Fálka í allar skólastofur!

Til að byrja með finnst mér ótrúlegt að fólk (kristið eða ekki) geti verið ósammála því að það sé rangt að hafa áberandi krossa í öllum opinberum skólastofum. Ef kristið fólk skilur ekki hvers vegna það er rangt, þá ætti það kannski að ímynda sér að fyrir ofan töfluna í öllum skólastofum væri merki einhvers stjórnmálaflokks sem því mislíkar. Ég bara skil ekki hvers vegna fólk sér ekkert athugavert við þetta, en fólk eins og Þórhallur Heimisson er til, og Þórhallur er mjög óhress með þetta:

Eins og Ítalir kvarta yfir þá er hér um að ræða umfangsmikil afskipti af menningu og sögu landsins, að ekki sé talað um árás á þá trú og þann sið sem hefur mótað þá sögu.

Það að börn eigi að vera laus frá áróðri kristinnar trúar í opinberum skólum er „umfangsmikil afkipti af menningu og sögu landins“ og árás á kristna trú! Væri það árás á Sjálfstæðisflokkinn ef sami dómstóll myndi segja að það væri ólöglegt að hafa stóra mynd af fálka Sjálfstæðisflokksins fyrir ofan töfluna? Þetta er bara frekja og væl í kaþólikkum og lútherskum prestum.

Síðan reynir Þórhallur að kenna Evrópusambandinu um þetta, en Mannréttindadómstóll Evrópu byggist á Mannréttindasáttmála Evrópu og Evrópuráðinu. Við ættum kannski að hætta því að vera aðilar að hinum andkristna Mannréttindasáttmála Evrópu?

Loks verð ég að draga í efa að 90% Ítala séu kristnir eins og fram kemur í fréttinni, í 5 ára gamalli könnun kom t.d. fram að 75% Ítala sögðust trúa á tilvist guðs #. Hérnu eru ég og Þórhallur líklega sammála, þar sem að hann virðist ekki líta á sanntrúaða kaþólikka sem kristið fólk.

*Þetta átti að verða athugasemd hjá Þórhalli, en hann er búinn að loka á athugasemdir frá mér, þannig að ég skrifa bara bloggfærslu í staðinn :(


mbl.is Ítalía vill krossabann burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Leitt að Þóhallur hefur lokað á þig; þú sem ert vanalega mjög málefnalegur...

En varðandi færsluna, það er þarna stór munur á milli sem er að í þessum skólastofum í mörg hundruð ár hafa verið krossar.  Af hverju ekki bara að leyfa hverju samfélagi fyrir sig hvort þau vilja einhverjar svona táknmyndir eða ekki?

Mofi, 30.6.2010 kl. 13:06

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

En varðandi færsluna, það er þarna stór munur á milli sem er að í þessum skólastofum í mörg hundruð ár hafa verið krossar. 

Ekki að það skipti máli Mofi, en þetta er ekki einu sinni orðið hundrað ára. Þessi lög eru frá tíma fasistanna.

Hefðirðu ekkert á móti sjálfstæðisfálkunum ef þeir hefðu verið uppi í skólastofum í "mörg hundruð ár"?

Leitt að Þóhallur hefur lokað á þig; þú sem ert vanalega mjög málefnalegur..

Þórhalli fannst leiðinlegt að ég var ekki sammála honum.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.6.2010 kl. 13:12

3 Smámynd: Mofi

Hjalti, ertu viss um að krossar hafa ekki verið í skóla stofum í Ítalíu í mörg hundruð ár?  Það snertir bara það að þetta er það sem þetta samfélag vill og af hverju ekki að láta það í friði?

Hjalti
Þórhalli fannst leiðinlegt að ég var ekki sammála honum.

Veit hvernig honum líður, þú ættir auðvitað að vera sammála... mér en ekki honum :)

Mofi, 30.6.2010 kl. 13:38

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jæja er presturinn búinn að loka á þig Hjalti? Merkilegt er að þeir ganga alltaf fremstir í ritskoðunum og lokunum boðberar kærleikans og fyrirgefningarinnar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.6.2010 kl. 13:47

5 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hjalti, ertu viss um að krossar hafa ekki verið í skóla stofum í Ítalíu í mörg hundruð ár? 

Ég veit bara að hin umdeildu lög eru frá tímum fastistanna.

Það snertir bara það að þetta er það sem þetta samfélag vill og af hverju ekki að láta það í friði?

Af því að þetta brýtur gegn mannréttindasáttmála sem að samfélagið ákvað að gerast aðili að.

Axel, Þórhallur lokaði á mig fyrir langa löngu síðan.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.6.2010 kl. 14:01

6 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Séu 90% landsmanna kristnir, er þá ekki kominn dágóður meirihluti fyrir þeirri afstöðu? Að bera þetta saman við fylgi Sjálfstæðisflokksins er hinsvegar út í hött. Þetta er meira í anda þess að banna Íslömsk tákn í íslömskum skólum, eða búdda líkneski í Tælenskum skólum. En ég reikna með að í þessum löndum sé einnig dágóður meirihluti fyrir viðkomandi trúarbragði. Fólk vill fá að halda í hefðir sínar, ég sé því ekkert að þessu. Væri hlutfallið töluvert minna myndi ég telja rétt að afnema öll trúartákn.

Bryndís Böðvarsdóttir, 30.6.2010 kl. 14:16

7 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Bryndís, þannig að ef að Sjálfstæðisflokkurinn fengi 90% fylgi í kosningum, þá værir þú fygljandi að merki þessa flokks væri haft mjög áberandi í opinberum skólastofum?

Hvað þarf síðan meirihlutinn að vera lítill svo að þetta verði rangt? 80%? 70%? 60%? 55%?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.6.2010 kl. 14:19

8 identicon

Mikilvægast er að það sé til fjölbreytni í menntakerfinu í stað þess að troða öllum í sama formið. Hinsvegar finnst mér það sjálfsagt að það séu ekki trúboð í opinberum skólum. Ef trúin er sumum svona rosalega mikilvæg að krossar þurfa að vera sýnilegir allan daginn þá á það fólk auðvitað að hafa þann valmöguleika að velja einkarekin skóla sem hefur eigin stefnur.

Geiri (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 15:44

9 identicon

Trúartákn eiga alls ekki heima í skólum, skiptir engu máli þó einhver vitleysa hafi verið viðhöf x lengi, það réttlætir ekki vitleysuna.

Mannréttindi byggjast ekki á því að einhver meirihluti geti traðkað á öðrum hópum, ég veit að það er erfitt fyrir kristna að sjá þetta... nema náttlega þegar þeir sjálfir eiga í hlut.
Svo eru þeir eins og algerir lúserar undir þessum fáránlega guði sínum.. já Guddi traðkaðu á okkur, það er svo ástríkt þegar þú gerir það.

DoctorE (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 16:38

10 Smámynd: Óli Jón

Hjalti: Það er stórmerkilegt að þetta fólk skuli ekki sjá neitt athugavert við þetta. En á móti kemur að það veit sem víst er að ef trúin er ekki höfð fyrir börnunum algjörlega linnulaust, þá meðtaka langflest þau hana ekki. Þetta er hinn napri sannleikur og þess vegna er barist fyrir áframhaldandi trúboði í skólum hérlendis og krossum í kennslustofur á Ítalíu.

En þetta tekur bara tímann sinn. Aukin upplýsing í nútíma samfélagi er að þróa hlutina í rétta átt og vinda ofan af þessum bábiljum. Sú kynslóð sem nú vex úr grasi er mun trúfrjálsari en sú næsta á undan og sú næsta á eftir mun líklega hvá þegar minnst verður á trú.

Óli Jón, 30.6.2010 kl. 20:03

11 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Hérnu eru ég og Þórhallur líklega sammála, þar sem að hann virðist ekki líta á sanntrúaða kaþólikka sem kristið fólk.

Svo má auðvitað efast um hversu kaþólskir ítölsku kaþóikkarnir eru. Mér er til efs að þeir t.d. fylgi allir boðum og bönnum kirkjunnar í kynferðismálum - sem betur fer.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 1.7.2010 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband