Jesús og hreinu meyjarnar

Þetta hefur einn færasti nýjatestamentisfræðingur landsins að segja um skoðun Jesú á hjónabandinu:

Jesús setti fram all róttæka endurskilgreiningu á hórdómi í þessu sambandi: "Ég segi yður: Sá sem skilur við konu sína nema vegna porneia og kvænist annarri drýgir hór" (moixeia) (19.9). Ýmsir hafa talið að með orðinu porneia sé hér verið að vísa til framhjáhalds konunnar. En í því tilviki hefði orðið moicheia líkega verið notað. Sennilegra er að porneia vísi til lagaákvæðisins í Tórunni sem heimilaði karli að hafna konu sem á brúðkaupsnóttinni gat ekki sýnt fram á að vera hrein mey (5. Mós. 22.13-21). Slík brúðarmey var sökuð um að hafa leikið hlutverk skækjunnar (ekporneuo, LXX) í húsi föður síns. Ef brúðurin var ekki hrein mey kom hjónaband ekki til greina og tók Jesús undir það sjónarmið.

Ég endurtek:

Ef brúðurin var ekki hrein mey kom hjónaband ekki til greina og tók Jesús undir það sjónarmið.

Þessi orð er að finna í grein Clarence E. Glad um Matteusarguðspjall 19.3-15.
Hana og aðrar greinar er hægt að lesa hérna. Í dag mun vonandi birtast eftir mig grein á 
Vantrú hérna þar sem ég ræði aðeins um þessa grein.

En hvað ætla prestarnir að gera? Þeir segjast fylgja Jesú. Hann sagði að hjónaband kæmi ekki til greina ef brúðurin var ekki hrein mey. Ætla þeir enn þá að gifta óhreinar meyjar? Auðvitað! Þeim er alveg sama um það sem Jesús segir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband