Tilvitnanir dagsins

Mannfólkið vill ekki hlýða Guði og lætur sem Guð sé ekki til. Þess vegna ætlar Guð að láta mikið flóð koma yfir jörðina og þvo burt allt illt og ljótt.

Þýðing Karls Sigurbjörnssonar á orðum Nóa í  Sögur og myndir úr Biblíunni, sem er gefin út af ríkiskirkjunni.

Mennirnir höfðu gleymt Guði og voru vondir hver við annan. Guð ákvað að losa heiminn við allt hið illa sem mennirnir höfðu hugsað og gert. Gífurlegt flóð myndi koma yfir jörðina.

Úr endursögn barnavefs ríkiskirkjunnar á sögunni af Nóaflóðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Þetta ógyði ríður ekki mannvonskunni við einteyming.

Brynjólfur Þorvarðsson, 14.3.2011 kl. 18:54

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Er það ekki góðverk að "þvo burt allt illt og ljótt"? Svona eins og var gert í Japan um daginn?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.3.2011 kl. 18:56

3 Smámynd: Hörður Þórðarson

Guð bjó til vonda menn og svo eyddi hann þeim. Hvers vegna skyldi hann hafa gert það?

Hörður Þórðarson, 14.3.2011 kl. 20:38

4 Smámynd: Rebekka

Konungurinn og menn hans sáu að Ísraelsmenn gengu yfir hafið og tóku þeir á rás eftir þeim. En þegar Ísraelsmenn höfðu náð til strandar hinum megin sópaðist sjórinn jafnskjótt á sinn stað. Konungur og hermenn hans, sem hálfnaðir voru yfir hafið, drukknuðu allir sem einn.

Úr "Förin yfir Rauðahafið".  

Ég veit að í t.d. Grimms ævintýrunum er mikið um ljóta hluti líka, dráp og svoleiðis.  Hins vegar er skýrt tekið fram að ævintýrin eru ekki raunveruleg, heldur bara sögur.  Hér er börnunum ætlað að trúa því að Biblíusögurnar hafi gerst í raun og veru.

Að Guð hafi í raun og veru gengið í lið með Ísraelsmönnum, og þannig snúist gegn hluta mannkynsins (Egyptum) og drepið fjöldamarga þeirra til að hjálpa Móse og félögum.

Rebekka, 15.3.2011 kl. 07:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband