7.11.2010 | 22:52
Bókstafstrúarrugl
Ég held að orðið bókstafstrú sé eitt af mest misnotuðu orðunum í allri trúmálaumræðunni (hin eru líklega fordómar og öfgar). Ég hef nýlega skrifað um það hve hissa ég varð, þegar ég byrjaði að fylgjast með trúmálaumræðu á netinu, hve miklir vælukjóar sumir trúmenn voru. Annað sem að vakti líka furðu mína voru undarlegar ásakanir um að einhverjir trúleysingjar væru bókstafstrúarmenn. Eftir að ég fór að taka þátt í umræðunni hef ég auðvitað oft verið kallaður bókstafstrúarmaður.
Alltaf þegar ég er ásakaður um að vera bókstafstrúarmaður reyni ég að fá útskýringu á því hvað viðkomandi á við, en ég man ekki eftir því að hafa fengið neina alvöru útskýringu.
Ég tek ekkert mark á biblíunni, hún er álíka mikið kennivald í mínum augum og Andrés Önd og Kóraninn. Ég hef ekki mikla trú á því að því sem er sagt frá í biblíunni hafi gerst. Varla get ég flokkast sem bókstafstrúarmaður út af því.
Ég átta mig alveg á því að sögur þurfa ekki að hafa gerst til að geta kennt okkur eitthvað. En stundum virðist fólkið sem kemur með bókstafstrúarstimpilinn halda að við lestur Dæmisagna Esóps hljóti ég að segja: Gerðist ekki! Og þess vegna er þetta bull og vitleysa!
Ég hallast að því að þegar fólk kallar mig bósktafstrúarmann þýði það eitthvað eins og: Mér líkar ekki við þig. Ég hef líka heyrt þá góðu tilgátu að maður sé bókstafstrúaður við það eitt að benda á ljótu hluta biblíunnar. Ef prestur vitnar í gullnu regluna og talar um hvað hún er falleg þá er það ekki bókstafstrú, en ef ég bendi á heimsendatal Jesú og tala um hvað það sé ljótt þá er það víst bókstafstrú.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Á ég að útskýra þetta fyrir þér í eitt skipti fyrir öll Hjalti?
Grefillinn sjálfur (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 23:22
Ég ætla að spá því að Guðbergur muni skrifa ýmislegt - en ekki útskýra þetta.
Matthías Ásgeirsson, 7.11.2010 kl. 23:25
Á ég að svara þessari athugasemd?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 7.11.2010 kl. 23:25
Reyndar hafa fyrri tilraunir Grefilsins til að "útskýra" þetta verið frekar "áhugaverðar":
Grefillinn, í staðinn fyrir að koma með "Á ég að segja eitthvað?"-athugasemdir. Segðu þá bara það sem þú ætlar að segja.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 7.11.2010 kl. 23:27
Ég er að biðja þig um leyfi útskýra þetta fyrir þér í eitt skipti fyrir öll Hjalti?
Þú átt þessa bloggsíðu. Ég nenni ekki að útskýra þetta fyrir þér ef þú ætlar svo allt í einu, í miðri útskýringunni, að stroka út það sem ég segi og loka svo á mig ... eins og Kristinn gerir alltaf þrátt fyrir loforð um að gera það ekki.
Annað hvort leyfir þú mér að KLÁRA að útskýra þetta fyrir þér í eitt skipti fyrir öll eða ég fer ekkert af stað með að útskýra þetta fyrir þér. Þú ræður.
Veldu núna.
Grefillinn sjálfur (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 00:08
Grefillinn: Útskýrðu þetta þá! Og reyndu nú að gera það í einni, hnitmiðaðri athugasemd.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.11.2010 kl. 00:17
Gallin við útskýringar ímyndaveiks fólks sem trúir á guð fellst í tveim atriðum. Í fyrsta lagi þá hefur þessu fólki ekki tekist að sanna neitt einasta atriði sem stendur í biblíunni. Þrátt fyrir það að hafi haft rúmlega 2000 ár til þess.
Hitt vandamálið er síðan stærð alheimsins. Afhverju ættu einhver að veita okkur athylgi. Sem tengund þá er mannkynið afskaplega frumsætt samfélag á hnattrænum skala. Ég meina, við komumst ekki einu sinni hraðar en ljósið og við komust ekki einu sinni til tunglsins í mönnuðum förum.
Hérna er stærð alheimsins, http://en.wikipedia.org/wiki/Observable_universe
Jón Frímann Jónsson, 8.11.2010 kl. 00:20
Þér er líkt við bókstafstrúarmann Hjalti þegar þú leggur upp með óumbreytanlegan sannleika eins og sá sem leggur fram forneskjulegar og mannvonskulegar trúarkreddur úr fornriti.
Þú hefur gefið sjálfum þér heimild til að niðra eða hæða þá sem eru þér óssammála og talar gjarnan um trúað fólk eins og það sé geðbilað eða haldið hugvillu mikilli.
Rétt eins og Jón Frímann sem telur sig hafa unnið slík afrek í lífinu að hann sé þess umkominn að telja miljarða manns haldinn ímyndunarveik og hann sjálfur sé fullkomin vera með alvisku slíka að af honum stafi fordæmi sem ætti að lýsa upp heimsbyggð alla.
Þið gleymið algjörlega að ræða hví svo margir kjósi að nota trúarbrögð. Ástæðan er einföld, þau gera það sem okkur megnar ekki með eigin rökfestu og þessvegna iðka milljarðar trú sína til að bæta sig.
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 00:34
Ég útskýri þetta ekkert í einni athugasemd, Hjalti og þú veist það vel.
Annað hvort fæ ég að klára útskýringuna í eins mörgum athugasemdum og þarf og svara öllum þínum spurningumán þess að eiga þaðáhættuað þú lokir á mig eða ég nenni ekki að fara af stað.
Þitt er valið. Maður eða mús?
Grefillinn sjálfur (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 00:35
Þetta er pínlegt. Útskýrðu þetta bara eða þegiðu. Hjalti er ekkert að fara að færa þér umráðarétt yfir bloggsíðu sinni. Við vitum hvernig slíkt endar.
GG, hvað er að frétta af Sála? Dó hann?
Matthías Ásgeirsson, 8.11.2010 kl. 00:43
Hvað áttu við Matti minn? það sem ég segi hér er undir mínu nafni eins og þú sérð og hvaða paranoja er þetta.
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 00:48
Er Matti Stóra Barn orðinn talsmaður þinn Hjalti, eða ætlarðu að svara sjálfur? Viltu almennilega útskýringu á því sem þú talar um í pistli þínum í eitt skipti fyrir öll eða ekki?
Segðu til.
Grefillinn sjálfur (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 00:49
Og fyrst þið voruð að kalla á mig þá væri ekki úr veginum að fá staðfestar útskýrinar ykkar á hugvillu þeirri sem þið kallið trú.
Hverskonar geðveiki er það eiginlega að ykkar mati?
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 00:50
Þetta verður bara pínlegra. Ég sakna Sála og heimildarmaður minn gaukaði því að mér að þið væruð afskaplega nánir.
Guðbergur, bloggaðu bara um þetta.
Matthías Ásgeirsson, 8.11.2010 kl. 00:55
Já Matti, þetta verður bara pínlegra
Ég sá að einhver sem kallaði sig sála var að kommenta áðan en þau eru horfin vegna ritskoðunarstefnu bloggsins hugsanlega?
Þú verður bara að eiga þína paranoju við sjálfan þig Matti en þú veist manna best að ég þarf ekki að fara í felur með andlitið á mér eins og Hjalti og ég þori að segja hlutina eins og ég skynja þá undir eigin nafni.
Þetta er nú meiri nojan í ykkur
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 01:03
Gylfi, Síðast þegar ég gáði þá er ímyndun ennþá ímyndun þó svo að milljónir eða milljarður manni trúi á hana. Það er nefnilega staðreynd að lygin verður ekkert að sannleika eftir því sem fleiri trúa á lygina.
Það hefur ennfremur aldrei neitt gott komið af trúarbrögðum. Gildir einu hversu langt er leitað aftur í sögunni að slíkum dæmum.
Margir iðka trúarbrögð vegna þess þeir eru neyddir til slíks eða fæddir inn í trúarbrögðin (sem er oftast ástæðan) og það er einfaldlega logið að þeim alla ævi um guð, jesú eða eftir því hvaða trúarbrögð viðkomandi fæðist inn í.
Jón Frímann Jónsson, 8.11.2010 kl. 01:07
Ég sá enga athugasemd frá Sála hér, ertu ekki að bulla? Kannski sástu kommentið í öðru lífi Sáli minn (heimildarmenn mínir eru traustir, spurðu Guðberg, hann veit það)
Matthías Ásgeirsson, 8.11.2010 kl. 01:08
Ég bíð eftir svari frá þér Hjalti. Viltu fá að vita í eitt skipti fyrir öll hvers vegna þú hefur verið kallaður "bókstafstrúarmaður" eða ekki? Ég er með 100%útskýringu handa þér.
Kem og kíki hér á morgun eftir svari.
Ps. Segðu Stóra Barni að vera ekki að þessu gargi og fara frekar að sofa.
Grefillinn sjálfur (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 01:11
Guðbergur, svarið væri komið ef þú hefðir það. Eins og ritgerðin. Hættu þessu ofbeldi.
Matthías Ásgeirsson, 8.11.2010 kl. 01:17
Hjalti, segðu bara "Nei".
Þórður Ingvarsson (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 01:18
Matti. Þér til upplýsinga og uppljóstrunar þá á ég annað notendanafn sem kallast sáli og undir því er greinasafn um endurholdgun og önnur furðuleg fyrirbæri. Ég hef ekki skrifað grein á þann vef í allnokkrun tíma, né notað sálanafnið í umræðum. Og þegar ég hef nota sálanafnið þá geri ég það innskráður.
Það er augljóst að það hefur orðið trúnaðarrof á milli mín og MBL bloggsins því ekki einu sinni fjölskylda mín veit af þessari síðu.Hún er einkamál mitt og aðeins samantekt á því sem mér finnst spennandi og ill-útskýranlegt af hálfu vísinda og trúarbragða. Ekkert sem ég skammast mín fyrir eða þarf að fela ef út í það er farið og ég veit að margir hafa gaman af því að gramsa í greinasafninu.
Mér finnst í sjálfu sér ekkert slæmt við það að þú hafir komist að sála-viðbótinni eins og þú segist hafa gert í gegnum heimildarmann sem getur ekki verið staðsettur annarsstaðar en innan MBL.is Aðeins kerfisstjóri eða þeir sem hafa aðgang að notendaupplýsingum geta séð að ég sé "sáli" því hann er á mini kennitölu.
Svo ég bara leyfi þér bara að hreykja þér af niðurstöðum rannsóknar þinnar í gegnum heimildarmenn þína á meðan ég fer uppí hádegismóa á morgun og ræði við yfirmenn mbl.is um trúnað.
Þeir hjá MBL.is eru örugglega jafn spenntir og ég að finna heimildarmanninn þinn því bloggið þeirra verður seint sterkara en traustið sem til þess ríkir. Það er mjög óeðlilegt að fjölmiðill á borð við mbl.is geti ekki varið skjólstæðinga sína gagnvart árásum innanfrá en ég kemst að því á morgun hver þeirra vilji sé í raun.
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 01:45
Hahahaha!
Þórður Ingvarsson (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 01:56
Moggamenn eru saklausir, Gylfi. Þú komst upp um sjálfan þig, vegna þess að internetið veit allt og man allt. Þín eigin orð komu upp um þig. Heimildarmaðurinn = þú.
En anyways, Guðbergur, Hjalti er búinn að gefa þér leyfi til að koma með útskýringu, og hann bað þig að reyna að gera það í einni athugasemd. Ef þig langar að koma með útskýringu, komdu þá bara með hana, ég vil endilega lesa hana. Skrifaðu honum annars bara bréf og sendu í pósti. Ef útskýringin er nógu góð, þá sjáum við Hjalta í messu eða í Krossinum jafnvel næsta sunnudag.
Rebekka, 8.11.2010 kl. 06:34
Undarlegt hvað maður lendir alltaf í svona meta-umræðum um umræðuna þegar þú mætir á svæðið. Ég sé ekki af hverju það ætti að vera rosalega erfitt að segja frá grundvallarpælingu þinni í einni athugasemd. Ekki vera svona rosalega erfiður. Ég fer ekki að loka á þig bara sísvona. En vinsamlegast slepptu öllum uppnefnum eins og "Matti Stóra Barn".
Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.11.2010 kl. 06:52
Gylfi: Og hver er sá "óumbreytanlegi sannleiki"? Er þetta annað orð yfir það að vera viss í sinni sök? Er vissa nú orðið það sama og "bókstafstrú"?
Ég held að ég stundi það afar lítið að "niðra" fólk. Já, ég hæðist að málflutningi sums fólks, ég vil bara hafa smá gaman af þessum umræðum öllum, og þegar ég geri það þá er það oftast eftir einhverjar blammeringar af hálfu viðkomandi (t.d. þegar Þórhallur kallaði mig níðing).
Nei, ég tala ekki um trúað fólk eins og það sé geðbilað. Það er auðvitað til geðbilað trúað fólk, og sumt fólk segir hluti sem hljóma afskaplega "klikkaðir", en ég held ekki að trúmenn séu upp til hópa geðbilaðir. En nú þarft þú að útskýra hvað þú átt við með "hugvillu".
Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.11.2010 kl. 06:58
Gylfi, enn og aftur: Það er mynd af mér hérna á blogginu. Þó svo að það sé málað skegg á mig þá er ég ekki að fela það. Ef ég vildi ekki að fólk sæi hver ég er, þá myndi ég líklega ekki hafa mynd af mér hérna.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.11.2010 kl. 07:01
Hjalti: "Ég fer ekki að loka á þig bara sísvona."
Þú lokaðir á mig bara sísvona síðast. Og það er enn lokað þannig að ég þarf alltaf að fara inn í gegnum proxa úti í heimi til að skrifa hér.
Vinsamlega opnaðu á mína eigin ip-tölu og þá mun ég útskýra málið fyrir þér.
Grefillinn sjálfur (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 08:22
Grefill, það hefur nú verið einhver mjög góð ástæða fyrir þeirri lokun. En núna er opið!
Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.11.2010 kl. 08:26
Sæll Hjalti,
Ég sé að það gengur erfiðlega hjá þér að fá svar við þessum vangaveltum þínum, svo ég ætla að reyna gera þetta eins einfalt og ég get.
Að vera bókstafstrúar : sá sem les orðið og leggur áherslu á sérhvert orð í stað þess að skoða, samhengið sem þar er ritað, útfrá samfélagslegum, sögulegum og sagnfræðilegum forsendum.
Þegar það er bent á t.d. þig sem bókstafstrúarmann, þá er slíkt væntanlega vegna þess, að krítík þín á Kristni virðist svört/hvít, þ.a.s. þú bendlar GT og mannasettningar þar inni við trú Kristinna mann, sem er ekki með öllu órétt, nema þegar þú tekur bókstafin sem verður orðið án þess að skoða ofangreindar áherslur i.e Samfélagslegan, sögulegan og sagnfræðilega þróunn rittninganna. Bókstafstrúarmenn innan Kristninnar eins og t.d Westb. babtistar eru dæmi um slíkt, oftúlkun, strangtúlkun þannig að orðið verður af bókstaf svart/hvítt A, B, C ekkert pláss fyrir Aa Bb Cc. Slík túlkun er mistúlkun, rangfærsla og leiðir til öfga í báðar áttir.
Tökum sem dæmi, hvorki Gyðingar né Kristnir líta á eftirfarandi ritningar sem viðeigandi í dag, og sá sem gerir það er í raun með það sem ég kalla Farísea túlkunn. Jesú tók á þessu eins og þú veist.
Linda, 8.11.2010 kl. 09:12
Hjalti: "Grefill, það hefur nú verið einhver mjög góð ástæða fyrir þeirri lokun"
Ástæðan sem þú gafst upp fyrir lokuninni síðast var "aðallega til að sjá mig kvarta yfir því". Þú kallar það kannski "góða ástæðu" en ég geri það ekki.
En ... ok, ég treysti því að einhvers staðar hér fyrir ofan sé loforð frá þér um að leyfa mér að útskýra til fulls hvers vegna þú ert stundum kallaður "bókstafstrúarmaður" og að þú munir ekki loka á mig í miðjum klíðum.
Grefill, 8.11.2010 kl. 09:37
Grefill, mér finnst það mjög fyndin ástæða.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.11.2010 kl. 10:09
Takk fyrir þessa athugasemd Linda. Ónefndir aðilar mættu taka þig þér til fyrirmyndar.
Linda, nú vil ég ekki hljóma eins og ég sé smámunasamur, en ég vildi gjarnan vita hvað þú átt við með því að "leggja áherslu á sérhvert orð".
Ég tel mig alveg taka tillit til sögulegs og félagslegs samhengis biblíunnar. T.d. er ekki óvenjulegt að sjá höfund biblíunnar setja guðinum sínum þá skipun í munn að þurrka út heilu þjóðirnar í hernaði. Það var venjulegt í stríðum á þeim tíma. Ég held reyndar að það sé afskaplega erfitt fyrir fólk sem telur biblíuna vera innblásna og/eða óskeikula að gera þetta, þar sem að þá fer allt í rugl.
Ertu að segja að ég átti mig ekki á því að kristið fólk telur sig ekki þurfa að fara eftir ýmsum boðorðum í Gamla testamentinu? Því ég veit það alveg.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.11.2010 kl. 10:15
Úps... fyrsta setningin klúðraðist: "... taka þig sér til fyrirmyndar."
Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.11.2010 kl. 10:15
"Rök" trúaðra má taka saman í tveim setningum:
1. Guð er til, það stendur í biblíunni.
2. Biblían er sönn, Guð skrifaði hana.
Jón Ragnarsson, 8.11.2010 kl. 10:33
Rebekka getur ekki fullyrt að moggamenn séu saklausir því ég veit nákvæmlega hverjir vita um umrætt blogg og það var bara mbl.is sem ég treysti fyrir auðkenni mínu.
Það er afar dapurt að Vantrúarfólk útí í bæ geti gengið á starfsmenn mbl og fengið upplýsingar til að nota gegn bloggurum sem eru vantrúarmönnum ósammála um trúmál
Hjalti. Þú ert jafn sannfærður i trúarafstöðu og bókstafstrúarfók og það gerir þig að bókstafstrúarmanni. Ofangreint mbl atvik sýnir nokk vel að þú sért ekki eini trúlausi bókstafstrúarmaðurinn, menn bara ganga mislangt til að verja sinn æðsta sannleika.
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 11:20
Gylfi: Vissirðu það, að þó einhver skrifi undir mörgum nöfnum, breytast sumir hlutir ekki? Viðkomandi notar enn svipaðan ritstíl, sömu stílbrögð - og gerir sömu rit- og málvillur. Það er því létt verk fyrir þann sem kann til að bera saman texta sem eiga að vera ritaðir af tveimur mismunandi einstaklingum og komast að þeirri niðurstöðu að í raun sé sama manneskjan á bak við báða karaktera.
Þetta verður Grefli að falli í hvert einasta sinn sem hann býr sér til nýjan karakter og útskýrir hvernig hægt var að sjá að þú og "Sáli" eruð einn og sami maður.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 8.11.2010 kl. 11:45
Ég blogga um málið í kvöld og fletti ofan af heimildarmanni mínum.
Matthías Ásgeirsson, 8.11.2010 kl. 11:53
Þannig að maður er bókstafstrúarmaður bara af sannfæringu! Þá eru líklega allir prestar þjóðkirkjunnar bókstafstrúaðir, þá er vinur okkar Guðbergur líklega líka bókstafstrúarmaður.
En ég hvet þig Gylfi, til þess að hafa ekki samband við mbl.is vegna þessa Sála-máls.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.11.2010 kl. 11:54
Þakka ábendinguna Hjalti en ég fer uppí hádegismóa eftir snæðinginn engu að síður því ég lít á málið sem trúnaðarbrest á milli mín og mbl.is
Mér var veittur réttur til að blogga nafnlaust og það hef ég gert þangað til að Matti hélt að mér stæði einhver ógn af þessu bloggi. Síður en svo,
En prinsippið um trúnað stendur og satt best að segja er ég afar vonsvikinn yfir því að einn stærsti og virðulegast fjölmiðill landsins skuli leyfa sér að gefa upp auðkenni mitt því engin annar vissi um það. Útilokunaraðferðin segir mér allt sem ég þarf að vita fyrir sjálfan mig og varnir Tinnu eru hreint og beint hlægilegar í augum þess sem betur veit.
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 12:43
Heimildarmaður minn er ekki starfsmaður Morgunblaðsins. Hann stendur Gylfa og nær en hann heldur.
Matthías Ásgeirsson, 8.11.2010 kl. 12:51
Einmitt. Þessir orðrómar um að einn starfsmaður blog.is sé meðlimur í Vantrú eiga ekki við nein rök að styðjast.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.11.2010 kl. 12:53
Hvað getur maður annars sagt um þetta svar Gylfa í ljósi þess sem hann svo játaði?
Matthías Ásgeirsson, 8.11.2010 kl. 12:53
"Þetta er nú meiri nojan í ykkur " Segir Gylfi. Náði ekki djóknum eða tengingunni, en svo las ég lengra um Sálamál og fleira og fann pláss fyrir svona 10 skellihláturskalla frá mér.
Jón Steinar Ragnarsson, 8.11.2010 kl. 12:54
Hahahaha!!!
Þó þetta sé fyndið nú þegar þá á þetta eftir að vera alveg stórkostlega og pínlega fyndið þegar þú ferð uppí Hádegismóa og berð upp erindið þitt.
Æðislegt.
Þórður Ingvarsson (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 12:54
Já, ólíkt mér þá felur hann ekki andlitið sitt.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.11.2010 kl. 12:54
Fólk bara aðhyllist mismunandi bókstafi, sumir þá sem þeir sjálfir skrifa. Hjalti, þú ert samt fínn "bandamaður" á móti grænsápu guðfræðinni sem því miður er mjög ríkjandi meðal kristinna í dag. Leiðinlegt samt að sjá það viðhorf hjá þér að kristni sé skaðleg, væri gaman að sjá færslu frá þér þar sem þú útskýrir það viðhorf.
Mofi, 8.11.2010 kl. 13:15
"Einmitt. Þessir orðrómar um að einn starfsmaður blog.is sé meðlimur í Vantrú eiga ekki við nein rök að styðjast." -Hjalti
Nei- ekki nema þeir séu þá tveir eða þrír eða fleiri :) ég meina, það nennir enginn að vakta trúarblog eins mikið og þið vantrúmenn - gerið - án þess að fá borgað fyrir það? .. ekki nema sá hinn sami sé alvarlega hugsjúkur....
Adeline (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 13:54
Vakta trúarblogg! Hefurðu aldrei heyrt talað um blogg gáttina?
Matthías Ásgeirsson, 8.11.2010 kl. 13:57
Í blíunni er allt sem við þurfum að vita um lífið og tilveruna útskýrt í eitt skipti fyrir öll - reyndar í ansi löngu máli - og allar aðrar útskýringar eru óþarfar. Svei mér þá!
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.11.2010 kl. 14:06
@Gylfi
Hvað sögðu þeir uppí hádegismóum um þetta grafalvarlega mál? Fékkstu eitthvað útúr þeim eða neituðu þeir öllu eins og þeim er von og vísa??
Hjörtur Brynjarsson (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 14:36
Jemundur einasti. Ég bjóst seint við því að opna trúarþráð og finnast Mofi vera besti málsvari kristlinganna þar.
brb, fara með bjórinn til helvítis til að kæla hann.
Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 14:56
Proppé, þetta er nú bara ein færsla og mjög fáir kristnir hérna svo... bíddu aðeins með þessa för með bjórinn til vítis :)
Mofi, 8.11.2010 kl. 15:00
Gylfi, ég get 100% lofað þér að moggamenn hafa haldið fullum trúnaði við þig. Hafi ég rangt fyrir mér, þá skrái ég mig í Fíladelfíu.
Þú verður bara að læra betur á internetið ef þú vilt halda fullkomnu nafnleysi.
Rebekka, 8.11.2010 kl. 15:12
Ég hef komið mínum málum á framfæri við fulltrúa mbl.is sem eru eðlileg viðbrögð við rof á friðhelgi.
Vænti þess að Matti segir frá heimildarmanni sínum í kvöld eins og hann lofaði en finnst þó skrýtið að hann geri það ekki fyrr fyrst hann telur sig hafa hafa heimildarmann annan en starfsmann mbl.is
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 15:30
doctore (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 15:33
@Gylfi.
En hvað sögðu mbl-menn þegar þú mættir og hraunaðir yfir þá eins og engin væri morgundagurinn?
Ég meina, þeir rufu við þig trúnað á versta veg, með því að segja hundinum honum Matta frá þér!!!! Þetta verðskuldar blogg frá þér NÚNA, uppsögn á blaðinu sjálfu og kæru.
Ekkert minna.
Hjörtur Brynjarsson (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 15:35
aldrei þessu vant kemur doctorE með þann punkt sem ég er alltaf að hamra á en... töluvert harðari hátt en ég hef getað gert. Fékk Jóhanna þessa mynd frá þér?
Mofi, 8.11.2010 kl. 15:38
Ég er í vinnunni og hef ekki tíma til að blogga. Því þarf þetta að bíða fram á kvöld. Ég veit að fólk skilur það.
Matthías Ásgeirsson, 8.11.2010 kl. 15:39
Nei Hjörtur, engin læti á okkar fundi. Bara gott spjall um meðferð þá sem blogggið mitt hefur hlotið undanfarið. Matti segist eiga heimildarmann utan mbl.is en einhverra hluta vegna sér hann sér ekki fært að tækla þetta tiltekna mál í vinnutíma.
Ég bíð þolinmóður um sinn
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 16:25
Þetta er bara með því betra internet-djók sem ég hef orðið vitni af.
Þórður Ingvarsson (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 16:28
Ég væri búin að kæra Matta, heimildarmanninn hans (sem hlýtur að vera ómenni að gera svona), mbl og forseta Íslands!!!!!!!!
ÉG ER BRJÁLAÐUR!!!
Hjörtur Brynjarsson (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 16:56
Jæja, þá er ég kominn heim úr vinnu og búinn að borða kvöldverð. Er búinn að koma mér fyrir í stofunni og ætla að hefja skriftir. Að verki loknu sest ég svo niður og grúska í heimanámi.
Matthías Ásgeirsson, 8.11.2010 kl. 19:52
Við bíðum öll spennt!
Spenntur (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 20:13
Ég spái því að Gylfi muni engan veginn fallast á útskýringar Matta. Enda þver með eindæmum.
En, hvur veit, jafnvel hinir einörðustu þverhausar eiga það til að skipta um skoðun. Ég allavega bíð spenntur.
Þórður Ingvarsson (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 20:23
Gjörið svo vel, hér er skýrsla mín um málið. Já, ég upplýsi hver heimildarmaður minn er.
Matthías Ásgeirsson, 8.11.2010 kl. 21:34
Þú fannst ekki trúarafstöðu til að klína á mig og dæma geðveikan eins og annað trúfólk og þá snérir þú þér að fyrirtækinu mínu og það sprakk í andlitið á þér. Þá er farið á Facebook síðuna mína til að finna eitthvað á mig og síðan er reynt að krafsa upp sárasaklausa bloggsíðu sem tengist mér.
Þú telur þig kannski hafa snúið þig út úr þessu Matti minn en sannleikurinn er sá að sáli hefur steinþagað í ríflega ár og enga athygli vakið innan sem utan ykkar hóps. Okkar rifrildum var eytt af sálablogginu skömmu eftir að þau áttu sér stað. Þau voru óviðeigandi því sáli stendur bara fyrir frelsi til íhugunar og tekur ekki endanlega afstöðu til einstakra greina í eigin safni.
Þú googlar einhverjar tægjur og restar og telur þig hafa vitað allt fyrirfram en vissir lítið sem ekkert í gegnum tægjurnar sem þú fannst á google
Þú bregður líka fyrir þig fórnarlambi í kvöld en sannleikurinn er sá að ég notaði aðeins þína eigin hæðni á sjálfan þig og þú höndlaðir það ekki og trompaðist þegar þú sást að ég var að spila með tilfinningar þínar gagnvart félagsskapnum Vantrú sem þú til stofnaðir til ásamt fleirum.
Það eina sem mig langaði að sjá hjá Matta voru viðbrögð hans við hjartans málum svo hann gæti kannski séð hvernig trúuðu fólki líður sem situr undir stöðugum svívirðingum vegna trúarskoðana sinna.
Matti veit það örugglega núna hvernig það er, vonandi lærir hann af þessu eitthvað um virðingu fyrir lífsgildum annarra.
Þessi langloka hans Matta átti að leysa af hólmi montfullyrðingu hans um sinn eigin heimildarmann sem hafi líka komið upp um Guðberg Grefil. Þykir mér málið nú lykta af því að Matti sé komin í þann gír að þurfa að verja heimildarmanninn og nota til þess langlokuna sem er ekkert annað en langdregin söguskoðum byggð á tætlum héðan og þaðan.
Matti sagðist eiga heimildarmenn sem hefðu líka komið upp um Grefilinn og hvernig ætlar Matti að fóðra þetta dæmi meira... Grefillinn hlýtur að vera jafn forvitinn og ég því einhversstaðar fengu Vantrúrmenn nafnið hans upphaflega þótt í ritstíl megi lengi finna vísbendingar.
Og MBL.is lítur það alvarlegum augum ef sú er raunin að innanbúðarmaður hafi rakið saman kennitölu mína við sálabloggið. Fullyrt er að svo geti ekki verið mögulegt en það var ekki eina umræðuefnið á fundinum sem var mjög fræðandi um starfshætti bloggsins. Ég sé ekki eftir ferðinni til Hádegismóa því hún var beint framhald af vörnum mínum gagnvart skapofsa Matta og co sem sér ekkert athugavert við að valda náunganum eignatjóni ef hann reynist honum ósammála í bloggheimum.
Þetta er sami maðurinn og stofnaði félagsskap sem á að hafa vit fyrir þjóðinni í trúmálum. Allt að því fasískur félagsskapur sem níðir skóinn af fólki sem reynist þeim ósammála í trúmálum og gengur lengra en nokkur sértrúarsöfnuður í persónulegum meiðingum. Þetta er staðreynd sem Matti staðfesti rétt áðan með ofangreindu. Spáið í það hvernig það væri að hafa svona manngerðir hér við stjórn
Og er mér illa við Matta og er ég að leggja hann í einelt eða félagsskap hans?
Onei en ég hef allan rétt til að verja skoðanafrelsi og það gerði ég uppí í hádegismóum í dag og er stoltur af því.
Get ég sannað að það sé leki innan mbl.is? Nei það get ég ekki en hitt veit ég algjörlega að sála þekkti enginn og grunur Matta var ekki til staðar þegar við rifumst síðast. Reynslan sýnir að allt er notað gegn mér um leið og það gefst.
Hvað um það, Sálasíðan verður endurvakin undir nafni og ég ætlast til þess að vantrúað fólk sýni háttvísi ef það rekst á eitthvað sem það trúir ekki.Þið verðið að læra að sýna trúarskoðunum ákveðna virðingu, hversku fáránlega sem þær hljóma og allir eiga rétt til að tjá hugsanir sínar á þess að sækja ofsóknum fyrir þær. Hvað vangaveltur ykkar um nýaldarhyggju mína varðar þá má það koma fram að ég þekki engin slík samtök, en ég er í fríkirkjunni.
Prófaði miðilsfund fyrir ca 10 árum og á hann enn á spólu og fannst hún nógu merkileg til að verða geymd. Ég er ekki andstæðingur vantrúar. Helstu andstæðingar Vantrúar eru þeir sem ganga fram með öfgum og leyfa fólki ekki að vera það sjálft.
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 23:50
Ég þurfti engan heimildarmann. Nákvæmlega svona gerðist þetta. Ég vaktaði enga Facebook síðu heldur fékk ábendingu og kíkti einu sinni.
Þú ert nú algjör, Gylfi.
Matthías Ásgeirsson, 9.11.2010 kl. 00:01
Þá stendur þetta svona Matti, ég nenni ekki að þrasa eða fara í sönnunarleik í kvöld. Veit að þú munt aldrei viðurkenna að hafa togað í spotta sem gætu breyst í teigjuskot í eigið andlit.
Ég læt mér nægja ai að hafa verið samkvæmur þeirri sannfæringu minni að allir eigi rétt til að stunda trú sína óáreittir svo fremi að trúin sé í samræmi við góða siði og mannréttindi.
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 00:47
Það er svo merkilegt (eða ekki) að ég er einnig þeirrar skoðunar að allir eigi rétt til að stunda sína trú óáreittir. Þegar þeir boða hana verða þeir aftur á móti að sætta sig við að einhverjir komi með mótvægi við þá boðun.
Matthías Ásgeirsson, 9.11.2010 kl. 07:58
Undarlegt að það tæki þig næstum 2 ár að spóla til baka Matti minn til að tengja saman tiltölulega stutt orðaskipti. Og gera það á sama tíma og Guðbergur er afhjúpaður í gegnum heimildarmann þinn. Hvernig var það gert?
Að trúa er líka að boða, beint sem óbeint. Allir boða eitthvað með nærveru sinni. Flestir sætta sig við gagnrýni en það er verið að kvarta yfir yfirgangi og átroðslu á lífsgildi náungans.Trúfólki er stillt upp í skotlínu hóps á borð við þess sem nú kommentar á síðustu blogggrein Hjalta en finnur ekkert nafn til að hrauna yfir í þetta skiptið. Vonandi framför hjá Hjalta.
Það er hægt að gera hlutina rétt eða rangt. Það er hægt að gagnrýna boðun með virðingu fyrir lífsgildum náungans og það er hægt að traðka yfir þau og þér er ekki sama um slíkt gagnvart þínu eigin félagi.
Mér genguir vel sem verslunarmanni því ég býð ekki öðrum það sem ég vil ekki láta bjóða sjálfum mér. Fín þumalputtaregla sem bara virkar. Ef þið tækuð upp sömu reglu í samskiptum þá gæti orðspor ykkar batna til muna.
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 12:22
Þar sem ég er nefndur í þessu máli verð ég að koma mínu sjónarhorni frá mér.
Gylfi, í fyrsta lagi þá er það 100% vissa mín að hvorki Matti né neinn annar í Vantrú gæti hafa fengið upplýsingar frá blog.is um að þú værir Sáli. Matti er einfaldlega að segja satt í þetta skipti, hann lagði bara saman tvo og tvo eftir að hafa skoðað ritstílinn og orðanotkunina og þú gekkst beina leið í gildruna.
Varðandi sjálfan mig ... þá hef ég aldrei talið né haldið því fram að einhver innan blog.is hafi nokkurn tíma "lekið" neinum upplýsingum til Vantrúarmanna um mig, mín notendanöfn eða mín blogg eða brotið trúnað blog.is gagnvart mér á annan hátt.
Lokanirnar og síðan eineltið sem ég hef þurft að sæta af hendi blog.is er sprottið af allt öðrum málum sem hafa nákvæmlega ekkert með Vantrú að gera, trúmál, né skoðanir mínar. Ég útskýrði það mál að hluta m.a. hér.
Grefill, 9.11.2010 kl. 13:50
Gylfi, þú skilur vonandi muninn á því að "traðka yfir" (gagnrýna) skoðanir annars fólks annars vegar og ljúga til um þær hins vegar.
Þegar fólk segir að við viljum afnema trúfrelsi og/eða banna fólki að trúa. Þá er verið að ljúga. Fólk sem gerir það er óheiðarlegt.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 9.11.2010 kl. 13:50
Grefillinn rödd skynseminnar! Hvað næst?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 9.11.2010 kl. 13:52
Eins og Guðbergur getur líka vottað, þá snýst deila hans við blog.is ekki um að hann hafi verið "afhjúpaður". Deila hans snýst um að lokað var á hann. Guðbergur bloggaði undir eigin kennitölu, kennitölu sonar síns, notaði sama eða svipað notandanafn og hélt sig við sama stílinn. Hann var alls ekkert afhjúpaður, ekki frekar en þú.
Eins og ég rek í bloggfærslu minni var það tilviljun að ég rakst á þessa gömlu athugasemd þína/Sála þar sem þú notaðir sömu stæla og þú hefur notað gegn mér síðan. Þarna fyrst tengdi ég. Auðvitað hefði ég átt að tengja fyrr - en eins og fram hefur komið - þá var Sáli dormandi.
Matthías Ásgeirsson, 9.11.2010 kl. 14:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.