Jahveh er 'undirguð' í nýju þýðingunni.

'Sannkristnu fólki' er skiljanlega illa við að í nýju þýðingunni séu breytingar sem það telur, ef til vill réttilega, að séu að miklu leyti gerðar vegna pólitísks rétttrúnaðar. En í fimmtu Mósebók leynast vers sem ættu að gera þetta fólk enn reiðara, því þar er guð kristinna manna gerður að undirsáta aðalguðsins:

Þegar Hinn hæsti fékk guðunum þjóðirnar, er hann greindi mennina að, þá setti hann þjóðunum landamerki eftir fjölda guðanna. En lýður Drottins kom í hlut hans, Jakob varð erfðahlutur hans. (5Mós 32.8-9)

Í gömlu þýðingunni stóð:

Þá er hinn hæsti skipti óðulum meðal þjóðanna, þá er hann greindi í sundur mannanna börn, þá skipaði hann löndum þjóðflokkanna eftir tölu Ísraels sona. Því að hlutskipti Drottins er lýður hans, Jakob úthlutuð arfleifð hans. (5Mós 32.8-9)

Í nýju þýðingunni skiptir 'Hinn hæsti' mannfólkinu á milli 'litlu' guðanna. Jahveh ("Drottinn") fær Ísraelsmenn. Afar skiljanlegt.

Gamla þýðingin var hins vegar óskiljanlegt. Hvers vegna ætti 'Hinn hæsti' að skipta heiminum eftir fjölda 'Ísraels sona'?

Gamla þýðingin byggði á hinum svokallaða masóretíska texta, en elstu handritin hans eru frá ~10. öld. Það sem ég feitletraði í versunum var 'sona Ísraels' í masóretíska textanum.

Í nokkrum eintökum LXX (grísk þýðing sem er eldri en masóretíski textinn) stóð hins vegar 'synir guðs'. Þegar Dauðahafshandritin fundust síðan, þá kom í ljóst hebreskur texti sem var um það bil þúsund árum eldri en elstu masóretísku textarnir. Það vildi svo til að þeir textar voru sammála gríska textanum: synir guðs.

Nú er bara spurning hvort Þjóðkirkjan taki upp trú á heilaga 'ferningu': Jahveh, Herra Andi, Jesús og afi hans, Hinn hæsti (El-eljon).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Þetta er eitthvað sem þú ættir að spyrja á síðu Jóns Vals Jenssonar guðfræðings. Það væri fróðlegt að sjá svar hans við þessu, hann virðist vera vel lesinn á frumheimildir Biblíunnar.

Siggi (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 00:13

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Góður þessi.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.10.2007 kl. 00:34

3 Smámynd: Mofi

Þetta virðist vera meingölluð þýðing á svo marga vegu...  ósammála þér að nýja þýðingin þarna er eitthvað auðskiljanleg, mér finnst hún stórfurðuleg á meðan gamla er alveg skiljanleg.

Mofi, 23.10.2007 kl. 18:40

4 Smámynd: Linda

Þetta er ekki flókið, Hjalti, frekar enn fyrri daginn, sama boðið, og í raun bara mjög merkileg og fróðleg þýðing, því mankynsagan talar um hið sama, alla okkar Guði.  Hinsvegar, er sannleikurinn þarna á svart hvítu, Drottinn, er samkvæmur sjálfum sér.

Þegar Hinn hæsti (Drottinn, hinn eini sanni Guð)fékk guðunum þjóðirnar,(margir Guðir voru í huga fólks á þessum tíma, enn ekki hinn eini sanni Guð)þetta kemur vitanlega ekki á óvart því mannkynsagan ber vitni þess efnis að fólk átti marga Guði

 er hann greindi mennina að, þá setti hann þjóðunum landamerki eftir fjölda guðanna. (svo hér ekkert nýtt hér, mankynsagan aftur ber þessu vitni heiminum var skipt við vorum mismunandi og tilbáðum mismunandi Guði, leifar af þessu er hægt að sjá t.d. í mexico, Guadamala, Egyptalandi o.s.f.v.) þetta ástæðan fyrir því  að Gyðingar eru þeir sem vinna verk Guðs, þ.a.s. frá þeim mun koma sá sem mun sameina heiðingjana (þá sem trúðu á marga Guði)og Gyðingana.

En lýður Drottins kom í hlut hans(æðsta Guðs, eina sanna Guðs), Jakob varð erfðahlutur hans. (5Mós 32.8-9)(við erum erfingja hins eina Sanna Guðs Æðsta Guðs sem tók niðjar JAKOBS OG SKRIFAÐI LÖGMÁLIÐ Í HJÖRTU ÞEIRRA OG FRÁ ÞEIM er okkar trú komin eingyðingstrú, einn Guð.!

Það má snúa út úr þessu eins og þú gerir, enn þegar maður les þetta þá er þetta ekkert nýtt.

Linda, 23.10.2007 kl. 19:38

5 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Ég er ánægður með svar þitt Linda, en ég hef heyrt að þetta eigi einnig við um tignir og völd, þeas að guðirnir séu verndar guðir þjóðanna. Við lesum um þetta í Daníelsbók sjá kafla 10. Reyndar eru verndar guðirnir illir nema í undantekningar tilvikum. T.d. í Tulsa OK, en þar hef ég verið og heyrt hef ég um Suður-Koreu. Hjalti mér Þykir þú vera meinfyndinn og skemmtilegur, halltu áfram að skrifa pistlana þína. Guð blessi þig og varðveit í Jesú nafni Amen.

Aðalbjörn Leifsson, 23.10.2007 kl. 21:32

6 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi:

Hvað skilurðu ekki í nýju þýðinguna?

Linda:

Nei þetta er ekki flókið, en þú virðist eiga afar erfitt með að skilja þetta. Ef Hinn hæsti skiptir heiminum á milli guðanna, og Jahveh fær eina þjóð (Ísrael), þá eru augljóslega til margir guðir og guðinn þinn (Jahveh) er greinilega undirguð Hins hæsta.

Aðalbjörn:

Takk fyrir hrósið.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.10.2007 kl. 01:53

7 Smámynd: Linda

Hjalti ég ætla ekki að þræta við þig um þetta, þú ert ekki að fara með rétt mál hér eins og oft, Hins, Hans, Drottins allt sami Guðinn, ágæti Hjalti, þú færð engu breytt með þessu bulli þínu, ég bið þér friðar. 

Linda, 24.10.2007 kl. 06:00

8 identicon

Ekki taka ævintýri svona alvarlega krakkar, vel skiljanlegt að Hjalti vilji koma fólki í skilning um ruglið og bullið

DoctorE (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 08:40

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Et tu Dokksi? Þú ert þá formlega genginn til liðs við vantrúarmenn, eða hvað?

Nei þetta er rétt hjá Lindu og hef ég engu við það að bæta. Hvernig þú færð þessa niðurstöðu er algjörlega útí hött og vægast sagt kjánalegt einelti á trúnna sem hefur ekkert uppá sig. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.10.2007 kl. 12:36

10 identicon

Im a one man team og mun alltaf vera, hef ekki hópamyndunarþarfir

DoctorE (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 13:40

11 Smámynd: Þormar Helgi Ingimarsson

Sæll Hjalti minn. Ég er sammála Lindu og Aðalbirni. Með þessa þýðingu. Satt best að segja finnst mer þessi þýðing hand ónýt vegna þess að það vantar allan sannléikan ekki hálfan. Það gengur ekki. Hálti ég ekki að kenna þer um þessa þýðingu. Sumt fólk sem er að þýða það skilur ekki orð Guðs. Jafnvel það sem mennta í þessu. Hjalti haltu áframm að skrifa pislana þina. Guð blessi þig og þína fjöklskyldu.

Þormar Helgi Ingimarsson, 24.10.2007 kl. 22:54

12 Smámynd: Þormar Helgi Ingimarsson

Sæll Hjalti Rúnar. Ég verð að biðja þig um að fyrirgafa mer þessi skrif i gær kveldi. Ég var svolítið þreittur þegar ég var að skrifa þetta. Ég þið þig um að fyrirgefa mér að hafa kalllað þig Hjálta. Það átti að vera Hjalti. Bið Guð friðarins um að blessa þig og fjölskylduna þina.

Þormar Helgi Ingimarsson, 25.10.2007 kl. 05:32

13 identicon

Finnst þetta nokkuð góð og skýr útskýring hjá Lindu.

 kobbi

. (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 19:15

14 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Linda, Guðsteinn et al:

Þið ættuð að skoða aðeins þá texta sem fundist í Úgarít

Þar átti aðalguðinn, 'El', sjötíu syni. Einn þeirra var guð kristinna manna Jahveh. Gyðingar héldu einmitt að það væru sjötíu þjóðir.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.10.2007 kl. 02:05

15 identicon

Þetta með Úgarít er mjög áhugavert og væri gaman að lesa betur um þetta en ég sé ekki hvernig á að nota þetta til að sanna að gyðingar eða gamla testamentið hafi verið að boða (eða viðurkennt) fjölgyði. En það er augljóst ef maður les þessar ritningar að boðberar Guðs (Abraham, Móses o.s.frv.) hafi einmitt margoft skammað fylgjendur sína fyrir að fylgja mörgum guðum eins og atvikið með gullkálfinn sýnir.

Kannastu annars við söguna af því þegar Abraham skemmdi öll skurðgoðin? Hún er alveg stórskemmtileg. 

. (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband