Skjótt skiptist skoðun í presti II

Ég hef áður skrifað um ótrúlegar umskiptingar ríkiskirkjuprestsins Gunnar Jóhannessonar. Einn daginn skammar hann einhvern trúleysingjann fyrir að vera svo ósvífinn að halda einhverjum fram, en eftir ár eða tvö þá er hann kominn á þá skoðun.

Í tilefni af síðustu færslu minni, þá langar mig að benda á fínt dæmi.

Þetta byrjaði allt á grein sem birtist í Mogganum, þar stóð:

Kærleikur kristninnar í eilífðinni stendur þeim einum til boða sem játast Jesú, hinir eiga vísa vist í helvíti eins og okkur er öllum kunnugt um. #

Í lok ársins 2006, þá fannst Gunnari þetta vera alveg ótrúlega forneskjulegt og vitlaust:

Þá viðrar Arnold þá röngu hugsun, líkt og fleiri guðleysingjar hafa gert, að meta megi kristna trú og kristin boðskap á grundvelli bókstafskenndrar túlkunar á einstaka ritningagreinum Biblíunnar. Eins og annað hófsamt fólk, trúað sem vantrúað, er ég ekki talsmaður trúarlegrar bókstafshyggju og bið ég alla að forðast slíka umgengni við Biblíuna. Ein afleiðing slíkrar biblíunotkunar er sú tímaskekkja (anakrónismi) sem Arnold gerir sig sekan um þegar hann reynir að upplýsa fólk um eðli kristni og kirkju í dag í ljósi dapurlegrar kirkjusögu fortíðarinnar og úr sér gengnum boðskap um helvítisvist. Tímaskekkja af þessum toga er því miður algeng í umræðunni. Ef Arnold vill eiga uppbyggilegt samtal um trúmál í íslensku samfélagi í dag bið ég hann að staðsetja sig einmitt þar og kynna sér kirkjuna með opnum huga eins og hún er í samtíma sínum. [feitletrun mín – Hjalti] [#]

Ári seinna sagði Gunnar hins vegar þetta um helvíti:

Staðreyndin er sú að ef við útilokum þann möguleika að til sé helvíti í einhverri mynd þá hriktir fljótt í stoðum kristinnar trúar. 

Ef helvíti er útilokað þá skipta gjörðir okkar í lífinu alls engu máli. [#]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað skiptir máli hvað við gerum, aðeins siðlausir fávitar segja að ekkert skipti máli ef ekki er himnaríki/helvíti.
Ég minni prestlinginn á það að við eigum börn, barnabörn.

Kristni er þannig að aðeins er vert að gera góða hluti ef það er lottóvinningur eða ógnir að lokum... hallelúja

DoctorE (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 19:35

2 identicon

Hann er svo fyndinn.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband