Prestarnir koma á óvart

Ég vil bara benda fólki á grein dagsins á Vantrú. Þar er greint frá mjög áhugaverðri efnisgrein sem ég rakst á þegar ég var að skoða fundargerðir stjórnar Prestafélags Íslands.

Þegar maður heldur að prestarnir geti ekki komið meir á óvart, að ríkiskirkjan geti ekki toppað sig í hræsninni, þá finnur maður alltaf eitthvað nýtt til þess að minna sig á hve frábært það er að vera ekki skráður í þennan félagsskap.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Uss þið í vantrú eruð að láta taka ykkur í r......... ha ha ha hvað hefur formaður vantrúar í laun??? Ef þið viljið þá get ég látið safna handa ykkur. 1. 2 og setja trúna í virkni og farið að gera eitthvað í þessu.

Aðalbjörn Leifsson, 13.3.2010 kl. 22:15

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kristilegu kærleiksblómin spretta, kringum hitt og þetta...

Jón Steinar Ragnarsson, 14.3.2010 kl. 06:42

3 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

> hvað hefur formaður vantrúar í laun?

Formaður Vantrúar þiggur engin laun frá félaginu.

Matthías Ásgeirsson, 16.3.2010 kl. 11:58

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hjalti, mig langar að spyrja þig hvort þú getur hjálpað mér að skilja svolítið sem vefst ansi mikið fyrir mér.

Í 20. kafla Jóhannesargvuðspjalls stendur þetta:

20
1Fyrsta dag vikunnar kemur María Magdalena til grafarinnar svo snemma, að enn var myrkur, og sér steininn tekinn frá gröfinni. 2Hún hleypur því og kemur til Símonar Péturs og hins lærisveinsins, sem Jesús elskaði, og segir við þá: "Þeir hafa tekið Drottin úr gröfinni, og vér vitum ekki, hvar þeir hafa lagt hann."

3Pétur fór þá út og hinn lærisveinninn, og þeir komu til grafarinnar. 4Þeir hlupu báðir saman. En hinn lærisveinninn hljóp hraðar, fram úr Pétri, og kom á undan að gröfinni. 5Hann laut inn og sá línblæjurnar liggjandi, en fór samt ekki inn. 6Nú kom líka Símon Pétur á eftir honum og fór inn í gröfina. Hann sá línblæjurnar liggja þar 7og sveitadúkinn, sem verið hafði um höfuð hans. Hann lá ekki með línblæjunum, heldur sér samanvafinn á öðrum stað. 8Þá gekk einnig inn hinn lærisveinninn, sem komið hafði fyrr til grafarinnar. Hann sá og trúði. 9Þeir höfðu ekki enn skilið ritninguna, að hann ætti að rísa upp frá dauðum. 10Síðan fóru lærisveinarnir aftur heim til sín.

--------------------------------------------------------------------------------------

Hvaða ritningu er verið að tala um?  Eru einhverjar kenningar eða tilvísanir til um það?  Varla er það gamla testamentið? Finn því hvergi stað. Er þetta svona hrikalegur feill af höfundi að vísa í ritningu, sem ekki er rituð fyrr en áratugum eða jafnvel ríflegu áhrundaði síðar?

Vona að þú getir hjálpað.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.3.2010 kl. 16:04

5 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Sæll Jón Steinar, ef þú vilt spyrja mig að svona spurningum, þá máttu endilega gera það á Vantrúarspjallinu í framtíðinni, þar eru líka aðrir "biblíuspekingar". Eitt sem ég man eftir í augnablikinu er í Hósea 6.2: "Hann mun lífga oss eftir tvo daga og reisa oss upp á þriðja degi,...", reyndar hef ég lesið þetta í umræðum um 1Kor 15, en það sama ætti að gilda hér.

Að einhver höfundur sé að gera þau mistök að hann sé að vísa til einhverra rita Nýja testamentisins (ef ég skil þig rétt) finnst mér mjög fjarstæðukennt.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 22.3.2010 kl. 16:29

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Takk fyrir þetta. Ég skal muna að færa svona fyrirspurnir á þennan tengil sem þú gefur mér.

Ég játa það líka að það er náttúrlega fjarstæðukennt ef verið er að tala um sömu ritningu og er óskráð og þeir að upplifa þarna.

Það finnst mér einkennilegt, ef þú ert að segja að 1. Korintubréf liggi til grunns, fyrst það var augljóslega ekki til.  Þeir höfðu ekki skilið eitthvað, sem þeir höfðu lesið eða þeim verið kynnt. 

Var Kristur svo ekki búinn að segja þeim þetta nokkuð ákveðið fyrirfram? 

Það veður allt í meintum spádómum í NT,  sem sumir eiga sér jafnvel ekki stoð, en aldrei eru þeir settir fram svona. Ekki minnst á spádómsorð.

Hóse talar í fleirtölu og það um Ísraelsþjóð, sem hefur afvegaleiðst, en þetta er svosem ekkert langsóttara og út úr samhengi og annað, sem vísað er til í meintum spádómsorðum NT.Mér finnst þetta þó ansi mikið hálmstrá til skýringar þessum undalega bakþanka.

Ég er að sjálfsögðu ekki sáttur við þetta sem fullnægjandi réttlætingu á þessu. Er þetta talið meðal spádómsvísanna? Ef svo er, hefur það þá verið alla tíð?

Jón Steinar Ragnarsson, 22.3.2010 kl. 18:51

7 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þú misskilur vísun mína í 1Kor 15. Ég var að tala um að þar er svipað vers ("Jesús reis upp skv ritningunni"-dót, en ekki vitnað í neitt) og þar hafa menn meðal annars giskað á þetta vers í Hósea.

Þetta er auðvitað fjarstæðukennt út frá okkar sjónarhorni, eins og þú bendir réttilega á, og eins og þú bendir líka á, þá höfðu höfundar NT allt aðrar hugmyndir um hvað væri spádómur og voru óhræddir við að taka vers algjörlega úr samhengi.

Ég veit ekki hve gamalt það er að vísa í Hósea 6.2

Hjalti Rúnar Ómarsson, 22.3.2010 kl. 19:23

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég biðst forláts, ég er að misskilja þig með tilvísunina í Kórintubréfið. Þessi klausa úr Hósea á væntanlega að hafa verið dregin fram til skýringar textanum þar.

Þú segir svo einfaldlega að það sama ætti að eiga við þarna í Jóhannesi. Er það þín ályktun, eða viðtekin skýring?

Annars skil ég ekki að það hafi þurft tilvitnun í Hósea til að skýra 1. Kor. 15. Einhverjir hafa verið vantrúaðir á upprisuna í Kórintu og Palli er að segja þeim að ef þeir trúi þessu ekki, þá geti þeir alveg eins sleppt að trúa rest.

Minnir að Robert M. Price hafi fært ágæt rök fyrir að þessi kafli í bréfunum væri seinni tíma viðbót.  En það er svosem utan efnis hér.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.3.2010 kl. 19:27

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég hef greinilega verið að skrifa kommentið á sama tíma og þú. Kemur ví undarlega út.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.3.2010 kl. 19:28

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars hef ég verið að lesa bókina Forgery in Christianity eftir Joseph Wheeless og finnst hún vera mér að skapi, þótt hún sé gömul (4. áratug). Þú skilur þa hvers vegna mér hleypur blóð á tönn og tek svona syrpur eins og hjá Sigurði. 

Hér er sú bók frekar illa læsileg á netsíðu. Hún er svosem ekkert ritstjórnarlegt afrek, en safarík og þankavekjandi.  Svolítill Hitchens í honum. Grumpy intellectual, sem gerir þetta bara skemmtilegra að mínu mati.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.3.2010 kl. 20:00

11 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þú segir svo einfaldlega að það sama ætti að eiga við þarna í Jóhannesi. Er það þín ályktun, eða viðtekin skýring?

Það er bara ágiskun hjá mér. Var bara benda á eitt vers sem ég mundi eftir í augnarblikinu. Annars er t.d. vísað í Sálm 110.1 og Sálm 16.10 í ræðum í Postulasögunni og mér finnst líklegt að amk notkunin á fyrri sálminum sé gömul í sambandi við þetta.

Minnir að Robert M. Price hafi fært ágæt rök fyrir að þessi kafli í bréfunum væri seinni tíma viðbót.  En það er svosem utan efnis hér.

Mikið rétt, ,meistari minn, hann Robert M. Price, skrifaði grein um það að 1Kor 15.3-11 væri síðari tíma viðbót. Ég held reyndar að það sé ekki alveg rétt, en það er klárlega eitthvað dularfullt í gangi í þessum versum. Hefur þú lesið eitthvað meira eftir Robert M. Price?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 22.3.2010 kl. 20:18

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já, ég á Deconstructing Jesus. Hef horft á einhverja fyrirlestra og viðtöl á netinu og lesið einhverjar greinar. Hann er ágætlega á pari með mínum skoðunum, þótt ég vildi sjá  hann herskárri. Hann allavega efast um áræðanleika hvers snepils af þessu rugli. 

Ég hef lesið haug af efni í þessa veru og finn alltaf eitthvað nýtt, enda er þessi grautur svo görugur að það mun sennilega aldrei sjást til botns.  Finnst Earl Dogherty skammarlega ignoreraður í þessu.

Bíð nú spenntur eftir bók eftir D.M. Murdock. Who was Jesus Fingerprints of the Christ. Hún er vinsæl og ekki laus við að vera svolítið spiritúal að mér finnst. Dómarnir um hana á Amazon eru yfirleitt toppdómar.  

Hún virðist setja þetta framá einfaldann og skemmtilegan hátt og með áherslu á mythológíska sögu þarna og þau samanburðarfræði öll.

Annars þetta með non existant Nasaret og Betlehem. Mér er fúlasta alvara með það og tel að sá flötur hafi verið vanræktur að skoða hvort sögusviðið fittar við ósköpin. Það virðist vera sama ruglið þar, eins og búast má við. Það er sama hvar drepið er niður fæti.  Það eru raunar fleiri staðir vafasamir eins og Capernaum.  Menn eru að hamast við að heimfæra þetta upp á spádóma, existant og non existant og þá skipta smaatriði eins og raunveruleikinn ekki máli. 

Minn ususal suspect í öllu þessu samhengi nú sem áður er Eusebius, sem bjó jú nokkrum kílómetrum frá þar sem Nasaret er nú, án þess þó að hafa nefnt staðinn frekar en annar á þessum tíma.  Hann hefur séð þörfina. Svo finnst mér útrás rómarkirkjunnar til miðausturlanda ansi fróðlegt dæmi og leiðir hugann að því hvort meiningum manna um uppruna þessa alls, sé ekki öfugt farið í einhverju samhengi.

Ég get sent þér bókina hans René Salm ef þú vilt. Sendu mér bara línu á meilinn minn, sem er á mínu bloggi.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.3.2010 kl. 23:25

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars sýnist mér á Wheless að Kaþólska Encyclopedian sé bara ansi hjálpleg í að átta sig á þessu svindlibraski öllu. Hann gefur góða mynd af því hvernig andi fabúlu og falsana hefur alla tíð svifið yfir vötnum í þessu samhengi. Þetta virðist svífyrðilegra scam eftir því sem maður kafar dýpra.  Mönnum hefur líka verið það ljóst lengi og því nánast óskiljanlegt að enn sé verið að þrátta um einstök textabrot.  Maður unddrast líka hvað er verið að kenna í guðfræðideildum heimsins og hvernig.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.3.2010 kl. 23:39

14 Smámynd: Kalikles

TD. Islam segir að Jesú hafi ekki dáið á krossinum, heldur hafi hann flúið gyðingana til indlands og sé gröf hans í Kasmir héraði; og má þar finna aðrar útgáfur atburða í sögu mannkyns.............svona ef maður vill halda áfram þessari andlegu sjálfsfr**un.

Þetta sjálf sem við höfum verið skilyrt til að hugsa sem "ég"(með nafn og skráningar no.) er í raun bara hannað eins og hvert annað tæki eða hver önnur vara.

 Að "sannleikurinn" sé bundinn í orð og merkingu(sem hægt er að stjórna) er "kerfisviðhaldin" blekking til að einangra hugsunina í "efnishvolfi"(logicbase) huganns, svo að við höfnum "rímishvolfinu"(intuition) þar sem hið andlega situr í einingu við allt og alla, án merkingar, án orða eða "virkrar" hugsunar, og því eitur fyrir valdapot.

Haldið því áfram að rökræða ykkur frá veruleikanum, því til þess var leikurinn gerður;-)

Samael.

Kalikles, 23.3.2010 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband