Þórhallur lokar á mig.

Ríkiskirkjupresturinn Þórhallur Heimisson er búinn að banna mig á blogginu hans. Honum finnst líklega leiðinlegt að vera leiðréttur:

totilokar

Ég komst að þessu þegar ég ætlaði að gera athugasemd við þessa fullyrðingu Þórhalls:

Um 95% Íslendinga játa kristna trú. Er það ekki "verulegur hluti þjóðarinnar"?

Þarna er hann að vísa til opinberrar trúfélagaskráningu fólks. Ég held að það viti það allir að það að vera skráður í ríkiskirkjuna þýðir ekki að maður „játi kristna trú“, enda er flest fólk sjálfkrafa skráð í ríkiskirkjuna við fæðingu.

Það hafa verið gerðar tvær stórar kannanir á trú Íslendinga. Í eldri könnuninni var einmitt spurt út í það hvort fólkið „játaði kristna trú“. ~35% sögðust játa kristna trú. Í nýju könnuninni var svipuð spurning og þar sögðust ~50% játa kristna trú

Ég held að fólk sem er tilbúið að skoða þetta mál af heiðarleika taki meira mark á skoðanakönnunum heldur en trúfélagaskráningu. Ég held að Þórhallur komist ekki í þennan hóp. Ég á erfitt með að trúa því að einhver geti raunverulega trúað því að skráning í Þjóðkirkjuna jafngildi því að „játa kristna trú“.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Fyrir fólk sem hefur áhuga á þessum könnunum, þá tala ég meira um þær í þessari grein á Vantrú.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.9.2009 kl. 17:51

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Já, og ég gleymdi að minnast á það að samkvæmt trúfélagaskráningu þá eru ~85%-90% í kristnum trúfélögum.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.9.2009 kl. 17:54

3 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Fyrir u.þ.b. 10 árum, spurði ég prestinn (Æi, hann þarna Hans, fyrrverandi löggan) í Vídalíns kirkju hvað hann héldi að mörg fermingarbörn létu ferma sig, trúarinnar vegna. Hann taldi það vera 99,9% !

Óttalegur kjáni er maðurinn.

Ég er hræddur um, að ef fólk þyrfti að skrá sig og sína í trúfélög, í stað sjálfvirkrar skráningar, þa liti skráningin öðruvísi út en nú.

Börkur Hrólfsson, 28.9.2009 kl. 18:13

4 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Já, þú ert að tala um Hans Markús. Miðað við þetta sem þú segir þá er hann annað hvort ótrúlega einfaldur eða óheiðarlegur. Ég veit ekki hver þriðji möguleikinn gæti verið.

Ég gleymdi líka á vísa á hvar Þórhallur fullyrti þetta með 95% Íslendinga. Hérna eru þessi ótrúlegu ummæli.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.9.2009 kl. 18:23

5 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.9.2009 kl. 18:24

6 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þórhallur í athugasemd hjá sér:

Fólk kýs með "fótunum" - fylgir því sem það vill og telur réttast - sem sagt 95% landsmanna kristnum söfnuðum.

En eins og Hjalti benti á "þá eru ~85%-90% í kristnum trúfélögum. "

Þannig að skekkjan hjá Þórhalli er ekki nema 5-10%.

Það er svo allt annað mál að Þórhallur neitar að gera greinarmun á trúfélagsskráningu og trúarviðhorfum.  Talar um að fólk "játi kristna trú".

Ég held að Þórhallur Heimisson sé annað hvort afar greindarskertur eða afskaplega ómerkilegur.

Matthías Ásgeirsson, 28.9.2009 kl. 18:45

7 identicon

Mér þykir óskaplega aulalegt hjá honum bloggið.. ber öll merki þess að vera aumkunarvert klór í að bjarga djobbinu.
Flestar hans færslur ganga út á að tjá okkur að það hafi virkilega verið fólk í tilbeiðsluhöllina hans + hlægilegar tilraunir til að sannfæra fólk um að biblían sé totally sönn á alla kanta, ímyndaði fjöldamorðinginn hans sé rosalega kærleiksríkur bla bla

DoctorE (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 18:59

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þórhallur, vísar sennilega í kirkjubækur og telur þær tölfræðigrunn um trúarlíf. Ég held að allir þeir, sem lenda í þeim bókum séu taldir trúaðir, meira að segja Helgi heitinn Hós.  Það skiptir engu hvort menn segja sig úr þjóðkirkjunni í þessu tilliti. Skírnin er trúarjátning. (getur ekki verið sáttmáli, þar sem þetta er einhliða og án vitundar annars aðilans)

Þú ert því líklega með í þessum prósentureikningi Hjalti, sem og ég. Er það ekki einmitt þessvegna, sem Helgi heitinn sótti mál sitt svona hart?  Er það ekki einmitt þessvegna, sem kirkjan neitar svo þvermóðskulega að gefa eftir þetta atriði? 

Ég hef grun um það.

Annars hef ég ekki verið bannaður hjá síranum enn, en hann lætur hjá líða að birta athugasemdir, sem fela í sér erfiðar spurningar.  Kommentakerfið hans er því einhverskonar nálarauga sem gasalega skemmtileg tilvísun í  kristna arfleyfð.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.9.2009 kl. 19:11

9 Smámynd: Andspilling

Þjóðernisklerkurinn að sýna hvernig á að halda aftur að skoðannaskiptum í fyrirmyndaríkinu sem hann boðar í pólitíkinni sinni. Stór hættulegir þessir hægri öfgamenn.

Andspilling, 28.9.2009 kl. 19:16

10 identicon

Sæll Hjalti - alveg rétt hjá þér - ég játa fúslega að ég var með rangar og gamlar tölur.

Það eru milli 88 -90% sem tilheyra kristnum söfnuðum 1.des 2008. Síðan eru það 6-7% sem eru í öðrum söfnuðum

Og rúmlega 3% sem standa utan trúfélaga.

Þórhallur Heimisson (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 19:56

11 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þórhallur, það eru ekki 6-7% í "öðrum söfnuðum", langflestir þarna eru í flokknum "Önnur trúfélög eða ótilgreint". En segðu mér Þórhallur, hvers vegna telurðu að þessar tölur um trúfélagaskráningu séu betri en skoðanakannanir á trúarlífi Íslendinga?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.9.2009 kl. 20:03

12 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Á blogginu sínu segir Þórhallur síðan:

Afstaða mín er þessi: 88.7% eru í kristnum söfnuði. Það er þeirra afstaða, þeirra lífsskoðun og þeirra trúarjátning.

Þú hlýtur að vita að fólk er sjálfkrafa skráð í Þjóðkirkjuna við fæðingu? Þú hlýtur að vita að stór hluti fólks hefur aldrei pælt neitt í þessari skráningu

Það er ekki lífsskoðun eða trúarjátning að vera skráður í einhverja kirkju á Þjóðskrá.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.9.2009 kl. 20:09

13 identicon

Þessar tölur tákna akkúrat ekkert nema það að þetta er hefð á íslandi og að börn eru skráð sjálfkrafa inn.

Ég er rosalega stoltur af því að tilheyra þeim 3% sem standa utan trúarsöfnuða, ég er að leggja eitthvað til samfélagsins á meðan það þarf óheyrilega marga íslendinga til að borga undir kuflinn hans Þórhalls... sem selur flugmiða inn í Lalaland.

DoctorE (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 20:38

14 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Af hverju útskýrir Þórhallur ekki af hverju hann hefur lokað fyrir aðgang þinn að athugasemdum á sínu bloggi, fyrst hann tjáir sig hér.

Hann gæti í leiðinni útskýrt af hverju hann lokaði á mig.

Hvað er málið Þórhallur?  Við hvað ertu hræddur, annað en að við flettum ofan af blekkingum þínum?

Matthías Ásgeirsson, 28.9.2009 kl. 21:47

15 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þórhallur segir á sínu bloggi:

 Tæplega 97% Íslendinga kjósa að taka sér stöðu í trúfélagi og túlka þannig sannfæringu sína.

Eins og Hjalti bendir á þá er þetta ósatt, þar sem Þórhallur telur flokkinn "önnur trúfélög og óskráð" sem trúfélag.  Það er ákaflega villandi.  

En svo hefur ítrekað verið bent á að skráning í trúfélag fer fram við fæðingu.   Við tökum ekki afstöðu við fæðingu Þórhallur.  Þórhalli hefur ítrekað verið bent á að fjöldi fólks hefur einfaldlega ekki haft fyrir því að skrá sig utan trúfélaga.  Ég var t.d. orðinn 25 ára þegar ég loks lagfærði skráningu mína og hafði þó verið trúlaus frá því ég man eftir mér.

En Þórhallur neitar að skilja.

Auðvitað eru þetta bara stælar í manninum, hann þykist vera vitlausari en hann er.

Matthías Ásgeirsson, 28.9.2009 kl. 21:53

16 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þessi 3% eru þau börn, sem ekki hafa verið skýrð. Haldnar eru nafnaveislur eða þá að foreldrar hundsa algerlega aðkomu kirkjunnar.  Þeð er verið að fokka í hausnum á ykkur með þessar tölur. Hér er verið að skilgreina hugtök eftir hentugleikum. Það þarf að fylgja afskránionugu að skírn og ferming verði ógilt. Annars breytist ekkert.

Hjalti, Doksi og Matthías, þið teljist kristnir á blaði ennþá. Það er það sem Helgi Hós var að koma mönnum í skilning um. Hann var hluti af tölfræði kirkjunnar til dauðadags.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.9.2009 kl. 21:54

17 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þið eruð ekki með í þessum 3%. Sorry.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.9.2009 kl. 21:56

18 Smámynd: Andspilling

Ætli Þórhallur loki á þá sem skrifta hjá honum og vilja ekki gangast við því að vera hlyntur ESB sé ekki synd?

Andspilling, 28.9.2009 kl. 21:56

19 identicon

Mér er skítsama með einhverja kirkjubók.. ég get sett saman svona Satanista bók og skell Þórhalli fremst í hana.. með sjálfkrafa innskráningu :)

DoctorE (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 22:22

20 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Glæsilegt Hjalti minn!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.9.2009 kl. 00:37

21 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Tæplega 97% Íslendinga kjósa að taka sér stöðu í trúfélagi og túlka þannig sannfæringu sína.

Þórhallur, hvers vegna segirðu að trúfélagaskráning segi meira um trúarsannfæringu fólks heldur en það sem fólkið segir sjálft um sannfæringu sína?

Auðvitað eru þetta bara stælar í manninum, hann þykist vera vitlausari en hann er.

Ég á erfitt með að vera ósammála þessu.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.9.2009 kl. 09:09

22 Smámynd: Sigurður Rósant

Hjalti, hann Þórhallur gerir bara nákvæmlega það sama og flest allir sem fá blauta tusku framan í sig.

Þórhallur trúir því að guðspjöllin séu áreiðanleg. Hann vill fá að tjá sig um það á 'blogginu' en þarf ekki endilega að svara fáránlegum spurningum sem gefa í skyn hið gagnstæða.

Sérhver á rétt á því að verja sinn lífsstíl.

Í huga mínum þurrka ég viðstöðulaust út allar athugasemdir sem gefa í skyn að ég sé ekki á réttri leið, með það sem ég er að gera. Ég held að við gerum það flest öll. Bloggi Þórhallur í friði og án minna athugasemda, því hann birtir þær hvort eð er ekki fyrr en eftir dúk og disk.  Þá eru þær orðnar úreltar og ekki í takt við stað og stund eins og guðspjöllin.

Sigurður Rósant, 30.9.2009 kl. 21:14

23 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Sigurður, ég sé ekki alveg hvert þú ert að fara með þessari athugasemd.

Já, Þórhallur virðist trúa bókstaflega öllu því sem kemur fram í guðspjöllunum, en ég skil ekki hvað þú átt við með því að hann vilji ekki svara "fáránlegum spurningum" sem gefa hið gagnstæða í skyn.

Í huga mínum þurrka ég viðstöðulaust út allar athugasemdir sem gefa í skyn að ég sé ekki á réttri leið, með það sem ég er að gera. Ég held að við gerum það flest öll.

Ég geri það einmitt ekki, og hef bara mjög gaman af því þegar trúmenn koma með athugasemdir.

Mig hálf-grunar að þetta sé eigi að vera hæðni hjá þér, ef svo er þá verðurðu að fyrirgefa fattleysið mitt.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.10.2009 kl. 00:53

24 Smámynd: Sigurður Rósant

Hjalti, það sem ég á nú fyrst og fremst við með athugsemd minni er að Þórhallur nýtir sér þennan möguleika að fresta birtingu athugasemda (ritskoðun) eða að loka á athugsemdir (skerðing á tjáningafrelsi).

Hann þolir ekki að gerðar séu athugasemdir við hans sannfæringu (lífsstíl). Mér virðist að honum þyki okkar spurningar "fáránlegar".

Þess vegna tel ég ástæðulaust að fetta fingur út í það hvernig Þórhallur bregst við athugsemdum sem honum eru þvert um geð. Hann vill hafa sömu tilfinningu og hann hefur í predikunarstólnum þegar söfnuðurinn segir 'amen'. Hann reynir eftir bestu getu að verja sinn lífsstíl. Þannig vill hann hafa þetta.

Ég geri það einmitt ekki, og hef bara mjög gaman af því þegar trúmenn koma með athugasemdir.

Það geri ég líka í þessu afmarkaða tilviki, en almennt séð reynum við að þurrka strax út úr huga okkar allt sem stríðir gegn viðteknum venjum okkar (lífsstíl). Grípum oftast fyrst af öllu til lyginnar. Ljúgum fyrst að okkur sjálfum, síðan að andstæðingnum. Ef við teljum okkur hafa sannanir eða rök fyrir viðhorfum okkar grípum við að sjálfsögðu til þeirra.

Annars er ég nýbúinn að setja upp töflu yfir skiptingu þjóðarinnar í trúfélög og aðra samanburðarhópa frá 1. des 2008 á vefsíðu minni Trúrýni.

En ég viðurkenni að síðari hluti athugsemdar minnar er svolítið tvíbentur og ruglingslegur.

Sigurður Rósant, 4.10.2009 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband