Að byggja á flekaskilum

Í sambandi við þarsíðustu færslu mína um frekar ógeðfelld ummæli þjóðkirkjuprests, þá langar mig að benda á eldri ummæli annars þjóðkirkjuprests. Að þessu sinni er það Sigurður Árni Þórðarson og náttúruhamfarirnar eru í þetta skiptið flóðbylgjan mikla sem drap hátt í 300.000 manns um jólin 2004.Í predikuninni Var Guð í flóðinu? segir hann: 

Hversu góð eru þau stjórnvöld, sem hafa leyft byggingar við strendur rétt við flekaskil? 

Tæknilega séð voru þetta reyndar flekamót, en ég held að það sé hægt að gera ráð fyrir því að presturinn eigi við staði þar sem flekar mætast og ég skil ekki hvers vegna það sé óábyrgara að byggja við strendurnar en ekki inn í löndunum sjálfum, jarðskjálftar drepa ekki bara fólk við strendur. Kíkjum á kort og athugum hvar presturinn vill ekki að stjórnvöld leyfi fólki að búa:

flekar 

Nú sýnist mér að klerkurinn vilji flytja fólk burt frá stórum hluta miðameríku (Mexíkóborg er fræg fyrir að vera á hættulegum stað, bara þar búa næstum því 20 milljónir), vesturströnd Bandaríkjanna, nú auðvitað Súmötru (45 milljónir) eða bara alla Indónesíu (230 milljónir), Japan er auðvitað stórhættulegur staður (125 milljónir), síðan erum við alltaf að frétta af jarðskjálftum í Íran (70 milljónir). Flestir mannskæðustu skjálftar sögunnar hafa átt sér stað í Kína. Jarðskjálftinn í Lissabon í Portúgal 1755 er síðan mjög frægur og ekki má gleyma S-Ítalíu.

En hvers vegna að einblína á jarðskjálfta? Er ekki allt í lagi að leyfa byggð þar sem jarðskjálftar eru hættulegir, en allt í lagi að leyfa byggð þar sem aðrar náttúruhamfarir eru hættulegar? Hvað með flóð? Engin byggð í Bangladesh framar. Hvað með hvirfilbyli? Engin byggð í Karabíska hafinu og austurströnd Bandaríkjanna.

Hvar á allt þetta fólk að búa? Eflaust er pláss fyrir það í Síberíu, en ef það hefði verið þétt byggð þar árið 1908, þá hefði loftsteinn eða halastjarna drepið hundruði þúsunda ef ekki milljóna.

Staðreyndin er sú að stór hluti jarðarinnar er hættulegur staður og stór hluti jarðarbúa neyðist til þess að lifa á hættulegum stöðum. Eina ástæðan fyrir því að presturinn kemur með svona heimskulega tillögu er sú að hann þarf að bjarga guðinum sínum.

Kristið fólk trúir því að algóður guð hafi skapað jörðina. Það á auðvitað í erfiðleikum með að útskýra það hvers vegna algóður guð myndi skapa hættulega jörð, og þess vegna koma prestar eins og Sigurður Árni með svona bull.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ótrúleg grunnhyggni og fáviska, sem opinberast þarna úr kolli sírans. Chile er allt á flekaskilum. Hvað ættu stjórnvöld að gera þar? Flóðbylgjur fara hundruðir mílna frá flekaskilum og eru allar strandir ofurseldar áhættunni.

Nú svo má nefna reykjanesskagann. Þar liggja skilin beint í gegn og svo þvert í gegnum landið.Hvað eru menn að hugsa þar? Af hverju heimtar sérann ekki að fólk rífi sig upp af landinu? Hvað langt frá flekaskilum telur hann réttlætanlegt að byggja?

Jón Steinar Ragnarsson, 19.7.2008 kl. 01:23

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef allt þrýtur, þá kenna þeir frjálsum vilja um, sem er aðskilinn guði og virðist ávallt ganga algerlega í berhögg við fyrirætlan þess al máttuga.

Það má færa ágæt rök fyrir því að frjáls vilji, sé hugarburður einn. Allar hugsanir og gjörðir eiga sér orsakasamhengi og eru afleiður annarra hugsana, gjörða og atburða háða sem óháða mönnum. Mannskepnan er því eins og billjardkúlur á borði sem rekast hver á aðra og breyta stefnu hverrar annarrar. Kaoskenning Lorenz lýsir þessu ágætlega. Nú eða Brownian motion. Hvatinn ræður ekki viljinn.  Eini viljinn, sem setja má fingur á er viljinn til að lifa af og hann er ósjálfráður.

Semsagt. Blame it all on god.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.7.2008 kl. 01:35

3 identicon

Hvaða gagn gerir það sjálfri þér að vera að benda á galla annarra eða ófullkomleikann í því sem að þeir segja???

Þér var ætlað að lifa þessu lífi þér til ánægju og gleði.

Sú gleði fæst ekki með því að vera að velta sér upp úr göllum annarra, það er amk mín reynsla.

Eigðu góðar stundir.

G.Þ.

Guðmundur (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 20:59

4 identicon

SJÁLFUM þér átti þetta að vera.

Ætlaði nú ekki að fara að gera á þér kynskiptiaðgerð svona óforvarindis,,

kv: G.Þ.

Guðmundur (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 21:02

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Guðmundur: Þetta er í andabiskupsins í ástralíu, sem á kaþólikkahæphátíð sagði að það væri ekki viðeigandi að velta sér upp úr gömlum hörmum á borð við barnaníð, þegar hátíð væri í bæ. Þá ætti fólk að hafa gaman og hafa vit á því að vera ekki með svoleiðis spoilera.

Þessir menn eru átorití, sem fjöldi fólks reiðir líf sitt og tilveru á og það er ekkert annað en sjálfsögð krafa að þeir tali af einhverri ábyrgð. Ekki þar fyrir að þessir menn hafa jú tekjur frá hinu opinbera fyrir að ljúga um hluti, sem enginn fótur er fyrir. Það er kannski líka óþarfa smámunasemi að hafa orð á því?

Jón Steinar Ragnarsson, 22.7.2008 kl. 20:05

6 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Ég átti alltaf eftir að segja hvað þetta er prýðis góð grein hjá þér Hjalti.

Sindri Guðjónsson, 17.8.2008 kl. 22:42

7 Smámynd: Sigurður Árnason

Mér sýnist þarna nú verið að leita að einhverju til að gera út á prestinn, Ef þetta væri trúlaus vísindamaður, þá væriru ábyggilega ekki að gera neitt út á þetta. Af hverju gæti hann ekki bara verið að segja þetta sem venjulegur maður með persónulega skoðun?

Sigurður Árnason, 7.9.2008 kl. 06:13

8 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég efast um að "trúlaus vísindamaður" færi að reyna að afsaka guðinn sem hann trúir ekki á.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 7.9.2008 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband