Meðtaktu kærleiksboðskapinn eða brenndu!

Ég hef alltaf gaman af því að lesa það sem ríkiskirkjupresturinn María Ágústsdóttir skrifar. Um helgina þurftu greyið prestarnir að fjalla um afskaplega vandræðalegan texta úr Matteusarguðspjalli. Þarna virðist besti vinur barnanna vera reiður út í nokkrar borgir og segir að þær muni brenna í helvíti:

Þá tók Jesús að ávíta borgirnar, þar sem hann hafði gjört flest kraftaverk sín, fyrir að hafa ekki gjört iðrun. "Vei þér, Korasín! Vei þér, Betsaída! Ef gjörst hefðu í Týrus og Sídon kraftaverkin, sem gjörðust í ykkur, hefðu þær löngu iðrast í sekk og ösku. En ég segi ykkur: Týrus og Sídon mun bærilegra á dómsdegi en ykkur. Og þú Kapernaum. Verður þú hafin til himins? Nei, til heljar mun þér steypt verða. Ef gjörst hefðu í Sódómu kraftaverkin, sem gjörðust í þér, þá stæði hún enn í dag. En ég segi yður: Landi Sódómu mun bærilegra á dómsdegi en þér." (Mt 11.20-24)

María hefur þetta að segja um þessi vers:

Sömu sögu mátti segja um þær borgir þar sem Jesús hafði gert flest kraftaverk. Fólkið hafnaði kærleiksboðskap hans, leyfði Guði ekki að hlú að sér,.... #

Ef þið hafnið kærleiskboðskap guðs og leyfið honum ekki að hlúa að ykkur, þá mun ykkur vera steypt í helvíti og þar munuð þið brenna!

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem ríkiskirkjuprestur segir eitthvað svona ótrúlegt, Gunnar Jóhannesson hefur talað um að guð geri hluti „með kærleikann að vopni“.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þau eru bara hrædd við hryðjuverkamanninn Sússa..

María mín, Sússi var aldrei til..og guddi ekki heldur.

DoctorE (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 12:24

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Kannski rétt að minnast á það að ég sendi vanalega fólki tölvupóst og læt það vita ef ég skrifa um eitthvað sem kemur frá þeim. Ég er búinn að láta Maríu vita, vonandi kemur hún og útskýrir hvernig þessi kærleiksboðskapur virkar.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 18.8.2009 kl. 12:29

3 identicon

Hún ætlar ekki að svara fyrir Sússa, þvilíkt og annað eins... Sússi verður ekki glaður með hana Maríu ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband