Af hverju ætti maður að hæðast að englum?

Ríkiskirkjupresturinn Þórhallur Heimisson veltir sér upp úr englum í dag og þar segir hann meðal annars þetta:

Englar hafa oft verið hafðir að háði og spotti þeirra sem eru andstæðingar Krists og kirkju hans.

Kannski er það vegna þess að englar eru annarsvegar fulltrúar hreinleikans og trúarinnar, hins góða og fagra, og um leið þeirra sem geta sér enga björg veitt, barna og smælingja.

Og ekkert vekur meiri fyrirlitningu hinna sem treysta á mátt sinn og megin – og fyrirlíta máttinn sem birtist í veikleika.

Á hinn bóginn birta þeir kraft ljóssins sem myrkrið óttast - og bregst því við af krafti. #

Þórhallur, ég held að ástæðan sé ekki sú að við fyrirlítum „máttinn sem birtist í veikleika“ og teljum engla vera fulltrúa þess. Ástæðan er heldur ekki sú að englar „birta kraft ljóssins“ sem við sem erum „í myrkrinu“ óttumst.

Ástæðan fyrir því að englar eru oft hafðir að háði og spotti er líklega sú að þetta er fáránleg hugmynd sem sýnir hversu ótrúlega trúgjarn viðkomandi er. Þórhallur virðist telja að heimurinn sé uppfullur af ósýnilegum andaverum sem heita undarlegum nöfnum eins og Fanúel og Ragúel. Og mér sýnist ástæðan vera sú að það stendur í einhverri eldgamalli bók að þeir séu til.

Þetta er spegilmynd þess að trúa á illa anda. Það verðskuldar alveg jafn mikið háð og spott. Hvernig útskýrirðu það Þórhallur? Ætli Þórhallur trúi ekki líka á tilvist illra anda? Kæmi mér ekki á óvart.

Það er líka merkilegt hversu „öfgatrúarlegt“ það er að telja þá sem hæðast að trú að englum geri það af því að þeir séu á valdi hins illa („myrkrið“). Það er eiginlega stigi fyrir neðan það að telja þá sem eru ósammála sér vera andsetna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það má öllum vera það algerlega ljóst að englar eru eitthvað sem aðeins fáfróðir trúa á.
Þórhallur trúir örugglega ekki á engla, en hann trúir á það að hann fær líklega um 1 milljón á mánuði í laun fyrir að ljúga þessu að fólki... Já og konan hans líka, kannski er hún líka með millu á mánuði; Þau hjúin að raka saman ~2 milljónum á mánuði fyrir að ljúga að fólk, já og börnum.

Þetta er það sem Þórhallur er að verja þegar hann skrifar um Gudda og engla, Sússa sjarm og annað pakk úr biblíu

doctore (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 09:52

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

doctore, þótt það sé auðvitað möguleiki að Þórhallur sé ekki einlægur trúmaður, þá sé ég ekki ástæðu til að efast um það að hann sé einlægur trúmaður. Það er til helling af fólki sem gleypir við þessari vitleysu, og þegar maður fær há laun fyrir að trúa þessu (ég efast stórlega um að hann sé með milljón á mánuði) þá verður það enn erfiðara að efast um þetta.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.9.2010 kl. 13:51

3 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Englar eru ótrúlega loðin vitleysa sem kirkjan ýmist sver af sér eða talar um á mjög óljósum nótum.

Ef englar eiga að vera hluti af þessum pakka, hvað er þá því til fyrirstöðu að hoppa í sköpunartrú og bókstafsöfgar?

Kristinn Theódórsson, 29.9.2010 kl. 14:32

4 identicon

Þórhallur heldur áfram með tilfinningaklámið
hey Þórhallur, þar sem mér er bannað að tjá mig á Jesúsíðunni þinni: Hvar er guð eiginlega, hvað ertu að væla um alþingi.
Er besti vinur þinn ekki "Master of the universe", fólk hér á landi borgar þér ~milljón á mánuði, 6000 milljónir í guðinn þinn á ári.
Fólk hlýtur að heimta að guðinn þinn geri eitthvað... ef hann hann gerir ekkert... þá verðum við að taka því sem að þú sért að ljúga


http://thorhallurheimisson.blog.is/blog/thorhallurheimisson/entry/1100350/

doctore (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 15:26

5 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þórhallur hefur verið með um 6-700þ í laun á mánuði síðustu ár.

Matthías Ásgeirsson, 29.9.2010 kl. 15:29

6 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

doctore, vinsamlegast ekki skrifa athugasemdir hér, sem þig langar til að setja við einhverjar greinar á blogginu hans Þórhalls. Reyna að festa aðeins fingur á málefninu hérna.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.9.2010 kl. 16:53

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Finnst Þórhallur endanlega hafa staðfest einhvern misþroska hérna.  Ég setti inn athugasemd  hjá honum um að nú væri hann kominn á Harry Potter slóðir, en auðvitað birtit hann það ekki.   Það eru ekki bara trúleysingjar sem verða undrandi á að heyra fullorðið fólk tala á þessum nótum. Öllu venjulegu fólki, hvar í trúarskúffu sem það kann að setja sig ofbýður svona barnaskapur og setja krítarlínuna hér við.

Það er annars gaman að sjá hversu upptekinn hann er af því að það skuli vera hugsandi fólk þarna úti, sem gleypir ekki við mærðarlegum fantasíum trúar hans.  Trúlausir, efasemdarmenn, eða dont give a shit, fólk er hans höfuð áhyggjuefni. Hönum þykir það afar miður að allir gleypi ekki við bullinu eins og leikskólabörn á sköpunarsögunámskeiði.  Hann lætur það ekki úr hendi falla að fordæma það og kenna  það við hið versta hér í heimi, sem ekki beygir sig undir deleríumið.

Hér opinberar hann sig sérstaklega vel og brýtur um leið gegn talsvert mörgum boðunum hins ímyndaða meistara síns.

Þótt þér sé illa við yfirlýsingar um karakter byggðar á sanfæringu annarra Hjalti, þá vil ég leyfa mér að segja að annað tveggja er sr. Þórhallur óforbetranlegur einfeldningur eða þá óheiðarlegur með afbrigðum. Það væri hinsvegar óheiðarlegt af mér að halda einhverju miðjumoði fram þar.

Einlægur trúmaður eða loddari. Geturðu bent mér á einhvern meðalveg?

Jón Steinar Ragnarsson, 29.9.2010 kl. 20:23

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Einlægur trúmaður, í mínum augum, er einfeldningur. Sér í lagi þegar auðtrúin og jarðtengingin er á þessu nótum sem sírann er á. 

Jón Steinar Ragnarsson, 29.9.2010 kl. 20:26

9 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta er álíka og að rífast um Mjallhvíti og dvergana sjö og má vel vera að einhverjum siðvillingum hafi tekist að svíkja til sín laun frá skattgreiðendum fyrir slíka delluiðju, mér er þó ekki kunnugt um það.

Baldur Fjölnisson, 29.9.2010 kl. 23:08

10 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Og Þórhallur vælir yfir því að englahatarar séu vondir. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.9.2010 kl. 10:02

11 identicon

Ég er skammaður fram og aftur fyrir að segja sannleikann: Trúhausar eru klikkaðir... :)

doctore (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 11:34

12 Smámynd: Skeggi Skaftason

Eru englafræði kennd í Guðfræðideild HÍ?

Skeggi Skaftason, 30.9.2010 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband