24.7.2010 | 13:40
Algengt viðhorf
Mér finnst merkilegt að mikið af fólkinu sem hneykslast á þessari kristilegu hugsun, að guð sé að refsa fólki með náttúruhamförum, hefur örugglega nánast sömu skoðun án þess að vita það.
Skoðum tvo trúmenn:
1. Bandaríski sjónvarpspredikarinn Pat Robertson segir að guð hafi ákveðið að senda jarðskjálftann á Haiti.
2. Íslenski ríkiskirkjupresturinn Ólafur Jóhann Borgþórsson segir að guð hafi ákveðið að breyta staðsetningu eldgossins í Heimaey.
Ég get ómögulega skilið af hverju bara annar þessara aðila er talinn vera geðsjúkt illmenni af sumum, ef það á annað borð að koma með svona stimpla. Fyrri tegundin er örugglega sjaldgæf á Íslandi, en sú síðari er það líklega ekki.
Ef guð er á annað borð að þvælast með puttana í náttúruhamförum, þá sé ég ekki hvers vegna það er mikið skárra að hugsa sér að hann hafi ákveðið að koma ekki í veg fyrir einhverja hamför heldur en að hugsa sér að hann hafi sent hana.
Ég vona að fólkið sem hneykslast á þessari frétt verði jafn hneykslað næst þegar það heyrir einhvern þakka guði fyrir næst þegar lítill skaði verður af hamförur.
![]() |
Gosið endurspeglaði reiði Guðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.7.2010 | 13:25
Kjánaleg birtingarmynd bahæ-trúar
Mér finnst merkilegt að Svanur Gísli, sami maður og varð af afskaplega móðgaður yfir því að það hafi birst mynd af óskeikulum boðbera guðs í athugasemd hérna, skuli láta svona orð falla um trúarskoðanir annarra:
Alltaf er það jafn fróðlegt að fylgjast með kjánalegum birtingarmyndum hjátrúar og fáfræði í samfélögum sem eiga að teljast siðmenntuð og uppfrædd. #
Svo að allir séu með það á hreinu, þá er það kjánaleg birtingarmynd hjátrúar og fáfræði að telja að skapari heimsins sé að refsa fólki með náttúruhamförum, en það er ekki kjánaleg birtingarmynd hjátrúar og fáfræði að telja konur vera annars flokks manneskjur af því að einhver 19. aldar Írani sem má ekki birta myndir af segir það.
Þetta er ótrúleg tvífelndi, annars vegar krefst Svanur þess að fólk tipli á tánum í kringum hans trú og taki þátt í persónudýrkun þeirra, en hins vegar er allt í lagi að kalla aðrar trúarskoðanir kjánalegar birtingarmyndir hjátrúar og fáfræði.Nú ætla ég að slá tvær flugur í einu höggi, benda á annað dæmi um tvískinnung Svans og benda á hvernig bahætrúin er hjátrú og fáfræði sem hefur kjánalegar birtingarmyndir. Á bloggsíðunni sinni er Svanur með borða frá Amnesty International og er með fréttir frá Amnesty international (þar sem meðal annars er sagt frá ofsóknum gegn bahæjum í mið-Austurlöndum). Eitt af helstu baráttumálum Amnesty er afnám dauðarefsingar. Skoðum hvað óskeikull ljósmyndafælni boðberi guðs hafði að segja um það:
Should anyone intentionally destroy a house by fire, him also shall ye burn; should anyone deliberately take another's life, him also shall ye put to death. #
23.7.2010 | 16:55
Hófsamir trúmenn
Trúmálaumræðurnar hjá Hrannari og Kristni undanfarið hafa verið svolítið sérstakar. Þær hafa eiginlega gengið út á það að nokkrir trúmenn eru að ruglast með skilgreiningar, nýjasta dæmið er skilgreining eins þeirra, Grefils, á hófsemi.
Tökum tvo trúmenn og athugum hvor þeirra væri hófsamur trúmaður samkvæmt Grefli:
1. Trúmaður A er strangtrúaðir gyðingur. Hann heldur að heimurinn sé 6000 ára (af því að það stendur í hebresku biblíunni, en hann heldur að hver einasti stafur í henni sé innblásinn af guði), að guðinn hans hafi drekkt heiminum í Nóaflóðinu. Hann heldur einnig að gyðingar eigi landið við botn Miðjarðarhafs af því að guð gaf þeim landið. Hann telur einnig að ríkið eigi að drepa samkynheigða. Eins og margir strangtrúaðir gyðingar, þá stundar hann ekki trúboð.
2. Trúmaður B er frjálslyndur kristinn maður. Trú hans gengur aðallega út á það að það sé til góður guð og það sé frábært að vera vinur hans og vinur Jesú. Hann telur að biblían sé skrifuð af mönnum, tekur ekkert svakalega mikið mark á henni. Hann samþykkir allar helstu vísindakenningarnar, t.d. þróunarkenninguna og aldur jarðar og telur auk þess ekki að það eigi að drepa samkynhenigða. Eins og margir aðrir kristnir menn, þá stundar hann trúboð. Hann styrkir til dæmis Kristniboðsfélagið og heldur út bloggsíðu þar sem hann skrifar um trúna sína.
Samkvæmt skilgreiningu Grefils á hófsamur þá er trúmaður A hófsamur, en trúmaður B er það ekki, vegna þess að A boðar ekki trúna sína, en B gerir það:
Ég hef hitt hófsama trúleysingja og hófsama kristna. Ég kalla þá "hófsama" vegna þess að þeim er ekkert sérstaklega í mun að boða eða breiða út trúleysi sitt (kristni sína) heldur vilja bara halda sannfæringu sinni með sjálfum sér í friði. #
Mér persónulega er hálf-illa við að nota orðin hófsamur eða öfga- því þessi orð eru oftast notuð eingöngu til að tjá að manni líki vel eða illa við einhvern, en ef ég myndi þurfa að velja, þá myndi ég segja að trúmaður B væri hófsamur en ekki trúmaður A, og ég held að flestir væru sammála því.
En hvers vegna kemur Grefill með þessa undarlegu skilgreiningu á hófsamur (að boða ekki trúna sína)? Ég held að atburðarrásin sé svona:
1. Grefli líkar illa við trúleyisingja eins og okkur í Vantrú, sem stundum hálfgert vantrúboð á netinu.
2. Til þess að tjá þessa skoðun sína, þá kallar hann okkur öfgamenn (í fyrstu athugasemd hans í þessari umræðu):
Í mínum huga leikur enginn vafi á því að flestir í Vantrú eru yfir sig trúaðir, sumir meira að segja svo ofsa- og bókstafstrúaðir að jaðrar á við örgustu of- og öfgatrú. #
3. Til þess að réttlæta það að við séum öfgamenn þá þarf hann að finna skilgreiningu á hófsamur þannig að trúleysingjarnir sem honum líkar illa við falli örugglega í þann hóp.
Þess vegna kemur Grefill með skilgreiningu á hófsamur sem flokkar brjálaða gyðinginn, trúmann A, sem hófsaman en ofur-frjálslynda kristna manninn, trúmann B, sem hálfgerðan öfgamann.
12.7.2010 | 17:46
Guð elskar ekki alla
Á vefriti ríkiskirkjunnar, trú.is, birtist nýlega grein eftir djáknann Pétur Björgvin Þorsteinsson. Þetta er ekkert svakalega merkileg grein, eitthvað tal um að það sé vont að vera gráðugur og svona. Það er allt gott og blessað, en Pétur þarf endilega að reyna að réttlæta þessa skoðun með vísun í ósýnilega vinin hans:
Guð skapaði heiminn allan, ekki bara Ísland. Manneskjan, hvar sem hún er fædd, hver sem litarháttur hennar er, stjórnmálaleg eða trúarleg afstaða hennar er, er gerð í Guðs mynd, Guð elskar hana og Jesú hvetur hana til samfylgdar við sig í uppbyggingu á samfélagi jafnræðis og samstöðu. #
Þetta er afskaplega væmið, en hvernig í ósköpunum veit Pétur að guðinn hans er svona afskaplega góður gæi að hann elski alla, alveg óháð litarhætti, trúar- eða stjórnmálaskoðunum?
Augljóslega hefur hann ekki hugmynd um það. Hann er bara að eigna guðinum sínum sínar eigin skoðanir. Pétur telur það rangt að elska ekki fólk vegna litarháttar, trúar- eða stjórnmálaskoðana og þess vegna heldur hann að fullkomin guðinn hans sé á sömu skoðun.
En hvernig gæti Pétur reynt að réttlæta þessa hugmynd? Hann er að skrifa á heimasíðu kristinnar kirkju, þannig að það væri kannski fínt að byrja á að skoða trúarrit hennar. Ef maður les biblíuna þá er ljóst að guðinn í þeirri bók elskar ekki alla. Ef við byrjum á Gamla testamentinu þá er guðinn þar ansi iðinn við að framkvæma og fyrirskipa þjóða- og fjöldamorð. Það er frekar fjarstæðukennt að segja að guð elski það fólk.Sama gildir um Nýja testamentið, þar er Jesús sífellt að segja fólki að það muni brenna í helvíti, mér finnst það frekar ótrúlegt að guð elski fólk sem að hann ætlar að kvelja að eilífu. Páll segir síðan beinlínis að guð hafi einfaldlega hatað greyið Esaú, meira að segja áður en hann fæddist (Róm 9.13).
Þannig að ef maður les biblíuna, þá virðist guð alls ekki elska alla. En Pétur getur kannski bara sagt að hann taki ekki þessi vers alvarlega, honum sé sama um hvað biblían segi.
Pétur gæti líka haldið því fram að hann viti að guð elski alla af því að guð segi honum það einfaldlega. Ef hann gerir það, þá vandast málið vegna þess að það er líka helling af trúfólki sem segir að guð hati suma. Pétur þyrfti þá að segja að guð tali ekki við það fólk en tali hins vegar við.
Mér finnst það frekar ljóst að Pétur er bara að eigna guðinum sínum sínar eigin skoðanir, og mér finnst það frekar óhugnalegt að hann sé að reyna að rökstyðja þær með því að segja að þetta séu jú skoðanir guðs sjálfs, alveg óháð því að þetta séu voða fallegar hugmyndir. Því að ef við segjum að það sé allt í lagi að vísa til skoðana guðs til þess að rökstyðja skoðanir sínar, þá getur fólkið með ljótar hugmyndir líka gert það, og það á auðveldara með að vísa til biblíunnar.30.6.2010 | 12:45
Fálka í allar skólastofur!
Til að byrja með finnst mér ótrúlegt að fólk (kristið eða ekki) geti verið ósammála því að það sé rangt að hafa áberandi krossa í öllum opinberum skólastofum. Ef kristið fólk skilur ekki hvers vegna það er rangt, þá ætti það kannski að ímynda sér að fyrir ofan töfluna í öllum skólastofum væri merki einhvers stjórnmálaflokks sem því mislíkar. Ég bara skil ekki hvers vegna fólk sér ekkert athugavert við þetta, en fólk eins og Þórhallur Heimisson er til, og Þórhallur er mjög óhress með þetta:
Eins og Ítalir kvarta yfir þá er hér um að ræða umfangsmikil afskipti af menningu og sögu landsins, að ekki sé talað um árás á þá trú og þann sið sem hefur mótað þá sögu.
Það að börn eigi að vera laus frá áróðri kristinnar trúar í opinberum skólum er umfangsmikil afkipti af menningu og sögu landins og árás á kristna trú! Væri það árás á Sjálfstæðisflokkinn ef sami dómstóll myndi segja að það væri ólöglegt að hafa stóra mynd af fálka Sjálfstæðisflokksins fyrir ofan töfluna? Þetta er bara frekja og væl í kaþólikkum og lútherskum prestum.
Síðan reynir Þórhallur að kenna Evrópusambandinu um þetta, en Mannréttindadómstóll Evrópu byggist á Mannréttindasáttmála Evrópu og Evrópuráðinu. Við ættum kannski að hætta því að vera aðilar að hinum andkristna Mannréttindasáttmála Evrópu?
Loks verð ég að draga í efa að 90% Ítala séu kristnir eins og fram kemur í fréttinni, í 5 ára gamalli könnun kom t.d. fram að 75% Ítala sögðust trúa á tilvist guðs #. Hérnu eru ég og Þórhallur líklega sammála, þar sem að hann virðist ekki líta á sanntrúaða kaþólikka sem kristið fólk.
*Þetta átti að verða athugasemd hjá Þórhalli, en hann er búinn að loka á athugasemdir frá mér, þannig að ég skrifa bara bloggfærslu í staðinn :(
![]() |
Ítalía vill krossabann burt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.5.2010 | 14:27
Kaþólikkar eru ekki kristnir
Það er þess vegna ekki hægt að vera bæði kristinn og hómófób.#
Þórhallur útskýrir ekki hvað það sé að vera hómófób, en mér finnst afskaplega líklegt að þessi grein úr trúfræðsluriti kaþólsku kirkjunnar flokkist sem hómófóbía af honum:
2357. Samkynhneigð vísar til sambands milli karla og milli kvenna sem með algjörum eða ráðandi hætti laðast kynferðislega að persónum af sama kyni. Það hefur tekið á sig ýmsar myndir í aldanna rás og á hinum mismunandi menningarsvæðum. Sálræn tilurð þess hefur að mestu leyti verið óútskýrð. Með því að styðjast við heilaga Ritningu, er lýsir samkynhneigðum athöfnum sem alvarlegri siðspillingu, [141] hefur erfikenningin ávallt lýst því yfir að "samkynhneigð athöfn feli í sér eðlislæga röskun." [142] Hún stríðir gegn náttúrulögmálinu. Hún útilokar að kynlífið kveiki nýtt líf. Hún sprettur ekki af sannri gagnkvæmri fyllingu, tilfinningalegri og kynferðislegri. Hana má ekki undir nokkrum kringumstæðum viðurkenna. #
Þannig að allir rétttrúaðir kaþólikkar eru sem sagt ekki kristnir samkvæmt Þórhalli. Auk þess er þetta líklega ríkjandi viðhorf hjá öðrum kristnum hópum eins og rétttrúnaðarkirkjunni og hvítasunnumönnum. Meirihluti manna sem eru kristnir í heiminum eru því alls ekki kristnir. Eru engin takmörk fyrir því hvað Þjóðkirkjuprestar geta bullað?
23.5.2010 | 23:53
Biskupinn og himininn
Æðsti biskup ríkiskirkjunnar sagði þetta fyrir viku síðan um meinta himnaför Jesú:
Frásögn uppstigningardags eru vanmegna tilraunir til að tjá mannlegum orðum það að Kristur er alls staðar nálægur. Himinninn er á máli Biblíunnar ekki staður á landakortinu heldur samheiti við Guð. Himinninn er það sem er efst og innst, og umlykur allt, yfir og allt um kring, eins og lífsloftið sjálft. #
Fornaldarmenn (þar með talið höfundar biblíunnar) héldu almennt bókstaflega að guð væri einhvers staðar uppi, himininn var uppi í himninum. Þegar biblían talar um að Jesús hafi flogið upp til himna, þá er það þess vegna ekki tilraun til að segja að Kristur [sé] alls staðar nálægur, heldur að hann hafi skotist upp til himnaríkis, flogið upp til guðs.
Það má vel vera að Karl hafni þessari heimsmynd og haldi að Jesús, guð og himnaríki séu í einhverri annarri vídd eða eitthvað álíka en ekki uppi hjá stjörnunum, en hann hefur þá hafnað þeirri heimsmynd sem uppstigningin byggist á, hann trúir ekki á uppstigninguna. En í staðinn fyrir að viðurkenna það (Já, uppstigningin byggir á rangri heimsmynd og er augljóslega bull.) þá reynir hann að endurtúlka og reyna að koma einhvers konar viti í hana, sem tengist sögunni engan veginn: Jesús flaug upp til himna er vanmegna tilraun til að tjá mannlegum orðum það að Kristur er alls staðar nálægur. Frekar sorglegt.
28.4.2010 | 03:05
Biskupinn og biblían
Ég tók eftir því að í setningarræðu Karls Sigurbjörnssonar á prestastefnu vitnaði hann í biblíuna og hafði punkta (svona: ... ) í tilvitnuninni. Oftast þegar maður sér ríkiskirkjufólk gera það, þá er það vegna þess að það er eitthvað ljótt í textanum sem viðkomandi vill helst ekki að aðrir viti af. Það var einmitt raunin núna eins og oft áður.
Biskupinn vitnar í hluta af 5. Mósebók sem þar sem aðalpunkturinn virðist vera sá að guðinn þeirra verður brjálaður ef Ísraelsmenn búa sér til líkneski, hann mun bókstaflega drepa þann sem dýrkar sig ekki! Frekar ljótur boðskapur. En Kalli klippir út hlutana sem honum finnst vera fallegir, í byrjun ræðunnar vitnar hann í þetta:
Endur fyrir löngu varð lítil þjóð vitni að eldgosi og heyrði Guð sinn tala úr eldinum. Síðar spurði spámaðurinn: Hefur nokkur þjóð heyrt Guð tala hátt úr eldi, á sama hátt og þú heyrðir, og þó haldið lífi? ...Þér var leyft að sjá þetta svo að þú játaðir að Drottinn er Guð og enginn annar en hann.(5.Mós. 4)
Í lok ræðunnar vitnar hann aftur í sama kafla:
Ég vitnaði í 5. Mós hér áðan og geri þau orð að niðurlagsorðum mínum: En vertu varkár og gættu þín vel svo að þú gleymir ekki þeim atburðum sem þú hefur séð með eigin augum. Láttu þá ekki líða þér úr minni meðan þú lifir og þú skalt segja börnum þínum og barnabörnum frá þeim....
Í neyð þinni mun allur þessi boðskapur ná eyrum þínum, á komandi tímum munt þú snúa aftur til Drottins, Guðs þíns, og hlýða boðum hans. Því að Drottinn, Guð þinn, er miskunnsamur Guð. Hann bregst þér ekki og lætur þig ekki farast. Hann gleymir ekki sáttmálanum við feður þína sem hann staðfesti með eiði....Þér var leyft að sjá þetta svo að þú játaðir að Drottinn er Guð og enginn annar en hann.
Hefur nokkur þjóð heyrt Guð tala hátt úr eldi, á sama hátt og þú heyrðir, og þó haldið lífi? Eða hefur nokkur guð reynt að sækja sér þjóð frá annarri þjóð með máttarverkum, táknum og undrum og með stríði, sterkri hendi og útréttum armi og miklum skelfingum eins og Drottinn, Guð ykkar, gerði fyrir augum ykkar í Egyptalandi? Þér var leyft að sjá þetta svo að þú játaðir að Drottinn er Guð og enginn annar en hann. (5Mós 4.30-35)
Já, hvaða guð notar stríð og skelfingar (meðal annars fjöldamorð, frumburðadrápin) til þess að hjálpa uppáhaldsþjóð sinni? Guð kristinna manna.
Það er alltaf gaman að sjá þegar kirkjunnar fólk skammast sín fyrir boðskap biblíunnar, bara ef það myndi nú þora að segja það, í staðinn fyrir að fela það svona. En Karl þorir því auðvitað ekki.
19.4.2010 | 13:16
Eilífðarspurning dagsins
Guðfræðineminn Davíð Þór svarar af og til Eilífðarspurningu á Morgunútvarpi Rásar 2. Í dag var spurningin: Eru náttúruhamfarir refsing Guðs? Davíð svarar spurningunni auðvitað neitandi, það er ekki við öðru að búast frá Íslendingi í nútímanum sem trúir á guð sem myndi ekki gera flugu mein. En hann gengur lengra og segir: Hin kristna afstaða til náttúrunnar er alls, alls ekki sú að guð sé að refsa mönnum með náttúruhamförum.
Nú veit ég ekki til þess að það sé einhver hin kristna afstaða til náttúruhamfara. Davíð Þór verður að sætta sig við það að kristnir menn hafa mismunandi afstöðu til náttúruhamfara, og ein þeirra, sú að guð sendi að minnsta kosti af og til náttúruhamfarir, virðist vera sú sem er algengust í biblíunni. Þarf að minnast á Nóaflóðið og plágurnar sem guðinn hans sendi á Egypta? Ef einhver afstaða er hin kristna afstaða þá er það þessi.
En ef guð er ekki að senda þessar hamfarir, þá hlýtur maður að velta því fyrir sér hvers vegna guðin hans kemur ekki í veg fyrir þær eða hreinlega sleppti því að skapa þær?
Davíð reyndi að svara þessu í örstuttu máli. Og því miður fyrir hann, þá heldur það svar engu vatni. Hann fór að tala um að eldvirkni væri nauðsynleg til að lofthjúpur jarðar gæti viðhaldið lífi, án eldvirkninar færi allt í vitleysu. Þetta var svarið hans.
Hann virðist vera búinn að gleyma því að guðinn á að vera almáttugur! Er það ekki augljóst að guðinn sem á að hafa skapað óteljandi stjörnukerfi í óteljandi stjörnuþokum gæti skapað lofthjúp sem þyrfti ekki að halda í gangi með stórhættulegum eldfjöllum? Eða bara skapa líf sem þarf ekki á lofthjúpi að halda. Möguleikarnir eru endalausir þegar þú ert almáttugur.
Davíð er alls ekki sá fyrsti að koma með svona svar, ég man til dæmis eftur því að Guðsteinn Haukur kom með svipaða pælingu í athugasemdum við þessa grein. Mér finnst þetta svar vera svo augljóslegt bull að það hlýtur að vera hálfgert örvæntingarsvar. Þeir eru komnir út í horn, trúin þeirra passar alls ekki við augljósar staðreyndir og þá þarf að finna svar, bara eitthvað svar svo að þeir fari ekki að efast um trúna sína.
6.4.2010 | 15:10
Um afmeyjun Maríu
Matti benti á eilífðarspurningu dagsins á Morgunvakt Rásar 2. Hún var Var Jesús sonur guðs? og guðfræðineminn Davíð Þór Jónsson var til svara.
Alveg eins og nýlegt fermingarkver Þjóðkirkjunnar, þá virðist hann afneita meyfæðingu Jesú (mér heyrðist hann ekki segja það beint, en mér fannst hann hallast á þá skoðun). Davíð Þór bendir á ættartalið í upphafi Matteusarguðspjalls, sem á líklega sína fram á að Jesús sé afkomandi Davíðs og Abrahams. En málin flækjast þar sem Jósef er í ættartölunni.
Davíð Þór ályktar af þessu að höfundur Matteusarguðspjalls hljóti að hafa trúað því að Jesús hafi verið holdlegur sonur Jósefs, því annars er nákvæmlega ekkert vit í því hjá höfundinum að hafa þessa ættartölu.
Gallinn við þessa ályktun er sá að strax á eftir ættartölunni segir höfundurinn þetta:
Fæðing Jesú Krists varð með þessum atburðum: María, móðir hans, var föstnuð Jósef. En áður en þau komu saman, reyndist hún þunguð af heilögum anda. (Mt 1.18)
Og rétt á eftir því segir sami höfundur þetta:
[Jósef] kenndi [Maríu] ekki fyrr en hún hafði alið son. Og hann gaf honum nafnið Jesús. (Mt 1.25)
Þannig að höfundur Matteusarguðspjalls hélt augljóslega að Jósef væri ekki holdlegur faðir Jesú. Davíð Þór gengur því aðeins og langt í ályktununum sínum, en hann bendir í rétta átt. Það er hárrétt hjá honum að það er ekkert vit í ættartölum sem fara í gegnum Jósef ef Jesús var síðan ekki afkomandi hans.
Þannig að þó svo að höfundur guðspjallsins hafi ekki trúað því að Jósef hafi verið faðir Jesú, þá eru ættartölurnar greinilega upprunnar hjá kristnu fólki sem hélt að hann hafi verið sonur Jósefs og var í mun um að sýna fram á hvað Jesús var af góðum ættum. En ef þú ert sammála þessu fólki, þá ertu að viðurkenna að höfundur Matteusarguðspjalls hafi verið að bulla.
Það er örugglega mikið af ríkiskirkjuprestum sem afneitar meyfæðingunni, Gunnar Kristjánsson, prófastur hjá ríkiskirkjunni, gerði það um páskana, Sigríður Guðmarsdóttir, ríkiskirkjuprestur, gerði það í viðtali við mig og Bigga í fyrra (í tveimur hlutum).
Það sem mig langar að vita er hvort þetta fólk fólk þegi, eðs segi og Jósef þegar þegar það fer með postullegu trúarjátninguna, en þar stendur auðvitað fæddur af Maríu mey. Eða segir það kannski mey en krossleggur bara puttana? Ætti þetta fólk ekki að vera að berjast fyrir því að breyta þessari játningu? Síðan væri auðvitað gaman að vita hve mörgum kenningum kirkjunnar prestar þurfa að afneita svo að fólkið á toppnum þar geri eitthvað í því.