og flokka út hræsnara til kynningar á eigin heimasvæði.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 13:53

4 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Gylfi, allt í lagi. Hún á rétt á að segja frá sínum vitlausu trúarsannfæringum. Hvað með það?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 16.10.2010 kl. 14:02

5 identicon

Ekkert sérstakt Hjalti. Ég er aðallega að skoða hve langt menn eru tilbúinr til að ganga til að niðra lífsval náungans því trú er jú eftir allt bara verkfærakassi sem við veljum út frá frjálsum vilja.  Mér finnst bara undarlegt að menn nenni að standa í að lítillækka fólk út frá eigin trúar eða ekki trúarspeki og velti því fyrir mér hverju það skili þér svona privat og persónulega

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 15:29

6 Smámynd: Styrmir Reynisson

Ég skil ekki alveg hvernig það er "lífsval náungans" að þakka guði fyrir það sem gengur vel en kenna honum ekki um það sem gengur illa.

Nema jú að með "lífsval" meinir þú tvískinnungur, sem mér finnst eiginleiki sem má rakka niður með hreinni samvisku. 

Styrmir Reynisson, 16.10.2010 kl. 17:09

7 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Æi, ekki vera með þetta væl hérna Gylfi. Ef þú hefur eitthvað um efni greinarinnar að segja, þá máttu setja það hingað.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 16.10.2010 kl. 18:58

8 identicon

Gylfi er nú bara að spyrja hvað þú færð út úr þessu Hjalti? Mig langar líka að vita það.

Hvað færðu út úr því að ráðast á trúarskoðanir annarra?

Hólímólí (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 20:14

9 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hvað færð þú út úr þessu Guðbergur?

Matthías Ásgeirsson, 16.10.2010 kl. 21:23

10 identicon

Ég legg til að við hættum hér í kvöld og hittumst á fundi Vantrúar og okkar hinna. Við verðum 5-6 sem komum ef allt gengur þokkalega saman með tímasetningar en ég sendi boltann til Reynis í dag eftir að hafa fengið mikinn áhuga frá afar hressilegum trúarbloggurum sem þið kannist vel við.

Við Reynir erum algjörlega sammála um að það sé vandamál á ferðinni í samskiptum trúfólks og trúleysingja og við getum umgengist hvort annað á öðrum level.

Og ég óska sérstaklega eftir nærveru Matta og Hjalta og ber þá ósk hér með fram með formlegum hætti.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 23:25

11 identicon

Ég er hættur (nema ég verði ávarpaður beint - þá svara ég) og hvort sem ég fæ að sitja fundinn eða ekki þá vona ég að hann gangi vel.

Myndi samt vilja fá að vita hvenær þessi fundur verður. Mjög gott væri ef hann yrði tekinn upp.

Hólímólí (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 00:11

12 identicon

Myndi leggja til að Sigurður Rósant verði á fundinum. Það sem hann hefur sagt um "vandamálið" hefur mér þótt mjög skynsamlegt og réttsýnt.

Hólímólí (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 00:18

13 identicon

Ég stakk upp á sunnudagskvöldinu við Reyni og bíð svara. Óþarfi að taka fundinn upp en við ætlum bara að fá okkur kaffi án bloggs og sjá hvort við getum ekki rætt saman af skynsemi og skilið hitt eftir heima um stund. Annars er betur heima setið...

Það eru mér nokkrir reiðir í Vantrú, rétt eins og ég við nokkra þeirra yfir ákveðnum málum en ekkert svo stórt að ég treysti mér ekki til að mæta og gera grein fyrir mínum sjónarmiðum eða taka gagnrýni sjálfur.

Það á ekki að þurfa að meiða fólk um leið og tekist er á um annars skemmtilegt og endalaust deiluefni, það er eiginlega mergurinn málsins.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 00:29

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvenær ætlið þið í Vantrú að birta eftirfarandi innlegg á Vantrúarvefnum, lagt þar inn snemma morguns 11. þessa mánaðar, til að svara myndbandi þar með áróðursræðu Richards Dawkins gegn páfanum og kaþólsku kirkjunni, þar sem páfinn fekk hinar örgustu skammir hins sama Dawkins (og geta má þess, að þetta innlegg hefði verið einu andmælin, allt hitt virtist skrifað í einhverri hrifningarvímu félaga Vantrúar yfir þessu nýja goði, R. Dawkins):

Vesalings maðurinn. Hann hefur þurft að æfa sig lengi í einsýni og neikvæðni að tala svona út í gegn með þessum hætti. Kallar jafnvel Benedikt páfa "enemy of education" – mann sem á áratuga farsælan feril að baki sem prófessor og hefur allra páfa í sögunni samið flestar bækur – mann sem er yfirmaður kirkju sem rekur fleiri skóla en flest ríki heims.

Hvaða glæpir hafa verið "committed in the name of the Catholic Church"? Dawkins nefnir kynferðismisnotkun barna. En hún fór ekki fram í nafni kaþólsku kirkjunnar, heldur á bak við hana.

Hann heldur því fram, að Hitler hafi verið rómversk-kaþólskur, vitnar svo í, að skráðir meðlimir kaþólsku kirkjunnar í Bretlandi séu 5-6 milljónir og þá sé miðað við skírða, en Hitler hafi verið skírður í þeirri kirkju og hljóti því eins að teljast kaþólskur.

En þeir menn eru ekki kaþólskir sem eru fallnir frá kaþólskri trú. Þeir kallast fráfallnir (apostatar). Hitler var einn slíkur.

Margar heimildir eru fyrir því, að viðhorf Adolfs Hitlers í trúarefnum voru allt annað en kaþólsk – hann var tiltölulega snemma búinn að hafna kaþólsku trúarviðhorfi. Tökum hérna tvær heimildir frá hans nánustu:

Paula hét systir Hitlers. Í langri grein, 'Paula Hitler segir frá bróður sínum', sem birt var í íslenzkri þýðingu Margrétar Jónsdóttur í Lesbók Mbl. 16. maí 1965, bls. 1 og 12, segir hún m.a. (s.12, 1. dálki):

"Bróðir minn [Adolf] og ég vorum alin upp í kaþólskri trú, en hann var alltaf mjög fjandsamlegur kenningum kirkjunnar, sem hann sagði, að væri aðeins fyrir þræla."

Ekki ber þetta vitni um, að kristin, kaþólsk trú hafi mótað viðhorf þessa grimma einræðisseggs né að hann hafi viljað veg hennar sem mestan eða kosið að fylgja henni eftir í "siðferði" sínu.

Traudl Junge hét ritari 'foringjans' frá 1942 allt til stríðsloka. Minningar hennar, Til hinstu stundar. Einkaritari Hitlers segir frá, komu út í íslenzkri þýðingu Arthúrs Björgvins Bollasonar árið 2004. Þegar hún snæddi með Hitler, segir hún (bls. 144, leturbr. JVJ), að stundum hafi spunnizt

"...forvitnilegar samræður um kirkjuna og þróun mannkyns. Samræður er kannski ekki rétta orðið, því þegar einhver okkar varpaði fram spurningu eða kom með athugasemd, þá hóf hann að útlista hugmyndir sínar og við hlustuðum. Hann hafði engin tengsl við kirkjuna, heldur leit hann svo á að kristindómur væri úrelt fyrirbæri sem byggðist á hræsni og viðleitni til að drottna yfir fólki. Hans eigin trúarbrögð voru náttúrulögmálin. Það var auðveldara fyrir hann að samræma þau að ofbeldisfullum kreddum sínum en kristilegan boðskap um náungakærleik. "Vísindin hafa enn ekki getað svarað því til fulls, hver sé uppruni mannkynsins. Við erum að öllum líkindum æðsta þróunarstig einhvers spendýrs, hugsanlega frá apa til manns. Við erum hluti af sköpunarverkinu og börn náttúrunnar og sömu lögmál gilda fyrir okkur og aðrar lífverur. Og í náttúrunni hefur baráttulögmálið alltaf verið ríkjandi. Öllu því sem er veikt og vanhæft til að lifa, er eytt. Það er fyrst með tilkomu mannsins og umfram allt kirkjunnar sem menn setja sér það markmið að halda lífinu í því sem er veikt, vanhæft til að lifa og minni máttar."

Það er leitt að ég skuli einungis muna brot úr þessum kenningum og að ég skuli ekki geta sett þær fram með jafn miklum sannfæringarkrafti og Hitler hafði þær yfir okkur," segir Traudl Junge í beinu framhaldi.

Þarna sjá menn nú eitthvað annað en kristna trú hjá þessum skaðræðismanni, einum þriggja mestu fjöldamorðingja 20. aldar.

En hvers vegna ætli Richard Dawkins hafi sett hlutina fram með eins hrikalega einsýnum hætti og raun ber vitni? – I wonder.

Ætli hann sé afbrýðisamur út í það, hvílíkum grettistökum kaþólska kirkjan lyftir sérhvern dag í skólahaldi og menntun, í heilsugæzlu, sjúkrahúsrekstri, líknarmálum og neyðarhjálp við bágstadda?

Spyrjið Dawkins sjálfan í stað þess að þræta við mig.

Jón Valur Jensson, 17.10.2010 kl. 01:37

15 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

sJón Valur, mig grunar að það sé eitthvað tæknilegt að ef athugasemd þín komst ekki í gegn. Mikið vildi ég óska að allir trúmenn væru eins og þú. Þó svo að ég haldi að þú hafir kolrangt fyrir þér, þá ert þú að minnsta kosti rökvís og skiljanlegur.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.10.2010 kl. 04:47

16 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Gylfi, til að byrja með skil ég ekki af hverju þú kemur hingað að ræða hvað þú á bágt við Vantrú. Svona til að friðþægja þig þá skal ég láta þig vita eftirfarandi:

1. Ég hef engan áhuga á að hitta þig. Ef þú vilt eitthvað ræða trúmál, þá er lítið mál að koma því úr sér hingað.

2. Þetta væl þitt (sem við sjáum t.d. í fyrstu athugasemd þinni hérna) er hlægilegt. Í alvöru, ef fólk er nógu fullorðið til að halda því fram að guð sé til, þá ætti það að vera nógu fullorðið til að heyra að ekki allt fólk kaupi þessa vitleysu.

Í alvöru, taktu þessu eins og maður í staðinn fyrir að væla yfir því að við séum vondir. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.10.2010 kl. 05:04

17 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Athugasemd Jóns Vals er komin inn. Hún lenti í ruslasýju. Ástæðan er að ip-talan er á svörtum lista og hann var að nota nýtt póstfang. Ef hann hefði notað sama póstfang og áður hefði athugasemdin farið beint í loftið þar sem þekkt (samþykkt) póstföng hafa meira vægi en erlendur spam-listi.

Matthías Ásgeirsson, 17.10.2010 kl. 10:50

18 identicon

Mér datt bara í hug að þú værir stærri persónuleiki í kjötheimuim en netheimum og þyrðir að standa andspænis þeim er þú rakkar niður með reglulegu millibili.

Þá liggja þær upplýsingar fyrir

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 12:23

19 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

 Einmitt það já, ég "þori" ekki að standa andspænis þeim sem ég rakka niður með reglulegu millibili (þig?). 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.10.2010 kl. 12:27

20 identicon

Þetta snýst ekki um okkur og hvað okkur finnst um hvorn annan.  Þú ert jú líka sú manngerð sem ég vel að eiga ekki viðskipti við.

Þetta snýst bara um það hvort þú þorir að standa andspænis því sem þú hefur látið út úr þér en þú notar ekki einu sinni skikkanlega mynd á blogginu sem einhverjir myndu hugsanlega telja til ákveðins heigulsháttar.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 13:00

21 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Vááá

Matthías Ásgeirsson, 17.10.2010 kl. 13:28

22 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þú ert jú líka sú manngerð sem ég vel að eiga ekki viðskipti við.

Hvað á þetta að þýða? 

Þetta snýst bara um það hvort þú þorir að standa andspænis því sem þú hefur látið út úr þér....

Hmmm.. standa andspænis því sem ég hef látið út úr mér? Hef ég látið þig út úr mér? Gylfi, hvað hef ég eiginlega látið út úr mér um þig?

....en þú notar ekki einu sinni skikkanlega mynd á blogginu sem einhverjir myndu hugsanlega telja til ákveðins heigulsháttar. 
Ertu nú farinn að gera út á myndina af mér hérna! Þú ert nú alger
 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.10.2010 kl. 13:44

23 identicon

Já Matti, þetta er gaman eða þannig. Vantrúarélagar þínir í kjötheimum láta vel af þér utan vefs og ég trú ekki öðru en þú mætir. Þú ert eins stofnfélaga vantrúar og þykir örugglega jafn vænt um þitt félag ég ég um mitt ehf.

Báðir erum við að vernda firmanöfnin okkar

En Þetta snýst ekki um mína persónu eða ykkar, þetta snýst um það hvort við getum eða viljum skipst á skoðunum um samskiptatækni. Með mér verða þekktir skotspónar, menn sem þið þekkið og hefðuð gaman af að hitta tel ég.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 13:48

24 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Gylfi, af hverju ætti okkur að langa að hitta þig?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.10.2010 kl. 13:51

25 identicon

Já myndin er hörmuleg Hjalti minn, ég lít svo á að ljósmyndir á vef eigi að endurspegla andlitin en er þetta tússað skegg á þér, eða er þetta ekki mynd af þér?

Já ég nenni ekki að versla við þá sem láta eins og þú gerir oft.  En það er sú mynd sem þú hefur teiknað af þér í minn huga og ég væri ekki að bjóða til fundar nema ég væri reiðubúinn til að endurskoða hug minn.

Þið eru örugglega bráðhressir en sjálfur telst ég til skemmtilegra manna með einstaklega létta framkomu, mjög fyndinn og hef dásamlega nærveru að mati næmra kvenna.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 13:58

26 identicon

Af hverju ættuð þið að vilja hitta mig...ekki mig Hjalti, Okkur..

Vegna þess að félagið og einstakir fálagsmenn ykkar hafa skapað óþarflega mikil særindi og okkur langar að ræða þau mál augliti til auglitis.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 14:07

27 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hvað segirðu, og er ég heigull af því að það er gerviskegg á þessari mynd?

Og ég skil samt enn ekki hvers vegna mig ætti að lagna að hitta þig, tal þitt um að þú sért svona rosalega hress er ekki alveg að virka á mig. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.10.2010 kl. 14:08

28 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Vegna þess að félagið og einstakir fálagsmenn ykkar hafa skapað óþarflega mikil særindi og okkur langar að ræða þau mál augliti til auglitis.

Gylfi, ef trúargagnrýni mín særir þig svona rosalega þá er lausnin auðveld: Ekki lesa hana. Ef það virkar ekki: Ekki vera á netinu. Það er fólk á netinu sem er ósammála þér.

Ég skil bara ekki hvað þú vilt segja við mig á augliti til auglits sem þú getur ekki sagt hérna, og miðað við það sem þú hefur látið frá þér í netheimum held ég að það sem þú hefur að segja auglitis til auglitis sé ekkert voðalega merkilegt.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.10.2010 kl. 14:11

29 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Gylfi, ég hef ekki áhuga á að eiga nokkur samskipti við þig.

Matthías Ásgeirsson, 17.10.2010 kl. 14:44

30 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég var að sjá að Gylfi minnist á þessa færslu á bloggsíðu sinni:

Hjalti var hinsvegar að birta grein sem mér finnst niðrandi og óþörf en hana er að finna hér.
http://hjaltirunar.blog.is/blog/truleysi/entry/1106819/
Ég get alveg tekið undir ákveðna gagnrýni sem kemur fram í greininni en hann notar sér fréttatengingu til að niðra einstakling. Hann hefði ekki þurft að særa til að koma umræddum pistli til skila. Mér finnst það óþarfi og þú hlýtur að taka undir þá gagnrýni mína ?

 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.10.2010 kl. 14:52

31 identicon

Matti minn, sjálfur hef ég enga knýjandi innri þörf til að hitta ykkur og ef þið viljið gera nærveru mína að ástæðu til að mæta okkar hóp þá er ég tilbúinn til að standa utan fundarins og fulltrúi minn mætir í minn stað með mín sjónarmið.

Hvað segið þið um slíkt boð

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 15:08

32 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hvað er eiginlega markmið þitt með þessum fundi Gylfi, ef þú ætlar svo ekki einu sinni að vera á staðnum?

Matthías Ásgeirsson, 17.10.2010 kl. 15:47

33 identicon

Matti minn ... Gylfi er búinn að margsegja að markmiðið sé að athuga hvort ekki sé hægt að bæta netsamskipti Vantrúarmanna við trúaða.

Hefurðu ekki áhuga á því?

Bravó (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 16:13

34 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ekki ef það felst í hugmyndum þínum um bætt samskipti.

Matthías Ásgeirsson, 17.10.2010 kl. 16:29

35 identicon

Mínum? Ég kem hvergi við sögu þarna. Skelfing ertu alltaf vitlaus.

Bravó (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 16:43

36 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Nú, var þér ekki boðið? Ég stóð í þeirri trú.

Svo ég endurtakið það og endurorði örlítið. Ef bætt samskipti í hugum Gylfa líkjast á einhvern hátt hugmyndum þínum um bætt samskipti hef ég ekki minnsta áhuga.

Matthías Ásgeirsson, 17.10.2010 kl. 16:47

37 identicon

Hvaða hugmyndir hef ég sett fram um "bætt samskipti"?

Geturðu vísað á þær?

Bravó (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 17:28

38 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

"Því miður" hefur megnið af skrifum þínum verið fjarlægt, en vísa t.d. á athugasemdir þínar í þessari umræðu hér á blogginu hans Hjalta.

Matthías Ásgeirsson, 17.10.2010 kl. 17:34

39 identicon

Hvaða skrif mín hafa verið fjarlægð þar sem ég set fram hugmyndir um "bætt samskipti"? Hvar eru þessar meintu hugmyndir mínar í færslunni sem þú vísar á?

Viðurkenndu það bara Matti minn. Þú ert ekki með öllum mjalla, er það nokkuð?

Bravó (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 19:05

40 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ég er hér að vísa í bloggfærslur á bloggsíðum þínum sem hefur verið lokað.

Hugmyndir þínar í hinni umræðunni snúast meðal annars um að félagið Vantrú afneiti mér og Hjalta.

Matthías Ásgeirsson, 17.10.2010 kl. 19:11

41 identicon

Afneiti? Nei, ég myndi vilja að þið yrðuð reknir úr félaginu með þeirri skít og skömm sem þið eigið skilið.

Er það "hugmyndin að bættum samskiptum" sem þú segir mig hafa komið með?

Sé svo, þá skulum við bara láta þá túlkun þína standa. Það myndi örugglega bæta Vantrú að losna við ykkur tvo úr félaginu.

Bravó (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 19:48

42 identicon

Strákar, ég legg til við vörum ekki í þrátafl eitthvað en fundinum seinkaði vegna hins stutta fyrirvara og tillaga mín nú er n.k. miðvikudagskvöld.

Ég vil gjarnan að Matti komi og ég held að hann sé ekki áhugalaus sjálfur um að sjá eitthvað af þessum furðufuglum sem hann hefur karpað við.

Fundurinn er ekki uppgjör á milli mín og Matta eða innboð þess að menn geti mætt og hraunað yfir liðið. Við ætlum að nota eyrun frekar

Það yrði leitt ef framkoma mín gagnvart Matta yrði til þess að hann sleppi þessu tækifæri en hafið í huga að mér er góður einn tilgangur í huga með því að koma þessu á koppinn. Það þurfti að fara fjallabaksleið til að ná alvarlegri athygli og kostaði mikið púður af minni hálfu og dýrmætan vinnutíma rétt eins og þegar ég þurfti að verja rekstur minn.

Ég get hins vegar lagt það til hliðar eins og athugasemdir mínar um Vantrú og byrjað á nýjum nótum á umræddum hitting. Legg til að bravó haldi sig til hlés uns loftið verður hreinsað eins og á að gera það. Eftir það getum við hugsanlega sæst á að vera ósammála, en gert það betur en hin síðustu ár

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 20:07

43 Smámynd: Jón Valur Jensson

Heilar þakkir, Hjalti Rúnar og Matthías, fyrir ykkar viðbrögð við innleggi mínu.

Jón Valur Jensson, 17.10.2010 kl. 20:37

44 identicon

Ég held mig til hlés svo framarlega sem ég er ekki nefndur í umræðunni. Kristinn dregur mig alltaf inn aftur með því að ljúga um mig. Sleppi hann því, segi ég ekki orð.

Bravó (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 20:37

45 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Kristinn hefur ekki skrifað eina einustu athugasemd í þennan þráð.

Matthías Ásgeirsson, 17.10.2010 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband