Borgum ríkiskirkjunni

Samkvæmt fréttinni er Kirkjumálasjóður að krefja ríkið um hundarð milljónir króna fyrir hönd ríkiskirkjunnar. Samkvæmt heimasíðu ríkiskirkjunnar (*.pdf) borgaði ríkið 263,3 milljónir árið 2007 í Kirkjumálasjóð vegna Laga um kirkjumálasjóð, en samkvæmt þeim borgar ríkið aukalega 11,3% af sóknargjöldum fyrir hvern skráðan einstakling í ríkiskirkjunar.

Ég legg einfaldlega til að ríkið borgi kirkjunni þessar hundarð milljónir í ár, en afnemi auk þess Lög um kirkjumálasjóð. Þannig að næsta ár myndum við bara spara ~163 milljónir, en síðan 263 milljónir.

Ef kirkjan segir að hún þurfi að leggja niður einhverja bráðnauðsynlega þjónustu vegna þessarar skerðingar (þá er það auðvitað hennar mál), en ég ætla af einskærri góðvild að gefa henni sparnaðarráð. Ef hún lækkar laun presta niður í kannski, 300.000 kr eða 400.00 kr á mánuði, þá mun hún spara hundruði milljóna árlega, enda eru ríkiskirkjuprestar hálaunamenn.

En ef þú vilt gera eitthvað í málunum, þá legg ég til að þú kjósir með löppunum og segir þig úr ríkiskirkjunni, hérna eru upplýsingar um hvernig eigi að gera það.


mbl.is Kirkjan krefur ríkið um milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Hjalti Rúnar ég er búinn að segja mig úr lögum við ríkiskirkjuna og tilheyri núna Kirkju Guðs!

Aðalbjörn Leifsson, 26.10.2008 kl. 12:00

2 Smámynd: Mofi

Góður punktur Hjalti.  Manni blöskrar að prestar skulu vera hálaunamenn; það er bara svo fáránlega mikil ósvífni að það nær engri átt.

Mofi, 21.11.2008 kl. 10:45

3 Smámynd: Mofi

Guð blessi þig í þessari baráttu þinni Hjalti! 

Mofi, 21.11.2008 kl. 10:53

4 Smámynd: Kristján Hrannar Pálsson

Það væri nú aldeilis liðsstyrkur úr óvæntri átt.

Kristján Hrannar Pálsson, 23.11.2008 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband