Lausn sem báðir aðilar geta sætt sig við

Í ályktun kirkjuþings segir að kirkjan vilji sættast á 5% niðurskurð ef sóknargjöld breytist ekki fyrir árið 2011. Mér finnst að ríkið eigi að koma með gagntilboð, og bara framkvæma það strax. Allt í lagi, leyfum sóknargjöldunum (sem  eru ekki félagsgjöld) að standa í stað árið 2011. En við skulum einfaldlega leggja niður þau sérréttindi ríkiskirkjunnar að fá árlega 590 milljónir í Kirkjumálasjóð og jöfnunarsjóð sókna.


mbl.is Ekkert svigrúm til að hlífa kirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er alls engin ástæða til að skattgreiðendur eigi að fjármagna klúbba í kringum þessi trúarævintýri. Þetta er bara enn eitt dæmið um fjársvik á mið hins opinbera sem við höfum séð.

Baldur Fjölnisson, 10.8.2010 kl. 00:57

2 identicon

Núna ætti eitthvað að fá fólk af rassgatinu og til að segja sig úr geimgaldrakarlsfélagi ríkisins.

Hlægileg að við hendum þúsundum milljóna í þessa aðdáendur galdrakarlsins ógurlega

DoctorE (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 07:49

3 identicon

Ríkið ætti nú að sjá sóma sinn í því að styrkja kirkjuna enn frekar miðað við hvernig þjóðfélagið er í dag. Það yrði mikil blessun fyrir landið að auka framlög til kirkjunnar.

Siggi (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 09:29

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Siggi, hvaða innlegg og lausnir hefur kirkjan komið með í vandamál þjóðarinnar í dag? 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.8.2010 kl. 09:45

5 identicon

Siggi er örugglega prestur...

doctore (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 12:32

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Niðurskurður hjá lögreglu hefur valdið því að hún er undirmönnuð og því agressíf, úrvinda, óeinbeitt og farin að heimta vopn.

Við viljum náttúrlega ekki að prestarnir lendi í sömu stöðu.

NIðurskurður til landhelgisgæslu hefur valdið því að hún hefur neyðst til að leygja búnað og mannskap úr landi til að fjármagna sig á meðan allt rekur á reiðanum hér.  Eru menn að biðja um það sama hjá kirjunni ha?

Rétt að nefna að rekstur landhelgisgæslunnar kostar ekki nema þriðjung af þessari fjarskiptaþjónustu kirkjunar við liggaliggaláið á himnum. 

Menn verða líka að hafa í huga að hér er um risastórt Broadway show að ræða á árlegum basis.  Showbissness er ekki gefins. Sérstaklega þegar sýnt er fyrir tómu húsi.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.8.2010 kl. 14:16

7 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Koma þeir hérna hver af öðrum trúleysingjarnir í "heilagri" vandlætingu sinni.

Gísli Ingvarsson, 10.8.2010 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband