Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
29.10.2009 | 02:13
Vísindaþekking biblíunnar
Mofi vísaði um daginn á einhverja áróðursmynd sköpunarsinna. Ég kíkti á heimasíðu myndarinnar og rakst á afskaplega fyndinn bækling. Þetta er lýsingin á honum:
This booklet presents 101 scientific facts found in the Scriptures. Many of these facts were penned centuries before they were discovered. Scientific foreknowledge found only in the Bible offers one more piece to the collective proof that the Bible is truly the inspired Word of the Creator.
Mikið af þessum atriðum eru þannig að einhver vísindaþekking er lesin inn í einhvern óljósan texta biblíunnar. Til dæmis er sagt í atriði fimmtán að fyrsta lögmál varmafræðinnar (orka eyðist ekki heldur skiptir bara um form) sé að finna í þessum texta biblíunnar:
Þannig algjörðist himinn og jörð og öll þeirra prýði. Guð lauk á hinum sjöunda degi verki sínu, er hann hafði gjört, og hvíldist hinn sjöunda dag af öllu verki sínu, er hann hafði gjört. (1Mós 2.1-2)
Ég verð að segja að ég sé ekkert þarna sem tengist þessu tiltekna lögmáli. Svo skil ég ekki hvers vegna menn uppgötvuðu þetta lögmál ekki fyrr, fyrst að þetta var allan tímann þarna í byrjun biblíunnar!
Flest sýnist mér samt atriðin vera komið úr einhverjum sögum í biblíunni sem eru sögð vera staðreyndir, en raunin er sú að vísindin afsanna þau. Atriði fjörutíu og sjö finnst mér skemmtilegast:
Cains wife discovered (Genesis 5:4). Skeptics point out that Cain had no one to marry therefore the Bible must be false. However, the Bible states plainly that Adam and Eve had other sons and daughters. Cain married his sister.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 02:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.9.2009 | 17:50
Þórhallur lokar á mig.
Ríkiskirkjupresturinn Þórhallur Heimisson er búinn að banna mig á blogginu hans. Honum finnst líklega leiðinlegt að vera leiðréttur:
Ég komst að þessu þegar ég ætlaði að gera athugasemd við þessa fullyrðingu Þórhalls:
Um 95% Íslendinga játa kristna trú. Er það ekki "verulegur hluti þjóðarinnar"?
Þarna er hann að vísa til opinberrar trúfélagaskráningu fólks. Ég held að það viti það allir að það að vera skráður í ríkiskirkjuna þýðir ekki að maður játi kristna trú, enda er flest fólk sjálfkrafa skráð í ríkiskirkjuna við fæðingu.
Það hafa verið gerðar tvær stórar kannanir á trú Íslendinga. Í eldri könnuninni var einmitt spurt út í það hvort fólkið játaði kristna trú. ~35% sögðust játa kristna trú. Í nýju könnuninni var svipuð spurning og þar sögðust ~50% játa kristna trú
Ég held að fólk sem er tilbúið að skoða þetta mál af heiðarleika taki meira mark á skoðanakönnunum heldur en trúfélagaskráningu. Ég held að Þórhallur komist ekki í þennan hóp. Ég á erfitt með að trúa því að einhver geti raunverulega trúað því að skráning í Þjóðkirkjuna jafngildi því að játa kristna trú.
12.9.2009 | 19:56
Lok, lok og læs
Ríkiskirkjupresturinn Þórhallur Heimisson hleypir ekki lengur athugasemdum frá mér í gegn. Í nýjustu greininni hans um meintan áreiðanleika guðspjallanna skrifaði ég þessa athugasemd:
Í ljósi þess að þú telur heimildagildi guðspjallanna vera svona rosalega gott, trúirðu því þá að þeir atburðir sem sagt er að hafi gerst við fæðingu Jesú í Mt og Lk hafi í raun og veru átt sér stað?
Nýjatestamentisfræðingurinn treystir sér greinilega ekki til þess að svara þessari spurningu, enda held ég að flest fullorðið fólk átti sig á því að sögurnar af fæðingu Jesú eru helgisögur (og síðan eru þær ótrúlega mótsagnakenndar!).
Mér finnst það vera merki um að Þórhallur viti hve lélegan málstað hann hefur fyrst hann þorir ekki að hleypa þessari athugasemd í gegn. Og frekar aumingjalegt.
11.9.2009 | 19:17
Maraþonsvín
Ríkiskirkjupresturinn Þórhallur Heimisson skrifaði grein um það hversu áreiðanleg guðspjöll Nýja testamentisins væru. Ég hef áður hrakið svipaðan málflutning frá öðrum presti.
Fyrstu rökin hans Þórhalls eru þau að höfundar guðspjallanna sýni fram á ótrúlega góða þekkingu á aðstæðum í Galíleu á tímum Jesú. Ég held að það nægi að benda á eitt dæmi til þess að hrekja þetta: Maraþonsvínin í Markúsarguðspjalli.
Í fimmta kafla Markúsarguðspjalli er sagt frá því þegar Jesús hittir andsetinn mann hjá borginni Gerasena. Jesús rekur auðvitað illu andana úr honum og þeir (vegna samnings við Jesú) fara í svínahjörð sem var þarna nálægt. Þegar illu andarnir fóru í svínin ruddist hjörðin, nær tveim þúsundum, fram af hamrinum í [Galíleuvatn] og drukknaði þar.
Gallinn við þessa frásögn er sá að Gerasena er í um það bil fimmtíu kílómetra fjarlægð frá Galíleuvatni, þannig að samkvæmt Markúsarguðspjalli hafa þau þurft að hlaupa heilt Maraþon til þess að komast klettinum og vatninu.
10.9.2009 | 12:21
Af hverju enginn veit
Alltaf þegar ég sé svona fréttir hugsa ég um þetta frábæra svar við spurningunni "Hver skapaði sýkla?" Svarið er frá ríkiskirkjuprestinum Skúla Ólafssyni:
Samkvæmt þessu verður að ætla að Guð hafi skapað sýkla. Um þetta gildir svo með svo margt annað í kristinni guðfræði að hinn hinsti tilgangur þess sem æðutur eru og hæstur er okkur hulinn meðan við göngum um hér í þessum heimi. #
Af hverju skapaði algóður guð sýkla sem kvelja og drepa fólk í Papúa Nýju-Gíneu? Það er náttúrulega ótrúlega dularfullt.
![]() |
Neyðarástand á Papúa Nýju-Gíneu vegna farsótta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.9.2009 | 15:41
Hvað eru stjórnvöld að pæla?
Þegar ég las þessa frétt mundi ég eftir fleygum orðum ríkiskirkjuprestsins Sigurðar Árna Þórðarsonar sem hann lét falla eftir flóðbylgjuna miklu árið 2004:
Hversu góð eru þau stjórnvöld, sem hafa leyft byggingar við strendur rétt við flekaskil? #
Nú spyr ég bara í anda Sigurðar Árna: Hversu góð eru þau stjórnvöld sem leyfa byggingar á Java-eyju?
Samkvæmt mínum heimildum búa 124 milljónir manns á þeirri eyju. Af hverju flytur þetta fólk ekki bara á einhvern öruggan stað þar sem engar náttúruhamfarir eru?
![]() |
23 lík fundin í Indónesíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.8.2009 | 03:36
Bara ef
Bara ef það væri til fólk sem hefði einhvers konar yfirnáttúrulegan hæfileika sem gæti hafa séð hvar stelpan var í haldi. Nei, miðlar eru auðvitað ekki til.
En bara ef það væri til einhvers konar andavera sem vissi af stelpunni og hefði annað hvort getað bjargað henni eða látið lögregluna vita af þessu.
Hvernig læt ég, guð er til, hann er bara svo dularfullur. Eða þá að það hefði einhvern veginn truflað frjálsan vilja hennar að bjarga henni. Eða þá að þetta er allt í lagi af því að Jesús þjáðist svo mikið á krossinum (já, ég hef heyrt þessa afsökun!). Eða þá að þetta er allt í lagi af því að henni mun líða vel í himnaríki. Eða þá...
![]() |
Átti 2 börn með ræningjanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.8.2009 | 23:02
Svanur og jafnrétti
Í umræðum hjá Mofa við bahæjann Svan Gísla komu tengsl trúar og siðfræði til umræðu. Ég hélt því fram að trúarbrögðin hefðu einungis fram að færa vísanir til lélegs yfirvalds, gamalla bóka eða manna (oftast dauðra) sem segjast vera sérstakir, betri en aðrir.
Einn þessara manna var stofnandi bahæjatrúarbragðanna. Hann ákvað að konur væru ekki gjörgengar í æðstu stofnun bahæjanna. Heimasíða bahæja á Íslandi hefur þetta að segja um þessa mismunum:
Þó að bæði karlar og konur séu jafn rétthá til að þjóna á kjörnum eða útnefndum stofnunum trúarinnar, þá eru aðeins karlar kjörgengir til Allsherjarhúss réttvísinnar.
Bahá'u'lláh setti sjálfur þetta ákvæði, og það er því óbreytanlegt viðhorf í bahá'í trú, rétt eins og það er á ábyrgð allsherjarhússins að stuðla að fullu jafnrétti kynjanna. Bahá'u'lláh gaf enga skýringu á þessu fyrirkomulagi í stjórnkerfinu. Af því leiðir að þó að einstakir átrúendur velti ástæðunum fyrir sér, þá er engin opinber skýring til.Það eina, sem hægt er að segja í dag, er að þetta sé trúaratriði. 'Abdu'l-Bahá sagði að vísdómurinn á bak við þetta ákvæði myndi skýrast í framtíðinni. Hann sagði að áður en langt um líður, verður það ljóst eins og sól í hádegisstað.
Ég minntist á þessa mismunum í umræðunum hjá Mofa, Svanur hafði þetta að segja:
Hvað veru kvenna á AHR snertir hefur það ekkert með jafnrétti að gera eins og margir óvelviljaðir gagnrýnendur trúarinnar vilja vera láta, heldur hlutverk og eðli stofnunarinnar sjálfrar. Það er umræða sem ég mundi gjarnan vilja taka, en varla á þessum þræði.
Ég leyfi mér að umorða þetta svona: Það hefur ekkert með jafnrétti að gera að konur eru ekki kjörgengar í æðstu stofnun okkar. Einmitt. Útskýrðu endilega hvernig það gengur upp Svanur!
21.8.2009 | 14:13
Ég er víst níðingur
Í gær leit út fyrir að ég myndi lenda í skemmtilegum rökræðum um Nýja testamentið við ríkiskirkjuprestinn Þórhall Heimisson á blogginu hans. En Þórhallur vildi skyndilega ekki ræða meir um Nýja testamentið í færslu um biblíuna og fór þess í stað að ræða um allt annað.
Þetta hafði Þórhallur að segja um mig:
Níðið er ykkar eina innlegg í samfélagið. Ekert gott látið þið af ykkur leiða, engum hjálpið þið, engann huggið þið á erfiðum tímum.
Níðingar. Af ávöxtunum þekkist þið. [athugasemd 14]
18.8.2009 | 12:13
Meðtaktu kærleiksboðskapinn eða brenndu!
Ég hef alltaf gaman af því að lesa það sem ríkiskirkjupresturinn María Ágústsdóttir skrifar. Um helgina þurftu greyið prestarnir að fjalla um afskaplega vandræðalegan texta úr Matteusarguðspjalli. Þarna virðist besti vinur barnanna vera reiður út í nokkrar borgir og segir að þær muni brenna í helvíti:
Þá tók Jesús að ávíta borgirnar, þar sem hann hafði gjört flest kraftaverk sín, fyrir að hafa ekki gjört iðrun. "Vei þér, Korasín! Vei þér, Betsaída! Ef gjörst hefðu í Týrus og Sídon kraftaverkin, sem gjörðust í ykkur, hefðu þær löngu iðrast í sekk og ösku. En ég segi ykkur: Týrus og Sídon mun bærilegra á dómsdegi en ykkur. Og þú Kapernaum. Verður þú hafin til himins? Nei, til heljar mun þér steypt verða. Ef gjörst hefðu í Sódómu kraftaverkin, sem gjörðust í þér, þá stæði hún enn í dag. En ég segi yður: Landi Sódómu mun bærilegra á dómsdegi en þér." (Mt 11.20-24)
María hefur þetta að segja um þessi vers:
Sömu sögu mátti segja um þær borgir þar sem Jesús hafði gert flest kraftaverk. Fólkið hafnaði kærleiksboðskap hans, leyfði Guði ekki að hlú að sér,.... #
Ef þið hafnið kærleiskboðskap guðs og leyfið honum ekki að hlúa að ykkur, þá mun ykkur vera steypt í helvíti og þar munuð þið brenna!
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem ríkiskirkjuprestur segir eitthvað svona ótrúlegt, Gunnar Jóhannesson hefur talað um að guð geri hluti með kærleikann að vopni.