Vælukjóinn guð

Þegar ég var að leita að predikuninni sjálfri í upptöku Rúv af útvarpsmessunni í gær, þá rakst ég á mjög framandi trúarjátningu. Presturinn var að fara með "trúarjátningu vonarinnar". Prestinum finnst þetta alveg örugglega betri trúarjátning heldur en alvöru trúarjátningar ríkiskirkjunnar sem tala um að Jesú muni láta fólk kveljast að eilífu. En í þessari nýju játningu er sagt frá því að guð horfi á hvernig fólk er vont við hvort annað, er skuldugt og skemmir náttúruna. Svo kemur þessi setning:

Ég trúi á Guð sem sér þetta allt, og heldur áfram að gráta.

Ég verð að segja að mér finnst eitthvað rosalega undarlegt við það að ímynda sér að almáttugur skapari alheimsins sé í himnaríki (sem er víst einhvers konar önnur vídd) og sé að gráta.

Næsta sunnudag munu þessir prestar sem tóku undir þessa trúarjátningu eflaust játa að þau trúi á "guð föður almáttugan skapara himins og jarðar". Þau játa að guðinn þeirra hafi skapað sníkjudýrið sem veldur malaríu. Þetta sníkjudýr drepur víst hátt í 800.000 manns á ári, aðallega börn.

Ætli guðinn þeirra gráti ekki líka þegar hann sér börnin, sem þjást vegna þess sem hann skapaði? Er ég einn um að finnast guðinn þeirra hljóma eins og alger geðsjúklingur? Hann á að hafa skapað malaríusýkilinn og er síðan hágrátandi yfir því að sýkillinn er til.

Mér finnst merkilegt hvað það sem atvinnutrúmennirnir segja er oft algert rugl, en það er víst ekki við þá að sakast, kristni er bara svona rugluð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þegar einhver ætlar að reyna að túlka rugl ofan í tiltölulega heilbrigða einstaklinga þá brenglast ruglið oftast og verður einskonar ruglibull. Líklega geta prestar því lítið gert í því að vera ruglubulludallar. En eins og flest okkar vilja þeir vel og eru hin bestu skinn

Björn (IP-tala skráð) 20.6.2011 kl. 09:16

2 identicon

Auðvitað er guð geðsjúklingur, hann er jú búinn til af geðsjúklingum... til að búa til fleiri geðsjúklinga.

Sjáðu bara í USA þar sem fárviðri gengur yfir, einn karl missti allt sitt, fjölskylduna og alles, en hann var þakklátur fyrir það sem Guddi rústaði ekki, Guddi hafði vakið hann upp og gert samband þeirra betra. Guddi the slave master er að kenna lexíu

Þetta er "yfirnáttúrulegt" Stokkhólms heilkenni og ekkert annað.

doctore (IP-tala skráð) 20.6.2011 kl. 09:30

3 Smámynd: Mofi

Endilega ekki rugla saman Biblíunni og undarlegum hugdettum þjóðkirkju presta, eða annara presta. Við mennirnir fáum oft mjög kjánalegar hugmyndir í kollinn og merkilegt hvernig menn geta hlustað á svona ræður og ekki séð neitt athugavert við þær.

Illska mannanna án efa hryggir Guð og eilíf glötun þeirra sem þann veg fara. Guð skapaði ekki snýkjudýrið sem veldur malaríu, hefur þú aldrei heyrt um þróun? :)
Guð sleppur að vísu ekki frá því að hafa skapað dýrið sem breyttist í þetta kvikindi og sleppur heldur ekki frá því að leyfa þann möguleika en þessi heimur snýst um miklu meira en þessi örfáu ár eymdar ár sem við fáum á þessari jörð.

Mofi, 20.6.2011 kl. 09:57

4 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi, þessir prestar samþykkja líklega alvöru þróun, þannig að samkvæmt þeim þá skapar guð með því að nota þróun. Hvað varðar hugmyndir þínar um ofur-þróun, þá get ég ekki annað en dáðst að því hve trú þín er mótsagnakennd.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 20.6.2011 kl. 10:04

5 identicon

Ef við setjum guðinn hans Mofa í mannsmynd í eitt augnablik; Bang, þetta væri einn versta persóna mannkynssögunnar, Mofi myndi taka undir það. Persóna sem drap allan heiminn, dýrin, ungabörn, mælir með nauðgunum; Persóna sem skapaði sýkla, krabbamein, horfir á þúsundir barna svelta í hel á hverjum degi án þess að gera nokkuð, hann gæti smellt fingrum SMELL og bjargað öllum börnunum, en hann gerir það ekki. Mofa finnst það kærleiksríkt, elsku einræðisherran minn sýndu þeim vald þitt, myrtu þau með miskunn þinni, komdu svo og leyfðu mér að kyssa á þér rassinn að eilífu.

Í alvöru Mofi, þú ert með einn fáránlegasta guð allra tíma, ef það væri nú einhver guð til, yrði hann ánægður með að Mofi teldi sig vera ekkert annað en frumstæður fáránlingur og fjöldamorðingi.

doctore (IP-tala skráð) 20.6.2011 kl. 10:16

6 Smámynd: Mofi

Hjalti, allt spurning um upplýsingar. Ef að þær eru til staðar þá geta breytingar gerst hratt og viti menn, það er það sem rannsóknir styðja. Virkar raunveruleikinn kannski mótsagnakenndur fyrir þér?  Ekkert að því, af því að hann getur virkað það þegar maður veit takmarkað um eitthvað efni. Segi það af eigin raun svo engann veginn að tala niður til þín þegar ég segi það.

Mofi, 20.6.2011 kl. 11:37

7 Smámynd: Mofi

doctore, ef þú einblínir á þetta líf sem upphaf og endir alls þá er þetta rökrétt sem þú ert að segja. 

Mofi, 20.6.2011 kl. 11:40

8 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi, þessi hugmynd þín um að einhverjar upplýsngar hafi verið í einhverjum ímynduðum skaðlausum malaríusýkli sem síðan ofur-þróaðist í raunverulega sýkilinn á nokkur hundruð eða þúsund árum er svo brjáluð að það er ekki fyndið. Sjáðu t.d. þessa mynd af lífsferli sýkilsins, setti guð upplýsingar í skaðlausa plasmodium sem gerði honum kleyft að fela sig fyrir ónæmiskerfinu okkar, komast í lifrafrumur manna, komast inn í blóðfrumur manna og éta þær, og svo framvegis? Þetta er svo ótrúlega ruglað hjá þér Mofi.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 20.6.2011 kl. 11:58

9 Smámynd: Mofi

Hjalti, við vitum að genamengi dýra hefur ótal eiginleika sem ekki birtast í einstaka einstaklingum eða heilli tegund. Þessir eiginleikar geta síðan birst af aðstæður eru réttar. Það getur verið að þetta er ruglað að þínu mati en þetta er einfaldlega staðreynd að svona er þetta.  Þessi sýkill er líklegast hannaður fyrir annað umhverfi þar sem hann er meinlaus eða mikið þarfa þing en í manneskjum er hann skaðvaldur.

Mofi, 20.6.2011 kl. 13:02

10 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Fyrir utan það að þetta tekur ekki ábyrgðina frá gvuði á neinn hátt; hver er annars grundvallarmunurinn á því að gvuð hafi skapað sníkilinn sjálfan og að gvuð hafi skapað upplýsingarnar og þar með möguleikann á að sníkillinn yrði til? 

Siðfræðilega enginn. A er slæmt og B er slæmt.

Sveinn Þórhallsson, 20.6.2011 kl. 13:03

11 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Eins og ég sagði Mofi, guðinn þinn hefur þá forritað inn í þessa ímynduðu útgáfu af sýklinum þá hæfileika að geta falið sig fyrir ónæmiskerfi manna, að bora sig til lifrinnar, éta lifrafrumur, fara í blóðrásina og fara í blóðfrumur og éta þær. Hannaður fyrir annað umhverfi? Eitthvað annað umhverfi þar sem mennst ónæmiskerfi og mennskt blóð er að finna?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 20.6.2011 kl. 13:24

12 Smámynd: Mofi

Sveinn, já, ég losna ekki við það að Guð er að leyfa þessu að gerast.

Hjalti, eða að þessir eiginleikar koma svona fram í þessu umhverfi eða að vegna skemmda ( stökkbreytinga ) að þá kemur það svona fram. Ég er ekki nógu mikið inn í þessu dæmi til að geta svarað ýtarlegra, get aðeins gefið grófa mynd á hvernig ég sé þetta.

Mofi, 20.6.2011 kl. 13:43

13 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Mér finnst fáránlegt að reikna með að Guð, sem á að vera frumorsök alls gráti, sé hryggur, dapur, reiður, og svo framvegis.  Þetta eru allt tilfinningar manna; dýra sem lifa hér niðri í rakahjúpnum sem umlykur plánetuna Jörð.  Mér finnst fullkomlega út í hött að ganga út frá að þessi ofurvera hafi svona frumstæðar tilfinningar, - eða bara tilfinningar yfir höfuð.

Guð er skapaður í mynd manna af mönnum.

Theódór Gunnarsson, 20.6.2011 kl. 14:07

14 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Theódór: Já, það er eitthvað undarlegt við það að almáttug frumorsök alheimsins hafi mannlegar tilfinningar, en maður verður að muna að guð er fyrst og fremst ósýnilegur maður, tal um einhverja frumorsök og fleira þannig heimspekilegt er síðari tíma viðbót. Guð er ósýnilegur karl.

Mofi: Þú getur ekki bara sagt að guð "leyfi" þessu að gerast. Ertu að segja að guð hefði ekki getað skapað lífveru sem hann vissi að myndi ekki verða þessi hræðilegi sýkill? Guðinn þinn hlýtur að hafa getað ákveðið hvort hann vildi skapa heim með malaríu eða ekki, og hann valdi malaríu. Hann valdi það að drepa ~800.000 manns (aðallega börn) á hverju ári.

...eða að þessir eiginleikar koma svona fram í þessu umhverfi eða að vegna skemmda ( stökkbreytinga ) að þá kemur það svona fram.

Eiginleikinn sér"hannað" til þess að forðast ónæmiskerfi manna og lifa á lifur- og blóðfrumum manna kemur bara fram í þessu umhverfi eða var bara "skemmd"? Þú virðist ekki átta þig á því að þessi sníkjudýr eru sér"hönnuð" til þess að vera sníkjudýr. Þetta er alveg ótrúleg afneitun hjá þér.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 20.6.2011 kl. 14:18

15 identicon

Það er fátt augljósara en það að guðir eru algerlega manngerð fyrirbrigði, og það var ekki intelligent design, eiginlega most stupid design ever.
Nú er svo komið að eina leið flestra til að vera með trú á þessu rugli er að vita sem allra allra minnst um þá trú sem fólk segist tilheyra, helst ekkert meira en "Líf eftir dauðan™" með sögupersónu úr galdrasögu uppvaxtaráranna.

DoctorE (IP-tala skráð) 20.6.2011 kl. 14:19

16 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Það er fátt augljósara en það að guðir eru algerlega manngerð fyrirbrigði....

Jamm, og "grátandi guðinn" sem ég minnist á í bloggfærslunni er frábært dæmi um það. Skiljanlega er ekki lengur í tísku að tala um reiðan guð sem sendir jarðskjálfta og drepsóttir. Og sjá! Prestarnir tala ekki lengur um þennan guð, heldur guð sem er svo mjúkur og umhyggjusamur að hann virðist aðallega stunda það að gráta.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 20.6.2011 kl. 14:21

17 Smámynd: Mofi

Hjalti, í gegnum alla Biblíuna þá er talað um Guð sem anda sem er ekki bundinn af þessum alheimi heldur er fyrir utan hann og utan tíma. Varðandi að hafa tilfinningar, af hverju?  Að segja bara "mér finnst" er ekki mjög sannfærandi. Við höfum tilfinningar svo af hverju ekki sá sem orsakaði okkar tilveru að hafa tilfinningar?  Þótt Guð sé síðan almáttugur þá hefur Hann valið að gefa okkur hluta af þessum mætti og velja fyrir okkur sjálf. Mér þætti mjög undarlegt að setja alla þessa vinnu í okkur sem verur og síðan vera alveg sama hvað verður um okkur og út frá því finnst mér mjög eðlilegt að Guð hafi tilfinningar. Tilfinningar virðast síðan vera andlegar, ekki svo mikið að kolvetnin og steinefnin sem við erum sett saman úr hafa tilfinningar en við sem andlegar verur höfum tilfinningar. 

Hjalti
Mofi: Þú getur ekki bara sagt að guð "leyfi" þessu að gerast.

Jú, ég gerði það meira að segja áreynslulaust :)

Hjalti
Ertu að segja að guð hefði ekki getað skapað lífveru sem hann vissi að myndi ekki verða þessi hræðilegi sýkill? Guðinn þinn hlýtur að hafa getað ákveðið hvort hann vildi skapa heim með malaríu eða ekki, og hann valdi malaríu. Hann valdi það að drepa ~800.000 manns (aðallega börn) á hverju ári.

Ég er á því að Guð hefði getað gert það og þar hafðir þú og Sveinn rétt fyrir þér. Guð ber hluta af ábyrgðinni og fulla ábyrgð á að stöðva þetta ekki núna. Ef að við viljum ekki hjálp Guðs í heimi sem er fullur af erfiðleikum, sjúkdómum og dauða þá viljum við pottþétt ekkert með Guð að gera í heimi sem engnir sjúkdómar eða dauði er í. 

Hjalti
Eiginleikinn sér"hannað" til þess að forðast ónæmiskerfi manna og lifa á lifur- og blóðfrumum manna kemur bara fram í þessu umhverfi eða var bara "skemmd"? Þú virðist ekki átta þig á því að þessi sníkjudýr eru sér"hönnuð" til þess að vera sníkjudýr. Þetta er alveg ótrúleg afneitun hjá þér.

Af hverju eitthvað sér hannað til að forðast ónæmiskerfi manna?  Getur það ekki verið hannað til að forðast ónæmiskerfi einhvers annars en síðan í mönnum þá kemur þetta svona út?   Ég vil endilega setja þetta á smá hold, sendi þessa spurningu á www.creation.com og langar að heyra hvað þeir hafa um þetta að segja.

doctorE
Það er fátt augljósara en það að guðir eru algerlega manngerð fyrirbrigði, og það var ekki intelligent design, eiginlega most stupid design ever.

Ert þú og þín fjölskylda "most stupid design ever"?

Mofi, 20.6.2011 kl. 14:46

18 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Ef að við viljum ekki hjálp Guðs í heimi sem er fullur af erfiðleikum, sjúkdómum og dauða þá viljum við pottþétt ekkert með Guð að gera í heimi sem engnir sjúkdómar eða dauði er í. 
Afhverju viltu hjálp þess aðila sem ber ábyrgð (skv. þinni eigin trú) á öllu ofangreindu?

Sveinn Þórhallsson, 20.6.2011 kl. 17:45

19 identicon

21. öldin og það er ennþá fólk sem trúir á Jehovah.... I wanna cry....

Grow the fuck up!

Tryggvi (IP-tala skráð) 20.6.2011 kl. 18:35

20 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Þetta snýst um guðsmynd hvers og eins. Ef við íhugum hinn þríeina Guð, foreldri, afkvæmi, anda. Þá hljóta að koma fram mannleg einkenni Guðs.

Maðurinn er "homo empathicus." (sjá myndband)  Maður samlíðunar og samkenndar og það ætti amk að vera okkur eðlislægt að finna til samkenndar með náunga okkar, þeim sem við horfumst í augu við og þekkjum.  Eðli Guðs er í manninum, eins og eðli Guðs er í Jesú.  "Guð í alheimsgeimi/Guð í sjálfum þér" .. er ekki tvennt heldur eitt.  Þannig að ef þú grætur Hjalti minn, þá grætur Guð.  Jafnvel þó þú trúir ekki að Guð sé til. 

Það þýðir ekkert að lesa Biblíuna með augum þess sem skrifuðu hana, heldur með þann grunn sem við höfum nú eignast á árinu 2011. Með greindarvísitölu sem finnst í hausnum á okkur núna. 

--  

Jóhanna Magnúsdóttir, 20.6.2011 kl. 19:24

21 identicon

Já Jóhanna, núna er árið 2011.. menn sem skrifuðu biblíu, þeir höfðu einhverja afsökun(Geðveiki og fáfræði + valdagræðgi), maður sem trúir biblíu árið 2011, hann hefur enga afsökun. Ekki nema þá sömu og þeir sem senda peninga til Nígeríu ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 20.6.2011 kl. 19:48

22 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Jóhanna,

Þetta er ósköp huggulegt orðasalat.

Theódór Gunnarsson, 20.6.2011 kl. 19:56

23 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

DoctorE - við trúum aldrei bók, eða á bók, en við getum trúað á Guð og/eða Guð í sjálfum okkur.  Treysta því að okkur sé gefið það vit til að þekkja gott frá illu.

Verð að skella bolludæminu hér inn þó ég hafi sagt frá því oft, -  Þú ákveður að baka bollur, tekur uppskriftabókina sem langamma þín gaf þér og þar stendur að baka eigi bollurnar við 200 gráðu hita í 20 mínútur.  

Þú ert að sjálfsögðu með öðru vísi ofn, blástursofnar voru t.d. ekki til þegar langamma þín var uppi. Þú stillir samt ofninn á 200 gráður og klukkuna á 20 mínútur. 

En þú treystir ekki í blindni, þú horfir inn í ofninn og finnur jafnframt á lyktinni að það er að koma smá brunalykt. 

Eftir 15 mínútur sérðu s.s. og finnur að bollurnar eru að byrja að brenna. Sumir myndu kippa plötunni út strax,  aðrir kíkja aftur í bókina, og athuga hvort að þetta væri réttur tími, og þeir þriðju myndu þrjóskast  við og fara eftir bókinni, en fá með því brenndar bollur. 

Þetta gæti að sjálfsögðu verið bók frá 2011 líka, með mannlegum mistökum, eða sem tæki ekki tillit til mismunandi ofna. 

Við verðum alltaf að taka tillit til okkar skynjunar og innsæis. Við sem trúum á Guð, trúum að það sé gefið af Guði, en ég dæmi engan þó hann trúi ekki og ég skil það bara vel.  Ég er ekki að byrja að pæla í guðfræði í dag, og ég er búin að lesa gífurlega mikið og hlusta á aðra en guðfræðinga.  Þá helst fólk, og þetta fólk hefur kennt mér mest.  

Þegar við fjarlægjumst okkur sjálf þá erum við eins og tvær manneskjur, sú eina vill vera heilbrigð en hin púar vindla.  Hin eina vill vera grönn en hin hakkar í sig franskar kartöflur.  Hin eina beitir ofbeldi en vill ekkert nema frið.

Ég leyfi mér að kalla þetta fjarlægðina frá Guði, en þar sem orðið Guð er svo "controversialt" þá skulum við bara kalla það elskuna hér eftir.  Fjarlægðin frá elskunni til sjálfs þíns. 

Elska;  verði þinn vilji.  Við þurfum að læra að velja hér og nú svo það verði okkur til góðs, og þá er ekki hægt að vera staddur langt frá sjálfum sér. 

Ég vona að þið séuð nógu djúpir til að ná þessu, en ég virði það líka alveg ef þið eruð ekki komnir þangað.  

Ég veit alveg að problemið er mismunandi túlkun á "Guði" og þörf okkar fyrir að setja merkimiða á allt. Þetta "afl" elskan er það sem gæti breytt heiminum, en hún á á brattann að sækja, sérstaklega vegna þess að hún er misnotuð svo hrottalega (á sama hátt og Guð). 

DoctorE menn eru mis-trúgjarnir, þess vegna þurfum við að hika við og efast, spyrja okkur, vega og meta. Ég geri mjög mikið af því, en vissulega er fullt af fólki sem lendir í að brenna bollurnar því það trúir á bók og klukku. Það nýtir ekki andann sem þeim er gefinn. Þeir sjá ekki og heyra ekki.  En það er nú sumt ágætt í Biblíunni;  eins og t.d. þegar bent er á að þeir sem hafi eyru heyri og þeir sem hafi augu sjái.  Það má alveg nýta það! 

Teddi, - salat er hollt fyrir þig ;-) 

Jóhanna Magnúsdóttir, 20.6.2011 kl. 20:25

24 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

p.s. Himnaríki er innra með þér, svo Guð grætur í hjarta þínu.

Jóhanna Magnúsdóttir, 20.6.2011 kl. 20:27

25 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

p.p.s. - það vantaði hvers konar fólk ég hlustaði á, en það átti að standa ungt fólk. ;-)

Jóhanna Magnúsdóttir, 20.6.2011 kl. 20:56

26 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Jóhanna,

Ætla að demba mér í grænmetið.

Theódór Gunnarsson, 20.6.2011 kl. 23:37

27 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jóhanna, ég veit ekki hvort ég á að kalla það kost, en það er allavega fenómenal eiginleiki að geta skrifað svona langa spalta sem innihalda bara:

"Blíb blobb blíb blíb blobb blíb blíb blobb blobb blíb blíb blíb blobb blíb blíb blíb blíb blobb blobb Blíb blobb blíb blíb blobb blíb blíb blobb blobb blíb blíb blíb blobb blíb blíb blíb blíb blobb blobb Blíb blobb blíb blíb blobb blíb blíb blobb blobb blíb blíb blíb blobb blíb blíb blíb blíb blobb blobb Blíb blobb blíb blíb blobb blíb blíb blobb blobb blíb blíb blíb blobb blíb blíb blíb blíb blobb blobb Blíb blobb blíb blíb blobb blíb blíb blobb blobb blíb blíb blíb blobb blíb blíb blíb blíb blobb blobb...."

Jón Steinar Ragnarsson, 21.6.2011 kl. 00:10

28 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Þetta er ekki fyrir alla að skilja, - en allt sem þarf er vilji.

Jóhanna Magnúsdóttir, 21.6.2011 kl. 00:59

29 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hjalti, í gegnum alla Biblíuna þá er talað um Guð sem anda sem er ekki bundinn af þessum alheimi heldur er fyrir utan hann og utan tíma.

Mofi: Prófaðu að lesa biblíuna, en ekki bara endurtaka það sem trúfélagið þitt eða þá einhver trúvarnarmaður hefur sagt þér. Í 1Mósebók er guðinn þinn að labba um og veit ekki hluti, ef ég man rétt þá sér Móse meira að segja bakhlutann hans. Er hann kannski andi sem hefur líkama?

Tilfinningar virðast síðan vera andlegar, ekki svo mikið að kolvetnin og steinefnin sem við erum sett saman úr hafa tilfinningar en við sem andlegar verur höfum tilfinningar. 

Tilfinningar andlegar? Er það þess vegna sem þú getur ruglað í þeim með því að sprauta efnum í æðarnar á fólki?

Ég er á því að Guð hefði getað gert það og þar hafðir þú og Sveinn rétt fyrir þér. Guð ber hluta af ábyrgðinni og fulla ábyrgð á að stöðva þetta ekki núna. Ef að við viljum ekki hjálp Guðs í heimi sem er fullur af erfiðleikum, sjúkdómum og dauða þá viljum við pottþétt ekkert með Guð að gera í heimi sem engnir sjúkdómar eða dauði er í. 

Þarna ertu enn og aftur að gera lítið úr hluta guðins þíns. Ef þú getur gefið barni tvö nákvæmlega eins leikföng, nema að annað þeirra springur þegar það blotnar, en hitt ekki, og þú veist að barnið á eftir að bleyta leikfangið. Ert þú bara að "leyfa" barninu að springa ef þú hefur því hættulega leikfangið? Auðvitað ekki.  

Af hverju eitthvað sér hannað til að forðast ónæmiskerfi manna?  Getur það ekki verið hannað til að forðast ónæmiskerfi einhvers annars en síðan í mönnum þá kemur þetta svona út?

Hvað þá? Hannað til að forðast ónæmiskerfi apa eða spendýra almennt og borða spendýrablóð?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 21.6.2011 kl. 07:44

30 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jóhanna, ertu að segja mér að prestarnir trúi því að það sé "gamaldags" að trúa á guð sem almáttugan skapar heimsins?

En já, ég er sammála því sem Jón skrifar, það er ótrúlegt hvað þú getur skrifað mikið en sagt lítið. Hvað í ósköpunum á til dæmis þetta að vera?

Eðli Guðs er í manninum, eins og eðli Guðs er í Jesú.

...úti sem og Gabríel.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 21.6.2011 kl. 07:46

31 Smámynd: Mofi

Sveinn
Afhverju viltu hjálp þess aðila sem ber ábyrgð (skv. þinni eigin trú) á öllu ofangreindu?

Af því að hann getur hjálpað og síðan aðeins ábyrgð á þann hátt að hann leyfir vondum hlutum að geta gerst, samt langflest er vegna vondra verka okkar mannanna.

Mofi, 21.6.2011 kl. 09:11

32 Smámynd: Mofi

Hjalti
Prófaðu að lesa biblíuna, en ekki bara endurtaka það sem trúfélagið þitt eða þá einhver trúvarnarmaður hefur sagt þér. Í 1Mósebók er guðinn þinn að labba um og veit ekki hluti, ef ég man rétt þá sér Móse meira að segja bakhlutann hans. Er hann kannski andi sem hefur líkama?

Ef að þú spyrð einhvern spurningu, þýðir það að þú veist ekki svarið?  Síðan þegar þú ert almáttugur þá hlýtur að vera frekar auðvelt að ganga um.  Guði er lýst þannig að Guð er andi en að Hann getur birst líkamlega.

Hjalti
Tilfinningar andlegar? Er það þess vegna sem þú getur ruglað í þeim með því að sprauta efnum í æðarnar á fólki?

Þau er engin spurning að það er bein tenging milli líkamans og hugans.

Hjalti 
Þarna ertu enn og aftur að gera lítið úr hluta guðins þíns. Ef þú getur gefið barni tvö nákvæmlega eins leikföng, nema að annað þeirra springur þegar það blotnar, en hitt ekki, og þú veist að barnið á eftir að bleyta leikfangið. Ert þú bara að "leyfa" barninu að springa ef þú hefur því hættulega leikfangið? Auðvitað ekki.

Réttari lýsing miðað við mína sýn er að foreldri leyfir barninu sínu að fara út í heiminn en segir því hvað það á ekki að gera og varar það við hættum en ef að barnið vill setja líf sitt í hættu eða hreinlega vill deyja þá er það áhætta sem þú verður að taka því ekki getur þú læst það inni alla ævina.

Mofi, 21.6.2011 kl. 09:36

33 Smámynd: Arnar

Mofi: Réttari lýsing miðað við mína sýn er að foreldri leyfir barninu sínu að fara út í heiminn en segir því hvað það á ekki að gera og varar það við hættum en ef að barnið vill setja líf sitt í hættu eða hreinlega vill deyja þá er það áhætta sem þú verður að taka því ekki getur þú læst það inni alla ævina.

Ekki góð samlíking hjá þér Mofi, því (samkvæmt þér) guðinn þinn bjó allar hætturnar til sjálfur.

Hversu sadískt er það að skapa heim uppfullann af hættum, freistingum og synd, leyfa svo 'börnunum' að fara út í heiminn og segja þeim að ef þau geta varað sig á öllum hættunum (sem foreldrið sjálft bjó til) þá fái það sleikjó (eða eilíft líf) að lokum?

Súrelískt að nokkur skuli getað trúað þessu.

Arnar, 21.6.2011 kl. 10:10

34 identicon

Já Mofi, í Harry Potter bókunum geta krakkar galdrað.

Þú getur ekki talað um foreldra og guð í sömu hendingu Mofi, hvert það foreldri sem kæmi fram við börn sín eins og Guddi á að gera samkvæmt biblíu, það foreldri yrði sett í steininn eða á geðveikrahæli.

DoctorE (IP-tala skráð) 21.6.2011 kl. 10:16

35 Smámynd: Mofi

Frekar að Guð bjó til heim þar sem við getum valið. Til dæmis þá vilja hreinlega sumir deyja, þótt það sé ekki í samræmi við vilja Guðs þá virðir Guð það val einstaklingsins.

Mofi, 21.6.2011 kl. 10:30

36 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

"Jóhanna, ertu að segja mér að prestarnir trúi því að það sé "gamaldags" að trúa á guð sem almáttugan skapar heimsins?"

Þú hlýtur að hafa lesið þetta út úr bla, bla, blúbbinu sem Jón Steinar skrifaði, ég kannast ekkert við "að hafa verið að segja þér"  neitt um hvað prestarnir trúa um sköpun heimsins.

Rosalega getur verið langur í þér þráðurinn Hjalti minn.

Ég þarf eflaust að setja þetta upp í teiknimyndaform til að þú skiljir. 

"Eðli Guðs er í Jesú eins og eðli Guðs er í manninum"  ...Hvað skilur þú ekki í því? 

Já, Jesús var maður, með eðli Guðs í sér. Eins og maðurinn er maður með eðli Guðs í sér. 

Þetta skýrist best af vísu sem ég hef örugglega sett hér inn áður;

Trúðu á tvennt í heimi, 

Tign sem æðsta ber, 

Guð í alheims geimi

Guð í sjálfum þér

Hér er ekki um tvö eðli að ræða, heldur eitt. Eitt stykki Guð! 

Mundu að þú ert "bakarinn" - og þarft að vega og meta efni uppskriftarbókarinnar, nota síðan skynjunarfærin. 

Vonandi er þetta ekki of flókið - og nógu stutt til að þú skiljir. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 21.6.2011 kl. 10:55

37 Smámynd: Arnar

Já já.. alveg eins og hann virti val íbúa Sódomu og þegar hann virti val allra í heiminum nema Nóa & Co.. og svo er alveg svakaleg virðing fólgin í því að senda Jesú aftur með logandi sverð til að drepa alla sem völdu ekki rétt þegar þessi heimsendi sem kristnir eru búnir að bíða eftir í +2000 ár kemur loksins.

Biblían þín er uppfull af sögum þar sem guðinn þinn drepur sjálfur eða fyrirskipar dráp á fólki, konum og börnum, sem þóknast honum ekki.  Fólki sem valdi ekki rétt.

Þessi guð er ekki aðeins vælukjói heldur hefnigjörn smásál.

Arnar, 21.6.2011 kl. 10:57

38 identicon

Þú hljómar eins og þátttakandii í miss USA Mofi

DoctorE (IP-tala skráð) 21.6.2011 kl. 11:02

39 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ef að þú spyrð einhvern spurningu, þýðir það að þú veist ekki svarið?  Síðan þegar þú ert almáttugur þá hlýtur að vera frekar auðvelt að ganga um.  Guði er lýst þannig að Guð er andi en að Hann getur birst líkamlega.

Nei mofi, þegar guð er að spjalla við Móse, þá er hann að gera það í líkamanum sínum. Það er ekkert þarna um að hann sé í raun andi og að þetta sé bara eitthvað plat.

Og já, guðinn í Gamla testamentinu spyr um hluti sem hann veit ekki.

Arnar hefur þegar bent á hversu gölluð þessi barnalíking þín er. Og í nýjustu athugasemdinni hans er enn einu sinni góður punktur. Þú hlýtur að sjá að þessi væmni guð þinn, sem vill ekki gera flugu mein, er allt annar guð en blóðþyrsti guð Mósebókanna.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 21.6.2011 kl. 11:33

40 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þú hlýtur að hafa lesið þetta út úr bla, bla, blúbbinu sem Jón Steinar skrifaði, ég kannast ekkert við "að hafa verið að segja þér"  neitt um hvað prestarnir trúa um sköpun heimsins.

Þannig að þú varst bara að skrifa langloku (sem Jón Steinar lýsir vel) um hverju þú trúir? Allt í lagi, þú trúir á eitthvað óskiljanlegt. Því er komið á framfæri.

Mundu að þú ert "bakarinn" - og þarft að vega og meta efni uppskriftarbókarinnar, nota síðan skynjunarfærin. 

Ha? Hvernig átti þetta bakaratil þitt eiginlega við það sem ég skrifaði um í þessari bloggfærslu? Boðskapur þeirrar sögu var eitthvða á þá leið að fylgja ekki einhverju gömlu í blindni. Ég held að þú ættir frekar að senda þessum prestum þá sögu, en ekki beina henni til mín.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 21.6.2011 kl. 11:37

41 Smámynd: Mofi

Hjalti
Nei mofi, þegar guð er að spjalla við Móse, þá er hann að gera það í líkamanum sínum. Það er ekkert þarna um að hann sé í raun andi og að þetta sé bara eitthvað plat.

Ekki plat, aðeins birtingarmynd fyrir Móse. Guð birtist Móse líka sem brennandi runni, þýðir ekki að Guð er runni nema fyrir hálfvita en hverjum er ekki sama hvað þeir halda. 

Jóhannes 4:23
En sú stund kemur, já, hún er nú komin, er hinir sönnu tilbiðjendur munu tilbiðja föðurinn í anda og sannleika. Faðirinn leitar slíkra, er þannig tilbiðja hann.
24 Guð er andi, og þeir, sem tilbiðja hann, eiga að tilbiðja í anda og sannleika.

Hjalti
Og já, guðinn í Gamla testamentinu spyr um hluti sem hann veit ekki.

Getur þú sýnt fram á þetta?

Þú getur að minnsta kosti sagt mér hvort að þegar einhver spyr spurningu, hvort að það sé möguleiki að hann viti svarið og ástæðan fyrir spurningunni er ekki að hann veit ekki svarið heldur einhver önnur. 

Hjalti
Arnar hefur þegar bent á hversu gölluð þessi barnalíking þín er. Og í nýjustu athugasemdinni hans er enn einu sinni góður punktur. Þú hlýtur að sjá að þessi væmni guð þinn, sem vill ekki gera flugu mein, er allt annar guð en blóðþyrsti guð Mósebókanna.

Það er enginn blóð þorsti að refsa og stöðva vont fólk.  Þú myndir ekki gagnrýna mann sem stöðvar fólk í því að brenna saklaust fólk lifandi en samt hikar ekki við að gagnrýna Guð fyrir að gera það. Þú ert hérna bara að sýna fram á að það skiptir engu máli hvað Guð gerir, þú sérð alltaf eitthvað að því. Ekki af því að það er eitthvað að því heldur vegna einhvers annars. Virðist vera hatur og ef svo er, væri forvitnilegt að vita hvaðan þetta hatur kemur.

Mofi, 21.6.2011 kl. 11:56

42 identicon

Já, guð var að tala við einhvern gaur í biblíu, birtist sem brennandi runni og sagði eitt og annað.

Ef við gefum okkur að þetta sé ekki skáldskapur frá a-ö, þá er það ljóst að Móses var í besta falli illa haldin af geðklofa; Þvældist um alveg snarbilaður að tala við brennandi runna og master of the universe.

Mofi trúir að þetta hafi allt gerst í alvörunni :)

DoctorE (IP-tala skráð) 21.6.2011 kl. 12:07

43 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ekki plat, aðeins birtingarmynd fyrir Móse. Guð birtist Móse líka sem brennandi runni, þýðir ekki að Guð er runni nema fyrir hálfvita en hverjum er ekki sama hvað þeir halda. 

Mofi, hvað í ósköpunum bendir til þess að það sé bara um birtingarmynd að ræða? Lestu til dæmis þennan kafla þar sem Móses er að spjalla við guð. Jahve segir: "Enginn maður fær séð mig og lífi haldið." Getur maður séð anda? Og síðan leyfir Jahve Móse að sjá bakhlutann en ekki auglitið hans, því annars myndi hann deyja. Hljómar það eins og birtingarmynd?

Og já, í Jóhannesarguðspjalli er sagt að guð sé andi. Ótrúlegt, mótsögn!

Getur þú sýnt fram á þetta?

Sjá!

Og Jahve sagði: "Hrópið yfir Sódómu og Gómorru er vissulega mikið og synd þeirra er vissulega mikið, og synd þeirra er vissulega mjög þung. Ég ætla því að stíga niður þangað til þess að sjá, hvort þeir hafa fullkomlega aðhafst það, sem hrópað er um. En sé eigi svo, þá vil ég vita það." (1Mós 18:20-21)

Vissi Jahve hvort að það sem sagt var um Sódómu og Gómorru væri satt eða ekki?

Það er enginn blóð þorsti að refsa og stöðva vont fólk.  Þú myndir ekki gagnrýna mann sem stöðvar fólk í því að brenna saklaust fólk lifandi en samt hikar ekki við að gagnrýna Guð fyrir að gera það. Þú ert hérna bara að sýna fram á að það skiptir engu máli hvað Guð gerir, þú sérð alltaf eitthvað að því. Ekki af því að það er eitthvað að því heldur vegna einhvers annars. Virðist vera hatur og ef svo er, væri forvitnilegt að vita hvaðan þetta hatur kemur.

Þetta hljómar eins og blóðþorsti:

Ég vil gjöra örvar mínar drukknar af blóði, og sverð mitt skal hold eta, af blóði veginna manna og hertekinna, af höfði fyrirliða óvinanna. (5Mós 32: 42)

Og ef þú heldur að guðinn þinn sé bara að drepa einhver illmenni sem brenna fólk, þá hefurðu nú ekki lesið Gamla testamentið þitt vel. Hvað með t.d. manninn sem var tekinn við að safna eldiviði og guðinn þinn ákvað að grýta til bana? Trúirðu því kannski að hann hafi ætlað að brenna fólk með eldiviðinum? Það væri nú líkt þér að koma með álíka brjálaða uppástungu.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 21.6.2011 kl. 12:50

44 Smámynd: Arnar

Mofi: Það er enginn blóð þorsti að refsa og stöðva vont fólk. 

Segjum að ég banni barninu mínu að borða salgæti en fylli hinsvegar heimilið af nammi á hverjum einasta degi.  Ef barnið fær sér nammi og ég refsa því grimmilega (td. með því að drepa það), er ég þá vondur eða barnið?

Þetta er staðan sem guðinn þinn setur okkur í samkvæmt þínum skoðunum.  Han skapaði heimin með öllum þeim freistingum og synd sem hann bannar okkur (samkvæmt þinni trú) og ef við 'föllum í freistni' þá eru það við sem erum vond og eigum allt illt skilið frá þínum kærleiksríka guði.

Mofi: Þú myndir ekki gagnrýna mann sem stöðvar fólk í því að brenna saklaust fólk lifandi en samt hikar ekki við að gagnrýna Guð fyrir að gera það.

Bíddu.. er það ekki guðinn þinn sem er að hóta því að brenna saklaust fólk?  Þú gagnrýnir nú okkur í að reyna að 'stöðva hann'.

Arnar, 21.6.2011 kl. 13:21

45 Smámynd: Mofi

Hjalti
Og síðan leyfir Jahve Móse að sjá bakhlutann en ekki auglitið hans, því annars myndi hann deyja. Hljómar það eins og birtingarmynd?

Við vitum ekkert um hvað Móse sá, ekkert hérna sem gefur okkur ástæðu að um líkama er að ræða eða ekki.

Hjalti
Vissi Jahve hvort að það sem sagt var um Sódómu og Gómorru væri satt eða ekki?

Eins og ég skil þetta þá talar Guð oft á mannlegum nótum. Í þessu tilfelli þá var þetta áður en Guð sendi engla til Sódómu, kannski í þessu tilfelli þá vantaði að sjá viðbrögð fólksins við sendiboðum Guðs og þau viðbrögð væru það sem segðu endanlega til um ástand fólksins.

Hjalti
Þetta hljómar eins og blóðþorsti:

Þó tt það hljómi þannig þá þarf það ekki að vera þannig.

Hjalti
Hvað með t.d. manninn sem var tekinn við að safna eldiviði og guðinn þinn ákvað að grýta til bana? Trúirðu því kannski að hann hafi ætlað að brenna fólk með eldiviðinum? Það væri nú líkt þér að koma með álíka brjálaða uppástungu.

Ég lít á það þannig að maðurinn ákvað að gera uppreisn gegn Guði og Guð stöðvaði það. Engann veginn þannig að maðurinn bara vildi safna eldiviði og að það hefði verið hans stóri glæpur.

Mofi, 21.6.2011 kl. 13:30

46 identicon

Mofi talar fjálglega um réttlátar refsingar fyrir engar sakir; Talar eins og maður sem myndi hylma yfir morðum og öðru ógeði, ef hann teldi sig fá eitthvað í staðin. Verulega siðlaust, eins og menn þurfa að vera til að tilbiðja það skrímsli sem biblían boðar.
Ef Mofi hefði fæðst í Norður Kóreu, þá væri hann líklega í sérsveit Dear Leader

DoctorE (IP-tala skráð) 21.6.2011 kl. 13:36

47 Smámynd: Mofi

doctore, allur þinn málflutningur er í rauninni skítkast út í eitt. Leitt að þetta er leiðin sem þér finnst vera best til þess að eiga samskipti við fólk.

Mofi, 21.6.2011 kl. 14:20

48 identicon

Þetta gæti verið verra Mofi, ég gæti tekið efni úr biblíu og sett hér inn.

DoctorE (IP-tala skráð) 21.6.2011 kl. 14:28

49 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Vertu í ljósinu DoctorE - það er miklu notalegra, prófaðu að bera virðingu fyrir viðmælanda, þó þú berir ekki virðingu fyrir lífsskoðunum hans. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 21.6.2011 kl. 15:33

50 identicon

Var ég að vanvirða Mofa???

Sko, dýrkar Mofi galdrakarl sem er titlaður fyrir fjöldamorðum, á konum, börnum, hvítvoðungum, dýrum; Dýrkar Mofi persónu sem mælir með nauðgunum, mælir með að fórnarlömb nauðgana skuli grýtt til dauða;... ég get haldið lengi vel áfram með hryllinginn.

Get ég virt persónu sem dýrka slíkt?  NEI... reyndar horfi ég á flesta trúhausa sem fórnarlömb... ég vorkenni þeim, ég vorkenni Mofa...

DoctorE (IP-tala skráð) 21.6.2011 kl. 16:50

51 Smámynd: Mofi

DoctorE, ég mæli ekki með nauðgunum eða að fórnarlömb nauðgana skuli grýtt. Það er akkúrat svona viðbjóðs sem þú verður að grípa til, til þess að geta rakkað annað fólk niður. Og allt í nafni þess að upphefja þitt eigið siðgæði fram yfir alla aðra til að láta sýnast sem svo að þú og þín trú er svo góð. Sem betur fer blekkir þú engann.

Mofi, 21.6.2011 kl. 17:21

52 identicon

Mofi, Þú eyðir lífi þínu í að upphefja bók sem kennir þessa ógeðslegu hluti... Nauðgun, grýtingu, misnotkun á börnum, morð á fóstrum, börnum og konum óvina og svo miklu meira...

Hvernig siðgæði er það?

Kristófer (IP-tala skráð) 21.6.2011 kl. 17:42

53 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Við vitum ekkert um hvað Móse sá, ekkert hérna sem gefur okkur ástæðu að um líkama er að ræða eða ekki.

Neinei, þetta gat verið hvað sem er með andlit og bak.  Og ef Jahve er andi, hvers vegna segir hann að enginn geti séð hann og án þess að það verði banvænt? Er hægt að sjá anda?

Eins og ég skil þetta þá talar Guð oft á mannlegum nótum. Í þessu tilfelli þá var þetta áður en Guð sendi engla til Sódómu, kannski í þessu tilfelli þá vantaði að sjá viðbrögð fólksins við sendiboðum Guðs og þau viðbrögð væru það sem segðu endanlega til um ástand fólksins.

Jahá, guð talar bara á mannlegum nótum, svona nótum eins og að hann viti ekki allt. Guð er þarna augljóslega að fara í könnunarleiðangur (undarlegt að alvitur guð sem er alls staðar geri það!) til þess að vita hvort það sem sagt er um þessar tvær borgir sé örugglega rétt. Þessi guð er klárlega ekki alvitur.

Þó tt það hljómi þannig þá þarf það ekki að vera þannig.

Þannig að Jahve:

1. Fyrirskipar og framkvæmir þjóðarmorð.

2. Hljómar eins og hann sé blóðþyrstur.

Mér finnst alveg óhætt að fullyrða út frá þessu að Jahve sé einfaldlega blóðþyrstur.

Ég lít á það þannig að maðurinn ákvað að gera uppreisn gegn Guði og Guð stöðvaði það. Engann veginn þannig að maðurinn bara vildi safna eldiviði og að það hefði verið hans stóri glæpur.

Jú, glæpurinn hans var að safna eldiviði. Flokkast þetta undir að "refsa og stöðva vont fólk"?

Varðandi fullyrðingar DoctorE, þá er í biblíunni er jákvætt viðhorf til vissra nauðgana (á stríðsföngum t.d., en það er varla litið á konur sem persónur í gamla testamentinu, heldur sem eign karlmanns) og þar er lagt til að sumum fórnarlamba nauðgana verði grýtt (ef þær öskruðu ekki nógu hátt í borg). Þótt að DoctorE sé mjög beinskeyttur þá er það sem hann segir oftast hárrétt. Mofi dýrkar blóðþyrstan fjöldamorðingja sem mælti með ógeðslegum refsingum (svona eins og þeir gera í Íran) fyrir hluti eins og að safna eldiviði á laugardegi. Það er sjúkt. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 21.6.2011 kl. 21:19

54 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mofi minn:

Í 1 Mós. er sagt frá Jakob seb glímdi við Guð og sá hann augliti til auglitis. Hrökk úr mjaðmaliðnum blessaður.

Jakob varð einn eftir, og maður nokkur glímdi við hann, uns dagsbrún rann upp. 25Og er hann sá, að hann gat ekki fellt hann, laust hann hann á mjöðmina, svo að Jakob gekk úr augnakörlunum, er hann glímdi við hann. 26Þá mælti hinn: "Slepptu mér, því að nú rennur upp dagsbrún." En hann svaraði: "Ég sleppi þér ekki, nema þú blessir mig." 27Þá sagði hann við hann: "Hvað heitir þú?" Hann svaraði: "Jakob." 28Þá mælti hann: "Eigi skalt þú lengur Jakob heita, heldur Ísrael, því að þú hefir glímt við Guð og menn og fengið sigur." 29Og Jakob spurði hann og mælti: "Seg mér heiti þitt." En hann svaraði: "Hvers vegna spyr þú mig að heiti?" Og hann blessaði hann þar. 30Og Jakob nefndi þennan stað Peníel, "því að ég hefi," kvað hann, "séð Guð augliti til auglitis og þó haldið lífi." 31Og er hann fór frá Penúel, rann sólin upp. Var hann þá haltur í mjöðminni. 32Fyrir því eta Ísraelsmenn allt til þessa dags ekki sinina, sem er ofan á augnakarlinum, því að hann hitti mjöðm Jakobs þar sem sinin er undir. "

Hósea vitnar raunar um að hann hafi séð Gvöð augliti til auglitis og einhverstaðar er það víðar. Menn hlutu þó bráðan bana af. Líka ef þeir nefndu nafn hans.

Varðandi alvitran alsjáandi og al-allt eiginleikana, þá er rétt að minnast á Exodus og 10. pláguna. Þar bjuggu gyðingaþrælar svo vel að þeir áttu hús og lömb og hús þeirra voru ekki aðgreinanlegri frá húsum herranna að Guð varð að bi'ðja þá um að drepa lamb og blóðmála dyrastafina, svo hann þekkti hvaða húsum hann ætti að sleppa þegar hann valsaði um og drap frumburði manna og dýra (hafði drepið öll dýr 2svar áður í undangengnum plágum) í Egyptalandi í hefndarskyni fyrir þvermóðsku konungs, sem Guð hafði hert í huga gegn gyðingum til að sjóið mætti verða.

Þessvegna heitir hátíðin Pascal (páskar) eða í beinni þýðingu: SLEPPÚR. 

Það er svo rétt hjá Hjalta að, Guð var á gangi í Eden og var að leita að Adam.

Nú verður þú að fara að lesa áður en lengra er haldið kallinn minn.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.6.2011 kl. 01:42

55 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Afsakið brjálæðislegt feitetrið. Ég er ekki að öskra, heldur er almættið að hefna sín á mér fyrir blygðunarlaust kopípestið úr forboðnum ritningum.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.6.2011 kl. 01:45

56 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú skilur kannski núna af hverju ég kalla trúarbrögðin liggaliggalá og þykistuleik. 

Jón Steinar Ragnarsson, 22.6.2011 kl. 01:55

57 Smámynd: Mofi

Kristófer, í hnotskurn þá má segja að Biblían kennir að tvö æðstu boðorðin eru að elska Guð og náungan eins og sjálfan þig og síðan boðorðin tíu. Hvernig þú færð eitthvað annað út er mér hulin ráðgáta.

Jón Steinar, samkvæmt almennt skilningi kristna þá trúum við á þrenninguna. Að Guð sé Guð faðir, sonur og heilagur andi. Enginn hefur séð föðurinn nema Jesú, en fólk hefur séð Jesú og þá hefur fólk séð Guð.

Síðan, blóðið á dyrastafinn var til að aðgreina þá sem mundu deyja og þá sem mundu ekki deyja. Ekki af því að Guð þurfti merkið heldur að fólkið þurfti að taka ákvörðun um að setja blóðið á dyrastafinn, alveg eins og í dag þarf fólk að skírast til að öðlast eilíft líf. Ekki af því að Guð þarf á því að halda heldur vegna þess að fólk þarf að gera það til að sýna sína ákvörðun í verki.

Jón Steinar
Nú verður þú að fara að lesa áður en lengra er haldið kallinn minn

Ég skil þetta einfaldlega ekki þannig að Guð hafi ekki vitað hvar Adam var, og ég hef sömuleiðis ekkert á móti því að Guð var á gangi líkamlega ef það var um að ræða þar sem ég trúi orðum Jesú, áður en Abraham var "er ég".  Trúðu mér, ég er ekkert að þykjast þegar ég aðhyllist kristni sem rökréttustu sýn á heiminn og finnst guðleysis algjörlega glórulaust og skil engann veginn hvernig einhver getur aðhyllst það.  Náttúrulega, þegar einhver les Biblíuna með svona......ekki hugmynd hvað ég get kallað þetta. Rembingur til að misskilja án nokkurs vott um að reyna að skilja?  Þá auðvitað virkar hún illskiljanleg.

Mofi, 22.6.2011 kl. 09:35

58 identicon

Segjum svo að ég og Mofi séum dauðir, það ólíklegasta gerist, Guddi er til, en það er ekki guð Mofa; Þessi guð vill hleypa mér inn í alsælu.. en taka mofa og brenna hann... Ég gæti ekki samþykkt slíkt, ég myndi neita að ganga inn í alsæluna, ég gæti ekki notið hennar vitandi það að Mofi og óteljandi aðrir væru í pyntingarklefum, sviptir öllu.
Mofi afturámóti, hann myndi hlaupa inn, fagna, hoppa hæð sína, yes master show them who is the boss... Og jafnvel ef mofi væri á örkinni hans Nóa, sæi unga móður hanga með ungabarn sitt á einhverri spítu í flóðinu, kannski mofi myndi henda steini að henni svo hún missti takið... Sástu mig master, sástu mig rústa syndaranum og afkvæmi....

DoctorE (IP-tala skráð) 22.6.2011 kl. 12:02

59 identicon

Heilaþvotturinn byrjar snemma, eitthvað á þessa leið

DoctorE (IP-tala skráð) 22.6.2011 kl. 13:24

60 Smámynd: Mofi

DoctorE
Mofi afturámóti, hann myndi hlaupa inn, fagna, hoppa hæð sína, yes master show them who is the boss...

Hve oft þarf ég að segja að ég trúi ekki á helvíti?  Það eru örugglega fáir hérna á blogginu sem hafa skrifað jafn margar greinar og ég um af hverju hugmyndin um helvíti er óbiblíuleg og viðbjóðsleg og ég.  Ertu kannski ekkert að lesa neitt af því sem sagt er við það?   Það myndi sannarlega útskýra margt.

Mofi, 22.6.2011 kl. 16:32

61 Smámynd: Mofi

Hjalti
Neinei, þetta gat verið hvað sem er með andlit og bak. Og ef Jahve er andi, hvers vegna segir hann að enginn geti séð hann og án þess að það verði banvænt? Er hægt að sjá anda?

Þú virðist halda að við mennirnir getum skilið til fulls Guð og hvernig Hann er; ég skil þetta engan veginn þannig.  Þarna sé ég Guð sýna sig Móse á hátt sem Móse getur að einhverju leiti skilið hver Guð er. Engann veginn þannig að Guð hefur andlit eða bak í einhverjum líffræðilegum skilningi.

Hjalti
Mér finnst alveg óhætt að fullyrða út frá þessu að Jahve sé einfaldlega blóðþyrstur.

Þú um það. Þú velur að hafna valmöguleikanum að Guð var þarna að stöðva illsku. Að koma í veg fyrir frekari illsku er að mínu mati rökréttari valmöguleikinn, sérstaklega þar sem það er Biblían sem er að segja frá þessu og hún endurtekur í sífelldu að Guð er réttlátur og kærleiksríkur.

Hjalti
Jú, glæpurinn hans var að safna eldiviði. Flokkast þetta undir að "refsa og stöðva vont fólk"?

Glæpurinn var uppreisn svo já, glæpurinn var alvarlegur og maðurinn vondur.

Mofi, 22.6.2011 kl. 16:51

62 identicon

Mofi the cherry picking christian.

Mofi, biblían sem þú trúir, hún boðar helvíti á jörðu, hún lýsir helviti á jörðu undir ímyndaða fjöldamorðingjanum þínum, hvorki meira né minna. Þú ert bara búinn að heilaþvo þig svo rosalega með græðginni í extra líf í lúxus, að þú sérð ekkert annað en tálsýnina um líf eftir dauða;

Það er sjúkt að tilbiðja guð biblíu, hver sá sem segir annað, sá hinn sami er sjúkur.

DoctorE (IP-tala skráð) 22.6.2011 kl. 16:55

63 identicon

Hvað ætli Mofi fylgi stórum part úr biblíu... hvað eigum við að segja; 1%-5%.
Hann er eins og aðrir kristnir, velja sér brotabrot af hryllingnum og þykjast svo vera kristnir hahaha

DoctorE (IP-tala skráð) 22.6.2011 kl. 17:08

64 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þú virðist halda að við mennirnir getum skilið til fulls Guð og hvernig Hann er; ég skil þetta engan veginn þannig.  Þarna sé ég Guð sýna sig Móse á hátt sem Móse getur að einhverju leiti skilið hver Guð er. Engann veginn þannig að Guð hefur andlit eða bak í einhverjum líffræðilegum skilningi.

Mofi, það er svo undarlegt hvað þú átt auðvelt að stökkva á milli mismunandi útskýringa. Ertu núna sammála því að það var um líkama að ræða (fyrst það er talað um andlit og bak?)?

Þú um það. Þú velur að hafna valmöguleikanum að Guð var þarna að stöðva illsku. Að koma í veg fyrir frekari illsku er að mínu mati rökréttari valmöguleikinn, sérstaklega þar sem það er Biblían sem er að segja frá þessu og hún endurtekur í sífelldu að Guð er réttlátur og kærleiksríkur.

Að þínu afskaplega brenglaða mati.

Glæpurinn var uppreisn svo já, glæpurinn var alvarlegur og maðurinn vondur.

Alveg hræðileg uppreisn, að safna eldiviði.

Ímyndum okkur að hér á landi tæki við einræðisherra sem setti þau lög að það mætti ekki ganga í hvítum sokkum: Dag einn fer Finnur Finnsson í hvíta sokka.

Hver væri hæfileg refsing vegna þessa hræðilega glæps Finns? Samkvæmt mofa væri það grimmileg og kvalarfull dauðarefsing. Af því að hinn sanni glæpur var "uppreisn".

Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.6.2011 kl. 11:36

65 Smámynd: Mofi

Hjalti
Mofi, það er svo undarlegt hvað þú átt auðvelt að stökkva á milli mismunandi útskýringa. Ertu núna sammála því að það var um líkama að ræða (fyrst það er talað um andlit og bak?)?

Nei, ég tel ekki að það að tala um andlit eða bak þurfi að eiga við líkama.

Hjalti
Að þínu afskaplega brenglaða mati.

Það sem er virkilega brenglað er að dæma Guð út frá sjónarhóli guðleysis, það er algjörlega útilokað að slíkt geti haldið einhverjum rökréttum þræði; eitthvað sem ég sé trekk í trekk hjá ykkur.

Hjalti
Alveg hræðileg uppreisn, að safna eldiviði.

Uppreisn er uppreisn og í þessu tilfelli gagnvart Guði og boðorðunum tíu. Dæmið þitt er engan veginn sambærilegt vegna þess að um er að ræða Guð en ekki einhvern mann sem býr einhverjar reglur til.

Mofi, 23.6.2011 kl. 12:24

66 Smámynd: Arnar

Já skamm Hjalti, ekki efast um neitt sem kemur frá guði.  Sérstaklega ekki þegar hann sí endurtekur hvað hann er góður og kærleiksríkur á meðan hann skipuleggur endurkomu súsa og hvernig hann muni slátra okkur illu trúleysingunum.

Arnar, 23.6.2011 kl. 12:48

67 identicon

Mjög aumt að lesa það að Mofi elskar að menn séu drepnir fyrir meintan Gudda, já lítil börn, tekin og slegið við stein: Blessaðir eru þeir sem taka ungabörn óvinarins og berja höfðum þeirra við stein.. og nauðga dætrum þeirra

Þetta virðir Mofi.

DoctorE (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 13:11

68 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Boðorðin eru fleiri en 10 Mofi minn. Líklega nær 70. Það er engin upptalning boðorða í Biblíunni, heldur er þetta hist og her um Mósebækur. Lestu drengur, lestu...

Jón Steinar Ragnarsson, 23.6.2011 kl. 13:31

69 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Nei, ég tel ekki að það að tala um andlit eða bak þurfi að eiga við líkama.

Hvað þá? Stólbak? Var guð stóll með andlit?

Þegar guð var að labba um Eden, var það þá ekki heldur endilega líkami?

Mofi, á þessum tíma hélt fólk að guðirnir (þar með talið Jahveh) hefðu líkama.

Það sem er virkilega brenglað er að dæma Guð út frá sjónarhóli guðleysis, það er algjörlega útilokað að slíkt geti haldið einhverjum rökréttum þræði; eitthvað sem ég sé trekk í trekk hjá ykkur.

Mofi, þú mátt alveg halda því fram að það sé ekki slæmt að guðinn þinn sé blóðþyrstur, en eins og þú hefur viðurkennt þá "hljómar" það eins og hann sé það. Þegar við það bætist að hann er gjarn á að stunda fjölda- og þjóðarmorð og beita grimmilegum refsingum, þá er nú frekar augljóst að viðkomandi aðili er blóðþyrstur.

Uppreisn er uppreisn og í þessu tilfelli gagnvart Guði og boðorðunum tíu. Dæmið þitt er engan veginn sambærilegt vegna þess að um er að ræða Guð en ekki einhvern mann sem býr einhverjar reglur til.

Þetta er eitthvað sem þér finnst kannski að við ættum að innleiða á Íslandi. Að öll lögbrot verði túlkuð sem "uppreisn".

Komum þá með annað dæmi sem Mofi væri sáttari við: Guðinn hans Mofa, Jahve, birtist á Íslandi árið 2012 og gerist einræðisherra. Jahve setur þau lög að það sé bannað að vera í hvítum sokkum. Dag einn í febrúra 2013 fer Finnur Finnsson í hvíta sokka. Íslendingur nokkur, sem kallar sig Mofa á netinu, er genginn í trúarregluna og fer með Finn til Jahve og spyr hvernig eigi að refsa honum fyrir þennan hræðilega glæp. Jahve segir að kvalarfull dauðarefsing sé við hæfi. Mofi segir: "Já, herra!" og fer síðan út og brennir Finn á báli fyrir þennan hræðilega glæp, "uppreisn".

Það vantar borða eins og var í South Park: "This is what Mofi actually believes!"

Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.6.2011 kl. 14:23

70 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þetta með manninn sem safnar eldiviði sýnir eitt sem að einhver frægur guðleysingi, man ekki alveg hver, held Sam Harris, hefur bent á. Að þegar siðferði hættir að snúast um mannlega velferð, eins og gerist í trúarbrögðum, þá endum við með brjálað siðferði.

Hérna er það til dæmis orðinn hræðilegur glæpur, sem á að refsa með grýtingu (sem er ógeðsleg refsing), að safna eldiviði á vitlausum degi.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.6.2011 kl. 14:26

71 identicon

Ég var að spjalla við Guð áðan, hann var bara nokkuð hress. Hann var að spá í að stækka við sig. Hress gaur, sum ykkar ættu að spjalla oftar við hann.

Bjarni (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 14:30

72 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég var að spjalla við Guð áðan,...

Þessi stóri stafur í "Guð" var dropinn sem fyllti mælinn  

Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.6.2011 kl. 15:00

73 identicon

Bjarni var að gefa yfirlýsingu um að hann væri með geðklofa, ef þetta var ekki grín hjá honum :)

DoctorE (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 15:09

74 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Já, það getur ekki verið góðs merki að eiga í alvörunni í samtali ósýnilegan mann (heyra raddir). En ég tel nokkuð ljóst að Bjarni sé að grínast :) 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.6.2011 kl. 15:23

75 identicon

Hættið þessu kjaftæði... Við erum andleg vera...  Sko hugurinn skiptist í tvennt, rökræna vitund og svo undirvitund sem bregst við ýmiss konar áföllum og áreiti, bæði andlegum og líkamlegum, sem þið verðið fyrir um ævina. Þetta áreiti er sagt skilja eftir sig ör, engrams, á undirvitundinni og þessi ör eru undirrót helstu vandamála sem viðkomandi á við að stríða eins og trúleysi eða hjátrú á persónulegan Guð.

En ekki hafa áhyggjur því það er til viðtalsferli sem kallað er auditing þar sem notast er við sérstakt tæki sem kallað er E-mælir. E-mælirinn mælir andlega vanlíðan ykkar með því að mæla rafsegulviðnám líkamans. Þegar ykkur hefur tekist að losna við engram-örin verðið þið “hrein”.

Engar áhyggjur.... Finnið sannleikann... Finnið Xenu.... 

CrazyGuy (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 15:36

76 identicon

Það er mér óskiljanlegt að td Mofi sjái ekki að Xenu og Sússi séu jafnmikið svindl og geðveiki. Það er mér óskiljanlegt að Mofi sjái ekki að Allah(Sem er líka YHWH) er nákvæmlega jafnmikið rugl og YhWH(Sem er líka Allah)
Það er mér óskiljanlegt að Mofi skilur ekki að hann er faktíkst í KrIstlam.

P.S. Ég skil að mest að þessu kemur til vegna heilaþvotts á barnsaldri, einnig vímuefnavandamál og annað sem getur orsakað þetta rof á heilbrigðri skynsemi

DoctorE (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 15:44

77 Smámynd: Mofi

DoctorE
Blessaðir eru þeir sem taka ungabörn óvinarins og berja höfðum þeirra við stein.. og nauðga dætrum þeirra

Þetta er einfaldlega ógeðfellt rugl í þér.

Hjalti
Hvað þá? Stólbak? Var guð stóll með andlit?

Ég veit það og ég þarf ekkert að vita hvert eðli Guðs er. Tel ekki einu sinni gáfulegt fyrir einhvern sem trúir á Guð að reyna að skilja Guð á þann hátt.

Hjalti
Mofi, á þessum tíma hélt fólk að guðirnir (þar með talið Jahveh) hefðu líkama.

Eins og ég talaði um þá trúi ég að Jesú er Guð og hefur alltaf verið til og í Gamla Testamentinu getur verið að tala um Jesú. Aftur á móti þá sjáum við í Gamla Testamentinu talað um Guð á þann hátt að Guð er andi, ekki efnislegur og fyrit utan tíma.

Hjalti
Mofi, þú mátt alveg halda því fram að það sé ekki slæmt að guðinn þinn sé blóðþyrstur, en eins og þú hefur viðurkennt þá "hljómar" það eins og hann sé það.

Guð er réttlátur og refsar og stöðvar vont fólk. Þú kallar það blóðþorsta og þú þá um það.

Hjalti
Þetta er eitthvað sem þér finnst kannski að við ættum að innleiða á Íslandi. Að öll lögbrot verði túlkuð sem "uppreisn".

Hérna ertu að snúa út úr. Ég útskýri þessa sögu á þann hátt að maðurinn þarna var viljandi að gera uppreisn. Engann veginn þannig að ef einhver brýtur eitthvað af sér þá sé það uppreisn.

Hjalti
Þetta með manninn sem safnar eldiviði sýnir eitt sem að einhver frægur guðleysingi, man ekki alveg hver, held Sam Harris, hefur bent á. Að þegar siðferði hættir að snúast um mannlega velferð, eins og gerist í trúarbrögðum, þá endum við með brjálað siðferði.

Hvernig veistu hvort að þú eða einhverjir aðrir menn séu bestu dómararnir varðandi hvað sé best fyrir mannlega velferð?  Ég held að við höfum séð gott dæmi um brjálað siðferði og það fylgdi guðleysis stjórnvöldum síðustu aldar. Afsakaðu Hjalti en ég treysti engann veginn guðleysingjum til að búa til gott siðferði enda hafið þið engan rökréttann grunn til að álykta hvað sé rétt og hvað sé rangt.

Mofi, 23.6.2011 kl. 16:44

78 Smámynd: Mofi

DoctorE
Það er mér óskiljanlegt að td Mofi sjái ekki að Xenu og Sússi séu jafnmikið svindl og geðveiki. Það er mér óskiljanlegt að Mofi sjái ekki að Allah(Sem er líka YHWH) er nákvæmlega jafnmikið rugl og YhWH(Sem er líka Allah)

Ég skil það, þú veist ekkert hvað stendur í Biblíunni og veist heldur ekki hvað stendur í Kóraninum og þú sérð engann mun á þeim samfélögum sem eru byggð á kristnum gildum og þeim sem eru byggð á gildum Kóransins.  Þú virkar dáldið eins og maður sem hefur stungið hausnum ofan í klósettið og síðan kvartar og kveinar yfir lyktina. Þessi skítalykt doctor er búin til af sjálfum þér.

Mofi, 23.6.2011 kl. 16:47

79 identicon

Samfélagið sem við lifum í er ekki eins og það er vegna kristni; Menn á vesturlöndum fengu ekki frelsi fyrr en krissarnir voru brotnir á bakaftur.
Að lifa undir stjórn trúarhópa er ávísun á helvíti á jörðu; Að lifa eftir biblíu væri hreint hræðilega hræðilegt; Við myndum sjá feður grýta dætur sínar til dauða fyrir að vera ekki hreinar meyjar á brúðkaupsnótt... við værum að horfa á börn brennd til dauða fyrir galdra.. eins og gerist enn í dag, td í Afríku

Þetta eru sömu bækur Mofi, sömu bækur bara önnur nöfn

DoctorE (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 17:30

80 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Þú ert nú meiri rugludallurinn Mofi.

Sveinn Þórhallsson, 23.6.2011 kl. 19:40

81 Smámynd: Egill Óskarsson

Ég held að þú vitir ekkert hvað stendur í Kóraninum Mofi. Hvaða samfélög byggjast annars á kristnum gildum í dag? Vatikanið? Er viðbjóðurinn sem þar fær að viðgangast eitthvað til eftirbreytni?

Egill Óskarsson, 23.6.2011 kl. 22:49

82 identicon

Það er nú gaman að lesa þessar umræður alltaf. Þeir sem aldrei hafa spjallað við Guð og neita tilvist hans og síðan þeir sem hafa aldrei spjallað við Guð en halda að þeir geti lært allt um hann með því að lesa í einhverri bók, sem þeir kalla bók bókanna.

Við einstaklinga eins og DoctorE þá segi ég nú bara: Slappaðu af, settust niður og hættu að vera svona lokaður. Hver veit nema Guð svari þér. Guð er allavega ekki í stuði til að vera alltaf að spjalla við fýlupúka. Ég reyni sjálfur að vera mjög hress og það hefur skilað sér í því að Guð vill spjalla við mig.

Alheimurinn er stór og stundum er Guð bara að gera annað, það þekkja nú allir söguna af því þegar hann missti sinn (einka)son. Guð var bara að gera annað þá. Ekki eins og við séum þau einu hérna í þessum alheimi. Rétt eins og Guð laumaði lók í Maríu mey þá er Guð stundum að lauma lók hér og þar. Einn (einka)sonur til eða frá breytir ekki öllu í þessu sambandi.

Mofi, Guð bað mig að skila því til þín að hætta vera alltaf með þessa frekju þegar þú talar við hann. Í stað þess að vera alltaf að biðja hann um eitthvað, gætirðu þá ekki prufað að ræða við hann bara, segja honum brandara, góða sögu, deilt með honum einhverri pælingu, kastað boltanum, skilurðu ?

Guð er reyndar lítið á netinu (af augljósum ástæðum) en hann vildi koma því á framfæri við Hjalta að biðja hann um að gera ekki lítið úr grátinum. Sjálfum finnst Guði gott að gráta öðru hvoru, svo fremi að það sé karlmannlegur grátur. Guð er lítið í því að stressa sig á því hvar einstök typpi lenda eða lenda ekki. Ég hef reyndar ekkert rætt við Guð um þetta biskupsmál, enda er það frekar leiðinlegt og ég er lítið í því almennt að ræða leiðinlega hluti við Guð.

Ég skora semsagt bara á flesta að ræða eitthvað skemmtilegt við Guð á eigin forsendum, en vera ekki að eltast við að láta barnaperra í kuflum stýra samræðum sínum við Guð, eða skort á samræðum öllu fremur.

Í Guðs nafni,

kær kveðja

Bjarni

Bjarni (IP-tala skráð) 24.6.2011 kl. 01:09

83 identicon

Fólk eins og Bjarni eiga heima á geðdeild.

Ætli Mofi haldi upp á afmælisdaga, páska og jólin. 

Arnar (IP-tala skráð) 24.6.2011 kl. 10:50

84 identicon

Arnar þú ert fullur fordóma. Hefurðu íhugað að ræða þessa fordóma þína við sérfræðing?

Bjarni (IP-tala skráð) 24.6.2011 kl. 11:15

85 Smámynd: Mofi

Ég er dáldið gáttaður á því að margir hérna virðast vera sannfærðir að kristni hefur ekki haft jákvæð áhrif á heiminn.

Arnar, ég held upp á allt þetta þó að ég persónulega vildi sleppa afmælisdögum en það er ekkert trúarlegt við það :)

Mofi, 24.6.2011 kl. 11:36

86 identicon

Bjarni en einn Íslandingurinn sem ofnotar orðið fordómar.

Þá veit ég að þú ert ekki eins Kristinn og hélt Mofi.

Arnar (IP-tala skráð) 24.6.2011 kl. 12:30

87 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég veit það og ég þarf ekkert að vita hvert eðli Guðs er. Tel ekki einu sinni gáfulegt fyrir einhvern sem trúir á Guð að reyna að skilja Guð á þann hátt.

Voðalega er fyndið að sjá þig nota "Guð er svo dularfullur"-spilið núna. Í textanum er talað um að sjá bak en ekki andlit! Er guð svo dularfullur að það er ekki augljóst að bak og andlit vísar til líkama?

Eins og ég talaði um þá trúi ég að Jesú er Guð og hefur alltaf verið til og í Gamla Testamentinu getur verið að tala um Jesú.

Þannig að þú trúir því að þetta hafi verið Jesús að labba um í líkama í Eden, af því að Jahveh hefur ekki líkama?

Aftur á móti þá sjáum við í Gamla Testamentinu talað um Guð á þann hátt að Guð er andi, ekki efnislegur og fyrit utan tíma.

Ég giska á að þú hafir ætlað að skrifa "í Nýja testamentinu". Það er vissulega rétt, enda eru heilmikið grísk áhrif í Nýja testamentinu.

Hérna ertu að snúa út úr. Ég útskýri þessa sögu á þann hátt að maðurinn þarna var viljandi að gera uppreisn. Engann veginn þannig að ef einhver brýtur eitthvað af sér þá sé það uppreisn.

Engann veginn það að hvert einasta afbrot sé uppreisn, en ef þessi maður braut hvíldardagsboðorðið með því að safna eldiviði, þá er það uppreisn!

Hvernig veistu hvort að þú eða einhverjir aðrir menn séu bestu dómararnir varðandi hvað sé best fyrir mannlega velferð?

Ég held að það sé ekki gott fyrir mannlega velferð að vera grýttur til bana fyrir að hlýða ekki einhverjum duttlungum einræðisherra.

Og svo segirðu þetta við DotorE:

Þetta er einfaldlega ógeðfellt rugl í þér.

Bíddu nú við. Þú veist örugglega um sálminn sem talar vel um það að berja ungabörnum óvina manna við stein. Og ég er viss um að hermennirnir sem voru að stunda þjóðernishreinsanir, sem þú telur hafa verið réttlátt, hafi barið ungabörnum við steina. Og síðan máttu þeir "eiga" þær hreinu meyjar sem þeir tóku, það flokkast sem nauðgun hjá okkur.

Þetta er vissulega ógeðfellt, en þetta er það sem þú telur vera gott og rétt. *æl*

Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.6.2011 kl. 12:52

88 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

....og þú sérð engann mun á þeim samfélögum sem eru byggð á kristnum gildum og þeim sem eru byggð á gildum Kóransins. 

Mofi, ef þú ferð nokkur hundruð ár aftur í tímann, þá sæirðu kristin samfélög sem eru alveg eins og þessi múhameðstrúarsamfélög.

Í biblíunni er t.d. talað um að það eigi að grýta (ef ég man rétt, amk drepa) konu sem var ekki hrein mey við giftingu.

Væri ekki frábært ef við myndum byggja þjóðfélag á þessu?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.6.2011 kl. 12:54

89 identicon

Mofi er sérfræðingur í valkvæmri blindu; Eins og þetta með að guðinn hans er skrímsli og fjöldamorðingi samkvæmt galdrabókinni; Hann sér heldur ekki að kóran og biblía eru af nákvæmlega sama rugli.
Hann sér heldur ekki söguna, hvernig kristnir gengu yfir jörðina með blóð í hverju spori... Hann er faktískt búinn að dissa stóran hluta biblíu, en við vitum hvað stendur...

Hér er eitthvað fyrir þig Mofi, þú getur hugsað um þetta áður en þú ferð að sofa..

Feður sem eiga dætur sem eru ekki hreinar meyjar, þeir eiga að grýta þær til dauða við hús sitt.
Biblían er yfirfull af svona viðbjóð, hver sá sem dýrkar biblíu, er ... tja illmenni(Sá sem hefur lesið biblíu og heldur samt áfram að dýrka geggjunina)

DoctorE (IP-tala skráð) 24.6.2011 kl. 13:15

90 Smámynd: Mofi

Hjalti
Voðalega er fyndið að sjá þig nota "Guð er svo dularfullur"-spilið núna. Í textanum er talað um að sjá bak en ekki andlit! Er guð svo dularfullur að það er ekki augljóst að bak og andlit vísar til líkama?

Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að Guð sjálfur sé ofar okkar skilningi. Gott dæmi er þrenningin. Held ekki að við getum skilið hvernig Guð er í þeim skilningi. Ég síðan tel ekkert órökrétt að nota andlit og bak í myndrænum skilningi. Þegar t.d. Móse sá bak Guðs þá sá hann ekki líkama.

Hjalti
Þannig að þú trúir því að þetta hafi verið Jesús að labba um í líkama í Eden, af því að Jahveh hefur ekki líkama?

Það væri ein leið fyrir mig til að skilja þetta.

Hjalti
Ég giska á að þú hafir ætlað að skrifa "í Nýja testamentinu". Það er vissulega rétt, enda eru heilmikið grísk áhrif í Nýja testamentinu.

Nei...  Tökum nokkur dæmi:

Jesaja 40:12
Hver hefir mælt vötnin í lófa sínum og stikað himininn með spönn sinni, innilukt duft jarðarinnar í mælikeri og vegið fjöllin á reislu og hálsana á metaskálum?
Hver hefir leiðbeint anda Drottins, hver hefir verið ráðgjafi hans og frætt hann?
Hvern hefir hann sótt að ráðum, þann er gæfi honum skilning og kenndi honum leið réttvísinnar, uppfræddi hann í þekkingu og vísaði honum veg viskunnar?
Sjá, þjóðirnar eru sem dropi í vatnskjólu og metnar sem ryk á vogarskálum. Sjá, eylöndunum lyftir hann upp eins og duftkorni.

Jesaja 44:6
Svo segir Drottinn, konungur Ísraels og frelsari, Drottinn allsherjar: Ég er hinn fyrsti og ég er hinn síðasti, og enginn Guð er til nema ég.

Míka 5:2
Og þú, Betlehem Efrata, þótt þú sért einna minnst af héraðsborgunum í Júda, þá skal þó frá þér koma sá, er vera skal drottnari í Ísrael, og ætterni hans vera frá umliðinni öld, frá fortíðar dögum

Sálmarnir 90:2
Áður en fjöllin fæddust og jörðin og heimurinn urðu til, frá eilífð til eilífðar ert þú, ó Guð.

Job 36:26
Já, Guð er mikill og vér þekkjum hann ekki, tala ára hans órannsakanleg.  

2.Mósebók 3:13
Móse sagði við Guð: "En þegar ég kem til Ísraelsmanna og segi við þá: ,Guð feðra yðar sendi mig til yðar,' og þeir segja við mig: ,Hvert er nafn hans?' hverju skal ég þá svara þeim?" 
14 Þá sagði Guð við Móse: "Ég er sá, sem ég er." Og hann sagði: "Svo skalt þú segja Ísraelsmönnum: ,Ég er' sendi mig til yðar.

Þetta síðasta vísar til þess að Guð einfaldlega er, er til án þess að eitthvað orsakaði Hann.

Hjalti
Engann veginn það að hvert einasta afbrot sé uppreisn, en ef þessi maður braut hvíldardagsboðorðið með því að safna eldiviði, þá er það uppreisn!

Já, frekar augljóst ef maður les samhengið og síðan var þetta beinn dómur frá Guði, ekki menn að velta einhverju fyrir sér.  Í þessu tilviki þá hef ég líka útskýringu Ellen White á hvað var að gerast þarna og það litar minn skilning á þessari sögu.

Hjalti
Ég held að það sé ekki gott fyrir mannlega velferð að vera grýttur til bana fyrir að hlýða ekki einhverjum duttlungum einræðisherra

Þú lítur sem sagt á skoðanir Guðs sem duttlungar einræðisherra?

Hjalti
Bíddu nú við. Þú veist örugglega um sálminn sem talar vel um það að berja ungabörnum óvina manna við stein

Ég hef ekki enn hitt neinn kristinn einstakling sem lítur á þessi vers þannig að við eigum að finnast svona hegðun af hinu góða. Þú ert örugglega að tala um 137 sálminn sem talar um þá sem hefna sín á Babýlón munu glaðir gera slíkt. Hefnd getur gert þá sem urðu fyrir miklum hörmungum glaða en það þýðir ekki að það sé góð hegðun eða að Biblían kenni að slíkt sé góð hegðun til eftirbreytni enda hefur þú ekki séð kristna predika þetta.

Hjalti
Og síðan máttu þeir "eiga" þær hreinu meyjar sem þeir tóku, það flokkast sem nauðgun hjá okkur

Stríð eru ekki beint falleg og þarna gátu menn bjargað konum frá dauða með því að gera þær að eiginkonum ef að allt gékk eftir. Ef allt gékk ekki eftir þá mátti konan fara.  Þú einfaldlega lítur á höfunda Biblíunnar sem virkilega vont fólk án þess neitt að horfa til aðstæðna eða eitt eða neitt.

Hjalti
Mofi, ef þú ferð nokkur hundruð ár aftur í tímann, þá sæirðu kristin samfélög sem eru alveg eins og þessi múhameðstrúarsamfélög.

Getur þú sýnt fram á þetta?

Mofi, 24.6.2011 kl. 13:33

91 identicon

Typical stúpid remark from Mofi

Hjalti
Mofi, ef þú ferð nokkur hundruð ár aftur í tímann, þá sæirðu kristin samfélög sem eru alveg eins og þessi múhameðstrúarsamfélög.

Mofi
Getur þú sýnt fram á þetta?
-
Ertu eitthvað sjúkur á geði Mofi, þér er í lófa lagt að kynna þér mannkynssöguna, þar muntu sjá að krissar hafa líklega verið einna verstir af öllum í gegnum tíðina

Mofi er með nákvæmlega sama rugl og þvaður þegar menn tala um þróunarkenningu: Getið þið sýnt fram á þetta...

Fokking bull í þér Mofi, hræðilega heimskt; En ég styð þig, bloggaðu MIKIÐ, settu inn MARGAR atugasemdir; Þú er einn og sér einn helsti óvinur kristni á íslandi; Litlir krakkar í barnaskóla hlæja að þessu fáránlega rugli í þér.. og í leiðinni sjá þau skaðsemi trúar þinnar; Trú þín er ekkert nema heimska á heimsku ofan; Þú hefur ekki sömu afsökun og flestir "kristnir", þú ert búinn að lesa helling... samt hjakkar þú þessu rugl fari, græðgi knýr þig áfram; Ekkert nema græðgi... Þú ert brandari

DoctorE (IP-tala skráð) 24.6.2011 kl. 13:52

92 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég síðan tel ekkert órökrétt að nota andlit og bak í myndrænum skilningi. Þegar t.d. Móse sá bak Guðs þá sá hann ekki líkama.

Þetta er mjög órökrétt Mofi. Það er sársaukafullt að sjá hvað þú á erfitt með að skilja það sem textinn segir af því að trúin þín er búin að blinda þig.

Það væri ein leið fyrir mig til að skilja þetta.

Já, það er nefnilega svo mikið talað um Jesú í Gamla testamentinu!

Nei...  Tökum nokkur dæmi:

Mofi, sumt þarna hlýtur að vera grín. Kíktu t.d. á Míka 5.2, ætterni messíasar mun verða eldgamalt.

Já, frekar augljóst ef maður les samhengið og síðan var þetta beinn dómur frá Guði, ekki menn að velta einhverju fyrir sér.  Í þessu tilviki þá hef ég líka útskýringu Ellen White á hvað var að gerast þarna og það litar minn skilning á þessari sögu.

Ef maður les samhengið? Það er ekkert í samhenginu sem réttlætir það að kalla þetta "uppreisn" nema þú teljir að öll lögbrot séu "uppreisn".

En það gæti útskýrt þetta ef þú ert að fylgja einhverju rugli í Ellen G. White.

Þú lítur sem sagt á skoðanir Guðs sem duttlungar einræðisherra?

Já, hegðun Jahve í Gamla testamentinu eru eins og duttlungar einræðisherra. Varla fara svo bæði þessi orð í taugarnar á þér, því að þú getur varla mótmælt því að guðinn þinn er einræðisherra.

Ég hef ekki enn hitt neinn kristinn einstakling sem lítur á þessi vers þannig að við eigum að finnast svona hegðun af hinu góða.

Mofi, þegar guð hafði skipað Ísraelsmönnum að útrýma öllum Kanverjum, þ.m.t. litlum börnum. Var það þá af hinu góða hjá hermanni að berja barni Kanverja við stein eða ekki?

Stríð eru ekki beint falleg og þarna gátu menn bjargað konum frá dauða með því að gera þær að eiginkonum ef að allt gékk eftir.

Taka þær sem stríðsfanga og nauðga þeim. 

Getur þú sýnt fram á þetta?

Mofi, trúfrelsi er ekki einu sinni orðið 150 ára gamalt á Íslandi.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.6.2011 kl. 14:11

93 identicon

Finnst þér ekki merkilegt Mofi að guð þinn ber öll sömu merki og mennskir einræðisherrar; Nákvæmlega eins, ekkert má skyggja á þá, þeir vilja útrýma öllu sem gæti mögulega takmarkað vald þeirra.

Meira að segja í dag getur þú séð svona "guði" í fæðingu, eins og td í norður kóreu; Þar er faðir og sonur, titlaðir sem guðir; Komið heilt dogma í kringum þá, kraftaverk hægri/vinstri; Alveg eins og í þinni trú.

DoctorE (IP-tala skráð) 24.6.2011 kl. 14:44

94 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Það væri ein leið fyrir mig til að skilja þetta.

Til hvers þá að fara í gegn um allt þetta vesen 4000 árum seinna með því að láta hreina mey verða ólétta og svoleiðis? Til hvers þá ekki að gera eins og í aldingarðinum og láta hann líkamnast úr engu?

Hefnd getur gert þá sem urðu fyrir miklum hörmungum glaða en það þýðir ekki að það sé góð hegðun eða að Biblían kenni að slíkt sé góð hegðun til eftirbreytni enda hefur þú ekki séð kristna predika þetta.

Það er ekki útskýringin á því hvers vegna kristnir predika þetta ekki. Það er mun líklegra að þeir gera það ekki vegna þess að þeim finnst það ljótt.

Sveinn Þórhallsson, 24.6.2011 kl. 16:08

95 Smámynd: Egill Óskarsson

Mofi: Ég er dáldið gáttaður á því að margir hérna virðast vera sannfærðir að kristni hefur ekki haft jákvæð áhrif á heiminn.

Ég er hins vegar ekkert gáttaður á því að þú kjósir að þykjast frekar vera hissa en að svara spurningum.

Kristni hefur örugglega haft einhver jákvæð áhrif og ég kannast ekki við að neita því. Þau gildi sem kristni byggist á og eru jákvæð og góð eru hins vegar öll eldri en kristni og hafa meira og minna öll komið fram í öðrum samfélögum þar sem engin kristin áhrif voru líka. Þannig að þið kristnir getið ekki eignað ykkur eitthvað betra siðferði en aðrir. 

Svo má líka nefna að gildin og siðferðið sem kristnir boðuðu og sýndu í verki aldirnar fyrir Upplýsinguna, og sumstaðar lengur reyndar. Spánn á tímum máranna var t.a.m. að miklu leyti mikið fyrirmyndarríki en eftir að kristnir tóku aftur völdin varð Spánn að hálfgerðu hryllingsveldi sem ríkti allt fram á seinni hluta seinustu aldar og var kristni þar í stóru hlutverki.

Og engan sannan skota takk. Við erum að tala um hvaða áhrif kristni hefur haft, þá verðuru að taka öll áhrif kristni með, sama hvort þú sért sammála túlkunum eða ekki.

Egill Óskarsson, 24.6.2011 kl. 18:40

96 Smámynd: Mofi

Hjalti, frekar slappt hvað þú ert til í að draga þetta á lágkúrulegt plan. Er boðskapur Biblíunnar að þínu mati svona slæmur?

Sveinn
Það
er ekki útskýringin á því hvers vegna kristnir predika þetta ekki. Það er mun líklegra að þeir gera það ekki vegna þess að þeim finnst það ljótt

Fyrir einhvern sem þekkir Biblíuna þá er augljóst að þetta er ljótt, út frá hennar boðskap. Ef þið veljið að sökkva ykkur í örfá erfið vers í Biblíunni og aldrei lesa eitthvað annað sem gæti varpað ljósi á þessi vers þá er ekki nema von að allur ykkar skilningur sé svona.

Egill
Ég er hins vegar ekkert gáttaður á því að þú kjósir að þykjast frekar vera hissa en að svara spurningum.

Ég er hissa... þetta er bara svo yfirgengilegt að önnur viðbrögð eru útilokið.

Egill
Þau gildi sem kristni byggist á og eru jákvæð og góð eru hins vegar öll eldri en kristni og hafa meira og minna öll komið fram í öðrum samfélögum þar sem engin kristin áhrif voru líka. Þannig að þið kristnir getið ekki eignað ykkur eitthvað betra siðferði en aðrir.

Segðu mér Egill, hvernig var ástandið í heiminum fyrir sirka 60 árum síðan?  Hvar var að finna trúfrelsi, lýðræði, mannréttindi og tjáningarfrelsi?

Mofi, 27.6.2011 kl. 10:08

97 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Segðu mér Egill, hvernig var ástandið í heiminum fyrir sirka 60 árum síðan?  Hvar var að finna trúfrelsi, lýðræði, mannréttindi og tjáningarfrelsi?

Mofi, var ekki búið að fara í gegnum þetta? Hvar í ósköpunum sérðu trúfrelsi, lýðræði og tjáningarfrelsi boðað í biblíunni?

Á ég að vitna aftur í lögin sem segja að foreldrar eigi að grýta barn sem boðar þeim trú á annan guð? Hvernig passar það við trú- og tjáningarfrelsi?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.6.2011 kl. 13:30

98 Smámynd: Mofi

Ég spurði fyrst... :)

Mofi, 27.6.2011 kl. 13:58

99 Smámynd: Egill Óskarsson

Mofi:Segðu mér Egill, hvernig var ástandið í heiminum fyrir sirka 60 árum síðan?  Hvar var að finna trúfrelsi, lýðræði, mannréttindi og tjáningarfrelsi?

Mjög víða. Hvert ertu að fara með þessu?

Trúfrelsi, lýðræði, mannréttindi og tjáningarfrelsi eru ekki kristin gildi. Þau er allavega ekki að finna í Biblíunni og það var ekki fyrr en á tímum Upplýsingarinnar og frelsisaldanna tveggja sem riðu yfir Evrópu og teygðu sig víðar sem þessi sjálfsögðu réttindi urðu ríkjandi. Þeim var ekki komið á vegna kristinnar trúar heldur einmitt þrátt fyrir hana.

Egill Óskarsson, 27.6.2011 kl. 17:54

100 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Það ætti ekki að koma manni á óvart að auk þess að afneita öllum helstu vísindum, skuli Mofi þar að auki afneita hugmyndasögu og setja í staðinn einhverja ruglaða sögu þar sem kristnir menn voru ekki að drepa hvor aðra fyrir að hafa aðra trú (og tjá hana), heldur voru þeir þvert á móti miklir unnendur trú- og tjáningarfrelsis.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.6.2011 kl. 19:10

101 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

hmm...á líklega að vera "drepa hvora aðra"

Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.6.2011 kl. 19:12

102 Smámynd: Mofi

Þar næsta föstudag, 8. júlí verður fyrirlestur um kristnu rætur þessara gilda. Klukkan átta í Loftsalnum, Hólshrauni 3 í Hafnafirði. Ef þið komist ekki þá ekkert mál, ég mun gera blog grein upp úr þeim fyrirlestrinum og við getum þá haldið áfram með þessa umræðu.

Mofi, 28.6.2011 kl. 10:53

103 Smámynd: Egill Óskarsson

Nei, við getum það reyndar ekki. Ekki á þínu bloggi allavega. En þarftu virkilega að láta einhvern annan segja þér hvernig þú átt að svara þessu? Geturðu ekki bara rætt þetta sjálfur?

Uppruni þessara gilda er nokkuð vel þekktur Mofi. Það sem þú heyrir á kristilegum áróðursfyrirlestri breytir engu um það.

Egill Óskarsson, 28.6.2011 kl. 19:48

104 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég efast um að ég komi. En það er ljóst að Mofi hefur "lært" þetta hjá kirkjunni sinni. Að ætla að finna lýðræði og tjáningarfrelsi boðuð í biblíunni er álíka gáfulegt og að finna stuðning við réttindi samkynhneigðra í henni.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.6.2011 kl. 00:41

105 Smámynd: Mofi

Egill, mér finnst betra að ræða þetta á aðeins heilstæðari nótum. Hérna er spurning um hvaða menn og hvaða hópar spiluðu lykilhlutverk í þessu tilliti og hvaða hugmyndafræði hvatti það áfram.

Hjalti, nei, mér finnst þetta augljóst út frá sögunni en vil helst að setja þetta fram á heilstæðan og ýtarlegan hátt; ekki í einhverjum hálfmótuðum bútum.

Mofi, 29.6.2011 kl. 10:32

106 Smámynd: Egill Óskarsson

Þetta er bara alls ekki svona flókið Mofi. Þegar fyrstu kröfurnar sem við getum tengt við nútímahugmyndir um mannréttindi koma fram frá 16. til 18. aldar þá voru það ekki prestar eða kirkjuyfirvöld sem voru í fararbroddi. Þvert á móti eiginlega. Einn helsti andstæðingur tjáningarfrelsis í Evrópu á þessum tíma voru kristnu söfnuðirnir. Ég get t.d. bent aftur á Spán. 

 Þeir sem að halda svo að þau réttindi sem krafist var og voru skjalfest í Frakklandi og Bandaríkjunum á þessum tíma hafi byggst á kristnum gildum þess tíma ættu að fara að lesa sér til - í einhverju öðru en áróðursritum kristinna þ.e.

 Og eins og ég sagði áður, eins og staðan er núna þá getur þessi umræða ekki 'haldið áfram' á blogginu þínu.

Egill Óskarsson, 29.6.2011 kl. 18:53

107 Smámynd: Mofi

Egill, þú um það.

Mofi, 30.6.2011 kl. 09:39

108 Smámynd: Egill Óskarsson

Ég held ennþá að þú fattir ekki ástæðuna fyrir því að umræðan getur ekki haldíð áfram á blogginu þínu.

Egill Óskarsson, 30.6.2011 kl. 14:55

109 Smámynd: Arnar

Mofi, það er ekki hægt að ræða nein mál á þínu bloggi.  Um leið og einhver er ekki sammála þér og heldur því til streytu ferðu í fýlu og bannar viðkomandi.

Þar af leiðandi eru ekki margir eftir sem 'ræða' málin hjá þér.

Þessi hegðun þín er reyndar einstaklega skemmtileg ef hún er sett í samhengið trú vs. mannréttindi, tjáningafrelsi, skoðunarfrelsi.. osfv.  Þú villt meina að trúin þín sé uppspretta allskonar frelsis en ert alveg ótrúlega fljótur að grípa til ritskoðunar og bannfæringa sjálfur.

Arnar, 30.6.2011 kl. 15:01

110 Smámynd: Mofi

Hún getur haldið áfram hérna er hvar sem er. Ég aðeins vill gera heilstæða grein til að ræða þetta út frá heilstæðum grunni en ekki í einhverjum ókláruðum bitum.

Mofi, 30.6.2011 kl. 15:10

111 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi, hver mun halda þennan fyrirlestur?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.6.2011 kl. 15:39

112 Smámynd: Mofi

Hann heitir Björgvin Snorrason.

Mofi, 30.6.2011 kl. 15:43

113 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þeas hver er fyrirlesarinn? Presturinn ykkar þarna í Hafnarfirði?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.6.2011 kl. 15:47

114 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Úps....sá ekki að svarið þitt var komið. Sé að ágiskunin mín var rétt ;)

Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.6.2011 kl. 15:47

115 Smámynd: Mofi

Eina útskýringin er að þú ert skygn :)

Mofi, 30.6.2011 kl. 15:56

116 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Nú ætla ég að setja á mig spámannshatt:

Tökum lýðræði sem dæmi, þá er auðvitað ekkert um það í biblíunni. Ef Björgvin ætlar að halda því fram biblían sé svakalega fylgjandi lýðræði, þá mun hann líklega nota sömu aðferð og þeir sem segja að Jesús hefði verið fylgismaður réttinda samkynhneigðra. 

1. Finna einhver almenn og mjög óskýr vers. 

2. Gera ráð fyrir ("smygla") að inn í þessu almenna og óskýra orðalagi sé fjallað um afar takmarkaða hluti, nánar til tekið, þau sem hann vill.

-> Voilá, biblían boðar það sem hann vill.

Hérna er dæmi:

1. Jesús sagði að maður ætti að elska náungann eins og sjálfan sig.

2. Maður elskar ekki náungann með því að ráða yfir honum án þess að hann fái neitt að segja um það, lýðræði er augljóslega að elska náungann!

-> Jesús boðaði lýðræði!

Berið þetta saman við:

1. Jesús sagði að maður ætti að elska náungann eins og sjálfan sig.

2. Það að banna samkynhneigðu fólki að giftast er ekki að elska náungann eins og sjálfan sig.

-> Jesús var fylgjandi hjónabandi samkynhneigðra!

Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.6.2011 kl. 15:58

117 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Eina útskýringin er að þú ert skygn :)

Vonandi ekki, mig dreymdi í nótt að Öskjuhlíðin myndi gjósa!

Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.6.2011 kl. 16:00

118 Smámynd: Mofi

Well, ef það gerist þá lofar þú að skrá þig úr Vantrú og íhuga að byrja feril sem miðill eða þaðan æfa betra.

Mofi, 30.6.2011 kl. 16:33

119 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Það var jarðskjálfti í dag í ~25km fjarlægð frá Öskjuhlíð. Mér finnst það passa við drauminn minn.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.6.2011 kl. 16:41

120 Smámynd: Mofi

Sko, gangi þér í nýja starfinu þínu :)

Mofi, 30.6.2011 kl. 16:52

121 Smámynd: Egill Óskarsson

Mofi: Hún getur haldið áfram hérna er hvar sem er.

Hún getur allavega ekki haldið áfram á blogginu þínu því að þú bannar yfirleitt alla sem þú ert ósammála á einhverjum tímapunkti. Ég er t.d. í banni hjá þér núna af því að það fór í taugarnar á þér að ég vogaði mér að benda á ákveðna galla í málfutningi þínum.

Þess vegna finnst mér svo asnalegt að þú sért að afsaka þig út úr umræðunni hér svo að þú getir fengið þennan Björgvin til að segja þér hvernig þú eigir að tækla þetta málefni. Sem þú ætlar svo ræða á þinni eigin síðu þar sem þú bannar einfaldlega þá sem 'rökin' þín bíta ekki á.

Egill Óskarsson, 30.6.2011 kl. 19:47

122 Smámynd: Mofi

Egill, engann veginn sammála að ég lokaði á þig vegna þess að þú bentir á galla í málflutningi mínum en ætla ekki að rífast um það. Ég er engann veginn að afsaka mig úr umræðunni heldur aðeins að vilja taka hana í heild sinni út frá heilstæðri mynd. Ég skal opna fyrir þig en umræðan þarf ekkert að fara fram á mínu bloggi.

Mofi, 1.7.2011 kl. 09:42

123 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Það væri grátlegt að láta sjá sig þín megin eftir framkomu þína. Ég vona að fleiri taki undir það. Ef menn vilja tjá sig um eitthvað sem þú skrifar á bara að gera það á eigin síðum.

Sveinn Þórhallsson, 1.7.2011 kl. 18:30

124 Smámynd: Mofi

Ég sagði nú bara að ég þurfti frí frá þér, ekki að þú hafðir verið ómálefnalegur. Síðan finnst mér magnað að þú sérð ekkert að þeim málflutningi hjá þeim sem ég lokaði á en ég nenni engann veginn að rífast um slíkt.

Mofi, 4.7.2011 kl. 09:35

125 identicon

Haha :) gaman að kíkja inn á blog.is á nokkurra mánaða fresti og sjá alltaf sama fólkið rífast um nánast sama hlutinn við sama fólkið.

Ég hefði haldið að þið færuð að átta ykkur á því að ykkur tekst ekki að sannfæra hvert annað :)

Til þess að stytta spjallið ykkar: þið trúaða fólk, hvað gætu trúleysingjarnir gert til þess að sannfæra ykkur um að guð sé ekki til? Þið trúlausa fólk, hvað gæti trúaða fólkið eða guð gert til þess að sannfæra ykkur um tilvist guðs?

Ég er kristinn og veit það vel að ég hef ekki svörin við öllum spurningum, get ekki sannfært marga með orðum um tilvist guðs, finnst margt skrýtið sem Biblían segir.  Ég glími við það að bæði vil ég hafa rétt fyrir mér um það hvort guð sé til eða ekki og vil endilega að guð se til. Mér fyndist það hræðilegt ef einhverjum tækist að sannfæra mig um að guð væri ekki til. Aveg hræðilegt. Hinum trúlausu finnst þetta eflaust vera eitthvert göfugt markmið að fjarlægja trú úr heiminum.  En ég hef verið bæði trúlaus og trúaður og finnst lífið mitt mikið betra eftir að ég tók trú.  Líf fólks í kringum mig hefur orðið betra vegna minnar trúar (ætla ekki að útskýra það neitt nánar, en þannig er það). Það er ekki vegna þess að ég hafi verið drukkinn eða dópaður alla daga áður, alls ekki, bara venjulegur. Ef ykkur tekst ætlunarverk ykkar að fjarlægja trú af landinu þá takið þið frá mér það sem er mér mikilvægara en allt, það sem vekur mér von á erfiðum stundum og gleði. 

Ég veit vel að þið hafið það ekki að markmiði, en það væri það sem þið mynduð ná fram hja mér og þúsundum annarra, næðuð þið ætlunarverki ykkar.

Getur verið að ykkur finnist þetta í lagi þar sem þið teljið þessa gleði falska... veit ekki...

En jæja, ég er þreyttur og er farinn að sofa.  

Eitt þó í viðbót:

Þegar og ef ég segi ykkur frá trú minni, eða reyni að sannfæra ykkur um mína trú þá væri það af sömu ástæðu og ég myndi segja ykkur frá því að vísindamenn hefðu fundið lækningu á einhverjum sjúkdómi sem þið hefðuð.  Kristnir menn (og ég meðtalinn) eiga það mikið til að nöldra og nota skrítnar aðferðir og rifrildi til þess að boða trú, en ef trú þeirra er einlæg þá er grunnástæðan þó bara sú að þeir vilja ykkur vel. 

Ég vona að ástæða umræðunnar hérna hjá öllum aðilum sé einfaldlega kærleikur fyrir náunganum en ekki bara þörfin á að þræta og hafa rétt fyrir sér.

db (IP-tala skráð) 10.7.2011 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband