orð GUÐS til þín

elskaovini

Jesús sagði: "En þessa óvini mína, sem vildu ekki að ég yrði konungur yfir sér, færið þá hingað og höggvið þá frammi fyrir mér."

Lúk 19:27


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

En ég sem hélt að það ætti að elska óvini sína en ekki að höggva þá (ekki að taka frá þeim land þeirra)

Svo fjallar þessi dæmisaga augljóslega um heimsendi.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.10.2007 kl. 21:43

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er partur af langri dæmisögu Jesú (Lúk. 19.(11-)12-27) af konungsefni, sem á sér miklar hliðstæður í samtíð Jesú, og virðist af öllu að dæma vera til vitnis um þau örlög sem biðu leiðtoga Gyðinga á 1. öld. Þetta gerðist, en ætli Hjalti haldi ekki samt áfram að leyfa sér að kalla Jesúm falsspámann"?

Jón Valur Jensson, 3.10.2007 kl. 21:51

3 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég veit vel að þetta er hluti af dæmisögu um konung (guð) sem kemur aftur og ýmist launar þegnum sínum eða refsar þeim. Vísar augljóslega til "komu mannssonarins" (heimsendi), eins og kemur augljóslega fram í Mt. 25.

Þetta gerðist,...

Virkilega? Ég hef ekki tekið eftir endurkomu Jesú. Jón Valur,hvenær kom hann eiginlega?

Gyðingarnir sem heild vildu ekki hlýða góðum vilja Drottins og var því refsað eins og óhlýðnum börnum foreldris sem vita betur og vilja aga.

En á ekki að elska óvini sína? En það er gott að vita að sú hefð ríkir enn að
"Gyðingarnir sem heild" eigi refsingu skilið fyrir að hafa drepið Jesú.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.10.2007 kl. 22:14

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessi dæmisaga fjallar ekki um endurkomuna. Hún fjallar um Krist sem Son Föðurins. Hann kom til eignar sinnar, en var hafnað af leiðtogum þjóðar sinnar -- og þeim var því refsað, með tilstuðlan eigin verka, fáeinum áratugum síðar.

Óvinum Guðs verður refsað, Hjalti, já, vissulega, en meðan hér þeir hjara, eiga þeir ennþá kost á fyrirgefningu og viðsnúningi lífernis sín og afstöðu.

Jón Valur Jensson, 3.10.2007 kl. 22:51

5 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þessi dæmisaga fjallar klárlega um endurkomuna. Þarna er konungur að koma aftur til ríkis síns (kom Jesús aftur ~70 e.o.t.?) til þess að verðlauna þeim sem höfðu ávaxtað vel það sem hann hafði gefið þeim (Rómverjunum? ) og refsa þeim sem höfðu ekki ávaxtað það sem sem þeim hafði verið gefið.

En allt í lagi, vertu ósammála mér, mér og höfundi Matteusarguðspjalls, eða ertu ósammála því að sama dæmisaga í Mt. 25 fjalli um endurkomuna?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.10.2007 kl. 23:39

6 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Gyðingarnir voru ekki og eru ekki óvinir Drottins,...

En í dæmisögunni eru þeir kallaðir óvinir.  En fyrst maður á að elska óvini sína, á maður þá ekki líka að elska "vinnulýð" sinn?

Þegar þeir gerðu það ekki, heldur afneituðu konungi sínum þá varð að gera eitthvað.

Hverjir eru "þeir"? Gyðingar almennt? Og hvers vegna varð að gera eitthvað? Ég skil þennan hugsunarhátt ekki: Einhverjir Gyðingar í Jerúsalem trúa ekki að Jesús sé guð. Vegna þessa "verður" guð "að gera eitthvað" og ákveður að láta Rómverja ráðast á landið og drepa helling af fólki 40 árum síðar.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.10.2007 kl. 23:42

7 identicon

Ef ég má þá vil ég setja fram minn skilning á þessari dæmisögu.

Hér er verið að tala um hið eilífa, samkvæmt mínum skilningi, ferli Guðs að senda boðbera til mannanna til að leiða þá áfram í sínum andlega vexti. Þess vegna er talað um sáttmála. Þessi sáttmáli milli Guðs og manna er þannig að Guð lofar að láta okkur aldrei vera án leiðsagnar og okkar skylda er að taka við þeirri leiðsögn sem hann sendir okkur.

Í þessari sögu táknar konungurinn boðberanna sem koma og fara með reglulegu millibili en þið þekkið Abraham, Móses og jesús af þessum spámönnum.
Boðberinn/konungurinn gefur fylgjendum sínum ákveðin andleg og félagsleg boðorð, ,,tíu pund" sem þeim ber að ávaxta. Þ.e. við eigum að fylgja eftir og íhuga ritningarnar því þannig öðlumst við skilning og andlegt líf. Þegar boðberinn kemur aftur þá munu þeir sem hafa ávaxtað fénu, þ.e. öðlast andlegt líf, þekkja boðberann aftur og snúa sér til hans eftir leiðsögn. Þeir sem ekki íhuguðu né fylgdu boðorðunum munu ekki þekkja aftur konung sinn og þar með ,verður tekið frá þeim það litla sem þeir hafa'. Dauði í þessu sambandi er andlegur dauði.

Þið tókuð kannski eftir því að í byrjun dæmisögunnar er sagt: While they were listening to this, he went on to tell them a parable, because he was near Jerusalem and the people thought that the kingdom of God was going to appear at once.

Hérna, samkvæmt mínum skilningi, er verið að tala um þá trú, bæði gyðinga á þeim tíma og kristna manna í dag, að konungsríkið muni birtast í einni svipan frekar en með vinnu og mikilli ,ávöxtun fés'. Ég skil þetta þannig að konungsríkið muni einmitt ekki birtast í einni svipan né mun heimurinn farast í hinum veraldlega skilningi. Guðsríkið verður komið á hér á jörðu en aðeins með því að fylgja leiðsögn boðberanna og með því að ávaxta því féi sem okkur er gefið.

. (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 00:40

8 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Það getur verið að svo sé en ég er ekki viss

Fyrri athugasemdinni (23:39) var beint til Jón Vals.

Maður á að bera umhyggju fyrir vinnulýð sínum. Þeir höfðu að minnsta kosti síðasta hálft árþúsundið ekki hlýtt herra sínum og því verskuldaði þessi lýður refsingu.

Ha? Hafði fólki sem guðinn þinn lét myrða árið 70 e.o.t. ekki hlýtt herra sínum í hálft árþúsund?  Og verðskuldaði fólkið hræðilegt stríð?

Gyðingar sem heild og sérstaklega leiðtogar þeirra á ég við. Það varð að draga tilbaka blessun Drottins til handa þeim því þeir höfðu lengi ekki sinnt vilja Drottins. Drottinn vissi vel hvað bjó í hjarta leiðtoga gyðinga og vissi án efa hvað þeir myndu gera Jésú. Drottinn var kominn sérstaklega að mínu mati til að hreinsa musterið og undirbúa ríki Guðs ekki að drottna yfir gyðingum. Það að þeir voru stráfelldir síðan er þeirra sök þeir kölluðu það yfir sig.

Enn og aftur, gaman að sjá að þú telur að það hafi verið rétt að "stráfella"
Gyðinga í heild vegna þess að sumir þeirra voru ekki tilbúnir til þess að trúa á
Jesú. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 4.10.2007 kl. 00:46

9 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Promecius:

Þeir höfðu verið honum óhlýðnir já lengi vel.

Ég á nú bágt með að trúa því að fólkið sem guðinn þinn lét myrða árið 70 e.o.t. hafi verið óhlýðið í 500 ár. Sérstaklega í ljósi þess að meðalaldurinn á þessum tíma var langt undir 70 ára.

Afhverju verðskulduðu þeir ekki að vera upp á náð heimsins komin, heims sem þeir sótt í og gáfu í meira en ríkidæmi Guðs?

Nú veit ég ekki hvað þú átt við með því að "vera upp á náð heimsins komin",
ég er að hugsa um það hvort þeir áttu það skilið að vera "höggnir".

Nú hlýtur þú að vera að stríða mér Hjalti. Sagði ég þetta eða gaf ég það í skyn?

Þú sagðir þetta. Ég spurði þig að því hverjir "þeir" voru sem afneituð Jesú, þú sagðir að það væru: "Gyðingar sem heild og sérstaklega leiðtogar þeirra". Síðan segirðu að: "Það að þeir voru stráfelldir síðan er þeirra sök þeir kölluðu það yfir sig." Endilega segðu mér að hvaða leyti ég misskildi þig.

Jakob:

Mér finnst þú lesa ansi mikið inn í þessa dæmisögu (sem og aðrar). Þá er ég 
sérstaklega að tala um að þú lest inn í dæmisögurnar trúarkenningar bahá'ía.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 4.10.2007 kl. 01:25

10 identicon

Veit ekki betur en að það hafi verið Rómverjar sem hafi gert þessa hluti. Er þetta einhver misskilningur hjá mér?

. (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 01:26

11 identicon

Já, ég les náttúrulega bara það sem ég sé, allavega finnst mér þetta alls ekki vera neitt langsótt. Hvað er það sem ekki ,meikar sens' í þessu?

Þar sem ég er bahá'íi þá held ég að það sé nokkuð eðlilegt að ég lýsi þeim skilningi sem bahá'í ritin varpa á þessar ritningar og aðrar. Það væri óeðlilegt ef ég færi að tileinka mér túlkanir á ritningum sem mér finnst ekki vera skynsamar,  með fullri virðingu fyrir þeim sem kjósa þær túlkanir. 

. (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 01:31

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Án efa féllu margir Gyðingar (kannski flestir) saklausir, þegar Rómverjar réðu niðurlögum þeirra kringum árið 70 e.Kr. En þeirra hefur þá beðið betra hlutskipti en það jarðneska. Hitt varð ekki umflúið, að leiðtogarnir afvegaleiddu þjóð sína og sviku Drottin sinn og Guð og leiddu þjóðina út á þennan helveg. Þeirra var ábyrgðin.

Ég er alls ekki sammála Hjalta (kl. 23:39) um, að þessi dæmisaga fjalli um endurkomuna. En hann spyr mig: "ertu ósammála því að sama dæmisaga í Mt. 25 fjalli um endurkomuna?" -- Vitlaust spurt! segi ég, því að þetta er alls ekki sama dæmisagan. Í Mt. 25.31-46 er fjallað um efsta dóm (EKKI dæmisaga, heldur forspá þess, sem þekkinguna hafði), og í 14.-30. versi er dæmisaga sem líkist þeirri, sem við erum að ræða hér (Lúk. 19.12-27), en það er langsótt að telja hana einblína á endurkomu Krists, það gerir hún ekki, og þegar minnzt er þar á, að húsbóndi þjónanna komi og geri reikning við þá (uppgjör), getur það allt eins verið við endi lífsferils þeirra.

Jón Valur Jensson, 4.10.2007 kl. 10:03

13 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jesús sagði: "En þessa óvini mína, sem vildu ekki að ég yrði konungur yfir sér, færið þá hingað og höggvið þá frammi fyrir mér."

Lúk 19:27


Þessi aðferðarfræði minnir óneitanlega á 'cölt' - þau sem velja sér vers og nota þau sér til eigin framdráttar. Vottarnir stunda þetta mikið sem og Mormónar sem dæmi.

Vers sem eru tekinn á þennan hátt og borinn upp án þess að hafa samhengið, til þess eins að koma þeim einfaldaða boðskap á framfæri sem höfundur þessarar greinar finnst þægilegast og þjónar sínum boðskap, það heitir misbeiting á boðskapnum og er jafnvel orðinn 'cultismi' hjá ykkur vantrúarmönnum, er það málið Hjalti? Ætlar þú þér að gera vantrú að 'cölt'??

Jafnvel 10 ára krakki sæi í gengum þann útúrsnúning sem hér um ræðir. Þetta er vers úr langri dæmisögu eins margir hafa bent hér á, og eru vinnubrögð þessi ekki þér til sóma Hjalti.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.10.2007 kl. 10:06

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rétt.

Og til hvers ertu með þessa væmnu mynd hér efst á síðunni, Hjalti?

Jón Valur Jensson, 4.10.2007 kl. 11:37

15 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

En þeirra [Gyðinganna] hefur þá beðið betra hlutskipti en það jarðneska.

Heldurðu það virkilega? Fólk sem Jesús kallaði óvini sína?

...og leiddu þjóðina út á þennan helveg. Þeirra var ábyrgðin.

Reyndar virðist Jesú taka sér ábyrgðina samkvæmt þinni túlkun á Lk 19. Amk fyrirskipar konungurinn (guð) drápin þar.

Ég er alls ekki sammála Hjalta (kl. 23:39) um, að þessi dæmisaga fjalli um endurkomuna.
Segðu mér þá til hvers endurkoma konugsins vísar í þessari dæmisögu.

... og í 14.-30. versi er dæmisaga sem líkist þeirri, sem við erum að ræða hér (Lúk. 19.12-27), en það er langsótt að telja hana einblína á endurkomu Krists, það gerir hún ekki, og þegar minnzt er þar á, að húsbóndi þjónanna komi og geri reikning við þá (uppgjör), getur það allt eins verið við endi lífsferils þeirra.

Þetta er sama dæmisagan, nema hvað að Lúkas hefur aðeins bætt við hana. Í þessari dæmisögu fer húsbóndinn (guð/Jesús) í burtu, kemur aftur og launar góðum þjónum og refsar þeim slæmu, þeim verður hent út í
ystu myrkur þar sem verður grátur og gnístran tanna.

Teljum nú aðeins upp það sem við erum með:
1. Húsbóndinn fer en kemur aftur.
2. Þegar hann kemur launar hann vondum þjónum.
3. Þegar hann kemur aftur refsar hann góðum þjónum.
4. Vondu þjónarnir enda í "ystu myrkri" og þar verður "grátur og gnístran tanna".

Þetta getur ekki "allt eins verið við endi lífsferils þeirra", því í Mt er allt þetta tengt við heimsendi, sjá t.d. lokahluta Mt 25 sem þú vísaðir á. Svo er endurkoma húsbóndans augljóslega vísun í endurkomu Jesú.

En svarið við síðustu tveimur athugasemdum er að finna í þessari færslu sem er "innblásturinn" að þessari grein minni. Ég vona að þið tveir fordæmið líka Gunnlaug fyrir þessa költ-tilburði sína.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 4.10.2007 kl. 12:01

16 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Munurinn Munurinn á þér og Gunnlaugi í þessu er að hann velur vers sem þarf ekki að birta samhengið til þess að skilja. Setningin sem hann birtir segir sjálf og er ekki hluti af stærri heild. Það er ekki sama hvað þú velur Hjalti Rúnar. Hann valdi ekki að plokka eitt vers úr stærri sögu, setningin sem hann plokkaði úr segir sig sjálf.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.10.2007 kl. 12:17

17 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

úps .. sorrý - ég stamaði þarna! :-/

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.10.2007 kl. 12:17

18 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Athygliverðar umræður! En ég hef túlkað endatímana á þann veg að náð Guðs verði ekki lengur yfir öllum einsog hún er núna. Þegar að náðin víkur frá, þá verður heimurinn sannkallað helvíti, svo að maðurinn er sjálfur að dæmast til helvítis með því að taka ekki við náðinni sem er fyrir Jesú Krist.

Guðrún Sæmundsdóttir, 4.10.2007 kl. 23:15

19 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Guðsteinn, þú hlýtur samt að sjá að þetta var einfaldlega skopstæling á framsetningu Gunnlaugs.

Svo skiptir það afar litlu máli að þetta sé dæmisaga, sá sem segir þetta í dæmisögunni er sjálfur guð/Jesús.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 4.10.2007 kl. 23:25

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mt. 25.31-46 fjallar um endi tímanna, en er allt önnur frásögn og óskyld þessu í Lúk.19:27. Það Lúkasarvers var líka partur af dæmisögu, en Mt. 25.31-46 er ekki dæmisaga, heldur frásögn af því, sem verða mun (og eins gott að menn taki mark á þeim orðum Jesú, sem þar er um að ræða).

Jón Valur Jensson, 5.10.2007 kl. 02:08

21 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jón Valur, þegar ég segi að önnur útgáfa af þessari dæmisögu er að finna í Mt 25, þá á ég auðvitað við vers 14-30. 

En það vill svo skemmtilega til að sú dæmisaga er einmitt í miðri ræðu Jesú um heimsendi.


Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.10.2007 kl. 02:33

22 identicon

Er náð guðs yfir okkur, hún getur verið yfir sumum í þeirra eigin hugarheimi en það sama verður ekki sagt um þorra mannkyns.
Guð valdi Guðrúnu en dissaði milljónir barna... vá en hvað það er kærleiksríkt og viðeigand af súperkarli
Dómsdagsspár og aðrar trúarlegar ógnir eru verkfæri frummanna til þess að hræða þá einföldu, no more no less

DoctorE (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 09:52

23 identicon

,,Athygliverðar umræður! En ég hef túlkað endatímana á þann veg að náð Guðs verði ekki lengur yfir öllum einsog hún er núna. Þegar að náðin víkur frá, þá verður heimurinn sannkallað helvíti, svo að maðurinn er sjálfur að dæmast til helvítis með því að taka ekki við náðinni sem er fyrir Jesú Krist."

Þetta finnst mér ekki samkvæmt boðskap Krists um miskun Guðs. En hvers konar Guð er það sem tekur í burtu náð sína? Guð er meiri en maðurinn og óháður öllum mannlegum duttlungum. Ég get ekki séð að hann sem nefndur er hinn allt-umlykjandi, hinn almiskunsami, ,,sá er umber ófullkomleika alls mannkyns" færi að draga burtu náð sína.

Þetta er í rauninni ekkert ólíkt því sem (sumir) múslimar segja um kristni þ.e. að Guð hafi látið hina raunverulegu Bibíu hverfa aftur til sín og sú sem kristnir menn fara eftir sé spillt. Hérna þarf maður aftur að spyrja sig hvers konar Guð myndi gefa leiðsögn aðeins til að hrifsa hana aftur til sín.

Það er, held ég, rétt að á endatímunum (sem ég skil sem uppfyllingu loforðs Guðs um það að hans vilji muni ríkja á jörðinni sem og á himninum) muni ríkja um tíma mikil ringulreið líkt og heimurinn ,,væri að fara til helvítis" en þetta er ekki vegna þess að náð Guðs hverfur heldur vegna þess að fólk kýs að fella sig ekki undir náð hans. Eins og ég skil endatímanna þá eru þeir það tímabil sem mannkynið er að ,,þroskast up úr ólgusjó unglingsáranna" yfir í jafnvægi fullorðinsáranna.

,,Ó verundarsonur.
Elska mig svo að ég megi elska þig. Ef að þú elskar mig ekki getur ást mín á engan hátt náð til þín. Vit þetta, ó þjónn."

. (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 11:42

24 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Doktor E og Jakob þið eruð nú meiri kjánarnir Þegar ég les skrifin ykkar detta mér í hug 2 tólf ára gaurar að gera símaat nema í ykkar tilfelli bloggat!

En hvað er athugavert við það að gefa manninum séns á að taka við náðinni? jakob og E þið hafið alveg sama rétt og hver annar á náð guðs. Samkvæmt biblíunni eru tvenn öfl Satan og Guð, og maðurinn velur sér hvaða leiðtoga hann gerir að sínum. Stundum er sagt að Guð sé almáttugur nema að einu leiti hann getur ekki opnað hjarta mannsins fyrir sér, því að hjarta mannsins opnast innanfrá. Maðurinn hefur frjálsan vilja og  ef maðurinn tekur ekki við náðarboðskap Jesú Krists sem friðþægði fyrir syndir mannsins þá einfaldlega er Guð ekki fær um að hlífa honum við helvíti því að maðurinn sjálfur valdi það hlutskipti.

Guðrún Sæmundsdóttir, 5.10.2007 kl. 19:57

25 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

...þá einfaldlega er Guð ekki fær um að hlífa honum við helvíti því að maðurinn sjálfur valdi það hlutskipti.

Guðrún, heldurðu virkilega að einhver velji eilífar kvalir? Það væri kannski hægt að líkja þessu við það ef það væri bankað upp á dyrnar hjá þér, þú kæmir til dyra, og þar stæði maður sem segði: "Ég á ósýnilegan vin, ef þú
trúir ekki á tilvist hans og tilbiður hann, þá ertu að velja það að ég berji þig í klessu." Ef þú myndir ekki "velja" það að trúa á ósýnilega vin hans, væri það þá þér að kenna að þú værir lamin í klessu? Hefðirðu sjálf "valið það hlutskipti"?

Og heldurðu virkilega að guð sé bara gjörsamlega valdlaus? Að hann verði að láta okkur sem "taka ekki við náðarboðskap Jesú Krists" kveljast að eilífu?

Svo er þetta alveg ótrúlega óbiblíuleg skoðun, í biblíunni talar Jesús um að hann láti engla sína henda okkur í eldsofninn. Mér sýnist guðinn þinn taka virkan þátt í að láta fólk enda í helvíti.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.10.2007 kl. 20:38

26 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Þitt er valið Hjalti Rúnar, Ef þú hafnar Guð og náð hans þá ertu búin að gefa Satan eignahald á þinni sál, svo einfalt er það nú!

Guðrún Sæmundsdóttir, 5.10.2007 kl. 20:47

27 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þitt er valið Guðrún, ef þú trúir ekki á ósýnilega vin mannsins sem bankar á dyrnar hjá þér, þá ertu búin að gefa honum leyfi til þess að berja þig í klessu, svo einfalt er það nú!

Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.10.2007 kl. 20:50

28 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hér togast á tvenns konar guðfræði, þrenns konar ef við teljum trúleysið með. Margir segja að Guð hafi gefið manninum frjálst val um hvort þeir hlýði Honum, en ef þeir gera það ekki verði þeir að taka afleiðingunum, sjá t.d. 5. Mósebók 30:19-20:

19Ég kveð í dag bæði himin og jörð til vitnis móti yður, að ég hefi lagt fyrir þig lífið og dauðann, blessunina og bölvunina. Veldu þá lífið, til þess að þú og niðjar þínir megi lifa, 20með því að elska Drottin Guð þinn, hlýða raustu hans og halda þér fast við hann, því að undir því er líf þitt komið og langgæður aldur þinn, svo að þú megir búa í landinu, sem Drottinn sór feðrum þínum, Abraham, Ísak og Jakob, að gefa þeim.

Sjá líka Jósuabók 24:15 Jesús hvetur okkur til að kosta kapps um að komast inn um þrönga hliðið í Lúkasarguðspjalli, 13. kafla.

Trúleysingjar segja sumir að ef Guð veit allt sem gerist þá hafi maðurinn ekki frjálsan vilja.

Enn aðrir segja, t.d. Kalvinistar, að Guð útvelji þá sem eiga að frelsast og varðveiti þá frá illu. Þeir benda á ritningastaði í Jóhannesarguðspjalli þar sem Jesús segir að lærisveinarnir hafi ekki útvalið Hann, heldur hafi Hann útvalið þá, einnig Efesusarbréfið 1:4-6:

4Áður en heimurinn var grundvallaður hefur hann útvalið oss í Kristi, til þess að vér værum heilagir og lýtalausir fyrir honum. Í kærleika sínum 5ákvað hann fyrirfram að veita oss sonarrétt í Jesú Kristi. Sá var vilji hans og velþóknun 6til vegsemdar dýrð hans og náð, sem hann lét oss í té í sínum elskaða syni.

Sama hugsun er víða í Gamla testamentinu, t.d. 2. Mósebók 6:7.

Hvað er rétt í þessu? Ég held að ekkert geti gerst án þess að Guð samþykki það. Hvað frjálsan vilja varðar: Ef ég ákveð það eftir viku að fara í utanlandsferð, sem ég hef ekki áætlað enn, þá veit Guð að það gerist. Er ég samt ekki sjálfur að ákveða að fara í þessa ferð?

Þetta er greinilega flókið mál. 

Theódór Norðkvist, 6.10.2007 kl. 02:25

29 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Tími minn er of dýrmætur fyrir svör og andsvör um Guð minn Jesú og hef ég til mála að leggja,ekki leggja nafn drottins við hégóma og munið stöðug leið til visku getur verið eftirsókn eftir vindi.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 6.10.2007 kl. 10:27

30 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ég vil taka það skýrt fram að ég er ekki að tjá mig um guð fyrir höns ákveðinnar kirkju eða safnaðar. En ég hef gaman af því að pæla í ýmsum andans málum. Gætu endatímarnir ekki verið á þann veg sem að vísindin spá fyrir um? Vísindin hafa gefið til kynna að svo kunni að fara að loftsteinn einn eða fleiri tortími jörðinni og þegar að lesnar eru spár vísindamanna um afleiðingar þessa áreksturs þá eru þær nauðalíkar spádómum Jóhannesar í opinberunarbókinni. (bara pæling)

Guðrún Sæmundsdóttir, 6.10.2007 kl. 14:45

31 identicon

Sæll Hjalti Rúnar. Mig lagar að segja þér um þessa dæmi sögu að hún er ekki um konungs veldi heldur er hann að tala um talentur. Hvað eru talentur? Talenta er náðargjöf frá Guðl. Talenta er líka það sem Guð hefur sett inn í anda þinn. Ef þú lest 1.Kor kafla 12. Talar Páll um náðargjarir sem Heilagur andi útbítir af senni vild. Það er líka hægt að túlka þetta sem fé. En það sem Jesús er að segja. Hvað ættlar þú að gera við þær gjafi sem ég gef ykkur. Viljið þið nota þær til góðs eða ættli þit ekkert að nota þær. Þetta er megin atriði hjá Jesú. Fyir utan að Jesú er Kunungur konunga og Drottinn brottna. Og Jesús er Guð. Ef þú ransakar Biblíuna og prófar að les hana með öðru hugarfari. Sjá hvort þú munt ekki fá annan skilning. Elsku Hjallti Rúnar ég bið Gúð að gefa þer anda opinberunar og anda skinings til að þú megir fá þekt Jesú. Þetta lest þú í 1 Kor 1. 18-31.

Kær kveðja Þormar. Vertu ávalt glaður í Drottni ég segi aftur vertu glaður.

Þormar (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 14:14

32 identicon

Doktor E og Jakob þið eruð nú meiri kjánarnir Þegar ég les skrifin ykkar detta mér í hug 2 tólf ára gaurar að gera símaat nema í ykkar tilfelli bloggat!

En hvað er athugavert við það að gefa manninum séns á að taka við náðinni? jakob og E þið hafið alveg sama rétt og hver annar á náð guðs. Samkvæmt biblíunni eru tvenn öfl Satan og Guð, og maðurinn velur sér hvaða leiðtoga hann gerir að sínum. Stundum er sagt að Guð sé almáttugur nema að einu leiti hann getur ekki opnað hjarta mannsins fyrir sér, því að hjarta mannsins opnast innanfrá. Maðurinn hefur frjálsan vilja og  ef maðurinn tekur ekki við náðarboðskap Jesú Krists sem friðþægði fyrir syndir mannsins þá einfaldlega er Guð ekki fær um að hlífa honum við helvíti því að maðurinn sjálfur valdi það hlutskipti.

Það er soldið lélegt að gera lítið úr skoðunum fólks með því kalla það börn í símaats-leikjum, það nægir að segja að maður sé óssammála og færa rök fyrir því. Þetta er bara eins og kanarnir segja If you want respect, give respect.

Svo finnst mér soldið fyndið að þú ert síðan að segja eitthvað ekkert ósvipað punktinum sem ég var að reyna að koma á framfæri, en tilvitnunin í lokin gerir hann nokkuð skýran. 

Ég sagði ekkert um það að það væri eitthvað að því að "gefa manninum séns á náðinni" einmitt þvert á móti. Ég sagði það að náð Guðs væri óþverrandi en að það væri skylda mannsins að fella sig undir náð hans eða að velja að gera það ekki (þetta sagði ég í sambandi við það sem þú sagðir í fyrstu athugasemd þinni). 

Guð er að sjálfsögðu fær um að gera hvað svo sem hann vill. Ef hann vildi að allir á jörðinni myndu allt í einu fatta leyndardóma trúarinnar þá væri það ekkert mál en eins og þú segir þá hefur hann gefið okkur frjálsan vilja, frjálsan vilja til að fylgja vilja hans eða að fylgja okkar eigin vilja.
Það er enginn satan sem neyðir okkur til að hverfa frá Guði heldur en þær lægri hvatir sem hafa verið tákngerðar sem satan. Orðið satan hefur margar merkingar og er notað á mismunandi hátt í bíblíunni til að koma á framfæri ákveðnum meiningum en flestar þær ímyndir sem fólk hefur af helvíti og hinum svokallaða ,,djöfli" eru sprottnar úr verkum Miltons þ.e. Paradise lost. Ég mæli með því að finna nokkur vers með orðinu satan og að reyna að sjá aðrar merkingar í versinu heldur en eitthvað utanaðkomandi afl sem spillir hinum saklausu o.s.frv.

T.d.

When the ungodly curseth Satan, he curseth his own soul.
-
 16:22 Then Peter took him, and began to rebuke him, saying, Be it far from thee, Lord: this shall not be unto thee.

16:23 But he turned, and said unto Peter, Get thee behind me, Satan: thou art an offence unto me: for thou savourest not the things that be of God, but those that be of men.
    (King James Bible, Matthew)
-
3:23 And he called them unto him, and said unto them in parables, How can Satan cast out Satan? 3:24 And if a kingdom be divided against itself, that kingdom cannot stand.

    (King James Bible, Mark)

Með bestu kveðjum, 

. (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 16:57

33 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Það dugar alveg að notast við íslensku Biblíuþýðingarnar Jakob.  En nýaldarfræðin/jógafræðin hafa verið iðin við það að segja alla vera í einhverju þroskaferli þar á meðal Satan sjálfan sem mun einsog hinir enda í alheimsljósi. En Jakob skrattinn er duglegur að fela sig, þar með er ekki sagt að hann sé ekki til! Biblían er ákaflega skýr og vegur til Guðs er öllum opinn fyrir Jesú Krist þann sem segir frá í Biblíunni sem er ekki sá sami og nýöldin og Davinci-code segja Jesú vera. 

Guðrún Sæmundsdóttir, 7.10.2007 kl. 17:16

34 identicon

Það er merkilegt hvað fólk getur þvælt um hugarburð sinn. Guðrún, þú ert hættulega nálægt kristofbeldissinnanum Jóni Vali sem heldur að hótanir um líkamsmeiðingar og pyntingar séu í samræmi við guðs orð.

Þormar, þú misskilur orðið "talenta" sem var í raun þyngdareining en oftar notað sem peningaeining meðal grikkja og rómverja. Ekki "hæfileiki" eins og "talent" í  ensku. Ein talenta var það magn silfurs sem tveir þrælar gátu haldið á milli sín með þægilegu móti, lítil askja með handföngum sitt hvoru megin. Sjálsagt 20-30 kíló en það eru margar ágiskanir til um það, stundum virðist vera átt við miklu minni upphæð.

Gyðingdómur þriðja musteris snerist einmitt um peninga, eins og kristnin nútildags. Trúarbrögð skiptast í tvennt: Trúgjarnir vanþroska einstaklingar sem auðvelt er að plata, og svo kaldrifjaðir fjárplokkarar sem eiga auðvelt með að plata. Í hvorum hópnum ert þú?

 Hlægilegast er náttúrulega einstaklingar með ofsaglampa í augum sem boða kærleik og kúgun, ást og ofbeldi í sitt hvoru orðinu og halda fyrir vikið að þeir séu merkilegri en við hin.

Santa Alicia (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 18:39

35 identicon

Það dugar alveg að notast við íslensku Biblíuþýðingarnar Jakob.  En nýaldarfræðin/jógafræðin hafa verið iðin við það að segja alla vera í einhverju þroskaferli þar á meðal Satan sjálfan sem mun einsog hinir enda í alheimsljósi. En Jakob skrattinn er duglegur að fela sig, þar með er ekki sagt að hann sé ekki til! Biblían er ákaflega skýr og vegur til Guðs er öllum opinn fyrir Jesú Krist þann sem segir frá í Biblíunni sem er ekki sá sami og nýöldin og Davinci-code segja Jesú vera.

 
Þér er að sjálfsögðu frjálst að finna þessar ritningar á íslensku ef þú vilt en ég nota þægilegt forrit sem ég er með til að finna þessi vers og er sáttur við það.

Semsagt ef ég er með annan skilning á Bíblíunni heldur en er almennt viðurkenndur af þeim sem ekki þora að vera sjálfstæðir í sinni leit þá er ég að sjálfsögðu nýaldarhyggjumaður sem gleypir við öllu ,,nýaldarlegu" eða hvað?
Ég get nú sagt þér það að mér fannst Da Vinci Code ekkert sérstaklega góð bók, ég kann ekkert í jóga og finnst að trú og vísindi eigi að fara hönd í hönd.

Ég veit alveg að skrattin er til en ég trúi ekki að hann sé persóna utan mannanna. Skrattinn, að mínu mati, er röddin sem segir mér að fara til vinstri þegar samviskan mín segir mér að fara til hægri. Hann er hið lægra eðli mannsins fengið í arf frá okkar náttúrulíkama. Frá honum eru kominn losti, græðgi og aðrir miður eiginleikar en það er okkar hlutverk að vinna á þessum eiginleikum og skipta þeim út fyrir andlega eiginleika.

Bíblían er eins og demantur, það eru margar hliðar á honum. Það er hægt binda sig við einn skilning en þá hefur maður ekki tækifæri til uppgötva aðra.

Svona í lokin þá vill ég útskýra að ég er bahá'í trúar (borið fram bahæ) sem er önnur útbreiddasta trú heims á eftir kristni og á um 6 milljónir fylgjenda. Bahá'í trúin er almennt viðurkennd sem heimstrúabragð. Þú getur frætt þig um hana hér og hér.

Með bestu kveðjum, 

. (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband