Fegrunaraðgerðir Þórhalls

 

Þórhallur Heimisson heldur áfram að reyna að fegra kristna trú í trúarjátningargreinunum sínum. 

Hann kemur með svipaðar pælingar og síðast, í Gamla testamentinu eru víst tvær myndir af guði, köllum þær „ljóti guð“ og „fallegi guð“. Ljóti guð er „harður ættbálkaguð Ísraelsmanna sem er hefnigjarn og tortímir óvinum sínum og þeim sem gegn honum standa“. Fallegi guð „elskar alla menn, er Guð allra og gerir allt til að leiða börnin sín til góðs í kærleika“. Þórhallur endurtekur ruglið um að fallegi guð sé rauður þráður „í gegnum allt Gamla testamentið“.   

Mig langar að skoða þá fullyrðingu Þórhalls að Jesús hafi boðað „fallega guð“ og hafnað um leið „ljóta guði“.

Til að byrja með þá ætti maður auðvitað ekki að gleypa bara guðspjöllin fjögur án gagnrýninnar hugsunar og halda að Jesús hafi sagt og gert bókstaflega allt sem stendur í þeim. Ríkiskirkjuprestar virðast samt oftast vinna svona. Ef við nálguðumst guðspjöllin fræðilega, á gagnrýnin hátt, þá myndum við líklega þurfa að viðurkenna að við getum ekki verið viss um hvernig guð Jesú hafi boðað, hvort það var ljótur eða fallegur guð.

En við skulum vinna eins og prestar, gefum okkur það að Jesús sagði allt sem honum er eignað í guðspjöllunum? Boðaði hann „hegnigjarnan“ guð sem „tortímir óvinum sínum og þeim sem gegn honum standa“?

Svarið er klárlega „Já“. Guðspjöllin eru uppfull af því að Jesús sé að segja fólki frá að guð muni refsa grimmilega þeim sem „standa gegn honum“, við heimsendi mun guð senda óvini sína til helvítis. Hérna er skemmtilegt dæmi, þar sem að Jesús er að hóta borgum að þær muni enda eins og Sódóma og Gómorra:

Þá tók hann að ávíta borgirnar, þar sem hann hafði gjört flest kraftaverk sín, fyrir að hafa ekki gjört iðrun. "Vei þér, Korasín! Vei þér, Betsaída! Ef gjörst hefðu í Týrus og Sídon kraftaverkin, sem gjörðust í ykkur, hefðu þær löngu iðrast í sekk og ösku. En ég segi ykkur: Týrus og Sídon mun bærilegra á dómsdegi en ykkur. Og þú Kapernaum. Verður þú hafin til himins? Nei, til heljar mun þér steypt verða. Ef gjörst hefðu í Sódómu kraftaverkin, sem gjörðust í þér, þá stæði hún enn í dag. En ég segi yður: Landi Sódómu mun bærilegra á dómsdegi en þér." (Mt 11.20-24)

 

Jesús virðist hafa verið sáttur við guðinn sem að útrýmdi Sódómu og Gómorru. Hvort ætli sá guð flokkist sem „fallegi guð“ eða „ljóti guð“?  

Annað vers sem má benda á er úr dæmisögu sem Jesú segir. Þar er Jesú (eða guði) líkt við manni sem fer til annars lands til að taka við konungstign. Þegar hann kemur til baka, sem konungur, segir hann þessa eftirminnilegu setningu:

En þessa óvini mína, sem vildu ekki að ég yrði konungur yfir sér, færið þá hingað og höggvið þá frammi fyrir mér." (Lk 19.27)
Er þetta guðinn sem að „tortímir óvini sína og þeim sem gegn honum standa“? Klárlega.

Jesús boðar klárlega tilvist ljóta guðsins í guðspjöllunum. Það eina sem mér finnst rétt hjá Þórhalli, er að sá guð er ekki ættbálkaguð, en það er einfaldlega vegna þess að guðinn er orðinn trúflokkaguð. Hann útrýmir ekki lengur fólki sem er í öðrum ættbálkum, heldur fólki sem er í öðrum trúflokkum. Svakalega mikil framför.

En Þórhallur byggir síðan enn meira á þessum niðurstöðum sínum og kemur með ansi djarfar fullyrðingar:

Þessi guðsmynd hins kærleiksríka Guðs er því guðsmynd Postullegu trúarjátningarinna og ætti að vera guðsmynd allra kristinna manna.
 
Þó oft hafi ýmsir ákallað hinn miskunnarlausa ættbálkaguð sér til fulltingis í stríði og manndrápum. Og gera sumir enn – í algerri andstöðu við Jesú.
Þetta er mjög undarlegt í því ljósi að ef maður skoðar rit kirkjufeðranna, fulltrúa kirkjunnar sem notaði postullegu trúarjátninguna, þá virðast þeir halda að guð kristinna manna sé guðinn sem framkvæmdi öll illvirkin í Gamla testamentinu. Maðurinn sem kemur næst skoðun Þórhalls var Markíon nokkur. Markíon sagði að Jesú boðaði kærleiksríkan guð, en að guð Gamla testamentisins væri illur, og þess vegna væri guð Gamla testamentisins ekki sami guðinn. Vandinn er auðvitað sá að Markíon var fordæmdur sem villutrúarmaður.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Merkilegt finnst mér í þessari tilvitnun að jesús telur greinilega að þessum borgum hefði verið borgið, ef hann hefði ekki gert kraftaverkin sín í þeim. Af því að hann gerði kraftaverkin og þeir "iðruðust ekki í sekk og ösku, þá eiga borgirnar og það sem í þeim hrærist, ekki tilverurétt" (fylgir ekki sögunni hvers skyldi iðrast nema kannski að mönnum hafi láðst að mæra sjálfan jesú fyrir trikkin).

Þetta er enn eitt dæmið um rænulaust blaður meistarans, sem virkar eins og dauðadrukkinn og delerandi. Hvað var hann að fara með þessu? Hvað var hann að meina?

Skiljanlegt þetta með fylleríið ef mið er tekið af þvi að þegar búið var að drekka allt vín í brúðkaupinu forðum, þá töfraði partýanimalið Kristur fram um 600 lítra til viðbótar!

Þórhallur ætti að skammast sín fyrir ósannindin og tilbúninginn, sem hann ber á borð fyrir fólk.  Hann getur ekki hafa lesið bókina. Ef hann hefur gert það, þá hefur hann ekki skilið bofs. Ekki frekar en ég né aðrir botna í t.d. þessari tilvitnun hér að ofan.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.9.2010 kl. 23:07

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er sem ég segi...Tilvist presta, guðfræðinga og kirkna er skýrasta sönnun þess að guð er ekki til. Væri hann til, þá þyrfti ekki misvitra vitleysinga til að túlka fyrirætlanir hans né leggja honum orð í munn. Fullkomið er ful-komið. Af hverju í andskotanum vantar svona mikið upp á það Þórhallur minn?

Jón Steinar Ragnarsson, 26.9.2010 kl. 23:10

3 identicon

Við verðum að vera góðir við Þórhall, pabbi hans var prestur... konan hans er prestur...
Auðvitað klóra þau eins og afkróað villidýr, lífsviðurværi þeirra er að hverfa, það er næsta víst að Þórhallur verði einn af síðustu ríkisrisaeðlunum.

Ég vorkenni Þórhalli, ég reyndar vorkenni öllu trúfólki; Allir trúhausar eru fórnarlömb... nema kannski Gunnar Á krossinum, páfinn og einhverjir aðrir sem hreinlega vitað að allt sem þeir segja um Gudda er hreinn og beinn skáldskapur

P.S.
Sáuð þið annars þennan nýja þátt á RúV, Halldór ruglukollur sem beinlínis hótaði landi og þjóð ef við voguðum okkur að snerta ríkissníkjudýrið

doctore (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 11:35

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Maðurinn hefur framfæri af mjög langrótgróinni fjársvikastarfsemi og enginn vill jú ótilneyddur leggja niður eigin starf. En annars ætti að vera umhugsunarefni hvers konar týpur leiðast í himneska og jarðneska fjársvikasvikastarfsemi. Kannski er þetta beisíkallí sama mannlega botnskrapið.

Baldur Fjölnisson, 27.9.2010 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband