Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
4.6.2009 | 15:30
Tvískinnungur bahæja
Það kom mér á óvart að fulltrúi bahæja* á friðarstundinni í Hallgrímskirkju hafi verið kona. Ég skil nefnilega ekki hvernig konur geta verið bahæjar.
Því jafnvel þó að þeir segist styðja jafnrétti kynjanna, þá mega bara karlmenn vera fulltrúar í æðstu stofnun trúarinnar. Ástæðan? Einhver 19. aldar persi sagði það og þess vegna er þetta óbreytanlegt viðhorf í bahá'í trú.
Myndi einhver taka stjórnmálaflokk alvarlega sem segðist vera fylgjandi jafnrétti kynjanna, en vildi banna konum að bjóða sig fram til Alþingis?
Auðvitað ekki og þess vegna tek ég ekki mark á bahæjum, nema þeim sem viðurkenna að trúin þeirra er gegn jafnrétti kynjanna.
*Ég veit að bahæjar vilja skrifa þetta og önnur orð öðruvísi, en ég geri það ekki.
26.5.2009 | 17:11
Þórhallur Heimisson í afneitun
Ímyndaðu þér að þú rekist á þessa efnisgrein:
Charles Taze Russel var stofandi Votta Jehóva. Svo virðist sem hann hafi gert ráð fyrir að endalok heimsins væri í nánd. Eftirmenn hans innan Votta Jehóva væntu þess að endir aldanna stæði fyrir dyrum.
Hvað þýðir þetta? Flestir myndu halda að þetta þýddi það sem það virðist þýða, að Russel og eftirmenn hafi haldið það að heimsendir væri í nánd. Samkvæmt ríkiskirkjuprestinum Þórhalli Heimissyni, þá er þetta alls ekki svo augljóst. En bara ef við skiptum út Charles Taze Russel og eftirmenn hans innan Votta Jehóva fyrir Jesús og margir lærisveinanna, þá skrifaði Þórhallur Heimisson nefnilega:
Svo virðist sem [Jesús] hafi gert ráð fyrir að endalok heimsins væri í nánd...
Margir lærisveinanna væntu þess að endir aldanna stæði fyrir dyrum... #
Allt í einu þýðir í nánd og að standa fyrir dyrum ekki að það sé stutt í eitthvað. Allt í einu gæti endalok heimsins og endir aldanna verið dauði einstaklinga. Það tekur því varla að vitna í orð Jesú, en hann talar klárlega um alvöru heimsendi og skamman tíma.
Þess má til gamans geta að Þórhallur virðsit vera hættur að birta athugasemdirnar mínar á blogginu hans í umræðunum um þetta.
26.5.2009 | 16:30
Hið mikla trúboð trúleysingja
Ég verð að segja að mér finnst framkoma Svavars Alfreð í umræðum vera frekar aumingjaleg. Ég hef ekkert á móti því að trúmenn tjái sig, hef meira að segja gaman af því að ræða við menn eins og Mofa. En ólíkt Mofa, þá svarar Svavar af einhverjum ástæðum ekki fyrir sig. Gott dæmi er nýjasta greinin hans, þar segir hann til dæmis:
Eittt öflugasta trúboð nútímans er gegn trú.
Þetta er auðvitað bull og vitleysa. Eina trúboðið gegn trú sem ég veit af eru skrif nokkurra trúleysingja á netinu og einstaka greinar í blöð og viðtöl í sjón- og útvarpi.
Á meðan stunda prestar ríkiskirkjunnar það að fara í leik- og grunnskóla, síðan er daglega boðuð kristin trú á ríkisútvarpinu.
Á þetta var bent í athugasemd, en Svavar svarar ekki. Kannski veit hann að hann hefur rangt fyrir sér en þorir ekki að viðurkenna það. Hver veit?
22.5.2009 | 10:01
Aðkoma Karls Sigurbjörnssonar að „biskupsmálinu“
Einn þeirra sem tengdust inn í mál kvennanna gegn séra Ólafi biskupi á sínum tíma var séra Karl Sigurbjörnsson, þá prestur og nú biskup. Samkvæmt frétt DV 6. mars 1996 beittu tveir prestar, þeir Hjálmar Jónsson, sem þá var þingmaður en er nú dómkirkjuprestur, og Karl, núverandi biskup, áhrifum sínum til að fá konurnar sem ásökuðu Ólaf biskup um kynferðislega áreitni til að falla frá málum sínum. Í fréttinni segir meðal annars að prestarnir tveir hafi átt tíða fundi með konunum og að í kjölfar þeirra hafi ein kvennanna dregið mál sitt til baka. Munu prestarnir meðal annars hafa lagt mikla áherslu á kostnaðinn sem því fylgi að standa í málarekstri gegn biskupi, segir í fréttinni.
Séra Karl vildi ekkert tjá sig um þetta á þeim tíma en ónafngreindur prestur sem DV ræddi við á þeim tíma sagði að miklu handafli hefði verið beitt af hálfu biskupsmanna til að þagga það niður. [Frá DV.is]
22.5.2009 | 01:16
Mikilfengleiki guðs
Ég verð að segja að í þau fáu skipti sem ég tel mig skilja skrif ríkiskirkjuprestsins Svavars Alfreðssonar, þá hristi ég bara höfuðið. Ég man samt ekki eftir því að hafa séð svona ótrúleg skrif frá honum áður:
Þegar framgangur tilverunnar verður ekki eins og við óskuðum og báðum um, þá er það ekki vegna þess að Guð sé miklu minni en við héldum.
Þvert á móti.
Þá bendir það til þess að Guð sé miklu meiri en við getum ímyndað okkur.
Þegar trúmenn tala um bænasvör, þá yfirfæri ég það alltaf á sveltandi barn sem biður um mat. Í þessu tilfelli þá væri Svavar að segja: Þegar guð ákveður að bænheyra ekki sveltandi barn, þá er ástæðan sú að guð er miklu meiri en við getum ímyndað okkur. Guðinn hans Svavars er svo ótrúlega dularfullur að hann sér ekki ástæðu til þess að hjálpa sveltandi barni. Kannski er hann svo fjarlægur að honum er bara sama um sveltandi börn, en þá er hann líka illur.
Svavar útskýrir auðvitað ekki hvað hann á við, enda segir hann að guðinn hans geri það sjálfur:
Auðvitað þarf ekki að verja Guð. Hann er fullfær um það sjálfur.
En trúmenn þurfa að verja guð, einmitt af því að hann virðist ekki vera fullfær um það sjálfur. Eða hvar í ósköpunum heldur Svavar að maður geti fundið þessa vörn guðs? Enginn veit, því Svavar svarar ekki.
Dæmi um mikilfengleika guðs Svavar, sem guðinn hans er fullfær um að verja sjálfur:
18.5.2009 | 22:24
Enn ekkert svar frá kirkjunni
Nú eru næstum því tvær vikur síðan ég sendi ríkiskirkjunni fyrirspurn. Enn er ekkert svar komið, en á meðan get ég bent á enn ein ríkiskirkjumanninn sem viðurkennir að Jesús hafi verið falsspámaður. Á heimasíðu Hafnarfjarðarkirkju skrifar ríkiskirkjupresturinn Þórhallur Heimisson*:
Svo virðist sem [Jesús] hafi gert ráð fyrir að endalok heimsins væri í nánd og ný öld, öld ríkis Guðs í heiminum, væri að renna upp.
Hvað er maður sem trúir því að Jesús hafi verið falsspámaður að starfa sem ríkiskirkjuprestur?
*Það kemur ekki fram á síðunni að þetta sé eftir hann, en mikið af efninu þarna í Trúarbragðahorninu, þ.m.t. þetta sem ég vísa á, er notað með minniháttar breytingum í bókunum hans (t.d. Orðabók leyndardómanna).
18.5.2009 | 21:16
Mjög eðlilegt
Mér finnst ekki undarlegt að kristið fólk sé hlynntari pyntingum heldur en trúlaust fólk. Kristin trú gengur nefnilega út á að meirihluti mannkyns eigi skilið að kveljast að eilífu. Í kristinni trú er guð eiginlega alheims-pyntingameistarinn.
Ég man eftir einum stað þar sem Jesús nefnir pyntingar. Í einni dæmisögunni í Matteusarguðspjalli líkir Jesú guði við konung. Hann reiðist einum þegninum sínum og afhenti hann böðlunum (Mt 18.34). Það sem er þýtt með böðlar er víst í grískunni pynturunum (í enskum þýðingum er oftast tormentors eða torturers).
Ef Jesús hefði verið uppi í nútímanum hefði hann líklega sagt eitthvað eins og: Guð er eins og SS-foringi sem sendir fólk í útrýmingarbúðir.
![]() |
Kristnir hlynntari pyntingum en aðrir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.5.2009 | 07:52
Siðferðisvandræði trúaðs fólks
Mér finnst ótrúlegt hvað trúað fólk á stundum erfitt með að fordæma hluti sem eru augljóslega slæmir.
Trúvarnarmennirnir Guðsteinn og Mofi eiga til dæmis afar erfitt með að fordæma það að útrýma þjóðum vegna einhvers sem forfeður þjóðarinnar gerðu #. Þeir ættu til dæmis í erfiðleikum með að svara því hvort það væri rétt að útrýma öllum Dönum (þar með talið nýfæddum börnum!) út af Kópavogsfundinum.
Nýjasta dæmið af þessum erfiðleikum trúaðs fólks er frá Guðrúni Vöku, en hún veit ekki hvort að vísindamaður væri slæmur ef hann byggi til banvænan vírus og smitaði fólk með honum.
Ég hef hingað til ekki fengið svör frá ríkiskirkjuprestum um þessi málefni, en þeir trúa á guð Gamla testamentisins (sá sem fyrirskipaði og framkvæmdi þjóðarmorð) og þeir trúa því að guðinn þeirra hafi skapað sýkla [1].
Ég á afar erfitt með að taka það fólk alvarlega sem getur ekki fordæmt hluti eins og sýklahernað og þjóðarmorð vegna þess að þá þyrfti það að fordæma guðinn sinn.
[1] Ríkiskirkjupresturinn Skúli Ólafsson segir: "Guð skapaði sýkla og ég hef ekki hugmynd um hvers vegna hann gerði það."Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 07:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.5.2009 | 20:34
Sparnaðarráð handa ríkiskirkjunni
Biskupinn er með um það bil milljón krónur í laun á mánuði. Lækkið hann niður í hálfa milljón. Þannig getið til sparað sex milljónir á ári.
Síðan eru ríkiskirkjuprestar með um það bil hálfa milljón í byrjunarlaun. Það er örugglega hægt að spara pening hjá þeim andans mönnum.
En auðvitað vilja klerkarnir það ekki, enda eru þeir hræsnarar.
Síðan sé ég að Grafarholtssókn vill fimm milljónir til þess að kaupa kirkjuklukkur (en ríkið borgar þegar laun prestanna þarna og að auki ~35 milljónir árlega). Hvað með að sleppa því bara? Fólk á almennt vekjaraklukkur núna og ég er viss um að nágrannarnir verða ánægðir.
![]() |
Gagnrýna styrki vegna skulda kirkna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.5.2009 | 23:05
Spurning til kirkjunnar
Við lestur á Matteusarguðspjalli, þá sýnist mér Jesús spá því að heimsendir muni koma á tímum samtímamanna hans (Mt 16.28 og Mt 23.36). Er ég að misskilja þessi vers?
Eins og ég hef áður bent á þá hefur þegar einn ríkiskirkjuprestur viðurkennt að þetta er rétt skilið hjá mér. Guðfræðiprófessorinn Einar Sigurbjörnsson hefur líka viðurkennt að þetta er réttur skilningur. Hver veit nema við fáum enn einn ríkiskirkjustarfsmanninn til þess að viðurkenna að Jesús hafi verið falsspámaður?
Kannski ætti ég að senda aðra spurningu: Af hverju starfar fólk sem trúir því að Jesús hafi verið falsspámaður enn sem prestar hjá ríkiskirkjunni?