Bara ef

Bara ef það væri til fólk sem hefði einhvers konar yfirnáttúrulegan hæfileika sem gæti hafa séð hvar stelpan var í haldi. Nei, miðlar eru auðvitað ekki til.

En bara ef það væri til einhvers konar andavera sem vissi af stelpunni og hefði annað hvort getað bjargað henni eða látið lögregluna vita af þessu.

Hvernig læt ég, guð er til, hann er bara svo dularfullur. Eða þá að það hefði einhvern veginn truflað frjálsan vilja hennar að bjarga henni. Eða þá að þetta er allt í lagi af því að Jesús þjáðist svo mikið á krossinum (já, ég hef heyrt þessa afsökun!). Eða þá að þetta er allt í lagi af því að henni mun líða vel í himnaríki. Eða þá...


mbl.is Átti 2 börn með ræningjanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að þessi svo kallaði guð er í rauninni djöfullinn og nýtur þess að horfa á fólk þjást.

Atli Már (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 06:25

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Neinei, hann er algóður. Hann bara...ööö...kannski leyfir hann þessu að gerast svo annað fólk geti sýnt dyggðir eins og hjálpsemi. Já, það hlýtur að vera ástæðan!

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.8.2009 kl. 06:27

3 identicon

Ertu að grínast? "svo annað fólk geti sýnt dyggðir eins og hjálpsemi" Er allt í lagi að ræna barni og eiga með því 2 börn svo að fólk geti sýnt dyggðir? Ég hef aldrei skilið þennan guð!

HA (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 06:47

4 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ekki ómerkari maður en sjálfur guðfræðingurinn Jón Valur benti nú á einu sinni í þessu bloggi að það hafi verið allt í lagi hjá guði að koma ekki í veg fyrir snjóflóðin á Súðavík og Flateyri af því að þau "vekja gott fólk til meðaumkunar og örva það til hjálpar". Hann er alls ekki einn um að koma með svona afsakanir.

En ef þetta er ekki ástæðan, hvaða góðu ástæðu hafði guð þá? Kannski leyfði guð þessu að gerast svo að stelpan yrði sterkari manneskja fyrir vikið? Já, það hlýtur bara að vera ástæðan!

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.8.2009 kl. 07:11

5 identicon

JVJ er og hefur alltaf verið hálfviti!

Iris (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 08:30

6 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég er nú ósammála því. Mér finnst þetta mjög sennilegur möguleiki sem hann bendir á.

Þegar guð lét ~300.000 manns deyja vegna flóðbylgjunnar fyrir nokkrum árum afsakaði Karl Sigurbjörnsson hann með því að segja "Drottin var í djúpinu" (hvað sem það þýðir). Kannski leyfði guð þessu að gerast af því að "Drottinn var í hulda bakgarðinum."?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.8.2009 kl. 08:40

7 identicon

fór að lesa mér til um þetta og fann meðal annars þetta hérna

"In 2002, police searched the vacation property of a defrocked priest who lived in the area, but found nothing"

"Garrido also kept an internet blog associated with God’s Desire church. In the blog he said that he had the power to control sound with his mind"

Það var auðvitað að þetta væri einn af þessum "kristnu" mönnum með góðu gildin sem var ábyrgur fyrir að eyðileggja öll þessi líf

Iris (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 08:42

8 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Það getur ekki verið. Jónína Ben benti á það fyrir mörgum árum síðan að allir barnaníðingar væru trúlausir!

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.8.2009 kl. 08:55

9 identicon

Já krissar eru hreint hræðilega siðlausir... hversu oft hefur maður heyrt þá afsaka aðgerðarleysi Sússa ... og hvað með Sússa þegar hann leyfir kaþóslkum prestum að nauðga tugum/hundruð þúsunda barna.
Það er í lagi, Bush gaf páfa fulla sakaruppgjöf vegna reglna sem páfi setti með að fela barnaníðings presta.
Er kristið siðgæði ekki frábært, bara ein synd... að trúa ekki á viðbjóðin í geimnum.
Snilld

DoctorE (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband