Góð barnabók frá Skálholtsútgáfunni

Nú fyrir jólin er að koma skemmtileg barnabók frá Skálholtsútgáfunni, útgáfufélagi Þjóðkirkjunnar. Í formála að Sangfræðibók barnanna segir þýðandinn, Karl Sigurbjörnsson, að „í sögu heimsins tali guð til okkar og að þar megi sjá að hönd guðs og litla Jesúbarnsins að verki.“ Kíkjum á kafla úr bókinni:

Hitler bjargar Þjóðverjum

Í landi sem hét Þýskaland bjó fólk sem hét Þjóðverjar. Þeir höfðu konung sem hét Hitler. Í landinu bjó líka fólk sem kölluðust Gyðingar. Þeir voru vondir við Þjóðverja og stálu peningum af þeim. Hvað átti Hitler að gera? Hitler ákvað að láta Þjóðverja sannfæra Gyðingana að fara í lestir til þess að fara í vinnubúðir í útlöndum. Gyðingarnir fóru! Þannig bjargaði Hitler Þjóðverjum.

Ef einhverjum finnst þessi skopstæling ýkt eða ósmekkleg, þá hvet ég hann til þess að skoða barnabiblíur Skálholtsútgáfunnar og skoða hvernig þær segja frá Nóaflóðinu, frumburðadrápunum og innrásinni í Kanansland. Í Nóaflóðinu er fólkið svo vont að guð þarf að „þvo“ jörðina af öllu hinu illa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Mikið til í þessu.

Sindri Guðjónsson, 7.12.2008 kl. 23:18

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég er í fyrsta skiptið að skoða barnabiblíur frá Þjóðkirkjunni og mér finnst ótrúlegt hvernig þeir geta komið logið svona (hálf-sannleikur) að börnunum.

Ég sá barnabiblíur frá einhverjum "bókstafstrúarsöfnuðum", en kíkti ekki á þær. Vona að þau þori að segja satt og rétt frá. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 7.12.2008 kl. 23:35

3 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Barnabiblíur frá "bókstafstrúarsöfnuðum" eru held ég bara svipaðar og þær frá þjóðkirkjunni. Þær eru annars skemmtilegt samansafn af mörgum ótrúlegustu frásögnum Biblíunnar, t.d. er sagan af Jónasi í hvalnum, Nóaflóðinu og regnboganum, og fleira í þeim dúr, ávallt að finna í Barnabiblíum. Það var m.a. þegar ég var að skoða barnabiblíur fyrir dóttur mína elstu, sem ég sá hve skýrast hve ótrúverðugar og ævintýralegar sögur Biblíunnar eru oft.

Sindri Guðjónsson, 17.12.2008 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband