Eilífðarspurning dagsins

Guðfræðineminn Davíð Þór svarar af og til „Eilífðarspurningu“ á Morgunútvarpi Rásar 2. Í dag var spurningin: „Eru náttúruhamfarir refsing Guðs?“ Davíð svarar spurningunni auðvitað neitandi, það er ekki við öðru að búast frá Íslendingi í nútímanum sem trúir á guð sem myndi ekki gera flugu mein. En hann gengur lengra og segir: „Hin kristna afstaða til náttúrunnar er alls, alls ekki sú að guð sé að refsa mönnum með náttúruhamförum.

Nú veit ég ekki til þess að það sé einhver „hin kristna afstaða“ til náttúruhamfara. Davíð Þór verður að sætta sig við það að kristnir menn hafa mismunandi afstöðu til náttúruhamfara, og ein þeirra, sú að guð sendi að minnsta kosti af og til náttúruhamfarir, virðist vera sú sem er algengust í biblíunni. Þarf að minnast á Nóaflóðið og plágurnar sem guðinn hans sendi á Egypta? Ef einhver afstaða er „hin kristna afstaða“ þá er það þessi.

En ef guð er ekki að senda þessar hamfarir, þá hlýtur maður að velta því fyrir sér hvers vegna guðin hans kemur ekki í veg fyrir þær eða hreinlega sleppti því að skapa þær?

Davíð reyndi að svara þessu í örstuttu máli. Og því miður fyrir hann, þá heldur það svar engu vatni. Hann fór að tala um að eldvirkni væri nauðsynleg til að lofthjúpur jarðar gæti viðhaldið lífi, án eldvirkninar færi allt í vitleysu. Þetta var svarið hans.

Hann virðist vera búinn að gleyma því að guðinn á að vera almáttugur! Er það ekki augljóst að guðinn sem á að hafa skapað óteljandi stjörnukerfi í óteljandi stjörnuþokum gæti skapað lofthjúp sem þyrfti ekki að halda í gangi með stórhættulegum eldfjöllum? Eða bara skapa líf sem þarf ekki á lofthjúpi að halda. Möguleikarnir eru endalausir þegar þú ert almáttugur.

Davíð er alls ekki sá fyrsti að koma með svona svar, ég man til dæmis eftur því að Guðsteinn Haukur kom með svipaða pælingu í athugasemdum við þessa grein.  Mér finnst þetta svar vera svo augljóslegt bull að það hlýtur að vera hálfgert „örvæntingarsvar“. Þeir eru komnir út í horn, trúin þeirra passar alls ekki við augljósar staðreyndir og þá þarf að finna svar, bara eitthvað svar svo að þeir fari ekki að efast um trúna sína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Magnað að hann Davíð Þór taki allar gömlu kreddurnar ha, ég hélt að hann væri skynsamari.

DoctorE (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 13:32

2 Smámynd: ThoR-E

Maður hefði nú haldið að ef "guð" ætlaði sér að refsa mannkyninu að hann gerði það með öðrum hætti en að setja í gang hamfarir sem stöðva flugsamgöngur yfir evrópu.

Það sem fólki dettur í hug ;)

ThoR-E, 20.4.2010 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband