Hagsmunir ríkiskirkjunnar og ruglaðir prestar

Samkvæmt ríkiskirkjuprestinum Bjarna Karlssyni hefur ríkiskirkjan enga hagsmuni!

Í framhaldi af heilmikilli umræðu hér á Eyjunni um stöðu Þjóðkirkjunnar þá finnst mér brýnt að segja það að Þjóðkirkjan hefur ekki hagsmuni. 

Kristin kirkja á enga hagsmuni vegna þess að hún er ekki til sjálfrar sín vegna. Að því leyti sem kirkja gengur upp í sjálfri sér er hún ekki kristin. #

 „Rökin“ hans Bjarna eru sem sagt þau að kirkja sem er fullkomlega kristin hefur enga hagsmuni. Ef hann vill segja að af þessu leiðir að  ríkiskirkjan hafi enga hagsmuni, þá verður hann að halda því fram að ríkiskirkjan sé fullkomlega kristin. 

En það er lítið varið í þessu rök þar sem að ríkiskirkjan hefur augljóslega alveg helling af hagsmunum. Hún hefur hagsmuni af því að nýfædd börn séu sjálfkrafa skráð í trúfélag móður (þannig fær hún sóknargjöldin). Þegar út í það er farið hefur hún hagsmuni af sóknargjaldakerfinu sjálfu. 

Persónulega held ég að Bjarni Karlsson sé bara svo svakalega ruglaður í ríminu að hann trúir því virkilega að ríkiskirkjan hafi enga hagsmuni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband