Þjóðkirkjan er ekki fyrir alla

Mér finnst grein dagsins á Vantrú vera afskaplega merkileg, lesið hana endilega: Jón eða séra Jón

Annars vegar höfum við fagran áróður frá ýmsum starfsmönnum eða velunnurum ríkiskirkjunnar um að hún sé fyrir alla alveg óháð því hvort þeir séu meðlimir eða ekki, en hins vegar höfum við staðreyndir málsins, að kristin brúðhjón (mormónar) fengu ekki að nota kirkju af því að trúfélagsaðild þeirra var ekki rétt.

Í Vantrúargreininni er síðan minnt á eldra mál þar sem barn sem var ekki skráð í ríkiskirkjuna fékk ekki að fermast.

Mér finnst sjálfsagt að trúfélög séu ekki skylduð til þess að sinna fólki sem er ekki meðlimir í viðkomandi trúfélagi, en starfsmenn ríkiskirkjunnar ættu þá að viðurkenna það opinberlega í staðinn fyrir að koma með ósannan áróður um annað, sérstaklega ekki þegar þessi ósannindi eru notuð til að reyna að rökstyðja forréttindastöðu ríkiskirkjunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband