Enn eitt árið liðið...

...og enn bólar ekkert á endurkomu Jesú. Kristið fólk er svolítið lengi að fatta að kemur ekki aftur.

Í guðspjöllunum lofar Jesús því samt að þetta ætti að gerast á fyrstu öld (í Mt 25.34 talar hann um að  "þessa kynslóð" muni sjá heimsendi og í Mt 16.28 um "nokkra þá sem hér standa"). 

Jafnvel Einar Sigurbjörnsson viðurkennir þetta:

 

Framtíðarvonir Nýja testamentisins bindast voninni um endurkomu Jesú sem dómara. Á elstu stigum hefur vonin um yfirvofandi komu Jesú verið sterk og virðist Jesús sjálfur hafa gengið út frá því í prédikun sinni: [svo vitnar hann í Mk 13.30 sem eru sömu ummæli og í Mt 25.34] (Credo, bls 457)

 

Það er alltaf frekar fyndið að sjá kristið fólk hlæja að mislukkaðri spádómsgáfu votta Jehóva (en heimsendir átti að koma ansi oft á 20. öld samkvæmt þeim), en á meðan er það í trú sem byrjaði með fólki sem var alveg eins og vottarnir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þórðarson

Hvert fór hann? Ég er Kristinn og ég sé hann á hverjum degi. Vonandi opna þeir sem ekki sjá hann augun. Gleðilegt ár.

Hörður Þórðarson, 1.1.2011 kl. 09:33

2 Smámynd: Valgarður Guðjónsson

Er heimsendir líka kominn Hörður, án þess að við trúlausir höfum séð hann?

Valgarður Guðjónsson, 1.1.2011 kl. 15:12

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ertu með raddir í höfðinu líka Hörður minn?  Ef svo er er mjög líklegt að skýringin á sýnum þínum eigi sér jarðbundnari skýringar.

Annars væri gaman að fá greinargóða lýsingu á útliti hans, frá þér.  Bara svona til að koma því á hreint. Þó ekki væri nema fyrir þá sem mála Jesumyndir fyrir sunnudagaskólana.  Þessar myndir í ryðblettum við niðurföll eða í ristuðu brauði eru ekki nógu afgerandi.

 Gleðilegt ár til ykkar annars og takk fyrir glímu liðinna ára Hjalti minn og Valgarður.  Þið eruð standið ykkur með sóma.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.1.2011 kl. 17:07

4 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hörður, þú ert annað hvort að misnota orðið að "sjá" (sem mér finnst líklegra), eða þá að, eins og Jón Steinar bendir á, ættir að láta athuga kollinn á þér. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.1.2011 kl. 00:15

5 Smámynd: Hörður Þórðarson

Ef þú vilt vita hvernig hann lítur út, Jón, kíktu þá bara í spegil. Það sjá ekki allir á sama hátt, Hjalti.

Hörður Þórðarson, 2.1.2011 kl. 06:46

6 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hörður, hættu nú þessu bulli. Þegar fólk í frumkristni var að tala um endurkomu Jesú, þá var það ekki að hugsa eitthvað tengt því að sjá spegilmyndir af sjálfu sér (og það er það sem þú sérð þegar þú kíkir í spegil, ekki Jesú).

Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.1.2011 kl. 10:17

7 Smámynd: Valgarður Guðjónsson

takk sömuleiðis Jón Steinar...

Valgarður Guðjónsson, 2.1.2011 kl. 13:24

8 Smámynd: Hörður Þórðarson

Af hverju ætti ég að hugsa það sama og eitthvað fólk í frumkristni? Þeir sem bulla mest eru þeir sem eru fastir í steinrunnu hugsanamynstri. Ruglið sem flæðir út úr þeim er alveg bráðsmellið.

Þeir sem eru tilbúnur að sjá, þeir sjá. Þeir sem eru að bíða eftir endurkomu Krists eru í rauninni bara að bíða eftir sjálfum sér.

Hörður Þórðarson, 2.1.2011 kl. 18:12

9 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hörður þú ættir ekki að hugsa það sama og eitthvað fólk í frumkristni. Þegar við erum samt að reyna að komast að því hvað eitthvað sem fólk í frumkristni skrifaði þýðir, þá er gott að reyna að komast að því hvað þetta sama fólk hugsaði.

T.d. þegar við veltum fyrir okkur því hvað ummæli Jesú í sumum guðspjöllunum þýða, þá ættum við ekki að miða við undarlegar trúarskoðanir þínar.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.1.2011 kl. 22:04

10 Smámynd: Hörður Þórðarson

"T.d. þegar við veltum fyrir okkur því hvað ummæli Jesú í sumum guðspjöllunum þýða, þá ættum við ekki að miða við undarlegar trúarskoðanir þínar."

Þessu get ég ekki verið meira sammála. Fyrir þér þýða ummælin það sem þér finnst að þau þýði. Vertu þess vegna ekki mjög dómharður gangvart þeim sem finnst að þau þýði eitthvað annað. Sparaðu dómhörkuna til handa þeim sem ljúga að sjálfum sér og öðrum, af þeim er nóg.

Hörður Þórðarson, 2.1.2011 kl. 22:54

11 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Vertu þess vegna ekki mjög dómharður gangvart þeim sem finnst að þau þýði eitthvað annað. 

Hvað segirðu Hörður, heldurðu virkilega að ummælin sem ég vísa í rætist þegar maður horfir á spegilmynd sína? 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.1.2011 kl. 06:59

12 Smámynd: Hörður Þórðarson

"Hvað segirðu Hörður, heldurðu virkilega að ummælin sem ég vísa í rætist þegar maður horfir á spegilmynd sína?"

Nei, ég man ekki betur en að það hafi verið svarið við spurningunni um útlit  Jesú. Vonandi hef eg ekki valdið vonbrigðum með því að tala ekki um skýjareið, englafar, lúðra, löng hvít skegg og þar fram eftir götunum. Ef það er sá Jesú sem menn vilja sjá, þá vona ég þeirra vegna að ósk þeirra rætist. Ég held hins vegar ekki niðri í mér andanum af eftirvæntingu...

Ef þú vilt að ég útmáli það fyrir þér, þá held ég að Jesú hafi aldrei farið neitt og þess vegna sé absúrd að tala um einhverja endurkomu.  

Hörður Þórðarson, 3.1.2011 kl. 08:24

13 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Fór Jesús ekki neitt? Er hann ekki löngu dauður?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.1.2011 kl. 08:30

14 Smámynd: Hörður Þórðarson

Það eru ekki allir sammála um það hvað gerist eftir það sem við köllum dauða, Hjalti, og takk fyrir að nenna að ræða þessi mál. 

Þú gætir haft gaman af að lesa þetta:

http://www.abacom.com/~jkrause/jesus.html

"Judas, the jealous lesser twin brother, was also the disciple who betrayed Jesus, but as the fatal moment came, he was overwhelmed with remorse and, looking the same as Jesus, surreptitiously substituted himself, thereby allowing Jesus to escape to safety. It was Judas who was crucified on the cross, to the confusion of all who understood him to be Jesus. To conceal this deceit, the grave of "Jesus" was opened and the corpse of Judas removed, since a close examination would have revealed the clever substitution. Judas Iscariot, the betraying disciple, was the exact same Judas who was the brother of Jesus."

Þetta eu skemmtilegar pælingar, en það er ekki þar með sagt að ég trúi þessu. Hafðu það gott á nýja árinu.

Hörður Þórðarson, 3.1.2011 kl. 08:50

15 Smámynd: Mofi

Hjalti, ég sé ekki alveg í þessum versum sem þú bendir á að Jesú sagði að heimsendir yrði á fyrstu öldinni. Síðan í Matteusi 16 þá segir ekki beint að um er að ræða endurkomuna eða heimsendi, hérna er þetta útskýrt vel: http://www.letusreason.org/Biblexp56.htm

Mofi, 13.1.2011 kl. 12:56

16 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi, þarn er haldið fram að það sé verið að tala um umbreytinguna sem kemur á eftir þessum ummælum.

Til að byrja með er engin ástæða til að halda að "koma mannssonarins" þarna og í versinu á undan séu einhverjir allt aðrir hlutir. Þeir eru meira að segja tengdir sérstaklega (Amen-ið hjá Jesú í byrjun v. 28). 

Í annan stað er erfitt að sjá hvernig "koma mannssonarins" geti átt við umbreytinguna. Er umbreytingin einhvers staðar kölluð það? Var Jesús að "koma" við umbreytinguna? 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 13.1.2011 kl. 14:43

17 Smámynd: Mofi

Ég sé þetta þannig að um er að þeir myndu sjá ríki Guðs í dýrð sinni og þeir sáu það í umbreytingunni. Stendur allt og fellur með hvað maður lítur á þessi orð þýða "see the Son of Man coming in his kingdom" og ég lít svo á að þau geti þýtt umbreytinguna, sérstaklega þegar sú saga gerist strax á eftir þessum atburði.

Mofi, 13.1.2011 kl. 15:21

18 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mér finnst ótrúlegt að þú teljir "komu mannssonarins" í v. 28 ekki vera það sama og "koma mannssonarins" í versinu á undan! En þú telur þetta vísa til umbreytingarinnar, þar sem að Jesús "kemur" ekki.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 13.1.2011 kl. 21:37

19 Smámynd: Mofi

Miklu frekar að það er hægt að túlka þetta svona og í samhengi við söguna á eftir þá finnst mér þðað rökréttari útskýring þó ég skil alveg þína afstöðu. Í Lúkasi þá er sagt frá sama atburðinum en þá er það skýrara "not taste death till they see the kingdom of God." og umbreytingin tel ég vera sýn á Guðs ríki og ríkidæmi Krists.

Mofi, 14.1.2011 kl. 10:24

20 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Já, túlkaðu þetta bara eins og þú vilt. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.1.2011 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband