Börn og Þjóðkirkjan

Samkvæmt Þjóðkirkjunni, þá er ekkert athugavert við það að kvelja nýfædd börn, svo lengi sem guð er að kvelja börnin eða þá að guð samþykkir kvalirnar.

Ég veit að ég verð sakaður um að koma með útúrsnúninga, en ef Þjóðkirkjunni er alvara með játningum sínum, þá er ég einungis að benda á rökréttar afleiðingar því sem kemur fram í játningunum hennar.

Í höfuðjátningu Þjóðkirkjunnar, Ásborgarjátningunni, stendur:

Eftir fall Adams fæðast allir menn, sem getnir eru á eðlilegan hátt, með synd, en það merkir án guðsótta, án guðstrausts og með girnd. Þessi upprunasjúkdómur eða spilling er raunveruleg synd, sem dæmir seka og steypir í eilífa glötun þeim sem ekki endurfæðast fyrir skírn og heilagan anda. #

Auðvitað trúa prestar Þjóðkirkjunnar þessu ekki, þeir hafa aðra á$tæðu fyrir því að vinna fyrir Þjóðkirkjuna. En samkvæmt þessu, þá eiga nýfædd börn skilið ("raunveruleg synd"!) að lenda í eilífri glötun, sem sama játning segir að sé "eilífar kvalir" #.

Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hefur guð kristinna manna sett þá hugmynd í fólk að nýfædd börn séu saklaus, þegar sannleikurinn er sá að þau eiga skilið að kveljast að eilífu.

Ímyndum okkur að æðsti biskup Þjóðkirkjunnar dæi á morgun og fyrsta verkið hans í himnaríki væri að fara niður í helvíti og kvelja börn sem dóu við fæðingu. Myndi ónefndi biskup gera það? Í bókinni í birtu náðarinnar segir ónefndi biskup að "[v]ígðir þjónar kirkjunnar" [hann!] beri sérstaka ábyrgð á því að kirkjan sé "trúföst játningum lútherskrar kirkju". Samkvæmt þessum játningum eiga nýfædd börn skilið að kveljast að eilífu. Þannig að guð væri í fullum rétti að senda þau beinunstu leið í helvíti. Karl Sigurbjörnsson segist trúa því að algóður guð geti kvalið börn að eilífu fyrir þá "synd" að hafa fæðst.

En ég ætla að leyfa greyið manninum að njóta vafans og trúa því að hann sé hræsnari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Hjalti
Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hefur guð kristinna manna sett þá hugmynd í fólk að nýfædd börn séu saklaus, þegar sannleikurinn er sá að þau eiga skilið að kveljast að eilífu.

Ertu ekki örugglega að mismæla þig hérna?  Ég er að vísu sammála setningunni, börn eru saklaus, börn eru ekki syndug. Synd er lögmálsbrot og börn eru ekki búin að myrða, ljúga eða stela.  Annars stór fín grein hjá þér og mikið þörf á því að kristnir lagi þessa rugl kenningu sem stenst ekki heilbrigða hugsun né Biblíuna.

Mofi, 21.1.2008 kl. 14:58

2 Smámynd: Mofi

Þú hefðir átt að hafa titilinn svæsnari, ég var alveg viss um að þetta efni myndi búa til miklar umræður en þetta virðist hafa farið fram hjá bloggurum mbl.

Mofi, 22.1.2008 kl. 15:24

3 identicon

Þjóðkirkjan og hennar menn, eru því miður ekki til fyrirmyndar í mörgum málum .

En vissulega tekur Guð á móti ungabörnum í sinn faðm .

Aðeins þeir sem viljandi hafna Jésú, munu ganga undir vissann dóm . 

conwoy (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 20:09

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Helstu spekingarnir mættir á völlinn sé ég. ...Samkvæmt bókinni, þá tældi Guð Adam og Evu til falls, því þau kunnu ekki skil á réttu og röngu, þegar hann lagði fyrir þau snöruna.  Í öðru lagi þá eyddi hann sköpun sinni og byrjaði upp á nýtt með Nóaflóðinu, því hinn alvitri, fullkomni sá að hann hafði gert mistök.  Annars er erfðasyndin kyrfilega grunduð í bókinni, hvað sem menn vilja sverja það af sér.  Úr móðurkviði erum við syndug og enginn án syndar nema Jesú sem var svo gæfusamur að verða  búinn til makalaust. Sálmur 51:4-7 er einn þeirra staða sem hnykkt er á þessu.

 "Sjá, sekur var ég, er ég varð til, syndugur, er móðir mín fæddi mig."

Allir hafa syndgað og skortir guðs dýrð, segir í Rómverjabréfi

Það fylgja þó þvottaleiðbeiningar í bókinni:

Og samkvæmt lögmálinu er það nálega allt, sem hreinsast með blóði, og eigi fæst fyrirgefning án úthellingar blóðs. (Hebreabréfið 9:22)

Fyrir einhverja hefð skrá foreldrar börn sín í þjókirkjunnar með hvítagaldri kirkjunnar, skírn.  Það er í raun annað skilyrðið fyrir að geta kallast ríkisborgari nánast.  Börn eru óafvitandi vígð inn í þetta költ, sem er engu betra en að skrá ómálga barn í kommúnistahreyfinguna eða hvað annað.

Börnum er loks mútað meðpeningaloforðum til að staðfesta þennan gjörning með leyndardómsfullu (sakramenti)  blóðdrykkju og mannáts og látin fara með þulu um óskiljanlegan þríeinan Guð og lífsins kórónu.  Ég get fullyrt að ekkert barnanna skilur hvað í þessu felst og langflestum finnst þetta fáránlegt og leiðinlegt.

Born MEGA svo ákveða sjálf um 16 ára aldur hvort þau kjósi að vera í öðrum trúflokki, samkvæmt lögum. (ekki minnst á að standa utan þeirra)

Þetta er ekkert annað en viðbjóðsleg þvingun, mannréttindabrot og virðingaleysi fyrir réttindum barna.

Í uppvextinum eru þau alin upp í bænahaldi sem nauðsin til að bæta fyrir vondar hugsanir og glöp.  Svo er þeim kennt um morðingja og bisexual hórkarla eins og Davíð, skáldsöguna um fæðingu Jesú (sem er lygasaga) og þegar að viðkvæmasta yfirgangsskeiði kemur frá barni til fullorðins, er þeim kennt um afleiðingar syndarinnar, hefnd og helvíti til að gera þau viti sínu fjær og fá þau til að bæla og skammast fyrir hvatir sínar.

Í sjötta kafla stjórnarskrárinnar stendur: 62. grein

"Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.

Breyta má þessu með lögum."

Það er kominn tími til að breyta þeim lögum og gefa fólki val, þegar það hefur þroska til og stoppa þessa demónísku innrætingu.

Í sjöunda kafla stendur:65. grein

"Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.

Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna."

Þetta á væntanlega við um börn líka, þótt ekki séþað tekið sérstaklega fram.

Stjórnarskráin er á skjön við sjálfa sig þarna en ljóst að börn eiga rétt á að hafa andlegt frelsi án tillits til sannfæringar eða átrúnaðs foreldra auk þess sem það eru almen mannréttindabrot að ætla að fólk geti fæðst undir ákveðið trúardogma.

Það er svo einnig aðkallandi réttindamál að koma klerkum og geistlegri innrætingu út úr forskólum, sem er vinnu og menntunarstaður barna.  Þá forneskju og andlegt barnaníð ætti að afnema strax. 

Það er engin synd til  né himnaríki og helvíti, hvað sem menn reyna að þykjast sannfærðir um það.  Leiði þeir að því vísindaleg líkindi og ég skal hlusta.  Hitt er miðaldaleg fáfræði og einfeldni, sem gerir ekkert annað en að sá ótta í brjóst sakleysingja, sem engan sén hafa haft á að bera fyrir sig hendur né spyrja án þess að vera böðuð í lygasúpu og langsóttum líkingum um það sem ekkert er.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.1.2008 kl. 18:55

5 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi:

Ertu ekki örugglega að mismæla þig hérna?

Þegar ég segi að börn eigi skilið að kveljast í helvíti er ég auðvitað að nota kaldhæðni.

Ég er að vísu sammála setningunni, börn eru saklaus, börn eru ekki syndug. Synd er lögmálsbrot og börn eru ekki búin að myrða, ljúga eða stela. 

Hvað segirðu þá um versin sem Jón Steinar vitnaði í? Sérstaklega þetta vers úr 51. sálmi:

Sjá, sekur var ég, er ég varð til, syndugur, er móðir mín fæddi mig.

Og hvað segirðu um þessi vers?

Róm 5.18-19
Eins og af misgjörð eins leiddi sakfellingu fyrir alla menn, þannig leiðir og af réttlætisverki eins sýknun og líf fyrir alla menn. Eins og hinir mörgu urðu að syndurum fyrir óhlýðni hins eina manns, þannig mun hlýðni hins eina réttlæta hina mörgu.

Þú hefðir átt að hafa titilinn svæsnari, ég var alveg viss um að þetta efni myndi búa til miklar umræður en þetta virðist hafa farið fram hjá bloggurum mbl.

Já, góð ábending.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.1.2008 kl. 04:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband