30% Íslendinga trúa ekki á guð

Samkvæmt könnuninni trúa 30% Íslendinga ekki á guð eða önnur æðri máttarvöld.

Er þetta nógu stór minnihlutahópur til þess að tekið verði tillit til þeirra og kristni ekki boðuð í leik- og grunnskólum? Er þetta nógu stór minnihlutahópur til þess að hætt verði að halda úti ríkiskirkju, og tala m.a. um það í stjórnarskrá?

Og ætli þessar niðurstöður muni hafa þau áhrif að ríkiskirkjuprestar hætti að tala um að 90% Íslendinga séu kristnir? Já, margir þeirra halda því í alvörunni fram! Og nei, þeir munu ekki hætta því, af því að svipaðar niðurstöður hafa áður komið fram í könnunum.


mbl.is Íslendingar trúa á Guð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Miðað við svör um framhaldslíf, þá er stór hluti af þessum sem tóku þátt EKKI kristnir; Trúa ekki á framhaldslíf blah.

DoctorE (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 20:25

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jamm, í trúarlífskönnuninni frá 2004 sögðust aðeins ~45% (ef ég man rétt) að Jesús sé "sonur guðs og frelsari".

Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.6.2011 kl. 20:28

3 identicon

Einnig trúa bara 22% því að Guddi hafi skapað heiminn; Eigum við þá að segja sem svo að 22% íslendinga séu kristnir, aðrir eru svona hefðarkristnir fyrir mömmu eða ömmu

DoctorE (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 20:30

4 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Meh...ég hef miklar efasemdir um þá spurningu, t.d. hvernig hún var orðuð og svona.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.6.2011 kl. 20:32

5 identicon

Ég er nú hissa að það séu þetta margir sem segjast trúa á Guð, og reyndar ennþá meira hissa að heyra um þessi 45% sem trúa að Jesús sé sonur Guðs og frelsari. 

Ég er kristinn og er bara ánægður með þessar tölur.  Þetta er bara eins og í öllum skoðanakönnunum að allir "hrósa sigri" :)

Held nú að engum detti í alvöru í hug að 90% Íslendinga séu kristnir, þó kannski séu nú hátt í það skráðir í einhverja kristna kirkju (þekki þó ekki tölurnar.).  Ef ég hefði átt að giska á tölu þá hefði ég giskað á að 10% væru kristnir í raun og veru.  En það breytir ekki því að jafnvel margir sem trúa ekki vilja að kristni sé kennd í skólum, ekki sem sannleikur heldur sem trúarbrögð sem hafa fylgt þjóðinni.

AF (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 20:39

6 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Sæll AF.

Þetta er bara eins og í öllum skoðanakönnunum að allir "hrósa sigri" :)

Jamm, mikið til í því. :)

Held nú að engum detti í alvöru í hug að 90% Íslendinga séu kristnir,...

Jú, ég hef rifist við ríkiskirkjupresti, eins og t.d. Þórhall Heimisson, um einmitt þetta!

 En það breytir ekki því að jafnvel margir sem trúa ekki vilja að kristni sé kennd í skólum, ekki sem sannleikur heldur sem trúarbrögð sem hafa fylgt þjóðinni.

AF, ég er ekki að tala um að það eigi ekki að fræða um trúarbrögð (og þar með talið kristni) í skólum, heldur að það eigi ekki að boða kristni í skólum sem sannleika, t.d. með því að fá prest í reglulegar heimsóknir þar sem hann syngir um hvað Jesús sé frábær og lætur börnin tala við guð.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.6.2011 kl. 20:43

7 identicon

AF... þú ert ekki kristinn; Að ég tel; Ertu td búinn að selja allt sem þú átt og gefa fátækum, gagna svo bara um og bíða eftir að Guddi fóðri þig eins og fuglana.

Talað við mig þegar þú ert búinn að þessu, "Sússi sagði" að alvöru fanboys þyrftu að gera þetta

DoctorE (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 20:45

8 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

DoctorE, ef við skilgreinum kristna þannig að þeir þurfi að fara eftir því sem Jesús sagði, þá eru kristnir auðvitað í kringum 0% Íslendinga ;)

Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.6.2011 kl. 20:46

9 identicon

Sem betur fer er Guð miskunnsamari en það.  Enda var heila pointið með því að Jesús dó fyrir syndirnar það að hann vissi vel að það var enginn sem myndi alltaf gera allt rétt.

En þetta er nú samt ekki alveg sami skilningur og ég hef doctore :)

Í mínum huga er það að vera kristinn það að keppast eftir að vera líkur kristi.  Mér hefur mistekist ótal sinnum, en ég stefni að markinu, stundum gengur vel og stundum illa, en ég held mér miði smám saman í rétta átt.  Hef aldrei gefið allt sem ég hef átt, en hef þó oft verið þannig að Guð þarf að fóðra mig. :D Er reyndar í þannig stöðu núna og bíð bara eftir því að hann fæði mig aftur.

AF (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 23:26

10 identicon

Ég þakka bara Guði fyrir að vera trúlaus.

Sjonni G (IP-tala skráð) 3.6.2011 kl. 00:33

11 Smámynd: Arnar

"Held nú að engum detti í alvöru í hug að 90% Íslendinga séu kristnir"

Kennari stráksins míns, sem er 10 ára (strákurinn þ.e.a.s.), sagði að 99% íslendinga væru kristnir í trúarbragðafræði núna í vetur.  Ég fletti í gegnum kennsluefnið og það voru engar slíkar fullyrðingar þar.

Arnar, 3.6.2011 kl. 10:24

12 identicon

AF: Ég vona að þú eigir eftir að skilja að þessi Jesú sem þú ert að reyna að stæla, hann er handbrúða kaþólsku kirkjunnar.. þú veist, stærsta og elsta barnaníðingsklúbb heimsins.... þetta rugl rennur að mestu undan geðklofa ruglukollum af þeim bæ.
Fact.

Að auki, ef einhver guð er til, heldur þú að hann sé vanviti og geggjaður fáviti eins og kemur fram í biblíu.. þú ert örugglega að veðja á algera vitleysu, þú ert að spila á falsanan lottómiða. Það sjá allir að biblían er fáránlega stúpid bók að flestu leiti; Hópur af fávitum sem sitja við skrif eiga auðvitað séns að koma með staka setningar í lagi...
Ef guð er til þá er næsta víst að hann yrði ekki glaður með að vera sagður ekkert meira en bronsaldar vanviti... það er það sem þú ert að segja AF; Guð er fáviti

DoctorE (IP-tala skráð) 3.6.2011 kl. 10:31

13 identicon

Ekkert ad thakka

Gud (IP-tala skráð) 3.6.2011 kl. 10:31

14 Smámynd: Sunlord

Þótt að aðeins 5% Íslendinga segðist trúa á Guð, þá gæti Guð samt verið til .

Skoðanakannanir eru samt sem áður skoðanamyndandi . Líklegra er að fólk taki trú ef skoðanakannanir sýna að trú sé hjá meirihluta þjóðarinnar .

Sunlord, 3.6.2011 kl. 11:27

15 Smámynd: Arnar

Ef aðeins 5% segðust trúa á guð væri kannski loksins hægt að leggja af ríkisstyrkta ríkisskirkju.

Hvort guð sé til eða ekki kemur málinu í raun ekkert við.

Arnar, 3.6.2011 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband