Merkileg predikun

Ég verð að segja að predikun ríkiskirkjuprestsins Sigurvins Jónssonar kom mér frekar á óvart. Hann er augljóslega vel að sér í nýjatestamentisfræðum og er að reyna að fræða fólk um grunnatriði í þessari predikun. Það er mjög óvenjulegt. En það er auðvitað gott og blessað. Enn óvenjulegra var að sjá hann viðurkenna þetta (með feitletrun frá mér):

Þessi mynd sem lesa má úr þeim heimildum sem varðveittar eru í ritum frumkirkjunnar sýnir að kristindómurinn var ekki átrúnaður sem hófst í samhangandi sannleika og var treyst fyrir tólf lærisveinum. Upphaf kristindómsins er mósaík hugmynda sem kepptust um að skýra áhrif þessarar persónu og svo fjölbreyttar eru þær að það er ógjörningur að segja nákvæmlega til um hverjar þeirrar eiga uppruna hjá hinum sögulega Jesú.

M.ö.o. það er svo mikið af hugmyndum um Jesú í frumkristni, að við getum bara ekki vitað hvað honum sjálfum fannst. Eitt af þessum hugmyndum sem Sigurvin nefnir er "stef um yfirvofandi dóm", sem þýðir: "Heimsendir er í nánd!".

Ég á erfitt með að ímynda mér á hvaða grundvelli Sigurvin samþykkir þá einhverja af þessum hugmyndum. Líklega vill hann ekki samþykkja að Jesús eigi heiðurinn af "[stefinu] um yfirvofandi dóm", enda hljómar það eflaust ekki vel að Jesús hafi verið heimsendaspámaður (og hafði rangt fyrir sér). En hvers vegna ætti hann að trúa hinum hugmyndunum? Þetta er eflaust bara einhverjar hugmyndir sem einverjum frumkristnum mönnum datt í hug.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessar tvær málsgreinar frá Sigurvini þessum gætu bent til þess að að hann sé nýútungaður úr guðfræðideild og ekki losnaður við hráan, akademískan ritgerðastíl. Og ekki lízt mér á efnisinntak hans, sízt skv. þinni túlkun, Hjalti.

Jón Valur Jensson, 19.6.2011 kl. 23:26

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég held að það sé rétt að hann sé frekar nýlega útskrifaður úr guðfræðideildinni. Svo væri gaman að heyra hvort að þú teljir þessa túlkun mína á orðum hans vera ranga. Ég held að innihaldið sé það sama, þó svo að ég reyni ekki að vefja það inn í mjúkar umbúðir :P

Hjalti Rúnar Ómarsson, 19.6.2011 kl. 23:31

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Virðist mér vera örvæntingarfullt varnartiltæki, vegna hártoganna um túlkun hinna ýmsu blæbrigða guðfræðinnar og ekki síst til varnar persónu og geðþóttatúlkun, sem virðst afar inn í dag (til aðgreiningar bókstafsstimplinum sem menn vilja hver um annan þveran afneita).

Hann er að mínu viti að segja: Það eru svo margar og misvísandi leiðir og túlkanir sem lágu til grundvallar í þessum grautarpotti hugmynda að í raun er engin rétt né röng. Hann megi því alveg nýta sér og túlka spekina að geðþótta. (svona rétt eins og sænski grínarinn hans Þórhalls)

Þetta er hin nýja stefna til að mæta vaxandi efasemdum og áleitnum spurningum auk þess að forðast hina hræðilegu bókstafstrú.  Kristin trú er ekki eitthvað ákveðið, heldur svona allskonar fyrir aumingja...nálgunin.

Það fer einna mest í taugarnar á mér þegar hugtakið "Hinn sögulegi Jesús" flýgur um sali. Hver er hann?

Jón Steinar Ragnarsson, 19.6.2011 kl. 23:47

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Verð að geyma mér umræðuna, enda verður nægur tími til, þú hefur yfirleitt lengi opið á innlegg.

Jón Valur Jensson, 20.6.2011 kl. 00:23

5 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jón Steinar, ég held að ég skilji hvað þú átt við og ég held að ég geti tekið undir þetta.

Án þess að ég þekki nokkuð til Sigurvins, þá get ég ímyndað mér hvernig fólk endar í þessum öngstrætum sem þú talar um. Fyrst tekur það þátt í barna- og unglingastarfi kirkjunnar og er innrætt fjarstæðukenndum hugmyndum eins og að það sé ósýnilegur maður sem heitir Jesús sem elskar það og það getur talað við. Seinna meir fer þetta fólk í guðfræðideildina og lærir þar alls konar hluti sem ættu með réttu að afkristna fólk (samanber þetta með að við vitum ekki hvað Jesú sagði og að það voru alls konar hugmyndir í gangi). Þar sem að trúin byggist ekki á vitsmunalegum grunni, þá missir það samt ekki trúna, en til þess að reyna að samræma trúna og það sem það hefur lært, þá fer það út í eitthvað  ótrúlegt bull. Þannig færðu fólk eins og Bjarna Karlsson, Sigríðu Guðmarsdóttur og ónefndan fyrrverandi prest sem les að ég held þetta blogg  

Hjalti Rúnar Ómarsson, 20.6.2011 kl. 07:51

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Líklega hittirðu naglann lóðbeint á hausinn þarna.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.6.2011 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband