Grundvallarboðun Jesú

Mér finnst stundum ótrúlegt hvað prestum finnst lítið mál í að skálda hitt og þetta um Jesú: „Jesús var kvennréttindasinni.“, „Jesús var friðarsinni.“ og ég veit ekki hvað. Í nýlegri ræðu ríkiskirkjuprestsins Þórhalls Heimissonar segir hann þetta:

Grundvallarboðun Jesú krists var að allir menn væru börn guðs,....

Nú finnst prestinum þetta örugglega afskaplega fallegt og finnst sjálfsagt að Jesú hafi boðað þessa krúttlegu setningu: „Allir menn eru börn guðs.“ en hvað segir Nýja testamentið okkur?

Þegar ég leitaði, þá fann ég engan stað þar sem Jesú er eignað einhver orð í þessa veru, hins vegar segir hann margt sem sýnir klárlega fram á að hann hefur ekki trúað þessu. Sem dæmi þá segir Jesús í fjallræðunni: „Sælir eru friðflytjendur, því að þeir munu guðs börn kallaðir verða.“ (Mt 5.9). Ef allir eru guðs börn, þá er erfitt að sjá hvernig hægt er að segja að einhver hópur manna verði sérstaklega kallaður guðs börn.

Annars staðar kallar Jesú gyðinga syni djöfulsins, þannig að varla eru þeir synir guðs að hans mati: „Þér eigið djöfulinn að föður og viljið gjöra það, sem faðir yðar girnist.“ (Jh 8.44)

Ef maður kíkir síðan í guðspjöllin sjálf, þá heldur til dæmis höfundur Jóhannesarguðspjalls klárlega ekki að allir séu „guðs börn“, heldur bara kristið fólk:

„En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim, er trúa á nafn hans.“ (Jh 1.12)

Að allir menn væru „börn guðs“ var klárlega ekki „grundvallarboðun“ Jesú, hann virðist bara alls ekki hafa boðað þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Svona, svona Hjalti, af hverju ertu alltaf í smáatriðunum?

Jóhanna Magnúsdóttir, 22.12.2009 kl. 17:58

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jóhanna, mér finnst það ekki smáatriði að ríkiskirkjuprestar séu í áróðursskyni að fara með rangfærslur um boðskap Jesú.

Finnst þér það ekki ótrúlegt að þessi prestur skuli fullyrða að eitthvað atriði væri grundvallarboðskapur Jesú, þegar hann virðist bara alls ekki hafa verið sammála því?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 22.12.2009 kl. 18:03

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Sannleikurinn er alltaf í smáatriðunum!

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.12.2009 kl. 19:56

4 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Sæll Hjalti minn, þetta er alveg rétt hjá þér Jóhannes 1:12 útskýrir þetta eins og þú segir. Þér fer fram. Verra er ef að Lúterskir prestar eru að boða annað fagnaðarerindi en Kristur boðaði. En þú ert á múrnum og leiðréttir, hafðu þökk fyrir og megi Drottinn Guð blessa þig og þína, þess bið ég í Jesú nafni. Amen.

Aðalbjörn Leifsson, 24.12.2009 kl. 08:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband