Þórhallur eitthvað í slæmu skapi

Ég var farinn að hlakka til að lesa skrif Þórhalls Heimissonar um fæðingarfrásagnir guðspjallanna, enda hef ég skrifað svolítið um einmitt þetta, til dæmis þessi umfjöllun um spádómana í fæðingarfrásögn Matteusarguðspjalls og þetta bréf til Karls Sigurbjörnssonar þar sem útskýri fyrir honum af hverju frásagnirnar eru ótrúlegar.

Ég átta mig ekki alveg á því hvers vegna Þórhallur hættur við þessi skrif, því hann vísar bara til þess að einhverjir hafi skrifað eitthvað neikvætt um þetta á netinu. Nú skil ég ekki hvers vegna það ætti að hafa áhrif á hann. Ég hélt að prestar ættu að hafa stundað gagnrýnt nám um einmitt svona efni og því ættu þeir ekki að lenda í uppnámi þó að einhver gagnrýni hugmyndir þeirra á þessu sviði.

En förum yfir það sem Þórhallur skrifar:

Maður má ekki velta vöngum um trúmál hér á vefnum, heiðarlega og fordómalaust, án þess að fá yfir sig eins og hellt úr fötu gall hatursmanna kristninnarAlien.

Til að byrja með er rétt að benda á að með því að nota geimveruna er Þórhallur að vísa í gamla merkið Vantrúar, sem var geimvera á krossi. Hann heldur því fram að vegna þess merkis séum við níðingar.

En ég persónulega veit ekki um neitt „gall“ frá okkur „hatursmönnum kristninnar“ sem þessi væntanlegu skrif hans hafa vakið. Einu skrifin sem ég hef séð um þetta er bloggfærsla eftir Jón Val (varla er hann hatursmaður kristninnar) og önnur bloggfærsla eftir Sigurð Þór.

Það er líka áhugavert að með því að setja að skrifin hans séu „heiðarleg og fordómalaus“ er hann auðvitað að gefa til kynna að skrif „hatursmannanna“ séu það ekki. Það er auðvitað ekki rökstutt.

En Þórhallur heldur áfram:

Þeir þora að vísu ekki að skrifa hér hjá mér - en hafa hellt úr sér á öðrum stöðum hér á netinu. 

Þetta eru ansi merkileg ummæli í því ljósi að Þórhallur hefur lokað á ansi marga á blogginu sínu, til dæmis lokaði hann á mig, fyrir að dirfast að gagnrýna skoðanir hans. Að hann skuli halda því fram að „hatursmennirnir“ þori ekki að gera athugasemdir við skrifin hans beint eru auðvitað annað hvort vísvitandi rangfærsla eða mjög miklar ranghugmyndir.

Áfram heldur Þórhallur:

Menn sem telja sig hafa SANNLEIKANN í vasanum og þola ekki að hlutirnir séu skoðaðir opnum huga. 

Mér finnst undarlegt að maður sem að vinnur sem prestur, og heldur væntanlega að kristindómurinn sé sannleikurinn (ef ekki þá væri hann varla í þeirri vinnu) skuli vera að ásaka aðra um að hafa „SANNLEIKANN í vasanum“.

Síðan er auðvitað enn ein rakalaus ásökun frá prestinum um að þeir sem eru ósammála honum þoli ekki að hlutirnir séu skoðaðir með opnum hug. Þetta segir maðurinn sem vill ekki ræða málin og lokar á sem eru ósammála honum.  

 

Ég veit ekki hvað er hægt að segja um Þórhall. Ég held að maðurinn þurfi bara að slappa af og taka því ekki svona persónulega þó svo að skoðanir hans séu gagnrýndar. Ef hann ræður ekki við að það sé rætt um skrif hans um trúmál, þá ætti hann bara að sleppa því að skrifa um þetta efni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Geimveran er augljós vísun í Vantrú, sem er ótrúlega óforskammað í ljósi þess að Vantrú eða félagar í Vantrú hafa nákvæmlega ekkert verið að pönkast í Þórhalli undanfarið. 

Matthías Ásgeirsson, 23.11.2009 kl. 16:16

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Svona til gamans, þá er hérna mynd af tákninu sem öðlingnum finnst svona hræðilegt: Erik á krossinum

En ég var búinn að gleyma því hvað Þórhallur var afskaplega viðkvæmur, sem dæmi má auðvitað benda á skrif hans um þegar Svarthöfði fór í skrúðgöngu með prestunum, það var hvorki meira né minna en stríðsyfirlýsing um að trúleysingjar myndu núna ráðast á börn á leiðinni í sunnudagaskólann:

Er á það hættandi að senda börnin ein í sunnudagaskólann næsta haust?

Verður setið fyrir þeim?

Og við hljótum öll að spyrja okkur eftir uppákomu hins grímuklædda fulltrúa Vantrúar við upphaf prestastefnu hvort það sé þannig þjóðfélag sem við viljum, þar sem öfgar og fordómar einstefnumanna meina fólki að lifa eðlilegu lífi og iðka trú sína – eða trúleysi - í friði?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.11.2009 kl. 16:41

3 identicon

Hvaða gall er Þórhallur að vísa í?  Hefur einvher verið að bögga hann á vefnum?  Hvaða orð eru þetta sem hrekur hann frá áætlun sinni að skrifa um hugðarefnin sín?  -Ég er bara lens.  Getur það verið að hann sé í kastinu út í GAMLA vantrúarmerkið? 

Honum til hugfróunar þá tók Vantrú þetta merki út einmitt vegna þess að það gæti mögulega móðgað einhvern. Það er orði ansi langt síðan.  Eina skipti sem þetta merki er notað er eitthvað merki á Moggablogginu.  

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 16:54

4 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þetta merki er ekki einu sinni notað á moggabloggi Vantrúar lengur.  Nú er þar bara geimvera með hendur en enginn kross sjáanlegur.

Matthías Ásgeirsson, 23.11.2009 kl. 16:59

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Æ, hann er svo mikil dramadrottning. Hann ætti að skipta yfir í koffeinlaust og hafa bréfpoka til að anda í handbæran við tölvuna.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.11.2009 kl. 17:09

6 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þessir 3 hafa skrifað þannig að ég sé ekki ástæðu til að hleypa þeim hér að.

Hjalti, þetta skrifar Þórhallur á sína síðu og vísar til okkar tveggja og væntanlega DoctorE.

Hvað hefur þú eiginlega verið að skrifa?  Ég man ekki eftir að hafa skrifað nokkuð sem réttlætir þessi viðbrögð Þórhalls.

Matthías Ásgeirsson, 23.11.2009 kl. 22:02

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Já hann er eitthvað pirraður blessaður presturinn. Meira að segja mér tókst að stuða hann!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.11.2009 kl. 23:10

8 identicon

Er hann ekki hræddur um að hann fari að missa starfið sitt blessaður, við munum þegar hann stormaði út af þjóðfundi með þær fréttir að kristni, starfið hans, væri það mikilvægasta :)

DoctorE (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 23:52

9 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hjá Guðsteini segir Þórhallur: En enginn nennir að pæla í slíku heldur stökkva strax fram með fordóma sína eftir fyrstu grein mína, eins og þú, án þess að hafa hugmynd um hvert ferðinni er ætlað.
Gott að sjá að hann sakar fleiri en mig (okkur) um fordóma.  Ég hef varla getað tjá mig við Þórhall án þess að hann saki mig einmitt um fordóma.  Sjálfur kannast hann ekkert við að vera fordómafullur, t.d. í garð trúleysingja.

Matthías Ásgeirsson, 24.11.2009 kl. 08:03

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Matti - já ég skil reyndar ekki alveg af hverju hann grípur til fordóma spjaldsins, því ég reyni þó að rökstyðja mál mitt og ber fram hans eigin orð sem og kenningar þjóðkirkjunar, sem er annað en hann gerir.

Og aldrei þessu vant, erum við samherjar í leiðrétta það sem við teljum vera vitleysu. Mér dettur reyndar aðeins eitt orð í hug ... sem ég þori varla að segja en læt það samt flakka .... dramadrottning!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.11.2009 kl. 09:11

11 identicon

Ég man ekki til þess að ég hafi sett athugasemd hjá Þórhalli, ég ætlaði að gera það fyrir skemmstu.. en þá kom melding með að ég væri bannaður :)

En nú tekur Þorhallur gleði sína, enda verið að vígja skrilljón króna orgel og fínheit.

DoctorE (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 09:13

12 Smámynd: Odie

Ég held að þetta séu strámannrök hjá Þórhalli.  Ætli það hafi nú ekki frekar verið kirkjunnar menn sem hafi beðið hann um að hætta þessu og hann notar tækifærið til að rakka niður trúleysingja í leiðinni.

Odie, 24.11.2009 kl. 11:02

13 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég get alveg upplýst að ég ætlaði í fyrstu einmitt að gera athugasemd við bloggfærslu Þórhalls en komst svo að þeirri niðurstöðu að betra væri að fjalla um hana sjálfstætt á minni eigin bloggsíðu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.11.2009 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband