Tvískinnungur bahæja

Það kom mér á óvart að fulltrúi bahæja* á friðarstundinni í Hallgrímskirkju hafi verið kona. Ég skil nefnilega ekki hvernig konur geta verið bahæjar.

Því jafnvel þó að þeir segist styðja jafnrétti kynjanna, þá mega bara karlmenn vera fulltrúar í æðstu stofnun trúarinnar. Ástæðan? Einhver 19. aldar persi sagði það og þess vegna er þetta óbreytanlegt viðhorf í bahá'í trú“.

Myndi einhver taka stjórnmálaflokk alvarlega sem segðist vera fylgjandi jafnrétti kynjanna, en vildi banna konum að bjóða sig fram til Alþingis?

Auðvitað ekki og þess vegna tek ég ekki mark á bahæjum, nema þeim sem viðurkenna að trúin þeirra er gegn jafnrétti kynjanna.

*Ég veit að bahæjar vilja skrifa þetta og önnur orð öðruvísi, en ég geri það ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er einhver sem skilur upp eða niður í þessu trúarrugli öllu saman.

Hægri verður vinstri, upp verður niður, morð verða að kærleika... sjúkt :)

DoctorE (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 15:41

2 identicon

Sæll Hjalti :)

Bendi kannski bara á það að bahá'í trúin er náttúrulega ekki stjórnmálaflokkur þannig að þetta er ekki sérstaklega góð samlíking. Allt aðrar forsendur sem gilda.

Vildi bara benda á eitt atriði vegna ummæla doktorsins, þ.e. að "morð verða að kærleika." Ég skil alveg að einhver sem ekki er bahá'íi skuli vera ósáttur við þær reglur sem passa ekki hans lífssýn en það fer ekki á milli mála að hver sá sem hefur skoðað bahá'í trúna með heiðarlegu viðmóti að þar fer mjög friðsamlegur hópur manna sem m.a. hlýðir þeirri meginreglu bahá'í trúarinnar að það sé betra að vera drepinn en að drepa. Þeir sem þurfa frekari staðfestingu á friðsamegu viðmóti bahá'ía nægir að líta á viðbrögð þeirra við þeim ofsóknum sem þeir sæta í Íran enn í dag (11. júlí næstkomandi fara 7 bahá'íar fyrir rétt fyrir að "breiða út spillingu á jörðinni" þ.e. að vera bahá'íar).

Þar að auki má benda á að konur njóta mjög sterkrar stöðu í bahá'í trúnni og nægir að líta á allar aðrar bahá'í stofnanir til að sjá konur eru í mörgum tilvikum í meirihluta. Það má benda á að stjórnkerfi bahá'í trúarinnar er ekki valdakerfi þar sem einstaklingar leita þess að upphefja sjálfa sig eins og gerist í stjórnmálum. Það að vera beðinn um að þjóna á bahá'í stofnunum þýðir ekki að einstaklingur sé eitthvað merkilegri en aðrir heldur einungis að hann hafi ákveðna skyldu að gegna. Engir peningar eða persónuleg völd eru gefin þeim sem fá á hendur þá skyldu að þjóna. Þess má til dæmis geta að Allsherjahúsmeðlimir fá sömu mánaðarlega vasapeningsupphæð og aðrir sem þjóna við heimsmiðstöð bahá'ía þar sem Allsherjarhúsið er (þrif fólk, öryggisverðir o.s.frv.). 

Mig langaði bara að koma þessum punktum á framfæri.

Hlýjar kveðjur til ykkar,
Jakob

. (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 23:03

3 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þar að auki má benda á að konur njóta mjög sterkrar stöðu í bahá'í trúnni ...

"Konur njóta mjög sterkrar stöðu á Íslandi, en þær mega ekki vera Alþingismenn, hæstaréttardómarar eða ráðherrar."

Hjalti Rúnar Ómarsson, 7.7.2009 kl. 02:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband