Kirkjan skammast sín enn fyrir biblíuna

Sem er auðvitað afar skiljanlegt. „Pistill“ morgundagsins er úr fimmta kafla Efesusbréfsins, og kirkjan skammast sín fyrir þennan kafla. Hún hefur áður beitt frumlegum tilvitnunum í þennan kafla, ég hef bent á að stundum er pistillinn svona, þar sem kirkjan sleppir feitletruðu orðunum:

Verið hver öðrum undirgefnir í ótta Krists: Konurnar eiginmönnum sínum eins og það væri Drottinn. Því að maðurinn er höfuð konunnar, eins og Kristur er höfuð kirkjunnar, hann er frelsari líkama síns. En eins og kirkjan er undirgefin Kristi, þannig séu og konurnar mönnum sínum undirgefnar í öllu.

Þér menn, elskið konur yðar eins og Kristur elskaði kirkjuna og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir hana, til þess að helga hana og hreinsa í laug vatnsins með orði. Hann vildi leiða hana fram fyrir sig í dýrð án þess hún hefði blett eða hrukku né neitt þess háttar. Heilög skyldi hún og lýtalaus. Þannig skulu eiginmennirnir elska konur sínar eins og eigin líkami. Sá, sem elskar konu sína, elskar sjálfan sig. Enginn hefur nokkru sinni hatað eigið hold, heldur elur hann það og annast, eins og Kristur kirkjuna, því vér erum limir á líkama hans.

"Þess vegna skal maður yfirgefa föður og móður og búa við eiginkonu sína, og munu þau tvö verða einn maður." Þetta er mikill leyndardómur. Ég hef í huga Krist og kirkjuna. En sem sagt, þér skuluð hver og einn elska eiginkonu sína eins og sjálfan sig, en konan beri lotningu fyrir manni sínum.

En á morgun er pistillinn svona:

Hafið því nákvæma gát á, hvernig þér breytið, ekki sem fávísir, heldur sem vísir. Notið hverja stund, því að dagarnir eru vondir. Verið því ekki óskynsamir, heldur reynið að skilja, hver sé vilji Drottins.

Drekkið yður ekki drukkna af víni, það leiðir aðeins til spillingar. Fyllist heldur andanum, og ávarpið hver annan með sálmum, lofsöngum og andlegum ljóðum. Syngið og leikið fyrir Drottin í hjörtum yðar, og þakkið jafnan Guði, föðurnum, fyrir alla hluti í nafni Drottins vors Jesú Krists.

Verið hver öðrum undirgefnir í ótta Krists:  (Ef 5.15-21)

Síðustu orðin hérna eru einmitt fyrstu orðin í tilvitnuninni hér að ofan. Mér finnst mjög undarlegt að enda þarna á tvípunkti, en það er auðvitað mjög skiljanlegt í ljósi þess hvað kemur næst:

Konurnar eiginmönnum sínum eins og það væri Drottinn. Því að maðurinn er höfuð konunnar, eins og Kristur er höfuð kirkjunnar, hann er frelsari líkama síns. En eins og kirkjan er undirgefin Kristi, þannig séu og konurnar mönnum sínum undirgefnar í öllu.

Þetta vill ríkiskirkjufólkið alls ekki lesa upp í kirkjum. Mjög skiljanlegt, en líka mjög óheiðarlegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Voðalega er þetta þunnur þrettándi hjá þér

 Maður er hálfpartinn farinn að vorkenna þér, í leit þinni að höggstað. Ef þú lest þetta allt saman þá getur maður ekki séð neitt athugavert við þetta. Það væri jafnvel hægt að skipta út konu fyrir karl, og ætti það líklega betur við. Ef við förum að öðru leyti út í samskipti kynjanna, þá hefur kristni líklega verið "óhliðhollari" karlmönnum en konum, ef við skilgreinum það út frá sjálfselsku viðhorfum nútímafólks.

  Það er með þig að þú átt það til að alhæfa svo mikið út frá einstökum setningum, í dauðaleit þinni að einhverju til að afskræma. Farðu nú frekar að gera eitthvað uppbyggilegt, en að vera endalaust með þessu minnimáttarkennd

Angantýr (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 13:03

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Angantýr, útskýrðu endilega hvers vegna þú segir að það "væri jafnvel hægt að skipta út konu fyrir karl"?

...í dauðaleit þinni að einhverju til að afskræma.

Ég er ekki að afskræma neitt hérna.

Farðu nú frekar að gera eitthvað uppbyggilegt, en að vera endalaust með þessu minnimáttarkennd

Hvaða hvaða, það er mjög uppbyggilegt að rífa niður svo að það sé pláss fyrir eitthvað almennilegt.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 16.10.2010 kl. 13:19

3 identicon

Það þarf ekkert að útskýra það.

Þarf að stafa allt ofan í þig. Ertu ekki sjálfstæður einstaklingur? Skyldu það eins og þú vilt, en ekki vera að snúa út úr. Það er bara hægt að skilja þetta á einn veg.       ..........en væntanlega skilurðu þetta ekki heldur......

Hvað er þetta "almennilegt"?, en spyrð mig um að skýra orðin mín??

  Svo ég noti orðin þín, farðu nú að gera eitthvað almennilegt

Angantýr (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 13:35

4 Smámynd: Styrmir Reynisson

Talandi um þunnan þrettánda Angantýr.

Þú kemur með leiðindi og fullyrðingar sem þú vilt svo ekki útskýra. Þetta er lélegur málflutningur í besta falli.

Það er ekkert verið að afskræma hérna. Þetta er áhugaverð ábending á þá kristnu hefð að afneita heilagri ritningu vegna þess að heilög ritning er oftar en ekki full af siðleysi og mannvonsku. Eða eins og í þessu dæmi karlrembu.

Það væri gaman ef þú bentir á hvað þú átt við með færa "karl" inn´í stað "kona". 

Styrmir Reynisson, 16.10.2010 kl. 13:48

5 identicon

Styrmir,

  Eins og ég segi: Komdu líka með eitthvað almennilegt. Allavega þú fórst alla leið með pælinguna hans Hjalta eins og ég skyldi hana, kannski að hann geti leiðrétt misskilning minn.....eða hvað??

  .....en það var samt ég sem var með lélegan málflutning............wake up and smell the coffee

  Þarf virkilega að stafa hlutina ofan í ykkur, eða er þetta bara djók?

Angantýr (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 13:56

6 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þarf að stafa allt ofan í þig. Ertu ekki sjálfstæður einstaklingur? Skyldu það eins og þú vilt, en ekki vera að snúa út úr. Það er bara hægt að skilja þetta á einn veg.       ..........en væntanlega skilurðu þetta ekki heldur......

Angantýr, ef að hvorki ég né Styrmir skiljum þig, þá er vandamálið kannski þín megin.

Hvar er ég að "snúa út úr"? Það er lágmark að rökstyðja það þegar þú kemur með svona ásakanir.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 16.10.2010 kl. 14:04

7 identicon

Hvaða máli skiptir það þó að Styrmir "skilji" ekki hvað ég meina. Þið eruð greinilega af sama sauðahúsi.

   ....en þú reynir að nota þetta, til að komast undan því að svara kommneti mínu, mjög undarlegt. Það er eins og þú sért eingöngu að hlutunum til að fá einhverja útrás fyrir annarlegar hvatir. Sýndu mér að ég hafi rangt fyrir mér.

  Eins og ég segi: Þú tjáðir þig um þessi hluti, ég svaraði. Boltinn er hjá þér.

Sýndu allavega smá viðleitni, eftir þessi stóru orð. Annars ertu eiginilega orðinn aumkunarverðari, en ég veit ekki hvað. Ef þú allavega gerir það, þá skal ég reyna skýra hlutina betur út fyrir þér, ef það er þá hægt.

Angantýr (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 14:17

8 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

....en þú reynir að nota þetta, til að komast undan því að svara kommneti mínu, mjög undarlegt.

Svara hverju? :S

Eins og ég segi: Þú tjáðir þig um þessi hluti, ég svaraði. Boltinn er hjá þér.

Ha?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 16.10.2010 kl. 14:21

9 identicon

Er soldið gaman núna hjá þér

Angantýr (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 14:28

10 Smámynd: Styrmir Reynisson

Ég held ég hafi gleymt að taka lýsi í morgun. Eða... Angantýr sleppir svona 50% af orðunum í setningarnar því það er engin glóra í því sem hann skrifar. 

Hjalti benti fólki á að prestar landsins viti vel að bókin þeirra góða staðist ekki skoðun siðaðs nútíma manns.

Þú komst svo með fullyrðingar sem voru svo illa orðaðar að þær skiljast afar illa. Svo neitaru að segja hvað þú meinar og ferð að þvæla eitthvað um "annarlegar hvatir" og vitleysu.

Ég er annað hvort aðeins vitlausari en ég hélt eða Angantýr kemur þessu afar illa frá sér. 

Styrmir Reynisson, 16.10.2010 kl. 17:03

11 identicon

Ég hallast að því að þú sért vitlausari en þú heldur Styrmir. Angantýr segir allt sem segja þarf í sínu fyrsta kommenti.

Restin er bara sama geltið í ykkur Hjalta og alltaf.

Hólímólí (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 17:23

12 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki heldur hvað Angantýr er að reyna að segja. Fyrst Guðbergur tekur undir það getur það varla verið merkilegt.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 16.10.2010 kl. 17:51

13 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Guðbergur og Angantýr eru sami aðili. Maður er farinn að þekkja þetta. Guðbergur kemur fram undir enn einu dulnefninu og mætur svo með því gamla og peppar sjálfan sig upp. Hrikalega hallærislegt og barnalegt.

Svo mun "Angantýr" að sjálfsöðgu þræta fyrir þetta. Allt eins og áður.

Matthías Ásgeirsson, 16.10.2010 kl. 18:39

14 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Angantýr: Er soldið gaman núna hjá þér

Það væri gaman ef þú myndir gera þig skiljanlegan. Í fyrstu athugasemdinni segirðu að: "Það væri jafnvel hægt að skipta út konu fyrir karl, og ætti það líklega betur við. " Þegar ég bað þig um að útskýra hvað þú ættir við, þá neitarðu að útskýra.

Síðan ásakarðu mig um að "afskræma" og "snúa út úr" en neitar líka að útskýra hvað þú átt við.

Reyndu nú að koma því almennilega frá þér hvað þú vilt segja.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 16.10.2010 kl. 19:03

15 identicon

Matthías minn ... þú heldur eins og áður að allir séu ég. Þetta kallast paranoja - held ég alveg örugglega.

Tinna: Neibb, enginn af ykkur Vantrúarfólkinu skilur hvað aðrir eru að segja. Það er ekkert nýtt.

Hólímólí (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 20:05

16 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ég hef hingað til haft rétt fyrir mér í öllum tilvikum. Held það eigi við líka núna. Geturðu bent á eitt dæmi þar sem ég taldi að einhver nafnleysingi væri þú, en hafði rangt fyrir mér? Nei, það getur þú ekki :-)

Matthías Ásgeirsson, 16.10.2010 kl. 20:15

17 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Svona voru viðbrögðin síðast (athugasemd 89) þegar ég hélt að einhvern nafnleysinginn væri Guðbergur undir enn einu nafninu.

Þú mátt alveg halda að ég sé ekki ég heldur einhver annar eða önnur, Mattías. Ég er ekki geðlæknismenntuð og kann ekkert á svona vænisýki.
Ég reyndist hafa rétt fyrir mér, þetta var Guðbergur Ísleifsson að þykjast vera einhver stelpa sem tók undir með honum :-)

Matthías Ásgeirsson, 16.10.2010 kl. 20:20

18 identicon

"Geturðu bent á eitt dæmi þar sem ég taldi að einhver nafnleysingi væri þú, en hafði rangt fyrir mér? Nei, það getur þú ekki"  

Matthías minn ... heimskur ertu. Stóðstu ekki lengi í orðaskiptum við eitthvað lið inni á er.is sem þú hélst að væri ég en baðst síðan afsökunar á vænissýkinni?

Vísaðu nú á það.

Hólímólí (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 20:57

19 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ég held enn að það sért þú.

Matthías Ásgeirsson, 16.10.2010 kl. 21:02

20 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þess má geta að á er.is skrifar Guðbergur Ísleifsson (meðal annars) undir nafninu "Einar yndislegi"!

Hér er annars umræðan á er.is

Matthías Ásgeirsson, 16.10.2010 kl. 21:06

21 identicon

Annars er mér svo sem alveg sama í sjálfu sér þótt þú haldir að allir séu ég Matti minn. Þú mátt það alveg. Verst þykir mér að hafa átt þátt í að magna upp þessa paranoju hjá þér. Get samt ekki lofað að gera það ekki aftur enda eltir Árni Matt mig um allt blogg í árangurslausum tilraunum sínum til að þagga niður í mér.

Hólímólí (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 21:09

22 identicon

Matti minn ... það hefur aldrei verið leyndó að ég er Einar hinn yndislegi á barnalandi.is og er.is. Ég meira að segja sagði þér það sjálfur og óþarfi að láta skína í að þú hafir uppgötvað það.

En ég er ekki Angantýr sem skrifaði hér fyrir ofan frekar en ég var þessi Björgvin sem þú varst að munnhöggvast við inni á er.is og kallaðir alltaf Guðberg.

Ég hef reyndar aldrei skrifað um trúmál á er.is en eins og ég sagði þér síðast þá er kannski kominn tími til.

Hólímólí (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 21:16

23 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

En þú varst unga trúlausa konan Tromp sem þoldi ekki Vantrú :-)

Sjáðu til. Það er staðfest að þú hefur verið að skrifa undir mörgum mismunandi dulnefndum hér á moggablogginu. Þú hefur líka þrætt fyrir það, en síðar kom í ljós að þetta var rétt.

Það er því ekki hægt að taka nokkuð mark á þér. Sá litli trúverðugleiki sem þú hafðir er löngu horfinn.

Matthías Ásgeirsson, 16.10.2010 kl. 21:25

24 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Og víst eru Angantýr og að öllum líkindum ertu líka þessi Björgvin þó þú neitir því, eins og þú þvertóks fyrir að vera stúlkukindin Tromp.

Matthías Ásgeirsson, 16.10.2010 kl. 21:26

25 identicon

Ég sé að ég geri ekki annað en að magna upp paranojuna í þér Matti minn með leiðréttingum mínum þannig að ég skal hætta því.

Og, já, já ...ég skal þá vera allir sem þú ímyndar þér að séu ég. Ekki málið.

Hólímólí (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 21:31

26 identicon

En ætlarðu virkilega að láta enn eina bloggfærslu félaga þíns fara að snúast um mig?

Þú sem hefur margoft sagt að þú munir aldrei tala við mig aftur hér á blogginu en jafnoft svikið það.

Hvurning væri nú að fara að standa við orð sín Matti ... eða er það eitthvað sem ykkur trúleysingjunum er ekki kennt?

Hólímólí (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 21:34

27 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Flott að fá þetta á hreint.

Ég mun seint láta þig stjórna því hvar ég kommenta og hvar ekki. Hvernig gengur annars með ritgerðina um Vantrú? Ekki var það haugalygi í þér?

Matthías Ásgeirsson, 16.10.2010 kl. 22:01

28 identicon

Síður en svo Matti minn. Hún kemur. Og hún hvorki var né er um Vantrú heldur ofbeldi á Netinu. Þar kemur Vantrú vissulega mikið við sögu.

ps. Ég er ekkert að reyna að stjórna þér Matti minn ... var bara að minna þig á þín eigið loforð sem enginn bað þig reyndar um að gefa. Reyndu nú að hemja ofsóknaræðiðog róa þig niður.

Hólímólí (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 22:15

29 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hvað er þetta, viltu ekki bara rassskella mig?

Matthías Ásgeirsson, 16.10.2010 kl. 22:40

30 identicon

Ég er ekki hér til að sinna kynferðislegum þörfum þínum Matti. Reyndu að ná stjórn á þér.

Hólímólí (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 22:47

31 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Óh, þú snerir þessu við. Vá, þú ert snillingur.

ps. Guðbergur hefur semsagt sýnt því óeðlilega mikinn áhuga að fá að rassskella mig. Þetta sést t.d. í er.is umræðunni sem ég vísaði á hér fyrir ofan.

Matthías Ásgeirsson, 16.10.2010 kl. 23:13

32 identicon

Rassskella þig í orðum Matti minn, orðum ... ekki í alvörunni. Þetta er svokölluð "myndlíking"en það er kannski til of mikils ætlast að þú fattir það.

Alvöru rassskellingu, eða kynferðislega með svipu og þannig tólum, verður þú að fá annars staðar Matti minn, hér eftir sem hingað til. Ég er bara ekki þannig þenkjandi.

En reyndu nú að stilla þig. Manstu ekki að það er bannað að gefa tröllinu?

Hólímólí (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 23:54

33 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Maður sem sí og æ notar þá "myndlíkingu" að hann sé að rassskella einhvern er að öllum líkindum að hugsa um að rassskella einhvern í alvörunni. Ég get ekki gert að því þó þú sért pervert Guðbergur.

Matthías Ásgeirsson, 17.10.2010 kl. 11:01

34 identicon

Hólímóli skrifar: "Matthías minn ... þú heldur eins og áður að allir séu ég. Þetta kallast paranoja - held ég alveg örugglega."

Bíddu ert þú ekki sami aðilinn og ásakaði mig um að vera einmitt Hjalti Rúnar þegar ég tjáði mig á blogginu hans Kristins? Hverju svaraðirðu síðan þegar ég kallaði þig paranoid? Alveg rétt, þú linkaðir í þessa wikipedia grein, http://en.wikipedia.org/wiki/Asshole

Svona til að halda uppteknum hætti að þá er ég með aðra grein af wikipedia fyrir þig: http://en.wikipedia.org/wiki/Hypocrisy

Annars til þess að svara sjálfri greininni, að þá hef ég sem guðlaus einstaklingur voðalega lítið á móti því þegar að trúað fólk velur og hafnar úr Biblíunni (eða hvaða trúriti sem er) það sem að því finnst fallegt og hafnar hverju sem að því finnst ljótt. Ég meira að segja kýs það fram yfir að þetta fólk taki öllu heila klabbinu bókstaflega, því að let's face it, það væri, svo að ég fái að sletta aðeins meira á ensku, insane.

Því að þú getur eiginlega litið á Biblíuna á tvennan hátt, annar er að þetta sé heimspekilegt rit, skrifað og seinna ritskoðað af mönnum, eða þú getur litið á Bilbíuna sem einhvers konar innblásið orð guðs og að það eigi að fara eftir öllu sem að þar stendur.

Seinni hugsunarhátturinn leiðir af sér hugaleikfimi í anda við það sem að Angantýr er að reyna stunda hérna, að það þurfi bara að fiffa aðeins upp á þetta og þá muni þetta meika fullkomið sense, á meðan fyrri hugsunarhátturinn segir okkur að þessi partur sem að þú vitnar í eigi ekkert erindi til fólks í nútíma samfélagi.

Maynard (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 12:45

35 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég vil taka það fram að ég, Hjalti Rúnar, er ekki Maynard. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.10.2010 kl. 13:41

36 identicon

Og ég vil taka það fram að ég er ekki Angantýr eða Björgvin og hinir allir inni á er.is sem Matti er að munnhöggvast við og hélt að séu ég og heldur enn að séu ég þrátt fyrir leiðréttingar.

Matti minn ... Stóra smábarn ... þessar rassskellingsfantasíur eru allar frá þér komnar og koma mér hreint ekkert við. Og þér ferst ekki að tala um "perverta".

Bravó (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 16:22

37 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Guðbergur Ísleifsson ætti að íhuga næstu athugasemdir sínar afar varlega.

Matthías Ásgeirsson, 17.10.2010 kl. 18:44

38 identicon

Hvað meinar þú með því Matti minn? Af hverju ætti ég að íhuga næstu athugasemdir mína "afar varlega"?

Bravó (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband