Er eitthvað að marka afsökun Karls?

Eins og ég hef áður bent á, þá var aðkoma Karls að þessu máli aðallega það að reyna að fá konurnar til þess að kæra Ólaf ekki, og þá meðal annars með því að leggja áherslu á kostnaðinn sem því hefði fylgt að standa í málarekstri gegn biskupi. Örugglega allt gert með hag kvennanna í huga.

Ef Karli er alvara með þessari afsökun sinni, þá sé ég ekki hvernig fólk getur verið sátt við það að maður sem hefur komið svona fram sé í forsvari í kirkjunni sinni.

Annað hvort ætti það fólk að krefjast þess að hann segi af sér, eða þá að skrá sig úr kirkju sem leyfir svona manni að sitja áfram. Hérna er eyðublað (*.pdf) til þess að skrá sig úr kirkjunni og það er hægt að senda það sem símbréf til Þjóðskrár (s. 569-2949) eða fara með það beint á Þjóðskrá á Borgartúni 24.


mbl.is Nær sáttum við Þjóðkirkjuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

búin að skrá mig úr þjóðkirkjunni fyrir löngu. Sé ekki eftir því

Iris (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 19:12

2 Smámynd: Ingunn Guðnadóttir

Alveg sama hvað er gert.....Þó seint sé.....

Hvað er þetta maður.....Hann aðst fyrirgefningar fyrir hönd kirkjunnar. Má aldrei meta það sem reynt er að gera rétt.???? Þó það komi kanski seint...

Ingunn Guðnadóttir, 19.6.2009 kl. 19:19

3 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég á enn eftir að sjá almennilega afsökun hjá Karli. Og ef hann biðst afsökunar, þá er hann að viðurkenna að hann hafi ranglega reynt að fá þessar konur af því að leggja fram kæru, meðal annars með því að benda þeim "vingjarnlega" á hve dýrt það væri.

Það væri gott hjá honum að biðjast afsökunar, en hvernig getur fólk sætt sig við það að maður sem að gerir svona sé enn biskupinn þeirra?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 19.6.2009 kl. 19:30

4 identicon

„Ég bið þær konur og börn, sem brotið hefur verið á af hálfu starfsmanna og þjóna kirkjunnar fyrirgefningar á þeirri þjáningu og sársauka sem þau hafa liðið," sagði Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, í setningarræðu sinni við upphaf Prestastefnu Íslands. Sagði biskup ennfremur að Kirkjuþing hefði sett starfsreglur um meðferð kynferðisbrotamála í kirkjunni.

Takið eftir þessu, þeir eru með sér reglur innan kirkjunnar í kynferðibrotamálum og þeir skammast sín ekki einu sinni fyrir að segja frá því, ósvífnin er svo mikil, og þrátt fyrir að í lögum sé það algjörlega skýrt að svona mál eiga fara beinustu leið inn á borð næstu barnaverndarnefndar eða til lögreglu en ekki að tefjast inn í einhverju fagráði innan kirkjunnar, mig reyndar undrar að félagsráðgjafar landsins upp til hópa skuli ekki krefjast þess að þetta fagráð verði lagt niður. Eina ástæðan fyrir þessu fagráði er að sópa kynferðisbrotamálum kikjunnar undir teppið. Eru þetta  kristilegu gildin svo kölluðu. Lesið eftirfarandi.

Tveir biskupar í málinu
Einn þeirra sem tengdust inn í mál kvennanna gegn séra Ólafi biskupi á sínum tíma var séra Karl Sigurbjörnsson, þá prestur og nú biskup. Samkvæmt frétt DV 6. mars 1996 beittu tveir prestar, þeir Hjálmar Jónsson, sem þá var þingmaður en er nú dómkirkjuprestur, og Karl, núverandi biskup, áhrifum sínum til að fá konurnar sem ásökuðu Ólaf biskup um kynferðislega áreitni til að falla frá málum sínum. Í fréttinni segir meðal annars að prestarnir tveir hafi átt tíða fundi með konunum og að í kjölfar þeirra hafi ein kvennanna dregið mál sitt til baka. „Munu prestarnir meðal annars hafa lagt mikla áherslu á kostnaðinn sem því fylgi að standa í málarekstri gegn biskupi," segir í fréttinni.
Séra Karl vildi ekkert tjá sig um þetta á þeim tíma en ónafngreindur prestur sem DV ræddi við á þeim tíma sagði að miklu „handafli" hefði verið beitt af hálfu biskupsmanna til að þagga það niður. (Þetta eru mennirnir sem ættu persónulega að biðjast afsökunar á dómgreindarskorti sínum).

En að lokum þá skil ég ekki hvernig konur yfir höfuð geta verið í þessum trúarsöfnuði. Trúin verðleggur konur á við meðal stór húsdýr samkvæmt kristni. Ef konu er nauðgað og hún öskrar ekki nógu hátt svo í henni heyrist, þá á samkvæmt lögmálum guðs að grýta konuna til dauða. Svo vilja konur vera í þessu félagi og sumar þeirra eru meira að segja prestar. Magnaður fjandi!

Valsól (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 21:37

5 identicon

mikið eigið þið bágt sem eruð að mála þetta allt svona ljótt og gera lítið úr fyrirgefningunni og kærleikanum sem felst í þessu lækningarferli sem hér á sér stað.

þið reiða fólk, ættuð að leitast við að finna gleði í hjarta ykkar og gleði í því þegar góðir hlutir gerast á jákvæðann hátt í stað þess að rakka og rífa niður til þess eins að viðhalda kulda og hatri í garð náungans.

G (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 01:45

6 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég býst við því að þessi athugasemd frá G hafi verið skrifuð í kaldhæðni. Afar fyndin ef svo er.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 20.6.2009 kl. 13:52

7 identicon

Sá að þú misskildir skrif mín um þrenninguna og ruglaðir saman skilgreiningum sem oft áður. Bendi þér á smá kennslu um grísk hugtök undir skrifum þínum um skrif mín um þrenninguna.

PS og G, þetta er alveg rétt - sumir eru bara fastir í neikvæðni og sínu eigin myrkri. Þeir verða að eiga það við sig og sitt sálartetur.

þórhallur Heimisson (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 14:21

8 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Bendi þér á smá kennslu um grísk hugtök undir skrifum þínum um skrif mín um þrenninguna.

Grísk hugtök? Eitthvað ertu farinn að förlast í grískunni ef þú heldur að persona og hitt sem þú bendir á sé gríska (en ekki latína).

PS og G, þetta er alveg rétt - sumir eru bara fastir í neikvæðni og sínu eigin myrkri. Þeir verða að eiga það við sig og sitt sálartetur.

Ertu þá sáttur við það að biskupinn þinn skuli hafa reynt (og tekist) að fá konur af því að kæra mann fyrir kynferðislega áreitni vegna þess að það væri svo dýrt?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 22.6.2009 kl. 20:28

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hverjir eru hinir neikvæðu í þessu dæmi? Að tala af svona yfirlæti (t.d. ''mikið eigið þig bágt'') eins og G er varla til vitnis um kærleika eða reiðieysi. Fyrst og fremst er fyrirlitning í orðum hans, kuldi og hryssingur. Ég spyr því aftur. Hverjir eru neikvæðir í þessari umræðu? Hitt er annað mál að ég tek fullt mark á afsökunarbeiðni kirkjuráðs og tek ekki undir þá gagnrýni á hana sem hér er sett fram. En orð G bæta gráu ofan á svart. Mér finnst það líka ansi djarft þegar menn telja sig hafa efni á að ásaka aðra fyrir að sitja í myrkri sem deila ekki sömu lífsskoðun og þeir sjálfir eða líta öðru visi á hlutina (og ekki þarf að taka það fram að þeir telja sig lifa í ljósinu. Ættu menn ekki alveg eins að líta í eigin barm?  

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.6.2009 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband